Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 8. september 1982  ÞJÓÐVILJINN — StÐA li
íþirottir
Umsjón
Víöir
Island — Austur-þýskaland í kvöld:
Lögðu Itali tveimur
mánuðum fyrir HM!
I austur-þýska liðinu eru gamalkunnir kappar
og upprennandi stjörnur
ísland og Austur-Þýskaland leika landsleik í knattspyrnu á Laugardal-
svellinum í kvöld og hefst hann kl. 18.15. Hér er um vináttu- og undirbún-
ingsleik að ræða og má búast við fjörugri viðurcign. Austur-Þjóðverjar
koma hingað með sitt sterkasta lið, sem er blanda af gamalrcyndum
köppum og ungum og efnilegum leikmönnum.
Enginn atvinnumannanna okkar
sem lék gegn Hollendingum getur
leikið í kvöld en hins vegar fá nú
íslenskir knattspyrnuáhugamenn
að sjá Pétur Pétursson í landsliðs-
búningnum í fyrsta skipti í hálft
annað ár. Pétur leikur nú með Ant-
werp í belgísku 1. deildinni og það
verður gaman að sjá þennan
skemmtilega framherja á Laugar-
dajsvellinum á ný.
fslenska liðið sem hefur leikinn í
kvöld er skipað eftirtöldum leik-
mönnum: Þorsteinn Bjarnason,
Viðar Halldórsson, Trausti Har-
aldsson, Sigurður Lárusson. Mar-
teinn Geirsson. Guðmundur Þor-
björnsson. Ómar Torfason, Gunn-
ar Gíslason. Árni Sveinsson. Sig-
urður Grétarsson og Pétur Péturs-
son. Varamenn verða þeir Guð-
mundur Baldursson, Sigurjón
Kristjánsson og að líkindum Ágúst
Már Jónsson, í stað Arnar Óskars-
sonar sem enn á við meiðsli að
stríða.
Margir leikmanna austur-þýska
liðsins eru íslendingum vel kunnir
frá viðureignum þjóðanna á
undanförnum árum. Þar má nefna
Júrgen Pemmerenke. Riidiger
Schnuphase. Norbert Trieloff og
Joachin     Streich.     Austur-
Þjóöverjum hefur gengiö vel það
sem af er árinu. sigruðu meðal ann-
ars ítali. verðandi heimsmeistara. í
apríl. tveimur mánuðum fyrir HM-
keppnina.
Islendingar eiga góöar minning-
ar frá landsleikjum við Austur-
Þjóðverja, þær bestu frá Evrópu-
keppni landsliða árin 1974og 1975.
Þá náðu íslendingar óvænt jafn-
tefli, 1-1, í Magdeburg og sigruðu
síðan 2-1 á Laugardalsvellinum,
eins og frægt er, með glæsimörkum
Jóhannesar Eðvaldssonar og Ás-
geirs Sigurvinssonar.
Leikurinn hefst kl. 18.15 eins og
áður sagði en miðasala verður ídag
við Útvegsbankann í Austurstræti
og á Laugardalsvelli frá kl. 10 og
fram eftir degi.           — VS
EM í frjálsum íþróttum:
Oddur í milliriðil
Bætti eigið íslandsmet í 400 m hlaupi í gær
Oddur Sigurðsson, spretthlaup-
arinn snjalli úr KR, náði mjög góð-
um árangri í undanrásum 400
metra hlaupsins á Evrópumeistar-
amótinu í frjálsum íþróttum sem nú
stendur yfír í Aþenu í Grikklandi.
Oddur varð fjórði í sínimi riðli og
komst þar með í milliriðil. Hann
hljóp á tímanum 46,63 sek., og
bætti þar með eigið Islandsmet á
vegalengdinni um 1/100 úr sek-
úndu.
Sextán hlauparar komust í milli-
riðla og náði Oddur betri tíma í gær
en fimm þeira. í millriðli þarf hann
síðan að ná fjórða sæti til að kom-
ast í úrslitahlaupið þar sem átta
taka þátt.
Einar Vilhjálmsson keppti á
mánudag í forkeppninni í spjót-
kasti en kastaðf aðeins 72,26 m,
sem er nokkuð frá hans besta.
•Úrslitakeppnin fór fram í gær og
Oddur Sigurðsson
þar þeytti Austur-Þjóðverjinn
Uwe Hohn spjótinu lengst, 91,34
metra.
Jón Diðriksson hljóp 800 m
hlaup á mánudag og varð sjötti í
sínum riðli á 1:50,30 mín., en
komst ekki áfram.
