Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 17 Erna breytti leiknum - og ÍS sigraði ÍR, 3&-32 ÍS sigraði ÍR, 38-32, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi en þetta var síðasti leikurinn í fyrstu unrferð íslandsmótsins. ÍR var yfir í hálfleik, 14-23, en síðan kom hin gamalreynda Ema Jóns- dóttir inn á hjá ÍS og reif upp leik hðsins þannig að það vann síðari hálfleikinn, 24-9. Stig ÍS: Vigdís Þórisdóttir 11, Kol- brún Leifsdóttir 10, Díanna Gunnars- dóttir 7, Hafdis Helgadóttir 6, Kristín Sigurðardóttir 2, Ema Jónsdóttir 2. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 16, Sigr- ún Hauksdóttir 6, Hrönn Harðardóttir 6, Hildigunnur Hilmarsdóttir 2, Guð- rún Árnadóttir 2. -ih/VS Klappstýrur á leikjum Þórsara í vetur Þórsarar á Akureyri hafa tekið upp þann „bandaríska sið“ að hafa klappstýrur á heimaleikjum sínum í körfuboltanum og var gerður góður rómur að frammistöðu þeirra í leiknum við ÍBK um helgina. Stúlkurnar dansa fram á völlinn þegar tekin eru leikhlé og þess háttar og leggja þannig sitt af mörkum til að skapa stemningu á áhorfendapöllunum. DV-mynd gk Undirbúningur landsliðsins: Byrjar með leikj- unum í kvöld Leikirnir við Tékka í kvöld og ann- að kvöld eru fyrsti liðurinn í undir- búningi handknattleikslandshðsins fyrir B-keppnina sem fram fer í Aust- urríki í mars. Fyrirhugað er að leika 18-20 landsleiki fram að keppninni en Þorbergur Aðalsteinsson lands- hðsþjálfari segir að það setji strik í reikninginn varðandi mótherja að ísland skuli vera B-þjóð en ekki A- þjóð. „Okkar undirbúningur fehur ekki saman við undirbúning A-þjóöanna sem búa sig undir Ólympíuleikana í Barcelona seinni part næsta sumars. Við fáum því ekld eins sterka mót- herja og við hefðum óskað eftir á undirbúningstímabhinu. Þess vegna er það lífsspursmál fyrir íslenskan handknattleik að aht gangi upp hjá okkur og við verðum strax A-þjóð aftur,“ sagði Þorbergur. Dagskrá landshðsins fyrir vetur- inn lítur þannig út: 15.-16. október: Ísland-Tékkósló- vakía, tveir leikir í Laugardalshöll. 12.-17. nóvember: Mót í Ungveija- landi, leikið viö Ungverja, Austurrík- ismenn og ítah. 27.-30. desember: Leikir hér á landi, líklega við Hvíta-Rússland. Svíar hættu við að koma og Kórea hafnaöi boði þar að lútandi. 4.-6. janúar: Þrír leikir við Finna hér á landi. 22.-26. janúar: Mót í Austurríki, þátttökuhð 4-6 og ekki frágengið hver þau verða. 3.-4. mars: Tveir leikir við Búlgari hér á landi. 9.-10. mars: Tveir leikir við Júgó- slava hér á landi. 17.-29. mars: B-keppnin í Austur- ríki. -VS Svíarnir komu á óvart Sviar sigruöu óvænt á Dunhill Cup mótinu í Skotlandi um helgina, eins og sagt var frá í DV i gær. Þeir unnu Suður-Afríku, 2-1, í úrslitaleik og hver maður í sænska liðinu fékk 10 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn. Hér eru þeir Mats Lanner, Anders Forsbrand og Per Ulrik Johansson með sigur- launjn Simamynd/Reuter Pétur fer wý til Skyforce - leikur hann á í slandi í vetur? „Þetta gekk frekar illa hjá mér i æf- ingabúðunum með Fíladelfíu 76ers og ég datt út úr hópnum þegar fækkað var í 15 leikmenn úr 18. Ég varð þó íyrir nokkrum vonbrigðum með þessa niður- stöðu því ég var að ná mér verulega á strik síðustu dagana," sagði Pétur Guð- mundsson, körfuknattleiksmaður í Bandaríkjunum, í samtali við DV í gær. Líkurnar á þvi að Pétur leiki á ný í NBA-dehdinni 