Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						FRETTIR
Happdrætti
MiSljónir marka í
II
i
Suddeutsche Klassenlotterie freistar íslendinga með
milljónum marka. Miðar sendir hinn á íslensk heimili eftir
gamalli símaskrá? Islensk lög ná ekkiyfirþetta athæfi
Við könnumst við miða frá
þessu þýska happdrætti, okk-
ur hefur verið tilkynnt um þá víða
að af landinu. Þjóðverjarnir virð-
ast helst hafa fengið nöfn og
heimilisföng fólks upp úr gömlum
símaskrám, sagði Jón Thors í
dómsmálaráðuneytinu í samtali
við Þjóðviijann í gær.
Undanfarna mánuði hefur ver-
ið talsvert um að íslendingum
hafi borist happdrættismiðar frá
þýsku happdrætti sem upp á
þýskuna nefnist Siiddeutsche
Klassenlotterie. Miðarnir eru
sendir beint frá skrifstofu í
Frankfurt og í boði eru geysilegar
fjárhæðir, tekið skýrt fram að
þetta sé hið stærsta sinnar teg-
undar í Evrópu allri.
Jón sagði að samkvæmt ís-
lenskum lögum væri fslendingum
bannað að versla með eða selja
happdrættismiða fyrir erlenda
aðila, en ekki væri hægt að fetta
fingur út í það þótt keyptir væru
miðar sem kæmu milliliðalaust að
utan. Svo er aftur annað mál
hvort greiður aðgangur sé að
gjaldeyri til slíkra kaupa og raun-
ar ekki leyfilegt að yfirfæra gjald-
eyri í þeim tilgangi.
í meðfylgjandi gögnum frá
þessu happdrætti segir að vinn-
ingar séu skattfrjálsir, en það á að
sjálfsögðu ekki við Island, þannig
að ef Islendingur dettur í lukku-
pott verður hann væntanlega að
gera grein fyrir því fé fyrir skatta-
yfirvöldum. Þjóðviljanum er
ekki kunnugt um landa sem
freistað hafa gæfunnar í þessu
stórhappdrætti sem er að teygja
krumlurnar inn á íslenskan
happdrættismarkað.
-gg
'TORGIÐ'
Lerkifræ? Má ég heldur biðja
um kartöflur
Skógrækt
Dýrmætgjöf
frá Finnum
Tvö kg. af lerkifrœi. Gœti orðið að 100 þús. trjám
¦ gær afhenti sendiherra Finna á
Sendihennann afhendir landbúnaðarráðherra fræpokann. - Mynd: E.ÓI.
Islandi, Anders Huldén, Jóni
Helgasyni,     landbúnaðarráð-
herra, 2. kg. af Raivola lerkifræi.
Fór afhending gjafarinnar fram í
Ráðherrabústaðnum við Tjarn-
argötu að viðstöddum þeim Sig-
urði Blöndal skógræktarstjóra,
Baldri Þorsteinssyni deildar-
stjóra hjá Skógræktinni, Þórarni
Benedikz, forstöðumanni Rann-
sóknastöðvar Skógræktarinnar,
Þorsteini Tómassyni forstjóra
RÁLA, Sveinbirni Dagfinnssyni
ráðuneytisstjóra o.fl.
Skógurinn er auður okkar
Finna líkt og fiskurinn er ykkar
auður, sagði sendiherrann og bað
þess að þær vonir sem bundnar
væru við þessa gjöf, mættu ræt-
ast.
Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra og Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri, þökkuðu dýr-
mæta gjöf og góðar óskir. Ef allt
fer að auðnu eiga að geta vaxið af
þessu fræi 100 þús. plöntur sagði
Sigurður Blöndal.
Jón Helgason iandbúnaðar-
ráðherra, fagnaði vaxandi áhuga
á skógrækt og benti á, að á fjár-
lögum nú væri ætluð 1 milj. kr. til
skógræktar í Laugardal í Árnes-
sýslu og álíka upphæðar a.m.k.
væri að vænta úr Framleiðni-
sjóði. Þarna kæmi finnska gjöfin í
góðar þarfir.
Fræið var svo falið á hendur
Þórarni   Benedikz,   forstöðu-
manni Rannsóknastöðvarinnar.
