Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 5
Minningarorð + ' AÐ FALLA í SYND Indriði G. Þorsteinsson: ÞJÓFUR í PARADÍS Almenna bókafélagið, Reykjavík 1967. 134 ’ bls. Hin nýja saga Indriða G. Þorsteinssonar hefst með brúð- kaupsveizlu. Það er búið að gifta og setið að snæðingi í sýslu- tjaldinu áður en farið er að drekka stóru blönduna sem gerð var fyrir brúðkaupið. Og það er talað um hamingjuna, þá. paradís sem bíði hinna þakklátu á himnum, og paradís mannsins á jörðinni, hér og nú. „Þannig er hamingjan, hugsar prestur- inn og veit að nú er komið að honum að flytja ræðu. Hann- finnur að honum verður létt um að tala. Hugurinn er svo frjáls á svona degi. Hann á ekkert hey flatt. Og þegar hann hefur borð- að og kvatt, á hann rólega ferð fyrir höndum heim. Veðrið er kyrrt og það er sólskin og hest- urinn er lipur. Allt gleður þetta og örvar hugsunina. Hann tekur skeiðina og danglar henni í diskinn. Fólkið réttir úr sér á langbekkjunum og lætur hendur síga. Því dettur ekki í hug að halda áfram að borða. Það kann sig.” Presturinn er að sjálfsögðu talsmaður hamingjunnar á himn- um — sem saga þessi f jallar alls ekki um, hún snýst öll um jarð- nesk efni, þá paradís sem hér rauðum þökum standa í miðjum túnum eða burstaraðir, þar senr ekki er búið að byggja, og allt ljómar þetta af friðsæld, öryggi og festu”; það er yfirskyggt líf sem hver deilir með öðrum „í önn og gleði og fábreytni utan málavafsturs og umsvifa sem fylgja stórum lieimi.” Um þetta líf talar Steinn á Svarðbæli í veizlunni; hann er sá af sögu- fólkínu sem kemst næst því að orða sér reglulega lífsskoðun; og um þetta líf fjallar sagan. Raunar er engin ástæða til að gera ráð fyrir neinum meining- armun með þeim Steini og prest- inum; guðstrúin er eðlilegur þáttur þess lífs, þess heims sem hér er lýst. En lýsing prestsins i veizlunnj sýnir vel viðhorf höfundarins við þessum heimi og fólkinu sem byggir hann. Heimur sögunnar er lokaður, einangraður heimur, einkenni- lega tímalaus, sem höfundur þekkir út og inn, kann hann á fingrum sér eins og fólkið í sögunni, atferli þess og innræti, það sem hann hirðir að láta uppi. Segja mætti að hér sé dregin upp enn eitt sinn „klass- isk” mynd íslotnzki'iar gveítar; eins og hún er varðveitt i skáld- skap og sögu, lýsing fólksins í sögunni samtvinnuð lífi þess í sveitinni og verður ekki að- greind frá því. Þessi heimur er hið eiginlega viðfangsefni Ind- riða G. Þorsteinssonar í sög- unni, söguhetja hans fremur en fólkið sjálft sem frá er sagt. Að örfáúm beztu smásögum hans ef til vill undanskildum hygg ég að Indriði G. Þorsteins- son hafi ekkert skriíað af öðrum eins myndugleik og þessa sögu. Frásögnin er ofur-einföld, stutt- orð, gagnorð, dregur upp öld- lingis • áþreiíanlega, ljíóslifandi mynd sveitarinnar pg sveita- fólksins, landsins þar sem fólkið býr, úr ótalmörgum ofur-ein- földum smáatriðum; Indriði hefur jafnan ástundað hlutlæg- • * E. Indriði G. Þorstejnsson. an frásagnarhátt sem aldrei hef- ur tekizt honum til jafnmikill- ar hlítar og í þessari sögu. En af fullkomnun frásagnarháttar- ins leiðir einkennilega mótsögn í sögunni. Fyrri skáldsögur Indriða segja hvor um sig upp „heila sögu,” og mætti draga meginefni þeirra, söguþráðinn sjálfan, saman í fáeinum setn- ingum. í nýju sögunni virðist hann vera að reyna að láta eitt- hvað allt annað uppi en atvik sögunnar segja til um beinlínis. Fyrri sögur hans les maður sér til mikillar ánægju — en þeim