Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 9
Kjarvalsstaðir
Húsgögn og hönnun 88
Verðlaun afhent í samkeppni um hönnun húsgagna og innréttinga
Á síðasta ári efndi Félag
húsgagna-og
innréttingaframleiðendatil
samkeppni um hönnun
húsgagna og innréttinga í
þeimtilgangi að laðafram
nýjar og frumlegar hugmyndir
sem sumar gætu orðið að
framleiðslu- og söluhæfum
vörum. Keppnin var í tveimur
hlutum, fyrri hlutinn var
almenn keppni þar sem öllum
þeim sem áttu lögheimili á
Islandi var heimil þáttaka.
Seinni hluti keppninnarvar
svo iokuð keppni milli
höfunda þeirra tillagna sem
valdarvoru úrfyrri keppninni.
Verölaun voru afhent við
opnun sýningarinnar Húsgögn og
hönnun 88 á Kjarvalsstöðum, en
þar eru til sýnis nýjungar hjá
íslenskum húsgagnaframleiðend-
um og verðlaunatillögurnar í
samkeppninni. Fyrstu verðlaun
voru 250 þúsund krónur og einnig
voru veittar fimm fímmtíu
þúsund króna viðurkenningar.
Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn
Geirharðsson arkitekt fyrir
póstkassa úr plexígleri. Viður-
kenningu fyrir stóla hlutu
Eyjólfur E. Bragason, Ingimar
Þór Gunnarsson og Pétur B.
Lúthersson. Gunnlaugur H.
Friðbjarnarson hlaut viðurkenn-
ingu fyrir stól og borð, og
Þorsteinn Geirharðsson fyrir
Ólafur Tómasson póst- og
símamálastjóri prófar verðlaunapóst-
kassana. - Litla myndin er af
Þorsteini Geirharðssyni sem er við
framhaldsnám í iðnhönnun í Mílanó
og gat því ekki verið við
verðlaunaafhendinguna. Mynd: E.ÓI.i
Sýningargestir dást að borði
Gunnlaugs H. Friðbjamarsonar.
Mynd: E.Ól.
lampaarm og borð. Axelsson framkvæmdastjóri og Húsgögn og hönnun 88 verður á
Dómnefnd skipuðu Valdimai Gunnar H. Guðmundsson Kjarvalsstöðum til 14. febrúar.
Harðarson arkitekt, Eyjólfur húsgagnaarkitekt. Sýningin LG
uppgefnir og niðurbrotnir. Þetta
var alveg ótrúleg lífsreynsla. Yf-
irleitt köllum við ekki allt ömmu
okkar en þetta er svo óskaplega
beinskeytt og sest svo í sálarlíf
manns. Það er að mörgu leyti svo
erfítt tilfinningalega að fjalla um
illskuna, ég gæti ímyndað mér að
það að æfa Kveðjuskál sé ekki
líkt neinu, nema hugsanlega að
æfa Macbeth. Að takast á við
græðgina, illskuna og valdafíkn-
ina. - Pinter er enginn hvunn-
dagshöfundur.
LG
BERTOLT BRECHT
Níutíu ár frá fæðingu þessa fræga og umdeilda leikskálds og kennimanns
Leikhús er lifandi eftirlíking
sannra eða tilbúinna atburða
sem eru mönnum deiluefni.
Tilgangur þess er að vera til
skemmtunar og afþreyingar.
Þannig byrjar eitt af mörgum
verkum Bertolts Brecht, um
leikhús, biblía þeirra sem að-
hylltust kenningar hans á sjötta
áratugnum. Brecht er eitt fræg-
asta og umdeildasta leikskáld
Evrópu á þessari öld, hann var
afkastamikill leikritahöfundur og
kenningasmiður, og skoðanir
hans um leikhús hafa haft víðtæk
áhrif á þróun þess. Hann taldi
hlutverk leikhúss vera að vekja
fólk til umhugsunar og skemmta
því um leið, og gerði þá kröfu til
áhorfenda að þeir fylgdust á lif-
andi en hlutlausan hátt með þeim
atburðum sem höfundur kynnti
þeim á leiksviðinu, og tækju svo
afstöðu til þeirra.