1 vetur hafa þvi minnkað verulega en þó er enn möguleitó að menn detti út hjá félögunum vegna meiðsla og forráðamenn 76ers sögðu við Pétur að hann yrði fyrsti maður inn 1 lið þeirra ef meiðsli kæmu upp hjá leik- mönnum 76ers. „Við æfðum tvisvar á hverjum degi og síðari æfíngin fór jafnan í að spila leiki. Ég fékk ekki mikiö að spreyta mig í þoss- um leikjum, oft ekki nema fímm mínút- ur. Ég var þó bjartsýnn á að komast áfram með hðinu þvi ég var stöðugt aö bæta mig. Það varð mér þó eflaust að falli aö ég hafði lítið sem ekkert spilað körfubolta í september og kom því ekki alveg í toppstandi th æfingabúöanna," sagði Pétur í gærkvöldi. Péturfer afturtil Skyforce í CBA-deildinni En hvað tekur nú við hjá Pétri í körfu- knattleiknum: „Ég mun fara eftir rúma viku til liðs í CBA-deildinni og leika með þvíí einhvern tíma. Liðið heitir Skyforce og er frá borginni Sioux Fahs í suður Dakóta. Ég lék með þessu liði um þriggja mánaða skeið í ársbyrjun 1990. Það er vel fylgst meö leik liðanna i CBA-deild- inni af forráðamönnum NBA-hðanna og þvi er aldrei aö vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Þjálfarí Skyforce var í Fhad- elfíu á dögunum þegar ég var þar í æf- ingabúðunum með 76ers og ræddi við mig þar. Ég hlakka th að leika með lið- inu og að geta farið að leika körfuknatt- leik af fuhum krafti." „island er ennþá inni í myndinni11 - Ef þú kemst ekki að þjá liði í dehdinni í vetur áður en keppnistím ið hefst, ætlar þú þá að leika með force í vetur eða er eitthvað fleira inn myndinni hjá þér? „Það er ekki gott að segja til um það hvað ég verð lengi hjá Skyforce. Eins og ég sagði þá er enn möguleiki á því að leíkmenn meiðist í æfingabúðunum hjá NBA-hðunum og einnig hef ég alltaf Evrópu í huga.“ - Island thhcyrir jú Evrópu. Er þá ekki möguleíki á því að þú leikir á Is- landi í vetur? „Ég hef tekiö þá ákvörðun að loka ektó neinum dyrum.“ Hefur íslenskt félag eöa félög samband við þig með þaö fyrir augum að fá þig tíl liös við sig í vetur? „Ég get ekki neitað þvi. Þaö hefur eitt lið á Islandi talaö viö mig eftíi' að ég hætti að leika með hði Tindastóls á síð- asta keppnistimabih." - Það er þá möguleiki á að þú leítór hér á landí í vetur? „Já, þaö er eimr af möguleikunum," sagöi Pétur Guðmundsson. -SK Pétur Guðmundsson í leik með Tindastóli síðasta vetur. Ekki er útilokað að hann leiki á ný hér á landi í vetur. Ísland-Tékkóslóvakía í kvöld: Ungir strákar og skemmtileg stemning - segir Þorbergur Aðalsteinsson „Það er mitóð af ungum strákum í hópnum og það hefur verið mjög skemmtheg stemning á æfingunum síðustu daga. Við erum að fara að spila við geyshega sterkt hð Tékka, en við einbeitum okkur að því að þróa okkar hluti og vonandi tekst okkur að stiga skref fram á við í þess- um tveimur leikjum," sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson, landshðsþjálfari í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. ísland og Tékkóslóvakía leika í kvöld fyrri leik sinn af tveimur í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 20. Síðari leikurinn fer fram á sama stað og sama tíma annað kvöld. Þorbergur valdi 13 ígærkvöldi Þorbergur valdi í gærkvöldi 13 leik- menn fyrir leikinn í kvöld, og bætir þeim 14. við í dag. Þar stendur valið á milli Gunnars Andréssonar úr Fram og Júlíusar Gunnarssonar úr Val. Hinir 13 eru eftirtaldir: Guðmundur