Frank Emmelmann frá Austur-
Þýskalandi varð í gær Evrópum-
eistari í 100 m hlaupi karla 10,21
sek. Pavoni frá ítalíu varð annar á
10,25 sek. Ionescu frá Rúmeníu
sigraði í langstökki kvenna með
6,79 metra, Marlies Göhr frá
Austur-Þýskalandi í 100 m hlaupi
kvenna á 11,01 sek., og Jose Marin
frá Spáni í 20 km göngu á einni
klukkustund, 23,43 mínútum. Á
mánudag sigraöi Italinn Alberto
Cova í 10 000 m hlaupi á 27:41,03
mín, og Ilona Slupianek, Austur-
Þýskalandi, í kúluvarpi kvenna,
kastaði kúlunni 21,59 metra. - VS
Sá stóri á morgun
Fyrsti landsleikur kvenna í knattspyrnu hér á landi
„Viö þurfum að gera breytingar frá leiknum I Noregi. Svlar voru
með „njósnara" á þeim leik og hafa kynnt sér liö okkar mjög vel",
sagði Sigurður Hannesson, annar þjálfara fslenska kvennalandsliðsins
í knattspyrnu í samtali við Þjóðviljann I gær.
Eins og fram hefur komið, leika tsland og Sviþjóð í Evrópukeppni
kvennalandsliða á Kópavogsvellinum á morgun, fimmtudag, og hefst
leikurinn kl. 18
Þetta er fyrsti kvennalands-
leikur hér á landi en sá þriðji sem
tsland leikur. A dögunum gerði
ísland óvænt jafntefli gegn Nor-
egi ytra, 2—2,1 fyrsta leik liðsins i
keppninni.
Sextán stúlkur hafa verið
valdar fyrir leikinn á morgun.
Þæreru: Guðriður Guðjónsdóttir,
UBK, Ragnheiður Jónasdóttir,
1A, Rósa A. Valdimarsdóttir,
fyrirliði, UBK, Asta B. Gunn-
laugsdóttir, UBK, Erla Rafns-
dóttir, UBK, Magnea Magnús-
dóttir, UBK, Margrét Sigurðar-
dóttir, UBK, Bryndfs Einars-
dóttir, UBK, Laufey Sigurðar-
dóttir, 1A, Kristin Aöalsteins-
dóttir, 1A, Brynja Guðjónsdóttir,
Vfkingi, Jóhanna Pálsdóttir, Val,
Ragnheiður Vikingsdóttir, Val,
Asta M. Reynisdóttir, UBK, Arna
Steinsen, KR og Erna Lúðviks-
dóttir, Val.
Sænska liðið, sem kom hingað
til lands á mánudag, er talið eitt
það allra sterkasta í Evrópu um
þessar mundir. Þaö hefur leikið
sex landsleiki á árinu, sigrað
ítali, 2—0, Finna 4—0, og 6—0 gert
jafntefli við England og Noreg,
1—1, en tapað 1—2 fyrir Dönum.
Sænsku stúlkurnar eru mjög leik-
reyndar, og, eins og sagt er I
fréttatilkynningu frá Kvenna-
nefnd KSl, þar er valin kona I
hverju rúmi. Atta þeirra hafa
leikið yfir 20 landsleiki, sú leikja-
hæsta, Anetta Börjesson, er með
38 slika að baki.
— VS
Islaná over-
rasket alle
Þetta var fyrirsögn i norsku blaði eftir jafnteflið I Tönsberg á dög-
uniim. Skyldu Svlarnir þurfa að grlpa til svipaðra yfirlýsinga?
Peter  Davenport  skoraði  eitt
marka Forest gegn Liverpool.
Englandsmeistarar Liverpool
voru undir 2—3 á heimavelli
þegar aðeins 7 minútur voru eftir
af leik liðsins gegn Notthingham
Forest i 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar I gærkvöldi. Graeme
Souness tókst aö jafna, 3—3, á 83.
min, og á siðustu sekúndunum
skoraði Ian Rush sigurmark
Liverpool I æsispennandi leik,
4—3. David Hodgson skoraði hin
tvö mörk Liverpool en Steve
Hodge 2 og Peter Davenport sáu
um mörk Forest.
Manchester City missti efsta
sætið i hendur Liverpool með 1—0
tapi gegn Notts. County. Mark
Goodwin skoraði eina mark leiks-
ins.
Gerry Ryan skoraði sigurmark
Brighton gegn Arsenal, sem
gengur illa að skora þrátt fyrir
kaupin á Lee Chapman og Tony
¦ Woodcock.
