Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 57. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						58

MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
Afmæli
Steinunn Finnbogadóttir
Steinunn Finnbogadóttir, forstöðu-
maöur Dagvistar Sjálfsbjargar, til
heimilis að Skipholti 53, Reykjavík,
er sjötug í dag. ¦
Starfsferill
Steinunn fæddist í Bolungarvík og
ólst þar upp. Hún lauk ljósmæðra-
prófi við Ljósmæðraskóla íslands
1943 og fór námsferð á vegum Evr-
ópuráðsins til Óslóar og Tromsö til
að kynna sér rekstur á dagvistun
fyrirfatlaðal982.
Steinunn vann á Vöggustofu Sum-
argjafar í Suðurborg 1943-44, var
ljósmóðir á fæðingardeild Landspít-
alans 1944-45, á Sólvangj í Hafnar-
firði sumrin 1962 og 1963 og á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur 1964-70.
Hún stundaði skrifstofustörf í
Reykjavík 1945-48, var aðstóðar-
maður Péturs H.J. Jakobssonar yf-
irlæknis um fjölskylduáætlanir hjá
Ráðleggingastöð þjóðkirkjunnar
1964-74, aðstoðarmaður félagsmála-
ráðherra 1971-73, var fulltrúi á
skrifstofu Ríkisspítalanna 1973-78
og hefur verið forstöðumaður Dag-
vistunar Sjálfsbjargar frá ársbyrjun
1979.
Steinunn sat í orlofsnefnd hús-
mæðra í Reykjavík 1962-82, var
formaður hennar frá 1969, formaður
landsnefndar orlofs húsmæðra
1973-84, var einn stofnenda Sam-
taka frjálslyndra og vinstri manna
1969, í srjórn þeirra 1969-78, borgar-
fulltrúi fyrir Samtökin 1970-74 og
varaborgarfulltrúi 1974-78. Hún var
varaformaður LMFÍ1969-71, for-
maður 1971-79 og útgáfustjóri rit-
verksins Ljósmæður á íslandi. Hún
var sæmd íslensku fálkaorðunni
1982.
Fjölskylda
Steinunn var gift Herði Einars-
syni, f. 26.12.1923, stýrimanni. For-
eldrar hans voru Einar Ebenesers-
son, b. á Brekkuvelli á Barðastrónd,
og kona hans, Guðríður Ásgeirs-
dóttir. Steinunn og Hörður slitu
samvistum.
Börn Steinunnar eru Steinunn
Finnborg, f. 5.1.1950, þjóðfélags-
fræðingur og dagskrárgerðarmáður
hjá Ríkisútvarpinu, gift Sigurði
Guðjóni Sigurðssyni kaupmanni og
eiga þau einn son, Bjart Mána, f.
15.6.1978; Guðmundur Einar, f. 23.9.
1951, framkvæmdastjóri, kvæntur
Önnu Ólöfu Ólafsdóttur og eiga þau
tvö börn, Ragnar, f. 19.6.1979, og
Steinunni Ýr, f. 8.11.1983, auk þess
sem Einar á son frá því fyrir hjóna-
band, Hörð Ými, f. 12.9.1968, nema;
Guðrún Máa, f. 6.10.1955, formaður
Fóstrufélags Islands, gift Sigurði
Þór Salvarssyni framkvæmdastjóra
en fyrri maður Guðrúnar Öldu var
Mats Olav Nesheim, d. 1981, og eign-
uðust þa,u tvö börn, Steinar Loga
Nesheim, f. 25.3.1975, og Önnu
Lindu Nesheim, f. 21.8.1978, en son-
ur Guðrúnar Öldu og Sigurðar Þórs
erSalvarÞór,f. 12.6.1984.
Systkini Steinunnar: Bernódus, f.
11.4.1911, bifreiðarstjóri í Reykja-
vík; Guðrún, f. 7.9.1915, ljósmóðir,
búsett í Kópavogi; Sigurvin, f. 28.5.
1918, verkstjóri í Reykjavík; Sigur-
geir, f. 18.7.1922, d. 8.2.1993, kaup-
maður í Reykjavík; Magnús, f. 5.10.
1927, kaupmaður í Reykjavík.
Foreldrar Steinunnar voru Finn-
bogi Guðmundsson, f. 17.9.1884, d.
