Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Útlönd Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar frá Hong Kong: Hong Kong-buar a milll vonar „Nítján hundruð níutíu og sjö.“ Þetta eina ártal felur í sér mikil ör- lög fyrir íbúa Hong Kong-borgar. Það ár munu Bretar skila nýlendu sinni aftur í hendur Kínveija eftir að hafa ráðið yfir henni í hundrað og fímmtíu ár. Þetta ártal er ósjaldan nefht í sam- ræðum manna hér í borginni. Enginn veit hvað þá mun gerast en öllum þykir ljóst að stórbreyting hlýtur að verða á högum þeirra. Hong Kóng-búar eru á milli vonar og ótta. Þeir vona að Pekingstjómin sjái sér hag í því að taka ekki af þeim þau frelsisréttindi sem þeir nutu við forræði Breta. Á hinn bóg- inn kvíða þeir því að þeirra bíði svipuð örlög og annarra sem lent hafa undir stjóm kommúnista. Eitt ríki -tvö hagkerfi Bretar gerðu fyrir rúmum tveim árum samkomulag við Pekingstjóm ina um framtíð nýlendunnar og var það rækilega kynnt í Hong Kong í september 1984. Fól það í sér að íbú- ar borgarinnar ættu að halda öllum réttindum sínum og fá að búa áfram við skipulag frjálsrar samkeppni og séreignar. Sem kunnugt er hefiir hagkerfi Hong Kong verið talið eitt hið frjálsasta og opnasta í heimi. Samkvæmt samkomulaginu á Hong Kong að vera í framtíðinni sérstakt sjálfstjómarsvæði innan Kínaveldis. íbúamir eiga að njóta óbreyttra laga og hafa forræði á eig- in málum, einnig skatta- og tollamál- um, en yfirvöld í Kína sjá um utanríkismálin og landvamir. Hong Kong-búum létti mjög þegar þetta samkomulag lá fyrir. Árin á undan, á meðan að samningum dró, hafði óvissan um framtíðina komið mjög niður á atvinnulífi og fjármál- um borgarinnar. Einkaframtakið hafði verið tregt til fjárfestingar og framtíðamppbyggingar í heimshomi þar sem yfir vofði kommúnistísk miðstýring með hugsanlegri þjóð- nýtingu stærri fyrirtækja. Hong Kong-dalurinn hafði hrapað í verði, hlutabréf lækkað mjög í kauphöll- inni og margir famir að bjarga eignum sínum og lausafé til útlanda. Frá 1984 hefur allt verið með kyrr- um kjörum þótt ekki hafi mátt mikið út af bregða til þess að atvinnulíf borgarinnar færi úr jafhvægi. Til dæmis falla hlutabréf strax í verði ef kínverskir embættismenn í Peking láta eitthvað það frá sér heyra sem skilja mætti á þá lund að Peking- stjómin hyggist ekki standa við skuldbindingar sínar í samkomulag- inu um „eitt ríki - tvö hagkerfi". Raddir efasemdamanna Hér í Hong Kong hef ég rætt við ýmsa málsmetandi menn sem ala með sér miklar efasemdir um framtíð þessarar auðugu borgar. Þeir viður- kenna að Kínveijar hafi gengið ótrúlega langt til samkomulags við Breta. Og þeir eru ekki heldur í vafa um að núverandi valdhafar í Peking, með Deng Hsiaoping í broddi fylk- ingar, vilja í fúllri einlægni halda í hagkerfi Hong Kong eins og það er. Borgin er þeim ómetanleg upp- spretta viðskipta og þekkingar og þeir verða ennfremur að sýna að þeir geti ráðið fyrir henni án ein- hverra óskaplegra afleiðinga fyrir atvinnulífið ef þeir eiga að gera sér vonir um að endurheimta Taiwan eftir samkomulagsleiðinni. Að sögn þessara efasemdarmanna stefiia valdhafamir í Peking að því að koma á svipuðum einræðis-kapít- ahsma í Hong Kong og getur að líta í Suður-Kóreu, Singapore og Taiw- an. Smám saman hefúr myndast þegjandi samkomulag á milli þeirra kínverskra auðmanna hér í Hong Kong (sem vilja forðast lýðræðislega fidltrúastjóm sem líkleg væri til þess að leggja á þá þyngri skatta) og Bretastjómar sem er að reyna að koma borginni af höndum sér á sem friðsamlegastan og þægilegastan hátt. Þessa menn grunar að hug- myndin sé að Hong Kong-búar missi ef til vill borgaraleg réttindi sín, svo sem réttinn til að gagmýna stjóm- völd, en haldi áfram fullu atvinnu- frelsi. Nefiúlega að Pekingstjómin vilji ekki slátra kúnni heldur tjóðra hana til að mjalta áfram. Einræðis-kapítalismi óraun- hæfur Þessir efasemdarmenn segja hins vegar að slíkur einræðis-kapítalismi sé ekki aðeins miklu verri kostur en sá fijálsræðis-kapítalismi sem Hong Kong-búar njóta núna. Hann sé líka óraunhæfúr. Þótt Kínveijar vilji ef til vill koma honum á geti þeir það ekki. Ber þar margt til. í fyrsta lagi hafa snöggar breyting- ar oftar en einu sini