Úrslit I gærkvöldi:
1. deild:
Brighton-Arsenal.............1:0
Coventry-Sunderland.........1:0
Sigurmark
Liverpool
á síðustu
sekúndu
Liverpool-Nott.Forest........4:3
Notts Co-Manch.City.........1:0
Watford-Swansea ............2:1
West Ham-Ipswich...........1:1
2. deild:
Burnley-Carlisle.............4:1
Cambridge-Barnsley.........1:1
Cr.Palace-Shrewsbury.......2:1
Fullham-Q.P.R...............1:1
Grimsby-Blackburn..........5:0
Oldham-Rotherham..........1:1
Sheff .Wed-Bolton.............3:1
Wolves-Charlton.............5:0
Luther Blissett og Nigel Callag-
han skoruðu fyrir Watford en
Nigel Stevenson fyrir Swansea.
Efstu lið 1. deildar:
Liverpool.........4 3 1 0 8:3 10
Watford...........4 3 0 1 8:3  9
Manch.City.......4 3 0 1 4:2  9
Swansea..........4 2 1 1 7:3  7
Sunderland .......4 2 1 1 5:3  7
Coventry..........4 2 1 1 4:3  7
Sheffield Wednesday er efst I 2.
deild með 9 stig, Wolves hefur 8,
Grimsby, Burnley og Q.P.R. 7
stig hvert.
— VS
Jóhannes byrjar vel
Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum
fyrirliði íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, byrjar vel hjá sínu ný-
ja félagi, Motherwel, í skosku úr-
valsdeildinni. Á laugardagfórfrarri
fyrsta umferðin og Motherwell lék
gegn Rangers á heimavelli. Ran-
gers var komiö í 2 - 0 en þá var
Jóhannes settur í framlínuna og átti
stóran þátt í því að Motherwell
jafnaði, 2-2. Onnur úrslit: Celtic-
Dundee 2 - 0, Dundee United -
Aberdeen 2 - 0, Hibcrnian -
St.Mirren 0 - 0 og Morton - Kilm-
arnock 0 - 0.
Jóhannes         varð
heimsmeistari!
Jóhannes Hjálmarsson, kraft-
lyftingamaðurinn öflugi frá Akur-
eyri, varð um helgina
heimsmeistari í öldungaflokki á
móti í Bandaríkjunum. Jóhannes
sigraði í réttstöðulyftu, rétti úr sér
með 270 kíló í hondunum.
FH og Haukar ósigruð
Reykjanesmótið í handknattleik
hófst um helgina en í meistara-
flokki karla er leikið í tveimur riðl-
fáum
orfium
sagt:
um. í A-riðli urðu úrslit þessi: FH-
Stjaman 25 - 22, Afturelding-
Reynir S. 26-21 og Stjarnan-
Afturelding 29 - 15. B-riðiII:
Breiðablik-Grótta 29 - 21,
Haukar-HK 28 - 22 og Haukar-
Breiðablik 25 - 23. Keppninni lýk-
ur um næstu helgi.
ísland varð í 13 sæti
íslenska unglingalandsliðið í
golfi varð í 13. sæti á Evrópumeist-
aramótinu sem lauk í Frakklandi
um helgina. í síðasta leiknum sig-
raði ísland Holland 4 - 3. Skotar
urðu Evrópumeistarar cftir sigur í
ftölum í úrslitaleik.
Lokauppgjörið í
1. deild kvenna
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær, lauk keppni í 1. deild kvenna í
knattspyrnu um helgina með því að
Valsstúlkur sigruðu Breiðablik
1-0.
Lokastaðan í 1. deild varð þessi:
Brciðabíik..................10 8 1 1 32-K  17
Valur......................... 10 6 3 1  11-4  15
KR ........................... 10 4 4 2 14-11  12
ÍA ............................ 10 4 2 4 19-16 10
Víkingur.................... 10 1 3 6  5-13  5
FH............................ 10 0 1 y  1-30  1
Markahæstar:
ÁstaB.Gunnlaugsd.UBK.................. 15
BryndísEinarsúöttir, UBK...................  7
Kolhrúnjóhannsdottir. KR..................  7
LaufcySiguröardóttir, ÍA....................  6
Ragna Lóa Þöröardóttir, í A..................  4
Alls voru 82 mörk skoruð af 30
stúlkum í 30 leikjum í 1. deildinni í
sumar.
Víðir úr Garði tekur sæti FH í 1.
deildinni en Garðsstúlkurnar báru
sigurorð af KA frá Akureyri eftir
tvo úrslitaleiki í 2. deildinni. Fyrst
0-0 á Akureyri en síðan sigraði
Víðir 1-0 í Keflavík um síðustu
helgi.
— MHM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16