1948, stofnandi fyrsta sjómannafé-
lags Bolungarvíkur og formaður í
Bolungarvík, og kona hans, Stein-
unn Magnúsdóttir, f. 10.6.1883, d.
1938,húsmóðir.
Ætt
Hálfsystir Finnboga, samfeðra,
var Jakobína, móðir Helga Hannes-
sonar, fyrrv. formanns ASÍ. Finn-
bogi var sonur Guömundar, út-
vegsb. í Hnífsdal, Markússonar, og
Sigríðar, systur Bernódusar, föður
Finnboga, fræðimanns í Bolungar-
vík. Sigríður var dóttir Örnólfs, b. í
Þernuvík, Jóhannssonar.
Móðurbróðir Steinunnar var Ingi-
mundur, afi Magnúsar Fíiðgeirsr
•	
	¦ ., ¦.¦ ¦
	
'	
V	
r	
Steinunn Finnbogadóttir.
sonar forstjóra. Móðursystir Stein-
unnar var Ragnheiður, langamma
Hreins Halldórssonar kúluvarpara.
Steinunn var dóttir Magnúsar
„Steingrímsfjarðarskálds" ogljós-
föður á Hrófbergi í Staðarsveit
Magnússonar og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur. Móðir Guðrúnar var
Ingibjörg Sigurðardóttir, systir Sig-
urðar, afa Stefáns frá Hvítadal og
langafa Jakobs Thorarensens
skálds.
Steinunn tekur á móti gestum
sunnudaginn 13.3. í Víkingasal Hót-
elLoftleiðakl. 15-18.
Til hamingju með afmælið 9. mars
90 ára
60ára
JóhannaMar,
Hrafnistu v/Kleppsyeg, Reykjavík.
Margrét Jóhannesdóttir,
Reykholtí, Varmalandi, Reykholts-
dalshreppL
Lars Sven Klas Dahlberg,
Mávanesí 23, Garöabæ.
50ára
85ára
ValtýrJónsson,
Lundargötu 3, Akureyri.
80ára
Aðalheiður G- Andrea sen,
Engjavegi 49, Selfossi.
Hún er að heiman á afmælisdaginn
en tekur á móti gestum á heímili
sinu laugardaginn 12. mars.
Sol'fiaGunniaug Karlsdóttir,
Breiðvangi 53, Hafnarfiröi.
Sonja Egilsdóttir,
Mímisvegi 4, Reykjavík.
Valdímar Tómasson,
Lambastaðabraut 1, SeltjarnarnesL
Kristinn Ingvarsson,
BlómsturvöUum 33, Neskauþstaö.
Guðfinna A r ngr í msdó 11 i r,
Hraunsvegi6,Njarðvík.
Þorgerður Jönsdóttir,
BotnahUo 23, SeyðisSrði.
75 ára
40 ára
Guðrún Arngrímsdóttir,
Harðangri, Akureyri.
Sigurbjörg Helgadóttir,
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Árni Haildórsson,
Faxatröð 9, Egtlsstöðum.
70ára
Rósa Bergsteinsdóttir,
Selási21, Egilsstöðum.
S vei n bj ötn Steindórsson,
Heiði, Asahreppi,
Gunnar Guðm undsson,
Skjaldvararfossi, Barðastrandar-
hreppi.
Ha fliði Þórðarson,
Eiðismýri 6, SeltjarnarnesL
Elin Halldóra Hermannsdóttir,
FitJabraut2,Njarðvík.
Bryndís Kristjánsdóttir,
Ægisíðu 72, Reykjavik.
Kristjana J. Ólafsdðttir,
Víðigrund 51, Kópavogi.
Rikharð Ðurke Hansen,
Miðskógum 13, Bessastaðahreppi.
Sjöfn J ó ha nnesdó 11 i r,
Feriuhakka 2, Reykjavík.
Reynir Ómar Guðjónsson,
Stekkjarhvammi 70, HafnarSrði.
Sól veig Margrét Jóhannsdóttir,
Oádeyrargötu 8, Akureyri.
Sigurjón Hðrður Geirsson,
Norðurgötull, Siglufirði.
Halldór Eyjólfsson
Halldór Eyjólfsson, bifvélavirki og
starfsmaður Landsvirkjunar, Espi-
gerði 2, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Halldór er fæddur að Laugavegi
28b í Reykjavík. Hann fluttist með
fjölskyldu sinni austur í Hvolhrepp
árið 1929 þar sem foreldrar hans
byggðu sér hús er þau nefndu Vega-
mót (nú Sunnuhvoll) og þar sleit
Halldór barnsskónum.