-mhg
Tónlist
Næði til að vinna
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs til Hafliða Hallgrímssonar fyrir
„Poemi". Hafliði: Viðurkenningin góð, -fyrirpeninganafœstnœðitil
að vinna
Dómnefnd úrskurðaði á fundi í
gær að tónlistarverðiaun
Norðurlandaráðs 1986 hlyti Haf-
liði Hallgrímsson tónskáld og
sellóleikari fyrir verk sitt „Po-
emi" fyrir fiðlu og strengjasveit.
Verðlaunin eru 75 þúsund dansk-
ar krónur og verða afhent í
tengslum við Norðurlandaráðs-
þing í Kaupmannahöfn í mars.
Einn Islendingur hefur áður
hlotið þessa viðurkenningu, Atli
Heimir Sveinsson fyrir réttum
áratug.
- Þakka þér fyrir, ég var rétt að
frétta þetta, sagði Hafliði þegar
Þjóðviljinn óskaði honum til
hamingju í símtali til Edinborgar
í gær. Hann sagði að verðlaunin
táknuðu fyrst og fremst „næði til
að geta unnið. Menn verða að
kaupa sér næði, - það er alltaf
gaman að fá viðurkenningu á því
sem maður er að gera, en pening-
arnir eru líka kærkomnir til að
geta keypt sér næði".
í forsendum dómnefndar segir
um verk Hafliða, sem frumflutt
var fyrir tæpu ári á kammer-
hljómleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, að þar hafi hann
„flutt konsertformið á fagran og
hugmyndaríkan hátt inní hljóma-
og formheim okkar tíma. Með
því litbrigðanæmi sem einkennir
tónskáldið eru dregnar upp fíri-
legar myndir af þremur atburð-
um úr Biblíunni. Þetta er lifandi
og ómþýð tónlist með „virtúósri"
og hlýlegri einleiksrödd."
- Þetta er virtúósaverk fyrir
fiðluleikara með strengjasveitina
sem bakgrunn eða leiksvið fyrir
einleikshlutverkið, sagði Hafliði
um „Poemi" í samtalinu við Þjóð-
viljann. - Það er samið sérstak-
lega fyrir bandaríska fiðluleikar-
ann Jaine Laredo sem ég er vel
kunnugur.   Skoska   kammer-
sveitin hér í Edinborg pantaði
það, og ég fékk starfslaun að
heiman til að semja það. Það var
frumflutt á íslandi, og hefur verið
flutt tvisvar hér í Skotlandi; verð-
ur tekið upp hjá BBC í lok þessa
mánaðar. Það hefur reyndar
fengið verðlaun áður, í frægri
pólskri keppni í Poznan, sem
kennd er við Vieniavskí, fékk þar
önnur verðlaun af samtals 110
verkum.
Þú ert ekki síður þekktur fyrir
sellóleik en tónsmíðar; hvernigfer
þetta saman?
- Ég hef alltaf stefnt að því
fyrst og fremst að semja tónlist,
en það er mikils virði fyrir tón-
skáld að vera hlutgengur líka sem
hljóðfæraleikari. Ég reyni að
verja sífellt meiri og meiri tíma til
tónsmíða en meðan fingurnir eru
ekki alltof stirðir ætla ég að halda
áfram að spila.
Hafliði er fæddur árið 1941 og
Hafliði Hallgrímsson handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 1986.
lærði sellóleik við Tónlistar-
skólann í Reykjavík, Academia
Santa Cecilia í Róm og Royal Ac-
ademy of Music í London. Þar
lagði hann einnig stund á tón-
smíðar hjá Peter Maxwell Davies
og A. Bush.
Síðari ár hefur Hafliði búið í
Edinborg og var þar fyrsti selló-
leikari Skosku kammersveitar-
innar þartil fyrir tveimur árum að
hann sagði því starfi lausu til að
geta lagt frekara kapp á tónsmíð-
ar. Meðal verka: Sex íslensk
þjóðlóg (selló og píanó), Fimma
(selló og píanó), Verse 1 (flauta
og selló), Fimm píanólög, Laga-
flokkur (messósópran og píanó),
You will hear thunder (sópran og
selló).
Hafliði er nú að vinna að verki
fyrir Pólsku kammersveitina,
„mikil virtúósasveit frá Varsjá
sem ferðast um allan heiminn, -
þeir báðu mig fyrir mörgum árum
að gera þetta en ég hef ekki kom-
ist til þess fyrr en núna. Hluti af
þessu verður fluttur heima núna í
vor".
Þjóðviljinn óskar Hafliða enn
til hamingju.
-m/ÁB
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. janúar 1986
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16