Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 13
Laugárdagur 13. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Rafn Hafnfjörö á Kjarvalsstööum í fyrradag — Ljósm. Jón „Med opin augu” Ljósmyndasýning að Kjarvalsstöðum 1 gær opnaöi Rafn Hafnfjörö sýninguna „Meö opin augu" aö Kjarvalsstööum. Sýningin veröur opin kl. 2—10 alla daga til sunnu- dagsins 21. október. I sýningunni eru 220 litljós- myndir, teknar á ýmsum stööum á landinu. Meöal þeirra eru myndir, sem Rafn tók i vinnu- stofu meistara Kjarvals, og sýna þær vinnustofuna einsog hún var þegar málarinn yfirgaf hana i siðasta sinn. Sagöi Rafn, aö þessi vínnustofa væri nú hvergi til nema á þessum myndum. Rafn Hafnfjörö var einn af fjór- um ljósmyndurum, sem héldu timamótasýningu i Bogasalnum áriö 1961. Hann geröi einnig bak- grunnssvið islensku deildarinnar á heimssýningunni i Montreal 1967. Myndir hans hafa viöa veriö sýndar og birtar, bæði nér heima og erlendis. — ih Hjálmar Þorsteinsson sýnir á Akranesi Hjálmar Þorsteinsson opnar i dag málverkasýningu i bókasafni Akraness kl. 13. Á sýningunni eru 40 myndverk unnin i oliu, vatnslit og oliukrit. Verkin eru flest til sölu. Þetta er fjóröa einkasýning Hjálmars Þorsteinssonar. Hann hefur sýnt tvisvar á Akranesi, einu sinni á Akureyriog tekið þátt i sýningu Amble Kommune vina- bæjar Akraness i Noregi. Sýning Hjálmars i bókasafni Akraness er opin frá 2 til 10 um helgar og frá 6 til 10 á kvöldin virka daga. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. október. — ekh. Hjálmar Þorsteinsson opnar nd fjóröu einkasýningu sina. Sýning á Magnds Höröur Kristinsson opnar I dag sina fyrstu einkasýn- ingu á I.oftinu viö Skólavöröustig. A sýningunni eru átján myndir, vatnsiitamyndir og ein blýants- teikning. Magnds Höröur er ungur Reyk- vikingur. Hann hefur lært mynd- list hjá Hring Jóhannessyni og í Myndlistar- og handiöaskóla Is- lands. Sem stendur er hann viö Loftinu nám i Myndlistarskólanum i Reykjavik. Myndir Magnúsar Haröar eru flestar andlistsmynd- ir, en einnig eru nokkrar lands- lagsmyndir á sýningunni. Loftiö er opiö á venjulegum verslunartíma virka daga. A föstudögum er opiö kl. 10-12 og 2-6, og á sunnudögum kl. 2-6. Sýningin veröur opin i hálfan mánuð. um helgina Tónllst í Stúdenta- kjallaranum Sunnudagskvöldiö 14. október leikur 9 manna hljómsveit frumsamiö efni i Stúdentakjallaranum. Hana skipa Þorgeir RUnar Kjartansson (tenor saxó- fón), Asdis Valdimarsdóttir (vióla), Hjalti Gislason (sópransaxófón, kornet), Völundur Óskarsson (alt- saxófón), Eirikur Baldurs- son (selló), Bergþóra Jóns- dóttir (fiöla), Steingrimur Eyfjörð Guðmundsson (kontrabassi), Björn Karls- son (ásláttur) og Jóhanna V. Þórhallsdóttir (fiðla, rödd, tréspil). Myndlistar- sýning Nú stendur yfir i Stúdenta- kjaliaranum sýning á verk- um Margrétar Jónsdóttur, Steingri'ms Eyfjörö Krist- mundssonar, Friöriks Þórs Friðrikssonar og Bjarna Þórarinssonar. Sýningin var upphaflega sett upp i S:t Petri galleriinu i Lundi i Sviþjóö sl. vetur á vegum Galleri Suðurgötu 7. Funda-og menningar- máianefnd Stúdentaráös. Perusala 1 dag munu félagar i Lionsklúbbi Garöa- og Bessastaðahrepps ganga i hús og bjóða ljósaperur til kaups. Allur ágóöi af sölunni rennur i llknarsjóö klúbbs- ins. Verkefni undanfarinna ára hafa veriö margskonar. T.d. hafa veriö gefnar bækur til skólabókasafns Bjarna- staðaskóla, skólakór Garöa- bæjarhefur verið styrkturtil starfa, kvikmyndir gefnar til Vistheimilsins aö Vifilsstöö- um, o.fl. Hundasýning A morgun veröur haldin hundasýning aö Varmá i Mosfellssveit. Dómari verö- ur L.C. James, frægur dómari og hundaræktandi. Til mikils er aö vinna fyrir hundana. Þeir sem fá einkunnina frábær fá rauöan borða i hálsbandiö, mjög góöirfrá bláan, og góöirgul- an. Þeir sem eru bara sæmi- iega góöir fá engan borða. Einnig verðurraðaö upp i 1., 2. og 3. sæti fyrir hvert kyn, og fá þeir hundar eftir röö rauöa, bláa, gula eða græna slaufu eöa rósettu. Allir hundarnir fá skriflegan dóm og besti hundur hverrar teg- undar fær auk þess verð- launapening og e.t.v. eitt- hvaöfleira. Að lokum keppa svo bestu hundar allra teg- unda um titilinn „Besti hundur sýningarinnar”. Fleira veröur til skemmt- unar á sýningunni, t.d. munu vel þjálfaöir hundar sýna listir sinar. — ih Leikfclag Akureyrar: Galdrakarlinn í Oz 1 dag, laugardag kl. 17 veröur fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á þessu