Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Útlönd Halley halastjarnan á flugi sínu yfir jörðinni árið 1910. Myndin sýnir vel hve skýrt er hœgt að sjá halastjörnuna því Ijósmyndatæknin var ekki upp á marga fiska á þessum árum. ■■■ ra * ri Halastjarna i heimsokn: Geimskipaf loti á loft til móts við Halley Viö jaröarbúar fáum gest í heim- sókn snemma á næsta ári. E>aö er halastjarnan Halley sem heilsar upp á okkur. Og viö tökum vel á móti, eins og sæmir þessum fræga gesti. Heill floti geimskipa mun fara á móti halastjörnunni. Halley halastjarnan er núna á 74.000 kílómetra hraða á klukku- stund í um 700 milljón kílómetra fjar- lægö frá jöröu. Hún verður næst jörðu 11. apríl á næsta ári. En frá og meö nóvember ætti að veröa hægt aö sjá hana meö sjónauka. Islendingar ættu þó ekki aö hlakka of mikið til: þaö er ekki nema lítil von til að hægt sé aö sjá halastjömuna héöan. „I þessu landi veröa menn heppnir ef þeir sjá nokkum hlut,” sagöi breski stjömufræðingurinn David Whitehouse. „Uti á landi, langt frá birtu borganna þá getur fólk kannski séö óskýra ljósglætu á himn- inum,” sagði hann um skoöunar- möguleikana í Bretlandi. En halastjaman mun sjást því bet- ur frá suðurhveli jaröar. Feröaskrif- stofur em þegar famar aö skipu- leggja ferðir til Suöur-Ameríku, Afr- íku og Ástralíu. Hætta er á þvögu sums staðar. „Þaö verður múgur og margmenni í Alece Springs í Astrah'u,” sagði stjörnufræðingurinn Barrie Jones. Sjálfur ætlar hann að fara til Afríku tii að skoða, sennilega til Kalahari eyöimerkurinnar í Botswana. Halley kemur aö jörðu á 76 ára fresti. Hún kemur ekki alltaf jafnná- lægt. Ariö 837 var hún í ekki nema fimm milljón kílómetra fjarlægö. Stjömufræðingar heföu gjaman vilj- aö sjá hana svo nálægt núna. En svo verður ekki. Hún verður næst í 63 milljón kílómetra fjarlægð aö þessu sinni. En besta útsýnið fyrir jaröarbúa verður ekki í Ástralíu eöa Botswana. Það verður liklega i aðalstöðvum Geimstofnunar Evrópu. Geimstofn- unin sendir geimskip á móts við Hall- ey. Þaö geimskip, sem heitir Giotto, mun fara í ekki nema 500 kílómetra fjarlægð frá miðpunkti halastjörn- unnar þann 13. mare næstkomandi. Giotto veröur skotið upp með Ariane- flaug2. júlí. Frönsk-þýsk myndavél geimskips- ins mun senda til jarðar fyrstu myndimar af innviðum halastjömu. Þannig verður sönnuð eöa afsönnuö hin hefðbundna kenning um að mið- punktur halastjarna sé í raun óhreinn snjóbolti: þaö er sambland íss, frosinna gastegunda og ryks. Þessi miðpunktur er aöeins nokkrir kílómetrar í þvermál. Það hefur verið stórt verkefni hjá evrópskum vísindamönnum að skipuleggja ferö Giotto. Geimskipið mun ferðast með 62 kQómetra hraða á sekúndu — sem er tvisvar sinnum hraðinn á byssukúlu. Kom, sem er ekki nema einn tíundi úr grammi á þyngd, getur borast í gegnum 10 sentímetra þykka málmhlif. En vísindamenn hafa útbúiö sniðuga tvöfalda hlíf. Fyrra vamarlagið mun ekki geta stöðvaö fljúgandi korn sem Giotto rekst á, en mun draga svo Útlönd mikið úr og dreifa svo orku aðskota- hlutarins aö hann kemst ekki í gegn- umaðra varnarhlífina. Til að gera vísindamönnum auð- veldara að stýra Giotto á sem besta braut að Halley hefur Geimvísinda- stofnun Evrópu undirritaö samning viö