Þjóðviljinn - 18.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.12.1954, Blaðsíða 7
----Laugardagur 18. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7~^ Þuríður Friðriksdóttir var ein af þeim forystukonum íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar, seni æ- tíð munu minna oss á íslenzka kvenskörunga fyrri tíma, þá, er við dáurn mest fyrir ein- beittni og' órofa tryggð. Það sópaði að henni hvar sem hún fór. Það stóð stormur um hana þar sein hún barðist. Það þurfti enginn að efast um hvar hún skipaði sér í flokk. Hálfveigja og lúk var ekki til í liennar huga. Það er skarð fyrir skildi í ís- Ienzkri verkalýðshreyfingu, er slík kona er svo skyndilega hrifin á brott, skarð fyrir skildi jafnt hjá Þvottakvennafélag- inu Freyju, þar sem hún ætíð var foringinn sem og í forustu- liði verkalýðssamtaka Reykja- víkur og í miðstjórn Samein- ingarflokks alþýðu, Sósíalista- flokksins, sem hún átti sæti í. Við kveðjum þig að kveldi þíns langa, erfiða og storma- sama vinnudags, Þuríður. £>að rökkvaði skjótar en oss varði. Sá baráttukjarkur og kraftur þinn, sem gerði reykvískri al- þýðu vinnudag þinn svo giftu- drjúgan, fylgdi þér til síðasta andardrátts. Við, félagar þínir í Sósíal- istaflokknum, þökkum þér sam- fylgdina og sainstarf þitt allt, ekki sízt hreinskilnina, svo liressandi sem fjallablæiun, og atorkuna, svo örvandi sem heitrar sannfæringar óbugandi máttur. Þíns mikla dagsverks í frélsisbaráttu reykvískrar al- þýðu njóta fyrst og fremst þær, sem skarðastan hlut báru frá borðí, þvóttakonurnar, sem þú fylktir til sigursællar sóknar. En alþýða öll nýtur þess verks, er þú vannst með afdráttar- lausri baráttu þinni fyrir ein- injgu hennar og sósíalisma. Þ>;í geynúr íslenzk alþýða minningu þína og þakkar þér. En við vitum líta að mættir þú mæla til vor sjálf, þá mundir þú flytja oss enn eina hvatn- inguna, ef til vill með orðum einnar þeirrar forustukonu ís- lenzkrar sögu, sem þú sórst þig . andlega í ætt við: Eigi skal gráta, heldur safna liði. í þeim anda var líf þitt allt, barátta þín öll. í þeim anda kveðjum við þig, félagar þínir, um leið og við vottum manni þínum og bönmm innilegustu samúð. Einar Olgeirsson * Við fráfall Þuríðar Frið- riksdóttur er vandfyllt skarð höggvið í raðir forystuliðs ís- lenzka verkalýðsins. Um margra ára skeið stóð hún þar í broddi fylkingar, á- valt vigreif og framsækin. Persónulega kynntist ég Þuríði fyrst eftir stofnun Sósíalistaflokksins og í fyrstu valt á ýmsu um samkomu- lagið. En kynning okkar var ekki orðin löng þegar mér lærðist að meta hina mörgu kosti hennar, sérstaklega ; hreinlyndi hennar og dreng- skap. . Égr sem hefi átt því láni að fagna að vera um margra ára skeið samherji hennar að þeim áhugamálum er hún að mestu helgaði krafta sína, utan heimilisins, votta minn- ingu hennar virðingu mína og þakklæti. Björn Bjamason. ★ Það þarf mikið þrek og ein- lægan vilja, til þess að standa um árpraðir í fylkingarbrjósti islenzki;^. verkalýðssamtaka, svo sundurieitir .. og sérhagsmuna- sinnaðir, sem við Islendingar yfirleitt erum. Mín persónulega skoðun er sú, að slíkt sé ekki öðrum henf, én þeim, sem eru einiægir sósíal-istar. Jkfn- vel þó menn með aðrar skoð- anir, geti um stundarsakir, í vissum tilfellum, bjargað á- kveðnum málum í höfn, venju- lega þá vegna þess, að persónu- legir hagsmunir, eða metorð, voru driffjöður athafna þeirra, — þá er hitt þó staðreynd, að það eru leiðtogar eins og Þur- íður Friðfiksdóttir, sem upp úr standa, ávallt eru reiðubúnir, og öruggastir og beztir, þegar mest liggur við. Á samleið minni með Þur- íði Friðriksdóttur dáðist ég oft að þessari dugmiklu konu, starfsþreki hennar og fórnfýsi. Nú þegar persónulegt