orðið á stefnu Pekingstjómarinnar og er þar skémmst að minnast menningarbylt- ingarinnar frá 1965 til 1970. Kapital- ismi, hvort sem hann er reistur á fijálsræði eða einræði, þrífst hins vegar illa nema við sæmilega stöð- ugt stjómarfar. - í öðm lagi eiga Hong Kong-Kínverjar hlakka ekki allir til þess að komast undir yfirráð Pekingstjómarinnar. Pekingstjóminni þykir akkur I viðskiptareynslu Hong Kong. valdhafamir áreiðanlega erfitt með að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðr- um að tvær kínverskar borgir, Hong Kong og Guan Zhou (Kanton), sem standa í sama héraði, að íbúar ann- arrar njóti tíu sinnum betri lífskjara en íbúar hinnar og hafi auk þess ýmis frelsis- og atvinnuréttindi sem íbúum hinnar er meinað um. (Hvem- ig ætla þeir þá að hindra fjöldaflutn- inga til Hong Kong?) -1 þriðja lagi mun það áreiðanlega veikja samn- ingsaðstöðu Hong Kong-búa í alþjóðasamtökum og utanríkisversl- un að borg þeirra verður hluti Kínaveldis. Þeir hafa fram að þessu notið góðs af hlutleysi sínu og versl- að með allt við alla. En hvemig verður til dæmis samskiptum við Taiwan háttað eftir 1997? Mefru máli skiptir þó að innri mótsögn er fólgin í hugmyndinni um einræðis-kapítalisma eins og Milton Friedman hefur bent á oftar en einu sinni. Ef fólk hefur frelsi til að velja í atvinnumálum þá viO það fyrr eða síðar líka öðlast frelsi til að velja í stjómmálum og losna í fijálsum kosningum við þá valdhafa sem það ekki sættir sig við. Það sýna átökin sem nýlega em um garð gengin í Suður-Kóreu. Þeir íbúar Hong Kong sem ráða yfir einhverri þekkingu eða kunn- áttu munu ekki til lengdar sætta sig við neitt tjóður. Þeir munu flytjast til annarra landa ef kínverska stjómin reynir að takmarka frelsis- réttindi. Þá mundu um leið þverra margar uppsprettur velmegunar og nýsköpunar í atvinnulífi Hong Kong. Vonin í óttanum Efasemdarmenn færa margar og þungar röksemdir fyrir máli sínu. FuU ástæða er til þess fyrir Hong Kong-húa að kvíða framtíðinni. En það merkir síður en svo að þeir geti ekki gert sér vonir um jafiigóða eða betri framtíð. Ég held að þar varði tvennt mestu: Annað er að sósíalisminn er dauður og að mínum dómi var það reynslan sem drap hann. Sósíalismi hefur augsýnilega aUs staðar haft í för með sér eymd og kúgun. Kastró Kúbu- jarl liffr á ölmusum frá Kremlveij- um. Tansama er nú fátækara land en þegar það fékk sjálfctæði. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um ástandið í Austur-Evrópu. - Vald- hafamir í Kína eiga enn eftfr að taka öllum afleiðingunum af dauða sósíalismans en enginn vafi er á því að þær verða víðtækar. Ef Kínverjar hverfa frá sósíalismanum myndast margvísleg tækifæri fyrir íbúa Hong Kong. Hitt er að Hong Kong-búar geta reynt að tryggja sig fyrir framtíðinni og þannig haft sín áhrif á hana. Þeir geta í fyrsta lagi útvegað sér annað vegabréf (eins og 600 þúsund- ir þeirra hafa þegar gert) og þannig hugsanlega útgönguleið. Því fleiri sem hafa útgönguleið því minni líkur eru á að Pekingstjómin gangi á hlut Hong Kong-búa. í öðm lagi geta þeir á næstu tíu árum fært fjármagn frá stjóminni til íbúanna, selt íbúðir í eigu þess opinbera, sjónvarps- og útvarpsstöðvar, skóla og aðrar þjón- ustustofnanir. Því minna hagvald sem hið opinbera hefur því sjálfctæð- ari geta einstaklingamir leyft sér að vera gagnvart því. í þriðja lagi geta þeir laðað erlend fyrirtæki að borg- inni því að þannig minnka líkur á óæskilegri íhlutun Pekingstjómar í atvinnulíf borgarinnar. Hvor leggur undir sig hvom? Erlend fyrirtæki em í betri samn- ingsaðstöðu en innlend. Og í fjórða lagi geta Hong Kong-búar reynt að lögfesta hefðbundin réttindi sín í þeirri stjómarskrá sem nú er verið að semja fyrir nýja sjálfctjómar- svæðið. Þegar ég lít út úm gluggann á skrifetofú minni hér á 28. hæð í há- hýsi í miðborg Hong Kong og horfi á verslanir fullar af vamingi og fólki, ímynd velmegunar, lífe og íjörs, en renni síðan augunum í átt að landa- mærunum, þar sem fátæktin blasir við, læðist að mér grunur. Hann er sá að það verði ekki Kína sem leggi undir sig Hong Kong árið 1997 heídur Hong Kong sem leggur undir sig Kína.. Umsjón: Guðmundur G. Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.