Bertolt Brecht var fæddur í
Augsburg í Þýskalandi, 10. fe-
brúar 1898, og hefði því orðið ní-
ræður í dag. Upphaf fyrri
heimsstyrjaldarinnar kom í veg
Brecht
fyrir að hann lyki námi í læknis-
fræði; þess í stað fór hann að
skrifa leikrit og gerðist í styrjald-
arlokin, 1918, meðlimur bylting-
arráðs verkamanna og her-
manna. Þrítugur var hann þegar
orðinn þekkt leikskáld, en þá
skrifaði hann eitt af sínum frægari
verkum, Túskildingsóperuna,
sem var sýnd tvöhundruð sinnum
í Berlín 1928. Hann hraktist úr
landi 1933, vegna uppgangs naz-
ista, fór fyrst til Danmerkur og
Finnlands, en seinna til Banda-
ríkjanna og settist að í Kaliforn-
íu. 1949 sneri hann aftur til
Þýskalands, og settist að f
Austur-Berlfn þar sem hann
stjórnaði leikhúsi sínu, Berliner
Ensemble, ásamt konu sinni He-
lene Weigel.
Leikhús Brechts var upphaf-
lega í ætt við þýska expressjón-
ismann en þróaðist fljótlega yfir í
marxistískt leikhús. í leikritum
hans skiptir ekki höfuðmáli að
áhorfandinn trúi á þá persónu
sem leikarinn túlkar, heldur sá
lærdómur sem má draga af pers-
ónunni, hegðun hennar og orð-
um. í fyrri verkum Brechts er til
dæmis algengt að söguþráður sé
rofinn og áhorfendur beðnir að
taka nú vel eftir og hugleiða þá
sögu sem verið er að segja á
leiksviðinu. Söngvarnir, sem eru
þekktari en mörg leikrita
Brechts, gegna oft mikilvægu
hlutverki í þeim tilgangi. Af
leikritum Brechts má nefna
Túskildingsóperuna (1928),
Móðurina (1932), Góðu sálina
frá Sesúan (1939), Galileo Galilei
(1942) og Kákasíska krítarhring-
inn (1948). Bertolt Brecht lést í
Berlín 1956, 58 ára að aldri. LG
Tónleikum
aflýst
Af óviðráðanlegum orsökum
verður að aflýsa Háskólatónleik-
um sem áttu að vera í Norræna
húsinu í hádeginu í dag.
Tónleikancfnd Háskólans.
Aukatónleikar Sinfóníunnar
Vinsælar bassaaríur
Grúsíski bassasöngvarinn Paata Búrtsjúladze syngur á
Sinfóníutónleikum annað kvöld
Grúsíski bassasöngvarinn Paata
Búrtsjúladze syngur á aukatón-
leikum Sinfóníunnar í Háskóla-
bíói annað kvöld. Efnisskráin
verðurfjölbreytt, en meginuppi-
staðan verður vinsælar bassaarí-
ur úr rússneskum og ítölskum óp-
erum.
Paata Búrtsjúladze er einn
virtasti bassasöngvari vorra tíma.
Hann er fæddur í Tíblísí, höfuð-
borg Grúsíu sem er eitt af Kákas-
uslýðveldunum. Á yngri árum
stundaði hann nám í píanóleik og
byggingaverkfræði samhliða
söngnáminu, en að loknu námi í
verkfræði 1978 hélt hann til fram-
haldsnáms við La Scaia í Mflanó.
Að námi ioknu sneri hann heim
aftur og varð einsöngvari við
Óperu- og ballettleikhúsið í Tíb-
lísí, og kennari við tónlistarhá-
skólann. Hann hefur haldið tón-
leika víða um Evrópu, og má
heita að öll helstu óperuhlutverk
séu á efnisskrá hans, og er því
haldið fram af sérfróðum að á 35
ára afmæli sínu muni hann syngja
allar perlur óperulistarinnar.
Stjómandi Sinfóníunnar að
þessu sinni er Bretinn Nicholas
Braithwaite, sem meðal annars
er þekktur fyrir óperustjórn og
hefur starfað með fjölmörgum
óperum víða í Evrópu. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20:30. LG