lífs- ljós Þuriðar er slokknað, ber að þakka henni af heilum hug það ljós, sem hún hélt.hátt á lofti í íslenzkri verkalýðshreyfingu og mannúðarmálum. Fordæmi hennar gefur þá örvun og þær skyldur, sem þarf til þess, að það Ijós mun loga hreint og bjart. G. K. ★ Þuríður mín. — Ekki óraði mig fyrir því s.l. sunnudag þegar við vorum saman eins og svo oft áður við félagslegt starf á heimili míhu, að þetta yrði í síðasta sinni sem við fengjum að vera saman, — og ekki ór- aði mig þá fyrír því, er þú kvaddjr .mig, g}öð . og hress í anda, að þetta yrði þín síðasta kveðja. Já svona getur skref- ið verið skammt milli lifs og dauða. Við vorum einmitt sam- an að þessu sinni, nokkrar kon- ur úr Þvottakvennafélaginu Freyju, við þess konar starf, er stóð jafnan hjarta þínu næst, en það er að rétta hjálparhönd þeim sem öðrum fremur þurfa liðsinnis við. Við vorum að út- hluta úr styrktarsjóði stéttarfé- lags okkar í tilefni jólanna. Nú, þegar ég horfist í augu við þann veruleika, að þín ekki nýtur lengur við, vakna í huga mér margar dýrmætar endur- minningar, sem ég ekki fæ komið á pappírinn nema að litlu leyti. — Ég átti því láni að fagna að kyhnast þér í starfi og vinna undir félagslegri leið- sögn þinni í fullan hálfan ann- an áratug. — Þú varst hin mikla örugga forystukona, hrein og bein, fórst aldrei neinar krókaleiðir gagnvart persónum, hver sem í hlut átti. — £>ú gerðir eins og bera var kröfur til félagskvenna, en þó mestar kröfur til sjálfrar þín og lagðir hart að þér í starfi fyrir félag þitt og hug- sjónir. Einmitt þetta var einn styrkasti þáttur persónuleika þíns og kostur þinn sem for- ystukonu. — Frá stofnun félags okkar eða í 25 ár samfleytt varst þú formaður og aðalleið- togi Þvottakvennafélagsins Freyja, sivakandi um hag fé- lagskvenna og félagsins í heild. Enginn vissi betur en þú hvar skórinn kreppir í lífi vinnandi fólks, — og enginn eyddi tíma sínum og kröftum af meiri fórnarlund og ósingirni til að fá kjör þess bætt heldur en þú. Ég veit að ég mæli fyrir munn hverrar einustu félags- konu í Þvottakvennafélaginu Freyju og allra alþýðukvenna, er af þér höfðu góð kynni, þeg- ar ég nú flyt þér í fátæklegum orðum kveðju og hjartans þakkir fyrir þína dáðríku bar- áttu, þitt fórnfúsa starf, þína djarfmannlegu forystu, fyrir al- úð þína og hjartahlýju í lífi þínu og starfi. Þitt sæti er vandskipað, svo sérstæð varstu að atgjörvi og mannkostum. Hið sviplega frá- fall þitt er því okkur sam- starfskonum þínum og félagi okkar í heild mikil reynsla. En við reynum að láta ekki hugfallast og gera skyldu okkar við minningu þína með því að halda uppi merki þínu eins og kraftar leyfa. Að lokum vil ég ’flytja þér mínar persónulegu þakkir fyrir tryggð þína og vináttu, sem ég hefi notið frá fyrstu okkar kynnum, og tjá eiginmanni manni þínum og fjölskyldu mína innilegustu hluttekningu á þessari rdhnastund. Áslaug Jónsdóttir 'k Verkalýðssamtökin á íslandi hafa jafnan átt því láni að fagna að eiga á hverjum tíma, innan sinna vébanda afburða- menn og konur, sem með ó- trauðu starfi, vitsmunum og dugnaði hafa skipað sér í fylk- ingarbrjóst í frelsisbaráttu ís- lenzkrar alþýðu fyrir jafnrétti allra þegna þjóðfélagsíns. Við kveðjum i dag þá konu sem nú um margra ára skeið hefur bor- ið hátt í samtökum verkalýðs- ins hér í bæ, Þuríði Friðriks- dóttur, og er það að verðleik- um. i nærfellt 40 ár hefur hún átt ríkan og farsælan þátt í sköpun og þróun íslenzkra verkalýðssamtaka. Af öllum þcim margvíslegu störfum sem Þuríður hefur innt af hendi á vettvangi stjórnmála, líknar og menningarmála, verður hér að- eins minnzt starfa hennar i Þvottakvennafélaginu „Freyju, en hún átti frumkvæðið að stofnun þess félags árið 