Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 Hvers kyns er Guð? Karl örvarsson tónlistarmaður: Það er ekki hægt að kyngreina Guð. Hrund Pétursdóttir nemi: Karlkyns. Davíð Bjarni Heiðarsson: Karlkyns. Garðar Árnason námsmaður: Hvor- ugkyns, ef það væri til. Guttormur Sigbjarnarson jarðfræð- ingur: Hvorugkyns. Guðrún Finnbogadóttir nemi: Karl- kyns. Lesendur Þaðergagnaf auglýsingum Neytandi sér marga kosti við auglýsingar í sjónvarpi. Neytandi skrifar: Það er merkilegt hvað auglýsingar geta frætt mann mikið. Oft á tíðum áttar maður sig ekki á því hvað mað- ur á bágt að eiga ekki sumar vörur fyrr en þær eru auglýstar. Tökum sem dæmi eldhúsáhöld. Það er furða að maður skuh ekki vera löngu dáinn úr hungri vegna skorts á tækjum til að útbúa mat. Maður sér mjög sann- færandi auglýsingu í sjónvarpi um kjúklingaafhausara og bananaopn- ara og loks sér maður ljósið. Hins vegar virka auglýsingarnar stundum ekki mjög lengi. Maður hættir að gera sér grein fyrir því hvað lífiö er erfitt í smátíma. Þá verður bara að sýna auglýsinguna aftur svo að mað- ur sannfærist á ný. Það er mjög mik- ilvægt að maður skilji hve lífið er slæmt. Ef skilningur á þvi er ekki til staðar er mjög ólíklegt að hægt sé að gera eitthvað í málunum. Auglýsingar leiða mann líka oft i allan sannleika um það hvort vara er dýr eða ódýr. Stundum veit maður t.d. ekki hvort 2990 krónur er hátt eða lágt verð fyrir bananaopnara. Þá koma auglýsendur til hjálpar og nota orð sem gefa til kynna hvort varan er dýr eins og t.d. orðið „aðeins". Varan kostar þá aðeins 2990 krónur. Á sama máta geta þeir tjáð manni að hún sé dýr með orðinu „heilar“. Varan kostar þá heilar 3000 krónur. Reyndar eru auglýsendur ekki mikið að auglýsa þær vörur enda myndi þeim aldrei detta í hug að gera svo mikið sem að kynna þær. Að sjálf- sögðu er það gert til að vernda neyt- endur fyrir háu verði. Að auki hafa margar auglýsingar mikið skemmtanagildi. Það er fátt eins gaman og að heyra sömu auglýs- inguna aftur og aftur. Mér finnst að fyrirtæki mættu gefa auglýsingarnar út í myndbandsspólum sem maður gæti þá keypt úti í búð á aðeins 2990 krónur. Ef manni fmnst auglýsingar ekki vera nógu oft í sjónvarpnu getur maður bara spilað þær sjálfur. Hvaða atvinnuleysi? Berglind skrifar: Talaö hefur verið um atvinnuleysi í fjölmiðlum að undanförnu. Ég full- yrði að atvinnuleysi sé ekki til á ís- landi. Ég veit þess dæmi að fyrirtæki hafi leitað sér að starfsfólki og ekki fundið. Þau hafa jafnvel leitað til yf- irvalda um lista yfir atvinnulaust fólk og hringt á röðina og boðaö fólk í viðtal. Hafa jafnvel tugir manna verið boðaðir í viðtal og jafnvel eng- inn mætt. Hér á landi er lítið mál að ná sér í vinnu. Ef maöur nennir að standa í því getur maður útvegað sér vinnu á mjög skömmum tíma. Ég trúi því ekki aö atvinnulausir hafi eitthvað betra að gera. Ég þekki fólk Jón Ragnarsson skrifar: Almenningsálitið er helsti óvinur frjálsrar hugsunar. Fjöldi fólks er ófær um að hugsa sjáíft og það eins og það hugsi í hópum. Þegar mynda á sér skoðun á einhverju málefni er gripið til næstu khsju og hún látin ráða ferðinni. Komi upp frumleg hugmynd er henni oftar en ekki hafnað algerlega án ígrundunar. Svo dæmi sé tekið hafa Hollendingar aukið frjálsræöi í fíkniefnamálum. Hvort sem slíkt er til góðs er margt ágætt í málflutningi þeirra sem hlynntir eru slíku fyrirkomulagi. En hvað æth það taki meðalmanninn langan tíma að móta sér skoðun á því máh? Þann tíma sem það tekur að fara yfir rök þeirra sem boða þessa óvenjulegu skoðun? Nei. Meðalmað- urinn þarf engan tíma th þess að móta sér skoðun af þeirri einföldu ástæðu að hann er þegar með skoð- un. Hann hefur reyndar aldrei þurft að móta sér shka skoðun. Hún er bara. Viðkomandi veit að fíkniefni hafa slæm áhrif á hkamann og þess vegna getur ekki verið rétt að leyfa þau. Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði sem raunverulega er ekki atvinnu- laust en skráir sig sem slíkt th þess að fá atvinnuleysisbætur. Aðra veit ég um sem ekki vilja vinna. Einn ungan mann þekki ég sem stóð í þeirri trú að hann gæti ekki fengið vinnu en í raun nennti hann því ekki. Hann sat heima og vorkenndi sjálf- um sér þangað til hann loksins ákvað að gera eitthvað í málinu og útvegaöi sér vinnu á skömmum tíma. Atvinnuleysisbætur eru ekki bein- línis hvetjandi th athafna. Þær á að leggja niður. Það er ekki réttlátt að það fólk sem vinnur og skapar verð- mæti borgi neyslu hinna sem ekkert gera. Mér finnst slæmt að fólk skuh um daginn grein í Alþýðublaðið