Hrafnkelsson, yal Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV Konráð Olavson, Dortmund Sigurður Sveinsson, FH • Björgvin Rúnarsson, Víkingi Birgir Sigurðsson, Víkingi Gústaf Bjamason, Selfossi Héðinn Ghsson, Dússeldorf Einar G. Sigurðsson, Selfossi Sigurður Bjarnason, Grosswallstadt Óskar Ármannsson, Ossweil Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni Sigurður Sveinsson, Selfossi Auk Gunnars og Júlíusar hafa þeir Bergsveinn Bergsveinsson, FH, Áxel Björnsson, Stjörnunni, Sigurpáll Að- alsteinsson, KA, og Jason Ólafsson, Fram, æft með liðinu síðustu daga. í hðið vantar þá Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Bjarka Sig- urðsson, sem eru meiddir, og Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson sem eru að spha með liðum sínum á Spáni í vikunni. Fyrsti leikur Björgvins og jafnvel Gunnars Björgvin Rúnarsson hefur ekki áður Sigurður Sveinsson, Selfossi, leikur á ný með landsliðinu í kvöld. leikið með landsliðinu og sphar sinn fyrsta landsleik, og sama er að segja um Gunnar Andrésson, ef hann verður vahnn sem 14. maður. Gunn- ar átti stórgóða leitó með 21 árs landsliðinu í heimsmeistarakeppn- inni í Grikklandi í haust, og að sögn Þorbergs var hann einn besti leik- maður mótsins. Þrír komu frá Þýskalandi í gær Þeir Sigurður Bjarnason, Konráð og Héðinn komu til landsins frá Þýska- landi í gær og æfðu með í gærkvöldi en Óskar kom í fyrrakvöld. Þorberg- ur sagði að undirbúningstíminn fyrir þessa leiki væri með minnsta móti en hefði verið vel nýttur. „Tékkarnir eru með geysilega sterkt lið, sem sést best á því að þeir höfnuðu í þriðja sæti í keppni átta bestu liða heims á Spáni í sumar. Þeir spila öðruvísi handbolta en við, handbolta sem við eigum oft í erfið- leikum með, og ég á von á jöfnum leikjum gegn þeim eins og venju- lega," sagði Þorbergur Aðalsteins- son. -VS Iþróttir____________________ Sport- stúfar Bretinn Ian Woosnam er efstur að stigum á heimsafrekalistanum í golfi sem gefinn var út í gær. Staða 10 efstu manna er þannig: 1. Ian Woosnam....Bretlandi 2. Jose Olazabal.....Spáni 3. Nick Faldo....Bretlandi 4. Greg Norman....Ástralíu 5. Seve Ballesteros..Spáni 6. Payne Stewart.Bandaríkjunum 7. Fred Couples ...Bandaríkjunum 8. Bemhard Langer ....Þýskalandi 9. Paul Azinger.Bandaríkjum 10. Ian Finch.....Ástralíu Mabbutt kallaður í enska landsiiðið Graham Taylor, þjálf- ari enska landsliðsins í knattspyrnu, valdi í gær Gary Mabbutt, fyrirliða Tottenham, í landsliðs- hóp sinn fyrir leikinn gegn Tyrkj- um í Evrópukeppninni á morgun. Mabbutt kemur í stað Tony Ad- ams hjá Arsenal, sem er meidd- ur, en margir varnarmenn sem valdir voru í hópinn eru frá vegna meiðsla. Mabbutt var síð- ast í landsliðshópnum fyrir 4 árum en hann hefur leikið með B-landsliði Englands. Mabbutt sagði: „Ég gaf aldrei upp vonina að komast í landsliðið að nýju. Ég hef alltaf sagt að ef maður leik- ur vel með sínu félagsliði þá á maður möguleika á að komast í landsliðið." Piontek ekki bjartsýnn Sepp Piontek, landsliösþjálfari Tyrkja, er ekki bjartsýnn fyrir leikinn við Englendinga enda hafa enskir oft farið illa með Tyrki á undanfórnum árum. Þrjá fastamenn vantar í tyrkneska lið- ið og ekki bætir það úr skák. „Við reynum að verjast og beita skyndisóknum, en þetta verður mjög erfiður leikur," sagði Pion- tek í gær. Mikilvægasti leikur Walesbúa frá upphafi