er lokið þegar lesandi leggur þær frá' sér. Nýja sagan tekur lesandann að vísu fanginn vegna stílsins, frásagnarháttarins, en hún er virk í hug hans að lestri loknum með allt öðrum hætti en fyrri sögurnar, svarar færri spurningum en hún lætur ó- svarað. Sagan gerist í afluktum heimi — sem má til hægri verka nefna íslenzka sveit. Hún ér sögð með fágætum næmieijt, ströngu raunsæi sem umsvifa- laust vekur tiltrú lesandans. En heimsmynd sögunnar er opin, ó- lokin, gengur ekki upp með jafn- einföldum hætti og lesandi hefði vænzt af frásagnarhættin- um. Hún vekur undrun, óró — og efalaust óánægju margra les- enda sem þykir höfundur skilja við sig á villustigum, farinn með þá eitthvað allt annað en sagan segir itil um. Allar ,staðreyndir‘ sögunnar liggja ljósar fyrir. En lesanda grunar að baki þeirra eitthvað annað, eitthvað sem ef til vill verði ekki komið orðum að. En án þess verður sagan ekki sögð. Ytri atvik sögunnar eru nógu einföld: hún greinir frá þjófn- aðarmáli í sveit sem upp kemst fyrir eintóma tilviljun. Sauða- þjófnaður er klassískur glæpur hinnar klassísku íslenzku sveit- ar, — en um leið er hann eitt- hvað annað og meira en venju- legt afbrot. í Heiðarbýlissögum Jóns Trausta verður sauðaþjófn- aður Péturs á Kroppi uppreisn gegn rangsleitnum þjóðfélags- háttum, skipuleg tilraun til að ögra saml'élaginu. — Hjá Indriða G. Þorsteinssyni virðist þjófnaður Valda í Svalvogum fyrst og fremst fela í sér synda- fall; hann rýfur traustið sem heimsmynd sögunnar, paradísar- hugsjón Steins á Svarðbæli byggist öll á. „Það er eins og netið og áin og þeir þrír séu lokaður heimur, fullur vináttu og umhyggju, þar sem ekkert er að óttast og enginn óttast um þá,” segir í þriðja kafla sög- unnar, um veiðiferð Valda og drengjanna á Brandsstöðum. — „Traustið er mest um vert. Eng- in fyrirhöfn er umtalsverð þegar það er annars vegar,” hugsar Valdi. Mennirnir þrír við ána byggja „lokaðan heim” innan í öðrum heimi lokuðum, en gagnkvæmur trúnaður, traust, náttúrlegt sakleysi hennar, sem náttúrulýsing sögunnar gerir einkennilega glöggt, heldur allri þessari. heimsmynd saman. „Um slíka menn verður ekki lesið í bókum,” hugsar Steinn á Svarð- bæli þegar hann sér á eftir Her- valdi áleiðis í fangelsið. „Kann- ski þykja þeir of ómerkilegir. Kannski eru þeir óprenthæfir af því þeir eru ekki annað en dimm meginlönd þrátt fyrir há- timbraðar kirkjur og djúp vís~ indi og gallar þeirra koma upp úr myrkrinu.” Þessi setning, hin torkennilegasta í sögu þar sem annars eru ekki sagðir nema einfaldir hlutir, kann að láta uppi eitthvað af því sem Ind- riði G. Þorsteinsson vildi sagt hafa; og jafnframt sýnir hún hversu örðugt er að segja það með þessum hætti; myrkvi, þoka grúfir innst inni yfir hinni næm- legu tindur-skýru lífsmynd sög- unnar. Aþreifanlegri „ályktun” sögunnar er bins yegar dregin með lokamynd hennar, af kon- unni sem stendur eftir í bæjar- dyrupum þegar bóndinn fer, eln eftir í heiðinni með börnum sín- um.. Lýsing Kolfinnu er dulust mannlýsing í bókinni, og verður Framhald á 15. síðu. endurskobandi BJÖRN E. ÁRNASON endurskoð- andi lézt á Landspítalanum 23. november eftir þriggja vikna legu þar, og er útför hans gerð í dag frá Dómkirkjunni. