Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 95. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991.
Fréttír
Steingrímur Hermannsson á fundi í Stjórnarráðinu gær:
Ég fer með f orystuna
í Framsóknarf lokknum
„Til að taka af allan vafa um foryst-
una í Framsóknarflokknum segi ég
það strax að ég fer með forystuna í
flokknum og er ekki að hætta for-
mennsku. Við störfum hins vegar
sem bræður þannig að hnífurinn
kemst ekki á milli. Viðræður Hall-
dórs við Jón Baldvin voru með fullu
samþykki mínu og ég var þá þegar
búinn að lýsa því yfir að allt stefhdi
í viðreisnarstjórn. Annars vil ég ekki
kalla stjórn Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks viðreisn. Ég veit ekki
hvað hún á að reisa við. Kannski
Sjálfstæðisflokkinn," sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra meðal annars á blaðamanna-
fundi í Stjórnarráðinu í gærdag.
Steingrímur boðaði til fundarins til
þess að skýra almennt frá afstöðu
Framsóknarflokksins í stjórnar-
myndunarviðræðunum og til að
þakka blaða- og fréttamönnum sam-
vinnuna á nýliönu kjörtímabili. Brá
fyrir kveðjutón í máli Steingríms.
Ekki eðlilegt boð
Steingrímur sagði að Ólafur Ragn-
ar hefði boðið Jóni Baldvini að leiða
ríkisstjórnina og að ekki mundi
stranda á sér að ganga að slíku ef
það þýddi að stjórn félagshyggju-
flokka héldi velli.
„Boð Ólafs Ragnars var þó ekki
eðlilegt. Það hefði átt hafa samráð
um það. Annars finnst mér ekki
óeðlilegt að ég yrði ekki í ríkisstjórn
undir forsæti Jóns Baldvins. Ég gæti
þá snúið mér meira að flokksstarf-
inu."
Steingrímur sagöi atburði síðustu
daga ekki hafa grafið undan trausti
Steingrímur Hermannsson: Ég er ekki að hætta formennsku i Framsóknar-
flokknum.                                             DV-mynd BG
milli formanna flokkanna í núver-
andi starfsstjórn og vel væri hægt
að hefja viðræður ef myndun við-
reisnarstjórnar brygðist. Hann sagði
feng í Kvennalistanum í ríkisstjórn
þótt það lengdi kannski sjálfa stjórn-
armyndunina. Þá sagðist hann alls
ekki útíloka samstarf með Sjálfstæð-
isflokki færi viðréisnarstjórn út um
þúfur. Hins vegar yrði mjög erfitt að
ná fram málefnasáttmála sem fram-
sóknarmenn sættu sig við.
Hann sagðist ánægður með við-
ræður við Jón Baldvin en í þeim
væru þó alvarlegir ásteytíngarstein-
ar, eins og sjávarútvegsmál, land-
búnaðarmál og ríkisfjármál.
„Annars eru tveir mánuðir síðan
ég vissi fyrir víst að vissir aðilar í
Alþýðuflokknum legðu mjög mikla
áherslu á að ná samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Ég væri ekkert undr-
andi þótt stjórnarsáttmálinn hafi
verið tilbúinn fyrir nokkru. Það eru
duglegir menn í þeim flokki."
Hægritilhneigingar
Jóns Sigurðssonar
Steingrímur játti því að hann ættí
við Jón Sigurðsson sem ekki hefði
farið leynt með. sterkar hægritil-
hneigingar. Steingrímur sagðist þó
ekki áfellast Jón fyrir skoðanir hans.
Steingímur sagði það hafa mjög góð
áhrif á Framsóknarflokkinn að vera
í stjórnarandstöðu. Ef af viðreisnar-
stjórn yröi mundi flokkurinn veita
harða en málefnalega stjórnarand-
stöðu.
Steingrímur viðurkenndi að EB-
málið hefði farið lengra og í meiri
Sorpa þrefaldar rekstrarkostnað:
Eyðing ef na
dýrari en inn-
kaupsverðið
- þegarumeiturefnieraðræða
Meö tilkomu Sorpu, sorpeyðing-
ar höfuðborgarsvæöisins, þrefald-
ast kostnaður við sorpeyðingu.
