Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 1
Fimmhidagur 23. júlí 1970 — 35. árgangur— 163. tölublað. í gær kl. 3 var 16 stiga ,hiti í | Reykjavík, og var þetta heitasti | dagnrinn í júlimánuði hér sunn- anlands. Norðanlands og austan var kalt veður og skýjað og í fyrrinótt gerði mikið úrfelli á Dalatanga. Mældist úrkoman þar 77 mm yfir sólarhringinn en meðalúi'koma í júlimánuði s. 1. 30 ár hefur verið þar 132 mm. Hæð er yfir Grænlandi og lægð suðaustur af íslandi og Heitasti dagurinn í jálímán- uði í Reykjavík var í gærdag norðaustanátt yfir landinu, en þó var áttin heldur austlægari i gær og af þeirri ástæðu hlýnaði í veðri. Veðurfræðingar rei'kna með að sama veður haldist í dag og jafnvel næstu daga, svo að Sunnlendingar hafa áfram sól- skinið og hlýindin en Norðlend- ingar og Austfirðingar kuldann og dimmviðrið. I«>- Loksins á BÚR að fá nýja togara en þá aðeins tvo Hafnað í útgerðarráði tillögu Alþýðubandalagsins um fjóra togara, en samþykkt sérstakt lán til einkaaðila í togaraútgerð * Betra seint en aldrei segir talshátturinn og sannast að vísu í þeirri ákvörðun útgerðarráðs og borgarráðs að láta nú loks til skarar skríða og smíða tvo skuttogara. Hins vegar verður ekki sagt að forusta íhaldsins sé stór- tæk fyrir hönd BUR fremur en endranær — Bæjarútgerð- in hefði þurft að fá sex nýtízku togara til þess að endur- nýja togaraflota sinn. Tillögu sem gekk í þessa átt frá fulltrúa Alþýðubandalagsins var hafnað í útgerðarráði. ¥ Þrátt fyrir ýmsa annmarka s«m á þessari ákvörðun nú má finna, — einkum framlagið lil einkaaðila á kostnað BÚR — ér samþykktin um tvo skuttogara vottur um undanhald fyrir stöð- ugum kröfum Alþýðubandalags- ins i borgarstjórn, borgarráðj og útgerðarráði um endurnýjun togaraflotans. Guðmundur Vig- fússon beitti sér vasklega fyrir framgangi þessa máls og nú er sú barátta að leiða til nokkurs árangurs. # Útgerðarráð Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur og borgarráð gerðu samþykkt um smíði tveggja skuttogara á fundum sínum í fyrradag og er sú sam- þykkt birt hér á eftir ásamt breytingartillögu Jóhanns J. E. Kúld og bókun hans { útgerðar- ráði. Slippstöðin bíður enn eftir að fá togara □ Smíði hins nýja strandferðaskips hjá Slippstöðinni á Akureýri ’miðar vel áfram og verður það væntanlega fullbúið snemma á næsta ári. Slippstöðin hefur nýlega fengið tilboð um smíði fiskibáta fyrir innlenda aðila, en væntir þess fyrst og fre’mst að geta hafið togarasmíðar. Þjóðviljinn ræddi í gær við Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar, og sagði hann að vinna við hið nýja skip fyrir Skipaútgerðina gengi vel, en hefði tafizt nokkuð vegna verkfallanna. Skipið verður að mestu leyti eins og Heklan, en þar hefur þó ýmislegt komið í ljós, sem betur mætti fara, og verður tekið tillit til þess við frágang nýja skipsins. M. a. verður brúargólfið hærra en á Heklunni, og lestarlúgur verða lagfæt'ðar, Svo sem kunnugt er reyndust hjálparvélar Heklu ó- stöðugar, og við nánari athugun kom í ljós, að sá galli skrifaðist á reikning dansks fyrirtækis, sem hafði séð um hönnun innréttinga. Verður þetta að sjálfsögðu lag- fært í nýja skipinu og eins verður gert við þennan galla á Heklunni í haust. Plokkunarviðgcrð á Öðni Varðskipið Óðinn hefur verið i klössunarviðgerð hjá Slippstöð- inni að undanförnu og er henni nú lokið 11 dögum fyrir umsam- inn tíma. Slíkar viðgerðir hafa venjulega verið gerðar erlendis, og er það mjög mikið ánægju- efni, að íslenzkt fyrirtæki geti annast þær. Sagði Gunnar, að viðsemjendur Slippstöðvarinnar væru mjög ánægðir yfir því, hve vel hefði tekizt til með við- gerð þessa