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu merk ur brautryðjandi á sínu starfs- sviði og stórbrotinn persónuleiki, sem verður minnisstæður öllum, sem hann þekktu. Björn Einar Árnason var fædd ur á Sauðárkróki 27. febrúar 1896, sonur merkishjónanna sr. Árna Björnssonar og Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, systur Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Séra Árni var prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi 1908 — 1913 og í Kjalarnesprófasts- dæmi frá 1916 til dauðadags. — Björn var elztur 11 systkina, sem öll lifa hann nema ein systir. Ilann ólst upp hjá foreldrum sín- um, fyrst á Sauðárkróki og síðan í Görðum á Álftanesi. Hann gekk skólaveginn, varð stúdent árði 1917 og cand. jur. frá Há- skóla íslands 1924. Samhliða háskólanámi og í framhaldi af því lærði Björn end urskoðun og árið 1924 hóf hann, ásamt hér búsettum Dana, rekst- ur endurskoðunarskrifstofu. Mun hann hafa verið fyrsti íslend- in,gurinn, sem lagði fyrir sig sjálfstæða starfsemi á þessu sviði. Frá 1930 og til dauðadags rak Björn eigin endurskoðunarskjrif- stofu í Reykjavík, síðustu órin í félagi með syni sínum, Árna, sem er einnig löggiltur endur- skoðandi. — Árin 1925—’27 var hann starfsmaður fjármálaráðu- neytisins og sem slíkur var hann sumrin 1925 og 1926 við endur- skoðun á fjárreiðum sýslumanna og bæjarfógeta. Árið 1943 tók 'hann við embætti aðaiendurskoð- anda ríkisins, en fór úr því að eigin ósk 1949. Af öðrum opinberum störfum Björns er fyrst að nefna, að hann var formaður Kauplags- nefndar frá því að hún var sto&i uð í apríl 1939 og til dauðadags. í 'henni á sæti fulltrúi tilnefndur af Alþýðusambandinu og Vinnu- veitondasambandinu hvoru um 1928 og til 1962, er hann óskaði að losna úr því starfi. Hann var 1 matsnefnd Landsbanka íslands 1927—’28 og endurskoðandi þess banka, kosinn af Landsbanka- nefnd var hann 1928—’32. Björn var einn af stofnendum Félfigs löggiltra endurskfrðenda, fyrsti formaður þess, og 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi. Mörg sig, og oddamaður filnefndur af Haastarétti. — Formaður pá'óf- nefndar fyrir löggildingu endur- skoðenda var Björn frá upphafi, ár var hann í stjórn og fram- kvæmdaráði Rauðakross íslands, og gegndi þar lengi umsvifamiklu gjaldkerastarfi, unz Árni sonur hans tók við því af honum 1953. Björn var 1949 sæmdur heiðurs- merki Rauðakrossins, og riddara- kross Fálkaorðunnar fékk hann 1966. Hann var um áratugaskeið félagi í Karlakór K. F. U. M. og -síðar Fóstbræðrum, formaður kórsins í mörg ár og hélt tryggð við hann til dauðadags. Birni stóðu opin mörg önnur trúnaðarstörf, en skyldurækni var honum svo í blóð borin, að hann vildi ekki TT“nst á her.dur annað og meira en hann var viss um að geta rækt með sóma. Auk þ.ess vildi hann ekki taka að sér verkefni, er gætu torveldað störf hans sem formanns Kjaujjfags- nefndar. Sá, sem þetta ritar, ótti því láni að fagna að eiga náið sam- starf við Björn E. Árnason sem formann Kauplagsnefndar urn nærri 17 ára skeið. Góður sam- starfsmaður er heill í samskipt- um, atorkusamur, ósérhlífinn og að sjálfsögðu með staðgóða þekk- ingu á úrlausnarefnum. — Alla þessa eiginleika hafði Björn til að bera í ríkasta mæli. Sérstaki- lega dáðist ég að réttsýni hans og hve fljótur hann var að átta sig á flóknum viðfangsefnum. Auk þess sem Kauplagsnefnd reiknar vísitölu framfærslukostnaðar, hef ur hún lengt af síðan 1939 reikn að kaupgreiðsluvísitölu, sem á- 'kvarðar þá verðlagsuppbót. ssrn. launþegar, bændur og bótaþ 'gar almannatrygginga fá á hverjum tíma. ,,Vísitalan“ hefur af þessum Framhald á blaðsíðti 15. 30., nóvember 19S7 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.