Hingað til hefur þaö kostað 100
railljónir á ári að eyða sorpi en
kemur tíl með að kosta 300 rnilljón-
ir. Auk þess verða aöilar, sem þúrfa
að losna við ýmis efni, sem flokk-.
ast undir eiturefni, aö borga hærra
verð fyrir eyöingu efnanna heldur
en það sem þeir keyptu efnin á.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir að
kostnaðaraukinn sé vegna þess að
nú verði teMn upp nútímavinnu-
brögð sem útheimti meiri útgjöld,
„Hingað til hefur nánast ekkert
verið gert annað eri að urða sorpið
en sú meðhöndlun sem verður hér
eftír kostar miklu meira. Það er
búið að fjárfesta fyrír 600 milljónir
og þessi kostnaður á meðal annars
að standa undir þvi," segir Ög-
mundur.
Ástæða þess aö eyðing sumra
efna verður dýrari en innkaups-
verö er sú að flytja þarf efnin út til
eyðirigar að sögn Ögmundar.
„Samkvæmt mengunarreglugerð
ber mönnum að skila þessum efn-
um tíl okkar og þeír þurfa að greiöa
fyrir það eyðingargjald sem er
geysihátt og fer eftír eðlí þeirra
efna sera um er að ræða. Það er
enginn eyðingarmöguleiki nema að
flytja þau til Danmerkur og þaö
skýrir kostnaðinn," segir Ögmund-
ur.
Það efni sem dýrast er að eyða
er PCB setn er í rafmagnsspennum
og slíku. Þá er mjög dýrt að eyða
leysiefnum og efnum frá rann-
sóknastofum og efnalaugum. Eyð-
ingargjald á kíló af siíkum efnum
er í kringum 120 krónur meöan
gjald fyrir venjulegt sorp er 2-3
krónur.
Ögmundur segir að mörg fyrir-
tæki mæti þessum kostnaði með
því að leita nýrra efna sem kosti
rninna i eyðingu og eru umhverfis-
vænni. Þessu eru aöilar, sem þurfa
að greiða þennan kostnað, ekki
sammála, Þeir halda því fram að
kostnaðaraukinn komi til með að
farabeíntútíverölagið.      -ns
Líf mitt breytt-
ist þegar John dó
- segir Yoko Ono sem nú dvelst hér á landi
„Ég ætla mér að dveljast hér á landi
í nokkra daga og vonast til að geta
kynnst landinu sem mest á þeim
tíma. Ég hef mikinn huga á að fara
í Bláa lónið og fara í skoðunarferð
til Hveragerðis og sjá Geysi gjósa,"
sagði Yoko Ono við blaðamenn á
fundi sem hún hélt meö þeim á
Kjarvalsstöðum.
Yoko er hingað komin til að fylgja
úr hlaði sýningu á rúmlega eitt
hundrað verkum eftir sig, verkum
sem ýmist eru hlutir, hljóðverk eða
leiðbeiningarverk. Um leið og opnuð
verður sýning á verkum Yoko.verður
einnig á Kjarvalsstöðum opnuð sýn-
ing á verkum eftir listamenn sem til-
heyra flúxus-hreyfingunni eh Yoko
er einmitt ein þeirra. í fór með Yoko
er Jon Hendricks sem er talinn einn
mestí sérfræðingur um flúxus-hreyf-
inguna.
Yoko Ono sagði að hún hefði verið
spennt að koma hingað. Hún fengi
ávallt mikiö af bréfum hvaðanæva
úr heiminum ogþau bréf, sem hún
heföi fengið frá Islandi, væru mjög
vel skrifuð og innihaldsrík og greini-
legt væri að íslendingar væru mjög
meðvitaðir um hvað væri að gerast
í neiminum.
Á undanfórnum árum hefur Yoko
Ono látíö mjög til sín taka í friðar-
og mannúðarmálum og var henni
tíðrætt um friðarhreyfingar sem hún
styður eindregið: „Ég tel að friður í
heiminum sé ekkert sem er ómögu-
legt. Við erum vonandi skynsamari
en fyrri kynslóðir, við höfum hæfi-
leika til að gera friðinn raunveruleg-
an og hjálpa hvert öðru."
