Dagur - 14.06.1928, Síða 1

Dagur - 14.06.1928, Síða 1
( DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f gVe i ð sl an er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ’•••••• •••••••••• XI. ár. : í >-•-• ^ •-•-♦••-• ••• • « •-• • • • • • • • • ••-•-•-•-#-••- Akureyri, 14. Júní 1928. • • • ••■ -• •••••• ••- -•-•■ • • • -••' • ■•■• ••♦• ♦•-•-• • • •■•• I 26. tbl. Þökkum innilega öllum þeim mörgu fjaer og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekning við andlát og jarðarför Sigurðar litla sonar okkar. , Akureyri 10. júní 1928. Xristín Sigurðardóttir. Jakob Xar/sson. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum að konan mín Ouðný Marteins- dóttir andaðist 7. þ. m. Jarðarförin er ákveðin næstk. laugardag (16 þ. m.) og hefst með húskveðju frá heímili okkar Hafnarstræti 41 kl. 1 e. h. Kransar afbeðnir. Akureyri 12. júní 1928. Hallgrímur Einarsson. Hér með tilkynnist vinnm og vandamönnum, að faðir og tengdafaðir okkar Benedikt Einarsson hreppstjóri á Hálsi í Saurbæjarþreppi andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar, föstudaginn þann 8. þessa mánaðar. Jarðarförin er ákveðin laugardaginn þann 23. þ. m., að Möðruvöllum, og hefst kl. 12 á hádegi. Indíana Benediktsdóttir. Ingimar Traustason. t Benedikt Einarsson Benedikt Einarsson hreppstjóri aö Hálsi i Saurbæjarhreppi andaö- ist hér á sjúkrahúsinu 8. þ. m. Heilsa hans haföi veriö biluð áö undan- förnu; hann var um tíma hér á sjúkrahúsinu í fyrra, hrestist þá nokkuð og dvaldi heima síðastliðinn vetur, en náði aldrei fullri heilsu, þó aö hann heföi löngum fótavist, þar tii honum hnignaði mjög fyrir skömmu, var hann þá enn á ný fluttur undir læknishendur, en það bar ekki árangur og varö endalykt- in sú, sem áður er frá skýrt. Benedikt var orðinn nokkuð við aldur, eða fult hálfáttræður. Hann var af fátæku bændafólki kominn og naut eigi skólamentunar í æsku fremur en þá var títt. En hæfileikar hans vpru í bezta lagi, og aflaði hann sér furðu mikillar mentunar á eigin hönd; var hann maður mjög fræðahnýsinn og lét ekki tækifærin ónotuð að viða að sér margvíslegum fróðleik; má óhætt fullyrða að Benedikt væri einna bezt mentur maður í bændastétt hér um sveitir, t. d. var hann reikningsglöggur í bezta lagi; ennfremur lagði hann mikla stund á söngfræði og komst ótrúlega langt í þeirri grein. Það, sem sérstaklega einkendi Benedikt í daglegu lífi og störfum, var gjörhugul nákvæmni jafnvel í sináatriðúm, samfara stakri ráð- vendni og samvizkusemi. Hann mátti ekki vamrn sitt vit í nokkrum hlut. Nákvæmni hans í orðum og athöfnum gekk jafnvel svo langt, aö sumum fanst broslegt og stappa nærri barnaskap. Jafnlyndi hans var viöbrugðið, ræðinn og skemtilegur í aðbúð og umgengni. Nær alla búskapartíð sína bjó Benedikt á Hálsi. Auðsæll var hann aidrei, en komst þó sæmilega af. Kvæntur var hann Mrgréti Ólafs- dóttur frá Ánastöðum í Sölvadal; misti hann konu sína fyrir allmörg- um árum. Tvær dætur eignuðust þau hjónin, Hólmfríði, sem dó ógift í föðurgarði fyrir nokkru, og Indí- önu, nú húsfreyju 'á Hálsi. Eins og af líkum má ráða um jafnstarfhæfan mann og Benedikt, voru honum falin mörg trúnaðar- störf um æfina. Tók hann um langa æfi drjúgan þátt í sveitastjórnamál- um. Hreppstjóri Saurbæjarhr. hefir hann óslitið verið síðan um eða laust eftir síðustu aldamót og um tugi ára hafði hann setið í hrepps- nefnd, áður en hann varð hrepp- stjóri. Endurskoðandi reikninga Kaupfélags Eyfirðinga var hann um langt skeið og leysti það starf af hendi með frábærri nákvæmni, enda var honuin einkar sýnt um slík störf. Félagslyndur var Benedikt svo aö af bar; var hann löngum lífið og sálin í margvíslegum félagsmála- hteyfingum, er upp kornu, og ekki þótti örugglega ráð ráðið í sveit hans, nema hann kæmi þar til skjal- anna. Vel var Benedikt heima í jrjóð- málum, eins