Sovétríkin, sem einnig senda skoðunarfar, og reyndar tvö. Þetta em Vega 1 og 2. Þau nálgast hala- stjörnuna fyrr og ættu að geta útveg- að upplýsingar sem gætu reynst mikilvægar við útreikninga á stefnu Giotto. Auk þessara þriggja geimskipa senda Japanir eitt. Það er MS—T5 geimskipið en Japanir senda lika minni skoðunarhnött, Plánetu-A. Verelunarmenn eru auðvitað i startholunum með ýmis gróðafyrir- tæki. Bandarískir framieiöendur em jafnvel farnir að framleiða nær- skyrtur, derhúfiu-, kornmat og hala- stjörnupillur með jógúrthúð sem þeir tengja Halley. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem reynt er að græða á Halley. Þeg- ar halastjaman kom síðast við árið 1910 seldi einn sniðugur sölumaður í Dallas halastjömupillur sem áttu aö halda illum öndum stjörnunnar frá þeim sem þeirra neyttu. Fréttir frá því ári segja að fólk hafi lokaö sig inni I húsum sínum og byrgt gluggana til aö halda eitmðum gas- tegundumíburtu. Halastjörnur hafa alltaf þótt boöa illt. Koma Halley árið 66 þótti hafa verið fyrirboði eyðileggingar JerúsaÞ emborgar, fjórum árum síðar. Einn stjörnufræðingur, prófessor Fred Hoyle, heldur þeirri kenningu á lofti að halastjörnur hafi borið með sér efni sem upphaflega sköpuðu líf á jörðinni. Hann segir að þær flytji með sér óloft og eiturefni sem geti á mörg þúsund ára tímabili haft alvar- legar afleiðingar fyrir jarðarbúa. Aðrir vísindamenn taka þessari kenningu með „mikilli varúð. ” En enginn hefur kenningu um að það skaði heilsuna að skoöa hala- stjörnur. Svo kannski er í lagi að hafa sjónaukana tilbúna í vetur — næsta tækifæri til að sjá Halley kem- urekkifyrren2061. Þingkosningar í Zimbabve 27. júní: Kosningabaráttan hörð, sitt sýnist hverjum um einsflokkskerfi Mugabe Robert Mugabe, forsætisróðherra Zimbabve. Ef marka má skoðana- kannanir verður hann endurkjörinn til næstu fimm ára. Robert Mugabe, forsætisráð- herra Zimbabve, kemur tii með að vinna yfirburðasigur í þingkosn- ingunum 27. júní næstkomandi ef marka má skoðanakannanir. Hér er um að ræða fyrstu almennu þingkosningar í Zimbabve frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1965, en hét þá reyndar Ródesía, nefnt eftir breska athafnamanninum Cecii Rhodes, leiötoga landnemanna sem lögðu grunninn að bresku ný- lendunni fyrir réttum eitt hundrað árum. Með sigri í kosningunum tryggir Mugabe sig sem foreætisráð- herra til næstu fimm ára að minnsta kosti auk þess að draga vígtenn- urnar endanlega úr helsta fiokki stjómarandstæðinga, flokki Joshua Nkomo. Einnig kemur til með aö draga verulega úr áhrifum hvíta minnihlutans undir forystu Ian Smith, fyrrverandi forsætisráð- herra. Ný stjórnskipunarlög Zanu flokkur Mugabe miöar að því aö fá að minnsta kosti 70 þingmenn kjöma á þjóðþingið, nægilegan meirihluta til að fá framgengt rót- tækum breytingum á stjómarskrá ríkisins sem Zimbabvemenn erfðu frá stjórn Ian Smith. Stjómarskráin var að miklu leyti unnin af Bretum og að breskri fyrirmynd. Þær breyt- ingar sem Mugabe vill fyrst og fremst gera á stjómarskránni em að fella niður ákvæði hennar um f jölda hvítra og litaðra þingmanna, mis- vægi í fúíltrúatölu hvítum í hag, og þau ákvæði stjórnarekrárinnar þar sem kveðið er á um fjölda flokka í ríkisstjóm. Tveir hvítir, sex svartir I kosningunum er barist um hundr- að sæti á þjóðþinginu. 