Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Afmæli Stefán Júlíusson Stefán Júlíusson, rithöfundur, fyrrv. yfirkennari og forstöðumað- ur Fraéðslumyndasafns ríkisins, Brekkugötu 22, Hafnarfirði, varð sjötíu og fimm ára í gær. Stefán fæddist að Þúfukoti í Kjós. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1932, kennaraprófi 1936, stundaði fram- haldsnám í uppeldisfræði, kennslu- háttum og skólahaídi við Teachers College í Columbia-háskólanum í New York City 1941-42, stundaði nám í ensku, þýsku og bókmenntum við Carleton College í Nortfield í Minnesota 1942-43 og lauk þar BA- prófi 1943, stundaði nám í bók- menntasögu viö Comell-háskólann í íþöku í New York 1951-52 og sótti tíma í bókmenntum, íslensku og sálarfræði við HÍítvotilþrjá vetur. Stefán veitti forstöðu skóla fyrir atvinnulausa unghnga í Hafnarfirði 1936-37, vann í sumarbúðum fyrir böm í Vermont í Bandaríkjunum sumrin 1941,42 og 43, undirbjó og sá um unglingavinnuna í Hafnar- firði sumarið 1950, vann á Bókasafni Hafnarfjarðar 1938-41 og var bóka- vörður síðasta áriö. Einnig var hann blaðamaður við Alþýðublaðið sumrinl957 og58. Stefán var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1936-55, þar af yfir- kennari frá 1943 og setturskóla- stjóri 1953-54. Hann var kennari við gagnfræðaskóla Flensborgar frá 1955, yfirkennari þar 1958-63 og stundakennariþar 1963-69. Hann var forstöðumaður Fræðslumynda- safns ríkisins 1963-69, bókafulltrúi ríkisins 1969-77 ogframkvæmda- stjóri Hjartavemdar frá 1977. Stefán var varaþingmaður um skeið 1968 og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1954-58, sat í barna- vemdarnefnd um árabil ýmist sem ritari eða formaður. Hann var í bókasafnsstjórn 1950 og formaður 1954-62, formaður skólanefndar Iðnskóla Hafnarfjarðar 1958-62, í Fræðsluráði Hafnaríjarðar 1962-82, í stjóm FUJ í Hafnarfirði og Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar 1931-40, í miðstjóm Alþýðuflokks- ins 1952-54 og 1964-70, formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 1969-70, í stjórn Kenn- arafélags Hafnarfjarðar um skeið og formaður 1953-54, í stjóm Leik- félags Hafnaríjarðar 1945-51 ogfor- maður síðasta áriö, í stjóm Bama- vemdarfélags Hafnarfjaröar frá stofnun 1950 og um árabil, í stjóm Kaupfélags Hafnarfjarðar frá 1954-75 og formaður fimm síðustu árin. Hann sat í stjórn Félags ís- lenskra rithöfunda 1956-61 og var formaður frá 1958, í stjórn Rithöf- undasambands íslands frá 1958-69 og formaður þar og varaformaður, varaformaður Rithöfundasam- bandsins nýja 1974-76, í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1963-67, í stjórn Rithöfundasjóðs ís- lands l%7-70 og fyrsti formaður þar og formaður Rithöfundaráðs 1978-80. Stefán sat í útvarpsráði 1972-78 og hefur setið í fjölda stjóm- skipaðranefnda. Stefán hefur skrifað mikinn fjölda bama- og unglingabóka. Hann hefur þýtt barna- og unghngabækur auk þess sem bækur hans hafa verið þýddar á önnur tungumál. Hann var ritstjóri skólablaða og kosninga- blaða og hefur skrifað greinar í blöð og tímarit, m.a. um skóla- og uppeld- ismál. Stefán kvæntist 7.9.1946, Huldu Sigurðardóttur, f. 18.2.1922, dóttur Sigurður Jónssonar, innkaupa- stjóra hjá SÍS, og konu hans, Bjarg- arÞórðardóttur. Sonur