Á unglingsárum stundaði Halldór
almenn landbúnaðarstörf, vega-
vinnu, pakkhússtörf og svonefnda
„Bretavinnu" og síðar vörubílaakst-
ur ásamt akstri langferðabifreiða
hjá BSR og Guðmundi Jónassyni.
Arið 1949 réð hann sig til Kaupfélags
Rangæinga að Rauðalæk en þar
veitti Halldór forstöðu vélaverk-
stæði og varahlutasölu í 15 ár. Hann
var ennfremur fréttaritari Tímans
um árabil. Halldór var fylgdarmað-
ur fjölda leiðangra raforkumála-
stjóra um öræfi og jökla landsins.
Hann var upphafsmaður að ýmsum
leiðum um hálendið og var einn
þeirra sem endurvöktu hinn forna
þjóðveg um Sprengisand. Frá 1964
hefur Halldór starfað í óbyggðum
við virkjanaundirbúning, aðallega á
vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár,
og nú síðustu fimm árin sem um-
sjónarmaður vinnubúða og verk-
stjóri við Hrauneyjafossvirkjun.
Fjölskylda
Kona Halldórs er Dagbjört Þórðar-
dóttir, f. 25.7.1934, lyfjatæknir. Fyrri
kona Halldórs: Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 1.5.1924, húsmóðir í Mos-
fellsbæ.
Dóttir Halldórs og Dagbjartar:
Margrét Dögg, f. 1971, búfræðinemi
að Hólum, maki Jakob Ragnarsson
bifreiðasmiður. Börn Halldórs og
Kristínar: Guðmundur Þórir, f. 1944,
prentari, maki Helga Herbertsdóttir
ritari, þau eru búsett í Hafnarfirði
og eiga þrjú börn; Guðrún, f. 1945,
stuðningsfóstra, maki Smári Ein-
arsson skipstjóri, þau eru búsett í
Reykjavík og eiga tvö börn; Gróa,
f. 1949, skrifstofumaður, maki Jó-
hann Friðbjörnsson húsasmiður,
þau eru búsett í Reykjavík og eiga
tvö börn; Ragnheiður, f. 1952, fóstra,
maki Jón Sigurðsson húsasmiður,
þau eru búsett í Mosfellsbæ og eiga
tvö börn; Ómar, f. 1954, vélvirki,
maki Margrét Guðjónsdóttir, að-
stoðarmaður tannlæknis, þau eru
búsett á HvolsvelU og eiga þrjú börn.
Systkini Halldórs: Finnbogi, f.
1925, búsettur í Reykjavík; Þórður,
f. 1927, búsettur á Sauðárkróki; Erla,
f. 1929, búsettur í Reykjavík; Haf-
Halldór Eyjólfsson.
steinn, f. 1932, búsettur á Seltjarnar-
nesi; Aðalsteinn, f. 1935, búsettur í
Reykjavík; Örn, f. 1939, búsettur í
Kópavogi.
Foreldrar Halldórs: Eyjólfur Finn-
bogason, f. 8.7.1902, d. 4.11.1979,
bifreiðarstjóri frá Utskálahamri í
Kjós, og Guðrún Þórðardóttir, f.
10.1.1903, d. 6.7.1985, húsmóðir frá
Uppsölum í Seyðisfirði við ísafjarð-
ardjúp.
Andlát
Dagur Sigurðarson
Dagur Sigurðarson skáld lést laug-
ardaginn 19.2. s.l. Útför hans hefur
farið fram í kyrrþey.
Starfsferill
Dagur fæddist í Reykjavík 6.8.
1937. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA1960 og stundaði síðan ritstörf
og hélt myndhstarsýningar.