Walesbúar mæta Þjóðveijum í geysilega mikhvægum leik í Núrnberg annað kvöld en þessi lið berjast um sigurinn í 5. riðli Evrópukeppninnar. Walesbúar hafa stigs forskot og nái þeir jafn- tefli hendir allt til þess að þýsku heimsmeistararnir séu úr leik þvi þá dugir Wales að vinna Lúxem- borg á heimavehi. Mark Hughes, sóknarmaður Wales og Manc- hester United, sagði við komuna til Þýskalands í gær að þetta væri mikilvægasti leikurinn í knatt- spymusögu Wales. Arnar leikmaður ársins hjá Breiðabliki Á lokahófi knattspyrnudeildar Breiðabliks fyrir skömmu var Arnar Grétarsson útnefndur leikmaður ársins hjá Breiðabliki. Þá varð Hilmar Sighvatsson fyrir valinu sem Bhki ársins. Þjálfaranámskeið í körfuknattleik Körfuknattleikssam- band íslands mun standa fyrir þjálfara- námskeiði í körfu- knattleik. Námskeiðið verður haldið í Vörðuskóla í Reykjavík og hefst fostudaginn 18. október og stendur th sunnudags. Nám- skeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem eru að þjálfa yngri flokka í körfuknattleik en er einnig opiö fyrir aðra er áhuga hafa. Grindavík mætir Val í kvöld Einn leikur fer fram í úrvals- dehdinni í körfuknattleik í kvöld. Þá taka Grindvítóngar á móti Valsmönnum í Grindavik og hefst viðureign hðanna klukkan 20. Iþrottir Handbolta- stúfar ísland og Tékkóslóvak- ía hafa fyrir viðureign- ina í kvöld háð 42 landsleitó í handknatt- leik. ísland hefur unnið 10, Tékk- ar 23, en 9 hafa endað með jafn- tefli. íslendingar hafa gert 786 mörk en Tékkar 832. Stærstu sigrar Tékka era 27-17 í heims- meistarakeppninni í Magdeburg 1958, og 25-15 í HM í Karl-Marx- Stadt árið 1974. Stærsti sigur ís- lands er hins vegar 27-19 í vin- áttuleik í Digranesi í ársbyrjun 1990. Broman og Blademo enn á ferð Dómarar á leikjunum koma frá Svíþjóð og era vel þekktir hér á landi. Það eru auðvitað Kent Blademo og Krister Broman, en Broman mun eiga að baki nokkuð á þriðja tug íslandsferða í sömu erindagjörðum. Tveir„íslenskir“ í liði Tékkanna Tékkneska liðið er blanda af yngri og eldri leikmönnum. Tveir þeirra leika með íslenskum félög- um, Petr Baumruk úr Haukum og Michal Tonar úr HK. Baumruk er næstelsti leikmaður liðsins, 29 ára, en Tonar, sem er 22 ára, er einn af þeim yngstu. Tonar á þó að baki 63 landsleiki og hefúr skorað í þeim 149 mörk, og aðeins þrír í hópnum hafa skorað meira fyrir landsliðið. Elstur og reyndastur Tékkanna er hinn 31 árs Milan Folta sem leikur með Vojvodina í Júgóslav- íu. Hann á 146 landsleiki að baki. Flestir Tékkanna koma frá Dukla Prag og SKP Bratislava, þrír frá hvoru félagi. Sovadina úr leik Tékkar eru án eins síns besta leikmanns. Hornamaðurinn Sovadina, sem oft hefur verið ís- lendingum erfiður, sleit kross- bönd í hné í haust og er úr leik fram eftir vetri. Heimsmeistararnir heiðursgestir Nýkrýndir heimsmeistarar ís- lands í bridge verða heiðursgestir á síðari leik þjóðanna annað kvöld. Þess má geta að HSÍ sendi bridgelandsliðinu heillaóska- skeyti th Yokohama eftir sigur- inn, og þar stóð meðal annars: „Við óskum ykkur einnig vel- farnaðar og stuðnings í sambandi við umsókn ykkar um að halda á íslandi heimsmeistarakeppnina í bridge. Stóra sýningarhölhn í Kópavogi ætti þar að koma að góðum notum!