Stefáns og Huldu er Sigurð- ur Birgir, f. 25.2.1947, verkfræðing- ur, doktor í hagfræði og fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, kvæntur Kristínu Bjamadóttur BA og eiga þau tvo syni, Stefán Bjama, f. 19.10.1974 og Svein Birgi, f. 22.7.1979. Systkini Stefáns: Sigurjón, sjó- maður og síðar bóndi í Stokks- eyrarseli í Flóa, nú látinn; Karl, lengst af verkamaður í Reykjavík; Bjami, lést í frumbemsku; Jóhann- es, bókbindari, búsettur í Hafnar- Stefán Júlíusson. firði, nú látinn; Vilbergur, rithöf- undur og fyrrv. skólastjóri, og Guð- laug er lést ung kona. Foreldrar Stefáns: Júlíus Jónsson, f. 1.7.1891, d. 1988, verkamaður í Hafnarfirði, bóndi að Sogni í Ölfusi og verkmaður í Hafnarfirði, og kona hans, Helga Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1888, d. 17.3.1942, húsfreyja. Júlíus var sonur Jóns, kaup- manns í Hafnarfirði og Reykjavík, Eyjólfssonar, b. í Katrínarkoti í Garöahverfi Jónssonar. Móðir Júl- íusar var Sigríður Jónsdóttir. Helga var dóttir Guðmundar, sjó- manns í Hafnarfirði Einarssonar, og konu hans Vilborgar Stefaníu Árnadóttur. Ólafur Jón Þórðarson Ólafur Jón Þórðarson, skrifstofu- stjóri Rafveitu Akraness, Einigrund 8, Akranesi, varð sextugur á mánu- daginnvar. Olafur fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð og ólst upp í Arnarfirði. Hann lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Núpi 1948 og útskrifað- ist frá framhaldsdehd Samvinnu- skólansvoriðl952. Ólafur var starfsmaður Kaupfél- ags Fáskrúðsfirðinga á Fáskrúðs- firði 1952-56, hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga á Þingeyri 1956-60, hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga á Akranesi 1960-67, hjá Trésmiöjunni Akri hf. á Akranesi l%7-70, hjá FólksbOastöðinni hf. á Akranesi 1970- 71, var fuhtrúi hjá skattstjóra Vesturlandsumdæmis á Akranesi 1971- 84 og skrifstofustjóri Rafveitu Akranessfrál984. Ólafur hefur setið í stjórn ýmissa íþrótta- og ungmennafélaga. Hann var fuhtrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjóm Akraness l%2-70 og sat í ýmsum nefndum bæjarins þá og síðar. Ólafur starfaði einnig í stétt- arfélögum svo sem Verslunar- mannafélagi Akraness, Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og Starfsmannafélagi Akraneskaup- staðar. Þá sat hann um skeið í samn- inganefnd BSRB. Olafur kvæntist fyrri konu sinni 6.9.1956, Þóreyju Jónsdóttur, f. 5.5. 1936, húsmóður, dóttur Jóns Björg- ólfssonar, bónda á Þorvaldsstöðum, og Guðnýjar Jónasdóttur húsfreyju. Ólafur og Þórey skildu. Hann kvæntist seinni konu sinni 30.12.1973, Valgerði Jóhannsdóttur, f. 3.2.1935, húsmóður, dóttur Jó- hanns Valdimarssonar, sjómanns á Akureyri, og konu hans, Halldóru Kristinsdóttur húsmóður. Dætur Ólafs frá fyrra hjónabandi em Guðný Jóna, f. 3.2.1957, tækni- teiknari á Akranesi, gift Guðjóni Guömundssyni og eiga þau þijú börn; Daðey Þóra, f. 15.7.1959, skrif- stofumaður á Akranesi og á hún eitt bam; Erla, f. 29.9.1961, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Fjölni Þorsteinssyni. Stjúpdóttir Ólafs er Þórdís Óla- dóttir, f. 1.6. l%2,húsmóðiráTjöm á Vatnsnesi, gift Skafta Baldurssyni. Systkini Ólafs: Njáll, f. 11.6.1932, búsettur á Blönduósi; Ólafur Vetur- liði, f. 5.2.1937, búsettur á Þingeyri; Hreinn, f. 6.1.1939, búsettur á Auð- kúlu; Nanna, f. 7.6.1941, búsett í Hafnarfirði; Sigurður Júlíus, f. 4.12. Ólafur Jón Þórðarson. 