leikari. Þaö er hiö kunna barnaleikrit GALDRAKARLINN t OZ sem John Harryson setti i leikritsbún- ing eftir sögu L.Frank Baum. Sönglögin úr verkinu kannast margir við og eru þau eftir Haroíd Arlen. GALDRAKARLINN 1 OZ var sýndur i Þjóðleikhusinu fyrir þrettán árum við miklar vinsæld- ir. Einnig muna margir eflaust eftir kvikmyndinni meö Judy Garland I hlutverki Dóróteu, en hún hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn og söng i þvi, og vinsælast varö lagiö „Somewhere Over the Rainbow.” Þess má geta aö gerður hefur verið nýr söngleikur Ur þessu vin- sæla verki og hefur hann gengið á Broadway i mörg ár og nú siöast kvikmyndaöur meö Diana Ross i aöalhlutverki. Gefst nú foreldrum og jafnvel afa ogömmu tækifæri tii að rifja upp fyrri kynni si'n af Galdra- karlinum og fara meö börnin i ferðalag meö Dóróteu og vinum hennar á leiðinni til Oz, sem er fyrir ofan regnbogann. Isýningu Leikfélags Akureyrar fer Sólveig Halldórsdóttir með hlutverk Dóroteu, vinina þrjá leika Þráinn Karlsson (Fugla- hræöan), Viðar Eggertsson (Pjáturkarlinn) og Theodór Júliusson (Ljóniö). Svanhlildur Jóhannesdóttir leikur góöu norn- ina, en Sigurveig Jónsdóttir vondu nornina. Með hlutverk Galdrakarlsins fer Bjarni Stein- grimsson.en Mariu leikur Sunna Borg. Þau Bjarni og Sunna eru nýráöin á fastan samning hjá L.A. Flestir leikaranna fara meö fleiri en eitt hlutverk hver og stjórna einnig leikbrúöum sem notaöar eu i sýningunni. Leikstjóri er einn af yngri leikurum hússins, Gestur E. Jónasson, oger þetta fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá L.A. LeikmyndgerirRagnar Lár oger þetta frumraun hans sem leik- tjaldateiknara. Lýsingu annast Ingvar Björnsson, nýráöinn ljósameistari viö Leikhúsiö á Akureyri. Þýöinguna gerði Hulda Valtýsdóttir og söngtexta þýddi Kristján frá Djúpalæk. Karl Jónatansson, Ingimar Ey- dal og Hannes Arason annast hljóöfæraleik, en hljómsveitin skipar stóran sess i sýningunni, þar sem söngvar eru fjölmargir. Frumsýning er sem fyrr segir á laugardag kl. 5 og önnur og þriðja sýning á sunnudag kl. 2 og 5 . L.A. æfir nú af kappi næsta verkefni sem er nýtt islenskt leik- rit FYRSTA ONGSTRÆTI TIL HÆGRI eftir örn Bjarnaosn, leikstjóri er Þórunn Siguröardótt- ir. Leikmynd gerir Sigurjón Jó- hannsson. Frumsýning er fyrir- huguð i byrjun nóvember. Flóamarkadur FEF Félag cinstæöra foreldra held ur sinn árlega flóamarkaö um helgina, laugardag og sunnudag 13. og 14. oktðber og hefst kl. : báöa dagana. Markaöurinn verö ur nú I húsnæöi FEF i Skeijanes 6, en þar tckur senn til starfa neyöarhúsnæöi fyrir einstæöa foreldra og börn sem i tima bundnum kröggum eiga. A flóamarkaðnum veröur fjöl- breyttúrvalaf öllum mögulegum varningi, fatnaður nánast á alla þjóðina, bæöi nýr og notaður, þar veröa búsáhöld, silfurmunir, gler og skraut hvers konar, teppi, sjónvörp, gömul baökör, eldavél- ar og vaskar, matvara og hrein- lætisvara, lukkupakkar og ótal margt annað. Einnig má nefna aö platti FEF sem er gefinn út i til- efni barnaárs og tiu ára afmælis félagsins verður seldur á markaönum. Þann 29. október heldur Félag einstæðra foreldra svo aöalfund sinn, þanntiunda ogveröur ýmis- legt gert til hátiðabrigöa vegna afmælisins. Auk aöalfundarstarfa veröa skemmtiatriöi og happ- drætti og veglegar hnallþórur bornar fram i tilefni afmælisins. Um þær sömu mundirkemur Ut vandaö afmælisrit FEF sem hef- ur aö geyma greinar um starf félagsins, kveöjur ýmissa aöila sem stutt hafa þaö, skreytt mörg- um myndum og fleira efni er i rit- inu sem veröur sent skuldlausum félögum þeim aö kostnaöarlausu og væntanlega nýjum félögum til kynningar á starfi FEF. Loks má geta þess i sambandi við f lóamarkaöinn að strætisvagn nr.5 staönæmist rétt viö Skelja- neshúsið. Norrœna menningarvikan: Tónleikar um helgina Norrænu menningarvikunni, sem stendur yfir i Norræna hús- inu, lýkur annaö kvöld. Um helg- ina veröa tvennir tónleikar i hús- inu. 1 kvöld kl. 20.30 syngja Else Paaske (alt) og Erland Hage- gaard (tenór) og Fridrich GQrtler leikur á pianó. A dagskrá eru verk eftir Schumann, Bertii Hagegaard, Sjöberg, Sibelius, Mahler og Purcell. Annað kvöld eru svo lokatón- leikarnir. Þá verðaflutt verk eftir Jón Nordal. Flytjendur eru Guö- ný Guðmundsdóttir, Halidór Haraldsson, Kammersveit Rvik- ur undir stjórn Páls P. Pálssonar og Hamrahliðarkórinn, stjórn- andi Þorgeröur Ingólfsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.