og á öðrum sviðum, og tók fasta. afstöðu til stefnumála, þótt enginn gæti hann skörungur kallast á því sviði né pólitískur að- súgsmaður. Hann var öruggúr í Heimastjórnarflokknum, meðan sú flokkaskipu’n var uppi, og einlægur fvlgismaður Hannesar Hafsteins. f hinni nýju flokkaskipun hallaðist hann eindregið að Framsóknar- stefnunni, og munu samvinnumál- in einkum hafa laðað huga hans þangað. Eftir mörgu lagði Benedikt sig um æfina, og á margt lagði hann gjörva hönd. Um eitt skeið fékkst hann við smáskamtalækningar (Homöopati), en ekki varð sá starfi hans langær, og ekki mun hann hafa auðgast af lækningastarfi sínu. Svo var hann vinsæll maður, að aldrei mun hann hafa eignast nokk- urn óvin. Víðkunnastur var Benedikt á Hálsi af skáldskap sínum. Hann var eitt helzta ljóðskáld í alþýðuhóp hér í Eyjafirði á síðari tímum. Hann fékst talsvert mikið við ljóðagerð um æfina og var létt um að yrkja. En eins og gefur að skilja, gat hann ekki gefið sig Ijóðdísinni á hönd nema að mjög litlu leyti, jafnum- fangsmiklum störfum og hann hafði að gegna. Kvæði sín gaf hann út fyrir fáum árum og nefndi »Vöku- drauma«. Mörg af kvæðum hans eru tækifærisijóð, orkt fyrir augnablik- ið, og hafa því ekki mikið varanlegt gildi, en létt eru þau rímuð og fall- andinn þægilegur. Margar ferskeytl- ur hans eru prýðilega orktar og rnunu lengi lifa á vörum manna. Þessar Iínur eru ekki ritaðar í þeim tilgangi að vera tæmandi æfi- eöa mannlýsing. Þeim er ekki ætl- að annað en vekja athygli á því, að með andláti Benediks Einarssonar er merkur maður á marga lund til moldar hniginn, fyrirmyndarmaður á margan hátt, og að skarð er nú fyrir skildi í eyfirskri bændastétt, sem hver meðalmaður getur ekki fylt. ------0------ Mikitvœgt menningarmál. V * Eitt þeirra menningarmála, er kom fyrir síðasta þing, var ríkisrekstur á víðvarpi. Upptök málsins' voru á þinginu 1927 og. á þann veg, að landstjórninni var með þingsályktun frá Jakob Möller falið að skipa þriggja manna nefnd, til að rann- saka og gera tillögur um ríkisrekst- ur útvarps. Nefnd þessi var ekki skipuð fyr én um ntiðjan Sept síð- astl. eða skömmu eftir að stjórnar- skiftin urðu. í nefndinni voru Gísii J. ólafsson landssímasfjóri, sein var formaður hennar, Páll Eggert Óla- son prófessor og Luðvík Guðmunds- ,son skólastjóri, en vegna fjarvistar gat hann ekki starfað í nefndinni, og kom þá í hans stað Jón Eyþórs- son veðurfræðingur. Víðvarpsnefndin tók þegar • til starfa, og er frumvarp það um heim- ild handa ríkisstjórninni til ríkis- rekstrar á víðvarpi, sem nú er orðið að heimildarlögum, samið af henni, og fylgir ítarlegt álit og tillögur hennar í þessu máli. Saga víðvarpsins er- ekki löng. Það var ekki fyr en eftir 1920 að farið var að gera verulegar tilraunir með að víðvarpa tali og hljómleik- um; gekk þetta illa fyrst í stað; en víövarpið hefir farið slíka sigurför um heiminn á örfáum árum, að það má nærri dæmalaust heita; hefir all- ur almenningur í nágrannalöndun- um sjaldan eða aldrei gripið svo á lofti nokkurt nýmæli seni þetta. Víð- varpsmálið hefir erlendis stefnt í það horf að hafa fáar en orkumikl- ar stöðvar, reistar fyrir ríkisfé, og símastjórnir látnar annast rekstur þeirra og viðhald. Víðvarpið er tal- ið menningartæki handa alþýðu manna, og eru því settar skorður við því, að einstaklingar ábatist af því fjárhagslega. . Hin innlenda reynsla víðvarpsins er enn mjög skamt á veg komin. Víðvarpsstöð félagsins »Otvarp« i Reykjavík er of skannndræg, en þó svo óhæfilega dýr fyrir viðskifta- menn, að öllum þorra manna er ó- kleift að gerast víðvarpsnotendur, enda eru viðskiftamenn hennar ekki taldir nema um fimm hundruð. Víð- varpsnýmælið virðist þó eiga alveg sérstakt erindi til vor íslendinga. Veldur því strjálbýli landsins og

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.