1943, d. 22.3.1971; Rósamunda, f. 11.2.1945, búsett á Ólafsfirði; Þor- kell, f. 8.12.1946, búsettur á Þing- eyri, og Halla Ólöf, f. 30.8.1950, bú- sett í Hafnarfirði. Uppeldisbróðir Ólafs er Sigurður Guðni Gunnars- son, f. 11.12.1951, búsettur í Reykja- vík. Foreldar Ólafs: Þórður Guðni Njálsson, f. 10.1.1902, d. 28.4.1983, bóndi og hreppsJjóri á Auðkúlu í Amarfirði, og kona hans, Daðína Jónasdóttir, f. 3.1.1904, húsfreyja. Foreldrar Þórðar vora Njáll Sig- hvatsson og Jónína Guðrún Sigurð ardóttir. Foreldrar Daðínuvora Jónas Ás- mundsson og Jóna Ásgeirsdóttir. 90 ára Sigríður Þorláksdóttir, Hofi, Grýtubakkahreppi. 85 ára Katrin Þórðardóttir, Stigahlíð 18, Reykjavík. 75 ára Sigurður Baldvinsson, MöðruvaUastræti 5, Akureyri. Guðfinna Guðj ónsdóttir, Skaftahlíð25, Reykjavik. 70 ára Hálfdán Steingríxnsson, Safamýri 71, Reykjavík. Elin Sigtryggvadóttir, Skúlabraut 33, Blönduósi. Þorgrímur Kjartansson, Hólabraut 6, Keflavík. Sigríður Saemundsdóttir, Hjallabraut 13, Hafnarfirði. Hún og maöur hennar, Þórður Guð- mundsson, taka á móti gestum, laugardaginn 29.9. klukkan 16-19 í safnaðarheimili Víðistaðakirkju í Haftiarfirði. 60 ára Soffia Sveinbjörnsdóttir, Sæviðarsundi 84, Reykjavík. Elias Eyberg Ólafsson, Stóragerði 8, Hvolsvelli. Eggert Brekkan, Mýrargötu 24, Neskaupstað. Guðbjörg Sigrún Bjarnadóttir, Klettastígl4, Akureyri. Sigrún Ólöf Sveinsdóttir, Nýbýlavegi40, Kópavogi. 50 ára Steinþór Grönfeldt, Hvítárskála, Andakílshreppi. Ingibjörg Eðvarðsdóttir, Grundargötu 24, Grundarfiröi. Axel Stefán Axelsson, Hjallabraut 74, Hafnarfirði. 40ára Grétar H. Jónsson, Strandgötu 81, Eskifirði. Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir, Nönnustíg3, Hafnarfirði. Sigrún Guðmundsdóttir, KvistalandiS, Reykjavík. Ólafur Hjálmarsson, Borgarbraut7, Grundarfirði. Andlát__________________ Stefán Jónsson Stefán Jónsson rithöfundur lést 17. september. Stefán var fæddur 9. maí 1923 á Hálsi í Geithellnahreppi í S-Múla- sýslu og var í námi í Samvinnuskól- anum 1941-1942. Hann var frétta- maður viö Ríkisútvarpiö 1946-1965 og dagskrárfulltrúi þar 1965-1973. Stefán var kennari við Héraðsskól- ann á Laugum 1973-1974, varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Norö- urlandskjördæmi eystra 1971-1974 og sat á þingi mars-apríl og októb- er-nóvember 1972 ogjanúar-febrú- ar 1974. Hann var alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974-1983. Stefán hefur samiö: Krossfiskai; og hrúðurkarlar, 1961; Mínir menn, vertíðarsaga, 1%2; Þér að segja, veraldarsaga Péturs Hoff- manns Salómonssonar, 1963; Jó- hannes á Borg, minningar glímu- kappans, 1964; Gaddaskata, 1966; Líklega verður róið í dag, 1%7; Ljós í róunni, 1968; Roðskinna, bókin um galdurinnaðfiskaástöngogmenn- ~ ina sem kunna það, 1%9; Með flugu í höfðinu, bókarkorn um tæki til fluguveiða og notkun þeirra..., 1971; Að breyta fjalli, 1987; Lífsgleði á tréfæti, 1989. Stefán hefur þýtt: Thome Smith: Topper 1.