Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 9
Mér finnst það
bíði mín
heil starfs-
œvi...
Rœtt við Kristjönu Samper um listalíf
og móðurhlutverkog frumleika
og þau hugðarefni sem lengja lífið.
Það kom hérna ágætur maður
og sagði: Merkilegt að svona ung
stúlka skuli vera búin að gera
þetta allt saman. Ég gat nú ekki
annað en hugsað sem svo, fertug
manneskjan: Ég hefði kannski átt
að vera búin að þessu fyrir löngu.
Ekki svo að skilja: Mér finnst
núna, að það bíðimínheilstarfs-
ævi.
Svo segir Kristjana Samper
sem sýnir 24 skúlptúra úr leir á
Kjarvalsstöðum. Þar eru „mynd-
hvörf“ um mannlegar tilfinning-
ar: Ein fígúran hefur eins og Iétt
steini af hjarta sér, önnur geymir
í sér mörg hjörtu og ólík: það er
vegna þess að til að skilja aðra
þarf að vera rúmt í
brjóstkassanum, segir listakon-
an. Ég leita þín í mér heitir sú
mynd. í annarri mynd er frelsið
fuglasveimur sem brýst út úr
viðjum líkamans. Og þarna eru
bækur steinrunnar eins og arm-
enska handritið sem var falið
fyrir hundtyrkjanum í helli og
rann yfir það kfsill um aldir, og
lágmynd af „umsjá“ með barni og
af kossi sem verður bráðum. Og
leirkonur liggja á borðum í sínum
mjúku formum - en velkomið
væri að stúdera karlmanns-
skrokkinn ef harðari form væru á
dagskrá.
Tólf ára
hlé
Ég byrjaði reyndar mjög ung í
myndlistarskóla, segir Kristjana.
Þar var ég veturinn 1962-63. Ég
hætti vegna þess að við vorum að
stofna heimili (Kristjana er kon a
Baltasars eins og margir vita) og
fór að eiga börn. En ég hætti
aldrei alveg, var að dútla þetta
fyrir sjálfa mig til að leggja þetta
hugðarefni ekki alveg á hilluna.
Svo byrjaði ég aftur í Myndlistar-
skólanum þegar yngsta barrnið
var komið af höndum. Þetta varð
þá ekki nema svo sem tólf ára hlé.
Ég sé ekkert eftir því. Mér
finnst ég alltaf vera að uppskera
það að hafa gefið börnunum
minn tíma. (Maður talar nú vel
um börnin sín í blaðaviðtölum!
skýtur Kristjana inn í og hlær.)
Myndlist er líka þannig, að mað-
ur þarf ekki að vera bráðungur til
að byrja - eins og í tónlist og
dansi. Þótt ég sé orðin fertug
finnst mér ég eigi eftir að vinna
heila starfsævi. Það er ekki nema
ánægjulegt að eldast ef maður
hefur starf sem gefur manni
mikið og yngir mann upp um leið.
Það sem stórkostlegast er við
að vinna að myndlist er að þú
þarft ekki að bíða eftir því að aðr-
ir fái þér hlutverk. í ýmsum öðr-
um greinum þarft þú á öðrum að
halda til að koma þínu framlagi á
framfæri. En hér velur þú þér
hlutverk sjálf. Um leið verða
menn algjörlega að treysta á
sjálfa sig.
Listin
var
innanstokks
Það er svo alveg rétt að mynd-
listin hefur verið innanstokks hjá
okkur Baltasar. Ef fólki kemur
vel saman á annað borð þá
skapast mjög notalegt samfélag
um það, að við höfum sama
hugðarefni að tala um, getum
spekúlerað saman í hlutunum,
hans vinnu og annarra. Þetta er
líka partur af því, að ég fór ekki
úr tengslum við myndlistina þótt
ég gerði þetta tólf ára hlé.
Þessi sýning hérna þýðir
tveggja ára vinnu og fjögurra
mánaða strit núna síðast. En það
að hafa tækifæri í fjóra mánuði til
að vinna svona mikið gerir mér
kleift að vinna áfram jafnt og þétt
- með heimilinu. En ég neita því
ekki að það hefur tekið tíma að
skipuleggja tilveruna þannig að
heimilið og drjúgur vinnudagur
fari saman.
Þú spyrð hvort kvennaumbrot
seinni ára hafi breytt miklu í mínu
lífi. Þau hafa vafalaust hvatt
margar konur til að ráðast í það,
sem þær hefðu annars látið ógert.