þar sem hann minntist á vanahugsun. Hann var ekki hlynntur notkun hennar í stjórnmálum. Sjálfur er ég oft ósammála Jóni Baldvin. En það má hann eiga að hann mótar sér skoðun eftir bestu vitund. Hugsunar- háttur hans er ekki rígnegldur niður af því sem við fyrstu sýn virðist best. Hann tilheyrir þeim hluta Alþýðu- flokksins sem hugsar og er óhræddur við að rífa sig frá almenningsáhtinu. Það gerir einnig Sighvatur Björg- vinsson sem skar niður í hehbrigðis- kerfinu. Hvað tók það meðalmann- inn langan tíma að móta sér skoöun á því máh? Þann tíma sem það tekur að fara yfir rök Sighvats? Nei. Meðal- maðurinn veit að hehbrigðisþjónusta bjargar mannslífum og þvi getur ekki verið rétt að skera hana niður. Þeir eru einnig th í Alþýðuflokknum sem hugsa nákvæmlega á hinn veg- inn miðað við Jón og Sighvat og leita næstu klisju. Þeir eru þó flestir farn- ir yfir í Þjóövaka. Ætlunin með þessu bréfi var þó ekki að hrósa krötum né tala iha um Þjóövaka heldur að hvetja menn th sjálfstæðrar hugsunar. ekki taka sig til og fá sér vinnu. Ef menn fá ekki vinnu, sem er mjög ólíklegt, eiga menn aö taka sig til og gera eitthvað. Menn gætu stofnaö fyrirtæki, slegið garða eða hvað sem er. Það þýðir ekkert að hanga heima. Stjórnmálamenn telja að þeir séu að gera fólki gott með því að veita því atvinnuleysisbætur. En hvort er betra, að vera atvinnulaus í skamma stund án bóta og ná sér svo í vinnu eöa sitja aðgerðalausú atvinnuleys- isbótum? Það gerir engum manni gott að vera aðgerðalaus. Kerfið á að vera þannig úr garði gert að það hvetji menn til athafna. Núverandi kerfi letur. Bréfritari er ekki mikill aðdáandi almenningsálitsins. M$MM\þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 Almenningsálit Misréttl Ragnheiður hringdi: Nú er það komið í ljós að yfir- völd hér á landi telja útlendinga vera síðri en íslendinga. Félags- málaráðherra ætlar að stuöla að atvinnu íslendinga á kostnað út- lendinga. Þykíst hann vinna aö hagsmunum hinna sem minna mega sín en vinnur einmitt að misrétti og mannréttindabrotum. Eflumfíkniefna- lögregluna Kristinn Sigurðsson skrifar: Full ástæða er til að efla fikni- efhalögregluna sem hefur unnið rpjög gott starf þrátt fyrir allt of fatt starfsfólk og kvóta á yfir- vinnu. En það er svo sannarlega enginn kvóti á innflutningi eítur- lyfla. Sorglegt er til þess að vita að yfirvöld, bæði viðkomandi ráðuneyti og yfirvöld Reykjavík- urborgar, hafa mjög lítinn skhn- ing á starfi fíkniefnalögreglunnar og lögreglunnar almennt. Spam- aöur hefnir sín, það mun koma í ljós síöar. Aðhald í rekstri er að vissu marki sjálfsagt en í þessu mjög svo áríðandi starfi má ekk- ert til spara. Efla þarf tollgæslu og allt eftirlit því á einn eða ann- an hátt koma eiturlyf inn í land- ið, meö buröardýrum, vörum og í pósti. Ég skora á ráðamenn aö hlusta á starfsmenn fíkniefnalög- reglunnar, því hún þekkir best th. Kennisetningar SUS-ari hringdi: í dálknum Með og á móti í DV um daginn setti Svavar Gestsson út á unga sjálfstæðismenn, m.a. á þeim forsendum að þeir tryðu á ákveðnar kennisetningar. Sú var tíðin að Svavar Gestsson trúði á ákveðnar kennisetningar. Nú hefur komið í Ijós að þær kennisetningar eru rangar. Þær hugsjónir sem ungir sjálfstæöis- menn trúa á eru hinar einu sem eftir eru. Þess vegna getur það ekki verið rétt í huga Svavars að trúa á kennisetningar, eða hug- sjónir. Misskilningur ungliða Hefga hringdi: SUS-þing hefur verið í fréttum að undanförnu. Svona þing eru bara bamaskapur. Þetta era óábyrgir krakkar sem vita ekki hvað þeir segja. Hvaö ætti þetta fólk að vita um það hvernig stjóma á þjóðfélagi? Sem betur fer hefur þetta engin áhrif. Þetta unga fólk ætti frekar að nota tím- ann th þess að læra. Þá getur það frekar síðar ályktað um málefni þjóðarinnar af einhverju viti. Eins og Pjetur Hafstein Lárus- son sagði í Tímanum um daginn byggja ályktanir unghðanna á rótgrónum hálfrar aldar mis- skilningi íslendinga á liugtakinu heimili. Þakkirtil Bimu Smith Sigurlaug hringdi: Mig langar th að koma á fram- færi innilegu þakklæti til Bimu Smith sem skrifaöi alveg prýöis- góða kjallaragrein í DV sl. mið- vikudag. Grein þessi var fyhhega tímabær og höfðaði áreiðanlega til margra lesenda blaðsins. Þaö eru ekki margir sem tjá sig um málefni samkynhneigðra og það- an af síður með þeim tilþrifúm sem grein Birnu bar með sér. - Ég vænti þess að fleiri taki undir með mér, séu þeir sama sinnis. Fordómar og umburðarleysi þarf að reka á flótta í þessu þjóðfélagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.