Flskibátar og togarar Slippstöðin hefur gert samn- irag um smíði tveggja fiskibáta. Er annar 150 tonn en hinn 100 tonn og þá ætlar Slippstöðin að smíða annan 100 tonna bát, og selja síðan, þar sem ýmsir hafa áhuga á þeim kaupum. „Annars tel ég það mjög óhagstætt, öf við þurfum að snúa okkur eink- um að smíði fiskibáta", sagði Gunnar. „Við höfum góða að- stöðu til togarasmíða og þar er að mínum dómi hrikalegt högg á íslenzkan skipasmíðaiðnað, ef erlendum aðilum verður að öllu leyti falin smíði togara fyrir Islendinga“, sagði hann að lok- Fulltrúi Alþýðubantíalagsins í útgerðarráði, Jóhann J E. Kúld, lagði fram sv'ofellda breytingar- tillöigu við tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarráði: „Útgerðarráð samþykkir að óska eftir því að Bæjarútgerð Reykjavíkur verði geflnn kostur á að kaupa 4 af þeim 6 skut- togurum, sem togaranefnd ríkis- ins hefur í umboði ríkisstjórnar- innar og á grundvelli lagaheim- ildar frá ailþingi aflað tilboða í á alþjóðlegum skipasmíðamark- aði. Jafnframt telur útgerðarráð nauðsynlegt að gerðar verði ráð- stafanir til frekari endurnýjunar og eflingar togaraflota BÚR. Vill útgerðarráð beina þeirri áskorun til togaranefndar og ríkisstjómar að lcitazt sé við að fá að minnsta kosti 2 sltip tii viðbótar tekin inn í væntanlegan smíðasamning og lýsir sig reiðubúið til kaupa á beim auk þeirra fjögurra skipa cr áður greinir. Útgerðarráð æskir slaðfestingar borgarráðs á þessari ályktun og væntir fyllsta stuðnings þess við framkvæmd málsins". Þessari tillögu Jóhanns var hafnað í útgerðarráði, én síðan var samþyfcfct með fjórum at- kvæðurn og hjásetu Jóhanns til- laga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Pulltrúi Framsóknarflolcksins greiddi tillögu Jóhanns ekki at- kvæði — hún var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi Framsóknarmanna, Hörður Helgason, studdi hins vegar tillögu Sjálfstæðisflokiksins, en Jóhann J. E. Kúld lét bóka eftirfarandi: „Ég styð tillögu meirihiuta út- gerðarráðs um smíði tveggja nýrra skuttogara, en get ekki fallizt á að öðrum sé veitt fyrir- greiðsla Reykjavíkurbmrgar tiJ kaupa á nýjum togurum, sé það gert á kostnað BÚR eins og mér finnst koma fram í tillögu Neyðarkallið tæpast frárússnesku vélinni Leitin aí sovézku flugvélinni sem hvarf s. 1. laugardag heiSur engan árangur borið, og talið er að neyðarkallið sem heyrðist í fyrrinótt geti tæpast hafa ver- ið frá áhöfn hinnar týndu flug- vélar, því að ekki voru tæki í vélinni til að senda út á þeirri bylgjulengd sem neyðankallið heyrðist á. Þoka og dimmviðri hefur verið við suðurodda Grænlands þar sem neyðarkallið heyrðist frá, og hefur því ekki verið um að ræða sjónleit þar og aðeins hægt að leita með elektroniskum tækjum. Er leið á daginn í gær var þó að birta til á þessum slóðum I dag eru væntanlegir hingað tæknimenn frá „Aemflot‘‘ til að aðstoða við leitina, og verður þá væntanlega hægt að fá gleggri upplýsingar um tæikjabúnað hinnar týndu vélar. I gær leituðu þrjár ílugvélar frá Keflavík, ein dönsk vél leit- aði með austurströnd Grænilands og yfir jöklinum, og nokkrar flugvélar frá Kanada tóku einnig þátt í leitinni. I gærkvöld bárust þær fréttir að áhöfn bandarískrar herflug- vélar, sem þátt tekur í Ieitinni, hafi séð gulan björgunarfleka á reki um 200 km norðaustur af Hvarfi á Grænlandi. Fyrr um daginn töldu flugmenn annarar vélar sig hafa séð eitlhvað á rcki á svipuðum slóðum, cin- hvers konar belg, scm gæti verið samvai'inn gúmbjörgunarbátur. meirihlutans. Hins vegar mundi ég styðja að Reykjavíkurborg beitti sér fyrir aukinni tcgaraút- gerð héðan frá Reykjavík, fari það ckki í bága