Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN MINNING Ungt par óskar eftir að taka á leigu einstakl- ings, tveggja herbergja íbúð eða stórt herbergi á leigu. Helst í Hafn- arfirði. Uppl. i síma 51733 eftir kl. 6 á kvöldin. íbúð eða herbergi Lítil íbúð eða hluti úr íbúð með að- gangi að snyrtingu og eldhúsi ósk- ast til leigu í allt að 1 Vz ári. Skilyrði er að umhverfi sé hljóðlátt og fríð- sælt. Uppl. í síma 44288. Reglusöm ung hjón óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð frá 1. ágúst n.k. Uppl. í síma 19296 á kvöldin. Sumargisting Til leigu tvær íbúðir með öllum bún- aði 27 km frá Egilsstöðum. Tilvalið fyrir fjölskyldur eða starfshópa. Hestaleiga og veiði. Sími 97-1046 Elsa. Tapast hafa silfur- tóbaksdósir með nafni eiganda. Skilvís finnandi geri svo vel og hringi í síma 19713. Kettlingur tveggja mánaða fæst gefins. Uppl. í síma 10859. Til sölu vegna fiutnings tveggja ára ísskápur og þvottavél. Upplýsingar í síma 21421 eftir kl. 4 á daginn. Volkswagen ’73 1303 til sölu Skoðaður '86. Uppl. í síma 15929. Eldhúsinnrétting Eldhúsinnrétting fæst gefins gegn því að fjarlægja hana. Rafha elda- vél kr. 1.000.-. Upplýsingar í síma 688499. Trérennibekkur óskast Sími 38528. Sveitarstjóri Staöa sveitarstjóra Stokkseyrarhrepps er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 99-3267 og oddviti í síma 99-3244. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingardeildar, óskar eftir tilboöum í endur- málun innanhúss í Heilsuverndarstöö Reykjavík- ur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5 þús. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað þiðjudaginn 8. júlí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkukjuvcgi 3 Simi 25800 esKifJóeoun HZJ Staða forstöðumanns viö leikskólann Melbæ á Eskifirði er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6170. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Bæjarstjórinn á Eskifirði Viðgerða- og ráðgjafarþjónusta leysir öll vandamál húseigenda. Sér- hæföir á sviöi þéttinga og fl. Almenn verktaka. Greiöslukjör. Fljót og góð þjónusta. Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin. Faðir okkar Gísli Araaon Sogaveg 13tt andaöist aö Hrafnistu, Hafnarfiröi, laugardaginn 28. júní. Haraldur Gíslason Guðríður Gráladóttir Ari Gíslason Sverrir M. GMason Einar Öm Hallgrímsson Þann 6. júní s.l. var Einar Ö. Hallgrímsson garðyrkjubóndi í Garði í Hrunamannahreppi jarð- sunginn frá Hrunakirkju. Hundr- uð manna, sem fylgdu Einar til grafar fundu, að hér var skarð fyrir skildi. Hin tiltölulega fá- menna stétt íslenskra garðyrkju- bænda sá þarna á eftir einum sinna bestu liðsmanna. Sveitung- ar Einars og vinir nær og fjær, höfðu mikið misst. Fjöls.kyldan þó mest. f apríllok sl. barst mér til eyrna sú fregn að Einar, fornvinur minn og félagi, hefði nýlega verið lagður inn á Landakotsspítala. Skólabróðir okkar Einars, Hall- dór Ó. Jónsson, hafði heimsótt hann í sjúkrahúsið og færði mér þessa frétt. Einar var léttur í máli sem ætíð áður en gaf þó í skyn að endalokin kynnu að vera skammt undan og væri hann viðbúinn þeim. Mér hnykkti við. Átti nú þriðji félaginn í hinum fyrsta og fámenna nemendahópi Unn- steins skóiastjóra Ólafssonar að falla á einu ári? Auðvitað er dauðinn fylgifiskur lífsins. Á hinn bóginn var Einar maður þeirrar gerðar að fátt var þeim, sem með honum áttu samleið lengri spöl eða skemmri, fjarlægara en hugs- unin um dauðann. Lífið sjálft, í sinni hugðnæmustu mynd, var þá alls ráðandi. Svo leið einn mánuður. Ég var norður í landi. Daginn eftir að ég kom að norðan var hringt í mig og mér sagt lát Einars. Hann hafði andast daginn áður. Hugboð hans reyndist rétt. Ráðagerð okkar þriggja félaga um að heimsækja Einar austur í Garð nú í sumar varð að ferðinni, sem aldrei var farin. Einar Örn Hallgrímsson var fæddur 26. febrúar 1922. Foreldr- ar hans voru Hallgrímur Tómas- son frá Völlum í Svarfaðardal og Guðrún Einarsdóttir frá ísafirði. Auk Einars áttu þau Hallgrímur og Guðrún þrjú börn: Elínu, gifta Sveini Guðmundssyni, sem um árabil var kaupfélagsstjóri á Alþýöubandalagiö Noröurlandi eystra Sumarhátíð Sumarhátíð Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin í landi Birningsstaða í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu dagana 4.