En ég veit ekki hvað ég á að segja
um sjálfa mig. Ég var ein-
hvernveginn alltaf viss um að ég
mundi byrja aftur. Ég hætti í
myndlistarskólanum vegna þess
að mig langaði til að verða
mamma. Og ég hafði blátt áfram
gaman af því að vera mamma - en
var kannski búin að fá nóg af því
eftir svona tíu ár, þótt ég dútlaði
fyrir sjálfa mig eins og ég sagði
Kristjana Semper: Ég vissi einhvernveginn alltaf að ég mundi byrja aftur (Ijósm eól)
áðan og léki mér í tónlistarskóla
með krökkunum og reyndi með
öðru móti að lokast ekki inni í
skel.
Þegar ég byrjaði aftur árið 1975
í Myndlista - og handíðaskólan-
um fór ég í keramík, m.a. vegna
þess að ekki var skúlptúrdeild við
skólann. Ég er ánægð með þá
undirstöðu sem ég fékk, ég lærði
að fara öðruvísi með leir en þeir
sem fara beint í skúlptúr, veit
kannski betur hvað má bjóða
honum. Svo var ég í Arizona
1980-81 bæði í leir- og málm-
skúlptúr. Þangað fór ég til að
kynnast mismunandi tækni í
brennslu og til að vera í nálægð
við áhrif Indjánanna í eyðimörk-
inni og þeirra fornu vinnuaðferða
og svo kunni ég vel við þau frjáls-
legu vinnubrögð sem Ameríkan-
ar hafa tileinkað sér. Þeir eru eins
og lausir við það akademíska farg
sem hvílir á mörgum skólum í
Evrópu.
Markaður
og
smekkur
Já þetta er skemmtileg vinna
og leiðinlegast að þurfa að standa
í því að selja verkin. Ekki vegna
þess að maður vilji endilega hafa
öll verk sín hjá sér. Heldur að
þurfa að standa í markaðsstússi
yfirleitt, koma því ein-
hvernveginn að, að það sé kann-
ski ekki svo vitlaust sem maður er
að gera!
Það er oft talað um listaspreng-
ingu, allan þennan mikla fjölda
sem hefur lært til lista og sýnir.
En þetta er, í fyrsta lagi, svipað
og hefur gerst í menntunarmálum
yfirleitt. Fyrir svosem 25 árum
þegar ég var í menntaskóla þótti
það ansi flott fyrir stelpur að vera
með stúdentspróf. En það þótti
líka nóg. Það var ekkert atriði að
þær héldu áfram. Allir vita hve
gífurleg breyting hefur orðið síð-
an - ekki sfður hjá stúlkum en
strákum.
Þessi mikli fjöldi listamanna -
hann setur þá væntanlega hverj-
um og einum harðari kröfur í
strangri samkeppni. Ekki svo að
skilja: það eru margir sem telja
listaverkamarkað klikkaðan
óskapnað. Vitanlega getur mað-
ur rekist á hörkugóðar sýningar í
afskekktu plássi og vaðið ruslið í
hné á fínum galleríum í stórborg-
um. Allt er nú til. En ég er að
vona, að við séum hér á íslandi
ekki komin í stórvandræði út af
slíku misræmi. fslendingar eru
ekki gefnir fyrir að hlusta á vitr-
inga og sérfróða, þeir fara eftir
því sem þeim sýnist. Þetta er bæði
til góðs og ills. En munum það,
að íslendingar hafa ekki lifað
lengi með myndlist, hún er ung í
landinu og lítt um hana kennt í
almennum skólum. Þar eftir fer
mikil óvissa og ringulreið í
smekk. En með aukinni reynslu
og þekkingu skulum við ætla að
sjálfstæði hvers og eins verði já-
kvæðara.
Þú spyrð um þá kröfu sem hef-
ur lengi uppi verið: vertu frum-
legur, sýndu eitthvað nýtt. Ég
hefi ekki orðið fyrir þeim dapur-
leika að finnast, að búið sé að
gera allt. Kartöflurnar hirtu hin-
ir... Ef þú ert einlægur og þú
sjálfur, þá mun persónuleikinn
skila sér - ef hann er til staðar á
annað borð - og þá verður þú
aldrei eins og einhver annar, þótt
þú kunnir að eiga ættingja hér og
þar.
Það verður enginn frumlegur
nema það komi af sjálfu sér..
Leitið ekki og þér munuð
finna,... ÁB
Höfum ( okkar þjónustu tvo innahúsarkitekta, sem standa
yður ávallt til boða, þegar um er að ræða val og skipulagn-
ingu á nýjum eldhúsinnréttingum —allar leiðbeiningar eru að
sjálfsögðu án allra skuldbindinga.
af cl áf tiir q f _________ __
| . .. *
seu Pau Keypt meo Grensásvegi8 (áður Axminster) simi 84448
innrettingum.