við hagsmuni Bæjarútgerðar Rcykjavíkur". Tillaga sú sem útgerðarráðið — og síðan b'orgarráð, efnislega samþykkti var ó þessa leið: „Útgerðarráð Reyk j avíkurborg- Framihald á 7. síðu. Viðbyggingin við fæðingardeildina 2 áfangi boðinn át í næsta mánuði Framkvæmdir eru fyrir nokkru hafnar við viðbygg- ingu fæðingardeildar Land- spítalans, og er verið að vinna í grunni byggingarinnar eins og sést hér á myndinni sem ljósm. Þjóðviljans A, K. tók fyrir nokkrum dögum. Verk- taki við þennan fyrsta áfanga byggingarinnar er Jón V. Jónsson í Hafnarfirði, en hann hafði lægst tilboð í verkið 5—6 milj. kr. Innifalið í þessum áfanga verksins er einnig breyting innkeynslu á Landspítalalóðina og tilfærsla á bílastæðum. Nú er verið að ganga frá útboði næsta áfanga bygging- arinnar og verður það vænt- anlega auglýst í byrjun næsta mánaðar. 1 þeim áfanga verð- ur húsið steypt og væntanlega lokið við múrverk og leiðslur í húsinu. Búið er að tryggja 30 milj. kr. til þessara bygg- ingaframkvæmda, en óvist er hvernig meira fjármagn verð- ur fengið til að ljúka bygging- unni, og verður það væntan- lega tekið til afgreiðslu þegar Alþingi kemur saman í haust. 500—1000 kippir á dag Stöðugar jarðskjálítabrinur mælast suður af Langjökli - sumir vilja strax spá eldgosi, en líkurnar eru ein á móti hundrað, segir Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfr. □ Nokkuð stöðugar jarð- hræringar hafa að undan- förnu mælzt suður undir Langjökli, á svæði sem ann- ars er talið utan venjulegs jarðskjálftasvæðis. Komu fyrir viku fra'm á mælum starfsmanna Orkustofnunar- innar frá 500 og upp í 1000 kippir á dag, sem voru þó of veikir til að menn fyndu til þeirra án mælitækja. — Við urðuim þessara jarð- hræringa fyrst varir fyrir rúm- um þrem vikum, saigði Svein- björn Björnsson jarðeðlisfi-æðing- ur lijá Orkusfcofnuninni Þjóðvilj- anum í gær, — v'orum við smá- skjálftamælingair uppi við Heklu. þe.gar við urðuim varir jairð- sikjáliftakippa í nokkurri fjairlægð O'g gátum raikið þá til svæðisins sunnan Langjökuils og miilii Hagavatns, Sandvatns eystra, upp að Satndifelli og yfirað Lamba- hrygg. Kippirnir eru yfirleitt o£ veik- ir til að menn finni þá og hafa aðeins að mjög iitlu leyti komið frarn á jarðskjálftameelum Veð- urstofunnar, þó sögðu bændur í Haukadal okkur, að þeir hefðu í vor einstaika sinnum fundið veiika kippi. Síðan jarðhræringanna varð fyrst vart á mælunum hafa starfsmenn Orkustofnunarinnar mælt þarna reglulega og sagði Sveinbjörn, að t.d. fyrir viku hefðu mælzt þar frá 500 upp í 1000 kippir á dag. — Sumir vilja auðvitað strax spá eldgosi, sagði hann, og auð- vitað gaetu svona jarðskjálfta- hrinur verið fyrirboði eimhvers sl'fks, en líkurnar eru þó ekki nema ein á móti hundrað. Það er greinilega einhver hreyfing á jairðskorpunni og það sem við erum að reyna að finna út og kortleggja eru brotahreyf- ingar bergsins á þessu svæði. Forvitnilegast í þessu efni er að þetta er svæðið, sem haldið er að heita vatnið í Reykjavík komi frá. Hefur Bragi Árnason leitt að því rök samkvæmt niðurstöð- um tvívetnismælinga sinna, að þarna seytli kalt regnvatn djúpt niðuv undir yfirborðið og kcmi síðan upp sem heitt vatn við Reykjavík. Virðast mælingar okkar og athuganir ætla að styðja þessa kenningu hans. Skipuð bygginga- nefnd Þjóðarbók- hlöðunnar Hinn 15. þ' m. skipaði mennta- málaráðuneytið bygginganefnd þjóðarbókhlöðu. Eiga sæti í nefndinni dr. Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, for- maður, Magnús Már Lárusson, háskólarektor, og Hörður Bjarna- son, húsameistari ríkisins (Frá menntamálaráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.