Ljóðabækur Dags eru Hlutabréf í
sólarlaginu, 1958; Milhónaævintýr-
ið, 1960; Hundabærinn eða viðreisn
efnahagslífsins, 1963; Níðstaunghin
meiri, 1965; Rógmálmur og grásilf-
ur, 1971; Meðvituö breikkun á
rassgati, 1974; Frumskógardrottn-
ingin fórnar Tarsan, 1974; Fagur-
skinna, 1976; Karlson og kerling
hel, 1976; Venjuleghúsmóðir, 1977;
Sólskinsfifl, 1980; Fyrir Laugavegs-
gos, 1985; Kella er ekkert skyld þeim,
1988. Með Einari Kárasyni: Drepa,
drepa, 1974. Þá komu út eftir hann
þýðingarnar Nokkur amerísk Ijóð,
1966. Heildarsafn h'óða hans, Glímu-
skjálfti,komútl989.
Fjölskylda
Börn Dags eru: Sigurður, f. 8.6.
1958, skógræktarfræðingur; Sjöfn,
f. 2.7.1966; Garpur, f. 16.6.1967;
Dögg, f. 14.9.1969, léstung; Ljúfur,
f. 7.12.1971; Spakur, f. 19.8.1973;
Blíða, f.28.1.1976; Birta og Ósk.
Alsystkin Dags eru Bergljót Njóla,
f. 20.12.1938, bankamaður; Signý, f.
13.8.1940, sálfræðingur.
Systkin Dags, samfeðra, eru Jón
Sigurður, f. 8.12.1948, hefur lært
sagnfræði og þjóðfélagsfræði; Hall-
dóra Kristín, f. 2.8.1950, myndlistar-
maður; Guðbjörg, f. 20.10.1955, leik-
ari; Ásdís, f. 26.2.1959, kvikmynda-
gerðarmaður.
Foreldrar Dags: Sigurður Thor-
oddsen, f. 24.7.1902, d. 28.7.1983,
verkfræðingur í Reykjavík, og fyrri
kona hans, Jakobína Margrét Tuli-
nius, f. 20.9.1906, d. 8.11.1970, kenn-
ari.
Ætt
Meðal systkina Sigurðar má nefna
Guðmund læknaprófessor, fóður
Þrándar kvikmyndagerðarmanns
og afa Birgis Bragasonar teiknara,
Einars, læknis og vínsmakkara,
Jóns bókmenntamanns og Guð-
mundar myndhstarmanns; Jón, lög-
fræðing og skáld, og Unni, móður
Skúla Halldórssonar tónskálds. Sig-
urður var sonur Skúla Thoroddsen,
alþingismanns og ritstjóra, bróður
Sigurðar Thoroddsen verkfræðings,
föður Gunnars Thoroddsen forsæt-
isráðherra. Aðrir bræður Skúla
voru Þorvaldur náttúrufræðingur
og Þórður, læknir og alþingismaður
í Keflavík, faðir Emils tónskálds og
Kristínar Katrínar, móður Þorvalds
Steingrímssonar fiðluleikara, föður
Sigríðar leikkonu. Skúh' var sonur
Jóns Thoroddsen, skálds og sýslu-
manns að Leirá, Þórðarsonar, beyk-
is á Reykhólum, Þóroddssonar, ætt-
fóður Thoroddsen-ættarinnar. Móð-
ir Skúla ritstjóra var Kristín ÓUna
Þorvaldsdóttir, umboðsmanns Sí-
vertsen í Hrappsey.
Móðir Sigurðar var Theodóra
skáldkona, systir Ásthildar, móður
Muggs. Theodóra var dóttir Guð-
mundar, prófasts á Breiðabólstað,
Einarssonar, bróður Þóru, móður
Matthíasar Jochumssonar skálds.
Önnur systir Guðmundar var Guð-
rún, amma skáldanna Herdisar og
ÓUnu Andrésdætra.
Jakobína var dóttir Ottós Tulin-
ius, kaupmanns á Akureyri, bróður
Axels, forseta ÍSÍ og skátahófðingja.
Ottó var sonur Carls Tuliniusar,
kaupmanns á Eskifiröi, Carlssonar,
Tuhniusar, héraðslæknis í Pelworm
í Slésvík. Móðir Ottós var Guðrún,
systir Péturs, afa Vals Arnþórsson-

Dagur Sigurðarson.
ar. Systir Guðrúnar var Þrúður,
langamma Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Guðrún var dóttir
Þórarins, prófasts á Hofi í Álfta-
firði, bróður Einars, langafa Ey-
steins Jónssonar ráðherra og Jak-
obs, prests og rithöfundar, fóöur rit-
höfundanna Svövu og Jökuls, föður
rithöfundanna Unnar, Elísabetar,
DlugaogHrafns.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64