32 þúsund hvít- ir kjósendur kjósa um 20 sæti hvítra og tæplega þrjár milijónir blökku- manna kjósa um hin sætin áttatfu í jafnmörgum einmenningskjördæm- um. Sex stjórnmálaflokkar blökku- Umsjón: Hannes Heimisson og Þórir Guðmundsson manna bjóða fram fulltrúa í kosning- unum og tveir flokkar hvítra. Heista mál kosninganna byggist á hugmyndum Mugabe að koma sem fyret á eins ftokks kerfl Slfkt telur Mugabe að yrði til þess að meiri festa kæmi á stjórn landsins, fulltrú- ar hinna ýmsu ættbáika myndu þá skiptast á skoðunum innan flokksins en ekki sundraðir í ættbálkaer jum og sem fulltrúar mismunandi stjórn- málaafla. Slíkt fjölflokkakerfi telur Mugabe að henti ekki stjórmnálaleg- um aðstæðum í frumstæðu og ný- fr jálsu landi sem Zimbabve. Afríska þjóðfylkingin, flokkur Mugabes, og Zapu, flokkur Nkomo, bjóöa fram fulltrúa sína i öllum ein- menningskjördæmunum 80. Að auki bjóða fram fjórir aðrir flokkar blökkumanna. Uanc undir stjórn meþódista- biskupsins Abel Muzorewa býður fram í 55 kjördæmum og Zanu, en for- ingi hans, séra Ndabaningi Sithole, er í útlegð í London, býður fram í 35 kjördæmum. Að auki bjóða fram tveir óþekktir flokkar blökkumanna, Lýðræðis- flokkurinn og ÞjóMylkingin, en að- eins I örfáum kjördæmum og ekki er búist við miklu fylgi þeirra. I kosningum hvíta minnihlutans ber mest á flokki Ian Smith, fyrrum foreætisráðherra, Caz, íhaldssömum flokki sem talinn er eiga hvað mest fylgi efnameiri landeigenda. Keppi- nautur Caz er óháður flokkur undir forystu Biils nokkurs Irvine, gamals bandamarms Ian Smith sem klauf sig frá Caz fy rir þremur árum. Stjórnarandstaðan sameinuð Stjórnarandstöðuflokkamir eiga fátt annað sameiginlegt en vera sammála í andstööu sinni gegn hug- myndum Mugabe um eins flokks kerfi og hina miklu „sameiningu” hinna stríðandi afla í Zimbabve í einn stjórnmálaflokk. Bágborið efnahagsástand og kynþáttamál setja töluverðan svip á kosningabar- áttuna og einnig ber mikið á gamal- grónum ættbálkaerjum er koma upp á yfirborðið í kosningaslagnum. Mugabe er af Shona ættbáiknum og sækir flesta sína traustustu fýlgis- menn í hans raöir. Aðalkeppinautur hans, Nkomo, er aftur á móti af Ndebele ættbáiknum sem er um 20 prósent af hinum 8 milljónum ibúa i Zimbabve. Eftir því sem nær dregur kosning- um eykst kosningahitinn og aukin harka færist í leikinn. Að undanfömu hafa borist fréttir af mannavígum á milli fylkinga og auknum pólitískum ofbeldisverkum. Nkomo á pólitískt líf sitt undir vel- gengni í kosningunum. Stjórnmála- skýrendur álíta að ósigur nú myndi endanlega blása loftinu úr flokki hans og gera braut Mugabe auðveld- ari. Flokkur Mugabe er almennt áút- inn siguretranglegastur. Hreykja menn Mugabe sér af batnandi efna- hagsástandi undir þeirra stjórn, ókeypis menntun og hærri launum auk þess sem heilbrigðiskerfið hefur mikið verið endurbætt. Fyrrum forsætisráðherra Ian Smith hefur lýst þvi yfir að hann ætli aö draga sig í hlé frá stjórnmálum eftir þessar kosningar. Smith hefur lengi staðið í eldlinunni í Ródesíu og síðar Zimbabve og verið á þingi án hlésí37ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.