“ Þorbergur vill fá „gömlu mennina“ Þorbergur Aðalsteins- JT son landsliðsþjálfari // segir að það sé engin spurning um að sterk- asta landslið íslands spih í B- keppninni í Austurríki, og þá skipti aldur ekki máli. Hann er búinn að fá Sigurð Sveinsson í liðið á ný og vill hka fá Alfreð Gíslason, Kristján Arason og Ein- ar Þorvarðarson, sem allir þjálfa 1. deildarlið í vetur. „Ég stefni að því að fá einn inn í hverjum mán- uði, og vil geta farið með þrjá þeirra til Austurrítós," segir Þor- bergur. Jón og Gunnar inni í myndinni Þorbergur segir ennfremur að þeir Jón Kristjánsson, sem leikur með Suhl í Þýskalandi, og Gunn- ar Gunnarsson úr Vítóngi séu inni í myndinni hjá ?ér fyrir B- keppnina þó þeir hafi ektó verið valdir að þessu sinni. Árlegt ÖskjuMöarhlaup ÍR: ÍR-ingar urðu sigursælastir Hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR fór fram á dögunum en keppendur hlupu 3,5 km og 7 km hringi um Öskjuhlíðina. Mikill fjöldi hlaupara á öllum aldri tók þátt í hlaupinu að þessu sinni og naumir sigrar unnust í hinum ýmsu flokkum eins og úrslit- in hér á eftir bera með sér. 7 km aldursflokkar karla í ílokki 17-34 ára karla sigraði Toby Tanser, KR, á 23,44 mín. í öðru sæti varð Gunnlaugur Skúlason, UMSS, á 24,29 mín. og þriðji varð Kristján Skúli Ingibergsson, ÍR, á 25,32 mín. í floktó 35-44 ára karla unnu ÍR- ingar þrefaldan sigur. Jakob Bragi Hannesson, ÍR, sigraði á 26,24 mín., annar varð Sighvatur Dýri Guð- mundsson á 26,43 mín. og þriðji Gunnar Páll Jóakimsson á 29,15 mín. Jóhann Heiðar Jóhannsson, ÍR, varð sigurvegari í flokki 45-54 ára karla á 28,04 mín. í flokki pilta, 12 ára og yngri, sigr- aði Ámi Hrafn Gunnarsson á 39,16 mín. Loks sigraði Sigurbjörn Ingvi Þórð- arson, UDN, á 36,46 mín. 7 km aldursflokkar kvenna Hulda Pálsdóttir, ÍR, sigraði í flokki 17-34 ára kvenna á 29,31 mín. Ingi- björg Eggertsdóttir, ÍA, varð önnur á 33,39 mín. og Sigurbjörg Eðvarðs- dóttir varð í þriðja sæti á 35,54 mín. í flokki 35-A4 ára varð Anna Coss- er, ÍR, sigurvegari á 30,57 mín. og Sigrún Einarsdóttir, KR, önnur á 40,33 mín. Sigrún Helgadóttir bar sigur úr býtum í flokki 45-54 ára og fékk tím- inn 42,21 mín. Loks sigraði Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir, KR, í flokki stúlkna 12 ára og yngri á 36,29 mín. 3,5 km aldursflokkar karla í flokki pilta, 12 ára og yngri, sigraði Orri Freyr Gíslason, FH, og hljóp á 15,01 mín. Magnús Örn Guðmundsson, Gróttu, sigraði í flokki 13-14 ára pilta á 13,39 mín. Eymundur Matthíasson sigraði í flokki 17-34 ára karla og fékk tímann 12,34 mín. I flokki 35-44 ára karla sigraði Jó- hannes Guðjónsson, ÍA, á 13,28 mín. Loks sigraði Sturlaugur Bjömsson, UMFK, í floktó 55 ára og eldri á 16,27 mín. 3,5 km aldursflokkar kvenna Bára Karlsdóttir, FH, sigraði í flokki stúlkna 12 ára og yngri á 16,35 mín. Anna Lovísa Þórsdóttir, KR, sigr- aði í flokki 13-14 ára stúlkna á 15,19 mín. í flokki 15-16 ára stúlkna sigraði Laufey Stefánsdóttir, Fjölni, á 14,53 mín. Margrét Þóra Sveinsdóttir, ÍR, sigr- aði í flokki kvenna, 17-34 ára, á 16,10 mín. Önnur varð Herdís Jónsdóttir, Víkingi, á 20,50 mín. og þriðja varð Hrafney Ásgeirsdóttir á 21,52 mín. María Þórarinsdóttir varð sigur- vegari í flokki 35-44 ára kvenna á 21,29 mín. Loks sigraði Matthildur B. Björns- dóttir, UMFK, í flokki 55 ára og eldri á 25,44 mín. ÍR-ingar urðu mjög sigursæhr í Öskjuhlíðarhlaupinu að þessu sinni eins og úrslitin bera með sér og unnu sigur í fimm flokkum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.