-6. júlí n.k. Dagskrá: Föstudagur 4. júlí: Mótsgestir safnast saman og tjalda. Laugardagur 5. júlí: Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um Laxárdal með leiðsögn (farið á einkabílum). Endað við Laxárvirkjun og mannvirkin skoðuð. (Gönguferð á Geitafellshnjúk ef tími og veður leyfir). Um kl. 18.00 verður kveikt á útigrilli og kvöldvaka á eftir þar sem þingeyskir sagnaþulir segja m.a. frá Laxárdeilum. Söngur og skemmtun. Sunnudagur 6. júlí: Stutt gönguferð um nágrennið fyrir hádegið. Skoðunarferð með leiðsögn um byggðasafnið á Grenjaðar- stað á heimleið. Mótið er öllum opið. Gestir úr öðrum kjördæmum sérlega velkomnir. Mætum öll og tökum með okkur leikföng, hljóðfæri, söngbækur, hlý föt og gott skap. Kjördæmisráð 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. júlí 1986 Sauðárkróki, Dýrleifu, gifta Gunnari Magnússyni, skipstjóra og Tómas, sem lengi var deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki, kvæntur Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðár- króki. Tómas er látinn fyrir allnokkrum árum. Á unga aldri fór Einar í eins- konar fóstur til Elínar Guðjóns- dóttur og Helga Kjartanssonar að Hvammi í Hrunamanna- hreppi. Þar eystra var ekki tjald- að til einnar nætur. f Hruna- mannahreppi mátti heita að heimili Einars stæði upp frá því. Það hefur oft viljað vefjast nokkuð fyrir ungu fólki að velja sér lífsstarf og það jafnvel þegar möguleikar voru minni og færri kosta völ en nú gerist. En Einar sýnist hafa átt hér auðveldan leik. Hann sótti um skólavist í Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi þegar við stofnun hans 1939. Var Einar yngstur í nem- endahópnum, aðeins 17 ára gam- all. Þessir fyrstu nemendur út- skrifuðust frá skólanum vorið 1941. Tveimur árum síðar gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Sigurbjörgu Hreiðarsdótt- ur. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi og kippir mjög í kyn til foreldranna um mannkosti og manndóm allan. Þau eru: Helga, húsfreyja á Selfossi, Örn, garðyrkjubóndi í Silfurtúni í Hrunamannahreppi, Hallgrím- ur, vinnur hjá Hagvirki og búsett- ur í Vogum og Björn Hreiðar, smiður, búsettur á Flúðum. Árið 1946 náði Einar þeirri fót- festu, sem hann stefndi að með námi sínu í Garðyrkjuskólanum. Þá stofnuðu þau hjón garðyrkju- býlið Garð. Er það úr landi Hvamms, svo ekki var farið yfir lækinn eftir vatninu. Er skemmst af því að segja, að þetta býli ráku þau til æviloka Einars, af miklum og annáluðum myndarskap. Eins og áður er að vikið var Einar nemandi við Garðyrkju- skólann að Reykjum í Ölfusi fyrsta kennslutímabilið, sem hann starfaði. Nemendahópur- inn var ekki stór, rétt um 20, en víðsvegar að af landinu, úr ýmiss konar umhverfi og á ólíku aldurs- skeiði. Einar var yngstur, 17 ára, aðrir nokkuð á þrítugsaldri og allt þar á milli. En skólalífið var ákaf- lega gott og skemmtilegt. Þetta var í raun og veru líkara heimili, nokkuð fjölmennu að vísu, en skólasetri. Eflaust hefur það átt ríkan þátt í því að nemendur allir kynntust mjög vel og tengdust vináttuböndum, sem ekki hafa rofnað síðan, þótt samfundir hafi verið strjálli en skyldi. Einar, yngsti féíaginn í hópn- um, var sérstakt uppáhald okkar allra, enda í ríkum mæli gæddur þeim hæfileikum, sem gera hvern mann vinsælan. Hann var mikill atorkumaður bæði í starfi og leik. íþróttamaður ágætur, söngvinn og músikalskur í besta lagi, gam- ansamur og orðheppinn, af hon- um geislaði ávallt einlæg hlýja og ósvikin gleði. í návist hans leið hverjum manni vel. Hann var mikill ræktunarmaður í þess orðs bestu merkingu. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra gömlu skólafélaganna þegar ég nú að leiðarlokum þakka Ein- ari fyrir samfylgdina. Hún var ekki löng en minningarnar um hana eru góðar og varanlegar. Magnús H. Gíslason. rÍT*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.