1933 og var formaður þess til dauða- dags. Við, sem lengri eða skemmri tíma unnum með henni i „Freyju“, vitum gjörzt hvílíkt feikna starf hún innti af hendi fyrir þennan félags- skap, sem fyrir margra hluta sakir hefur átt erfiðar upp- dráttar en ýms önnur stéttar- félög, en verður ekki rakið hér. En það er mála sannast að það sem áunnizt hefur til hagsbóta fyrir þessar konur, sem vissu- lega áttu við lakari kjör að búa á þeim tíma en flestir aðrir launþegar, má að verulegu leyti þakka Þuríði Friðriksdótt- ur, sem nú um nærri aldar- fjórðungsskeið hefur með ó- þreytandi elju, kjarki og bjartsýni háð sleitulausa bar- áttu fyrir kjarabótum þvotta- kvenna í þessum bæ. Eg vil með þessum fátæklegu orðum öakka Þuríði Friðríksdóttur fyrir hönd Freyju-kvenna störf hennar. í þágu þess fé- lags og óska þess að minning- in um hana megi á komandi tímum verða félaginu ljós i stafni og hvatning til að sækja fram til sigurs þeirri hugsjón, sem hún helgaði krafta sína til æviloka, jafn- rétti allra manna. Mér er ekki síður Ijúft að minnast Þuríðar á vettvangi einkalifsins. Eg átti því láni að fagna að njóta vináttu hennar um 30 ára skeið. Þeg- ar í æsku fannst mér mikið til um þessa stórbrotnu og gáfuðu konu. Um hana lék hressandi gustur og glaðværð, sem laðaði að sér jafnt unga sem gamla, en skaphitinn gat líka, ef því--var að skipta, skotið manni skelk í bringu — og man ég' að faðir minn kallaði hana stundum forn- konu. Eg skyldi það ekki þá, en síðar, við lestur íslendinga- sagna, varð mér ljóst hversu mjög hún líktist um alla skap- höfn, iýsingum sagnaritara okkar á kvenhetjum söguald- ar. Og hún líktist þeim um fleira en heita skapsmuni og hetjulund — hún var líka „drengur góður“. Til Þuríðar sótti' ég margan fróðleik enda frásagnargáfa hennar sérstæð og heillandi. Undraðist ég mjög allan þann sæg af stök- um, sem hún alltaf hafði á takteinum, en hún var kona ljóðelsk og enda hagmælt sjálf svo sem hún á kyn til. Og hún átti meira í fórum sínum. Þes»|»» norðlenzka kona, sem fyrir fá- t’æktar sakir aldrei fékk notið menntunar á skólavísu, sem hún þráði svo mjög, bjó yfir ótrúlegum forða þekkingar og fróðleiks sem hún með lestri góðra bóka, skörpum gáfum og gerhygli hafði aflað sér. Sem að líkum lætur steig Þuríður oft í ræðustól urn æv- ina. Var hún snjöll ræðukona,. Rgisn og djörfung einkenndi málfar hennar í sókn og vörn. Hún var svarinn fjandmaður hræsni og yfirdrepsskapar og ósmeyk að túlka skoðanir sín- ar afdráttar- og umbúðalaust hvar og hvenær sem var, og var að vonum að um þessa að- sópsmiklu konu stæði jafnan styr nokkur meðal andstæð- inga. En allir þeir sem henni kynntust, komust brátt að raun um að undir þeirri hrjúfu skel. sem hún bar jafnan þá henni var nokkuð í hug, sló hlýtt hjarta og rík réttlætistilfinning sem gerði uppreisn gegn hvers- konar ranglæti og kúgun í þjóðfélaginu og henni var ekki nóg að finna til og' sitja hjá. Hún vissi þegar á ungra aldri hvar hún átti að hasla sér völl. Verkalýðshreyfingin sem •» þá var enn vanmáttug og veik kallaði á „öreiga allra landa'* og Þuríður varð við því kalli og starfaði fyrir hugsjón. sTna. sósíalismann, til hinztu stund- ar með þeim eldmóti, kjarki og dugnaði sem hún átti svo mik- ið af. Eg vil að endingu þakka Þuríði dýrmæta vináttu og tryggð, og íslenzkum verkalýðs- samtökum vildi ég mega óska að þau ættu eftir að eignast margar slíkar konur sem var Þuríður Friðriksdóttir. P. P. timfiieeús si&uumaRrausoa | Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósralistaflokksins, Þórs- | götu 1; afgreiðslu Þjóðvilj'ans; Bókabúð Kron; Bóka- búð Máls ög( nienningar, Skólavörðustíg 21 og í j Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.