-2. b„ 1947; W. Berthold: Að sigra eða deyja. Sjó- orastan mikla á Atlantshafi. Bi- smarck-Hood, 1959; Stefán var rit- stjóri: Útvarpstíðindi, 12. árgangur, 1949 (ásamt ööram); Úrval, tímarits- greinar til skemmtunar og fróðleiks, 19. árgangur, 1960 (meðritstjóri). Stefán gcif út: Aflamenn, 1963; Stein- þórÞórðarson: Nú-Nú, bókin sem aldrei var skrifuð. Minningar, 1970. Stefán kvæntist 21. júlí 1945 Sól- veigu Halldórsdóttur, f. 4. október 1920, d. 17. mars 1982. Foreldrar Sól- veigar voru Halldór Auðunsson, sjó- maður í Hnífsdal, síðar í Hafnarfirði og kona hans, Ingibjörg Þóröardótt- ir. Börn Stefáns og Sólveigar eru Helga, f. 26. júlí 1945, stafsmaður Flugleiða, gift Jóni Bjarna Hilmars- syni fasteignasala; Jón, f. 27. ágúst 1946, lofskeytamaður í Rvík; Hjör- leifur, f. 12. desember 1947, arkitekt í Rvík, kvæntur Sigrúnu Eldjám myndlistarmanni; Kári, f. 6. apríl 1949, læknir í Chicago, kvæntur Valgerði Ólafsdóttur félagsfræðingi, og Halldór, f. 18. ágúst 1950, mann- fræðingur í Osaka í Japan, kvæntur Taeko Mori myndlistarmanni. Stef- án kvæntist 1984 seinni konu sinni, Kristjönu Sigurðardóttur, f. 18. ágúst 1922. Dætur Stefáns eru Elín, hjúkrunarfræðingur og læknanemi í Kaupmannahöfn, og Hanna, bankastarfsmaður í Rvík. Systur Stefáns era María, f. 1. október 1921, bankastarfsmaður, og Hólmfríður, f. 26. apríl 1927, gift Baldri Böðvars- syni, símstöðvarstjóri á Selfossi. Foreldrar Stefáns vora: Jón Stef- ánsson, f. 15. nóvember 1891, d. 14. febrúar 1941, skólastjóri á Djúpa- vogi, og kona hans, Marsilína Páls- dóttir, f. 26. júlí 1887', d. 13. apríl 1974, kennari. Jón var sonur Stefáns, b. á Starmýri í Geithellnahreppi, Jóns- sonar eldra, b. á Hvalnesi í Lóni, Stefánssonar, b. á Hvalnesi, Árna- sonar. Móðir Stefáns á Starmýri var Guðrún Jónsdóttir, b. á Krossa- landi, Grímssonar, b. á Geirlandi, bróður Vigfúsar, prests á Valþjófs- stað, langafa Guttorms, föður Hjör- leifs alþingismanns. Grímur var sonur Örms, prests í Keldnaþingum, Snorrasonar og konu hans, Guð- laugar Ámadóttur. Móðir Jóns, skólastjóra á Djúpavogi, var Hólm- fríður Jónsdóttir yngra, b. á Krossa- landi, Stefánssonar, bróður Jóns eldra á Hvalnesi. Móðir Hólmfríðar var Björg Jónsdóttir, systir Guðrún- aráHvalnesi. Marselína var dóttir Páls, b. á Brettingsstöðum í Flateyjardal, bróður Vilhjálms, afaThors Vil- hjálmssonar rithöfundar. Annar bróöir Páls var Hallgrímur, langafi Herdísar, móður Hallmars Sigurðs- sonar leikhússtjóra. Systir Páls var Valgerður, amma Valtýs Pétursson- ar listmálara. Páll var sonur Guð- mundar, b. á Brettingsstööum, Jón- atanssonar. Móðir Guðmundar var Karítas Pálsdóttir timburmanns Sigurðssonar, bróður Valgeröar, móður Þuríðar, konu Jóns Þor- steinssonar, prests í Reykjahlíð, ættmóöur Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Marselínu var Sigurbjörg, Stefán Jónsson. systir Helgu, ömmu Thors Vil- hjálmssonar. Sigurbjörg var dóttir ísaks, b. á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi, Sigurðssonar, b. í Brekkukoti, Guðbrandssonar, b. í Sultum, Pálssonar, bróður Þórar- ins, afa Ólafar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og langömmu Guðmundar Benedikts- sonar ráöuneytisstjóra. Systir Guð- brands var Ingunn, langamma Sveins, ættföður Hallbjarnarstaða- ættarinnar, afa Kristjáns Fjalla- skálds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.