Aðspurð hvort hún væri öðruvísi
manneskja'en áður sagði Yoko að
hún væri fyrst og fremst nútíma-
manneskja sem Mfað hefði breytta
tíma: „Ég held að ég sé þolinmóðari
núria. Áður þurftí ég að gera allt
strax. Líf mitt breyttist þegar John
dó, ég átti lengi mjög erfitt en þá fann
ég upp á því að skrifa póstkort. Ef
ég sá eitthvað eða las sem var athygl-
isvert eða höfðaði til mín sendi ég
allaf viðkomandi höfundi póstkort
þar sem ég þakkaði fyrir mig. Þetta
hjálpaöi mér þá og hef ég haldiö í
þennan sið upp frá því."     -HK
hörku en hann ætlaðist til í kosninga-
baráttunni.
„Vandinn í EB-málinu var að aldrei
var grundvóllur'til að ræða það mál-
efnalega. Þetta voru tómar skeyta-
sendingar."              -hlh
Yoko Ono á blaðamannafundi i gær.
DV-mynd HS
Stjórnarmyndun:
Atburðarásin
áföstudag
8.00 ~ Jón Baldvin Hannibalsson
fer á fund Steingríms Hermanns-
sonar þar sem þeir fara ytir stöð-
una. Jón Baldvin gerir Steingrími
grein  fyrir  vilja  meirihluta
flokkssrjórnar krata ura að ganga
tíl fprmlegra viðræðna við Sjálf-
stæðisfiokk um myndun ríkis-
stjórnar.
9.00 - Steingrímur  Hermanns-
son ræðir stöðu mála viö Ólaf
Ragnar Grímsson.
10.00 - Steingrímur Hermanns-
son fer á fund Vigdísar Finn-
bogadóttur, forseta íslands, og
gerir henni grein fyrir vilja sín-
ura til að leiða myndun félags-
hyggjustjórnar.
11.00 - Ráðherrar Framsóknar-
flokksins hittast í forsætisráöu-
rieytinu þar sem þeir fara ¦yfir
stööuna.
11.15 - Ólafur Ragnar Grímsson
fer á fund forseta. Eftír fundinn
segir hann að ekkert í mannlegu
valdi getí stöðvað þá fyrirætlun
Jóns Baldvins Hannibalssonar að
gera Davið Oddsson að kóngi yfir
Islandi.
11.40 - HalSdór    Ásgrímsson,
Guðmundur Bjarnason og Ólafur
Ragnar Grímsson ræðast dágóða
stund við í fordyri fundarher-
bergis ríkisstíórnarinnar. Að því
ioknu segir Halldór Ásgrimsson
að Jón Baldvin hafi ekki boðað
sig á sinn fund. Jón vOji frekar
ræða viö Davíð.
15.15 - Davíð Oddsson gengur á
fund forseta þar sem hann mun
hafa lýst sig reiðubúinn að leiða
formlegar viöræöur um stjórnar-
myndun.
16.00 - Þingöokksfundur   hjá
krötum. Jóni Baldvin veitt um-
boð til að benda á aöDavíð Odds-
syni verði falið umboð til stjórn-
armyndunar.
16.00 - Ingibjörg SÓlrún Gisla-
dóttir og Krístín Halldorsdóttir,
Kvennalista, ganga á fund for-
seta. Ræða stöðuna en mæla ekki
með að neinn fái stíórnarmynd-
unarumboð.
16.05 - Blaðamannafundur  hjá
Steingrími Hermannssyni í fund-
arherbergi  ríkisstjómarinnar.
Steingrímur gerir grein fyrir af-
stöðu Pramsóknar í óformlegum
stjórnarmyndunarviðræðum
undanfarna daga. Fundurínn ber
yfirbragð kveðjustundarþar sem
blaða- og fréttaraönnum er þakk-
að samstarfið,
17.00 - Jón Baldvin Hannibals-
son gengur á fund forseta. Þar
mun hann hafa bent á að Davíð
Oddsson fengi umboð til stjórnar-
myndunar.
18.00 -Forsetí íslands kveður
Davið Oddsson á sinn fund og
felur honum uraboð til myndun
nýrrar  ríkísstjórnar  er  njóti
raeirihlutafylgis á Alþingi. Davíö
segir við DV aö formlegar viö-
ræðnr viö Alþýðuflokk hefjist
klukkan 14.00 á laugardag.
-hlh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64