Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 21
Nf. VJlll Sjónþing Benda vísinda og lista Bjami H. Þórarinsson flytur svonefnd oj-apa-ljóð, nýtt Ijóðfonn sem felst I spuna á óraeðri tungu og hreyfingum. Mynd: Kristinn. Nýtt Helgarblað ræddi við fjöllistamanninn Bjarna H. Þórarinsson á spyrjólsdegi um nýjar uppgötvanir hans á sviði sjónháttarfræði. Talið barst einnig að kristalheimspeki, ví- situngumálafræði og lífvísunar- fræði. -Eg hef verið að velta fyrir mér rósinni síðastliðin tvö ár eða svo. Þetta er allt rósin, segir Bjami og bendir á verk þau sem hanga nú uppi í Gallerí 1 1 við Skólavörðustíg 4a. Sjónþingið var sett fyrir tæpri viku og stend- ur til 4. október. -Ég ætla að hefja viðtalið á því að leggja grunninn að kristal- heimspekinni áður en ég útskýri rósina. Grunnurinn er þessi: Númer eitt, tilveran áttar sig og vekur vit- und. Númer tvö, tilveran þáttar sig og hvetur kynjun. Númer þrjú, tilveran máttar sig og gefur lif eða tilvist. Númer fjögur, tilveran dráttar sig og skapar skynjun. Og að lokum, númer fimm, tilveran háttar sig og tekur tjáning: I efni, anda, sálu, geði, rými, þunga, massa, hraða, tíma o.s.frv. eins langt og þú kemst. Ég er að vísu kominn frekar skammt áleiðis í kristalheimspekinni, en ég tel að þama sé kominn prýðilegur grannur að henni. Heimsmyndin er margbent Snúum okkur þá að rósinni, sem er viðfangsefni þessa þings. Höfuðþungamiðja tilverannar kemur fram í miðju rósarinnar. I boganum í miðjunni. Bogi er ein merking orðsins benda. Höfuð- þungamiðjan á tilveranni er mið- ill, t.d. fjölmiðill. A fyrra þingi minu í Nýlistasafninu fyrir tveim- ur árum kynnti ég einbendu, tví- bendu og þríbendu. Nú kem ég með nýjar bendur og hugsanlega þrjú ný framform sem ég er að glíma við að prófa. Þessar nýju bendur eru: hringbenda, kring- benda og krossbenda, sú síðast- nefnda kemur hér fyrir í stöngli rósarinnar, en ég er ekkert byijað- ur að vinna með hana sem heitið getur. Fimmta bendan er síðan fjölbenda eða margbenda. Það er náttúrlega heimsmyndin, sem er margbent. Hún er fjölbenda. Mig langar að koma inn á það hvað orðið benda þýðir. Benda getur þýtt að spenna boga, og óreiðu. Benda er skylt orðinu bönd, bundið saman, og getur auk þess merkt safnþyrping eða samsafn. Það má fínna fleiri merkingar en látum þessar duga, þetta er ágæt- isorð. Jón Sigurðsson forseti not- aði það í Nýjum félagsritum og Jón Thoroddsen í riti, sem ég man ekki nafnið á. Orðið var gjaman notað þegar greiða þurfti úr lög- fræðilegum ágreiningsmálum, leysa úr bendu þeirri. Nú, það sem gerist á þessu þingi, svo ég útskýri rósina sjálfa, þá er ég að kynna nýja myndlist- arstefnu, svonefnda vísíólist, fyrstur Islendinga. Ég er að leggja fram nýja sjálfstæða stefnu í myndlist og hún er unnin á þenn- an hátt, meðal annars. í þessari nýju listgrein verður kjamasam- rani myndvísi ritvísi og málvísi. Rósin er upphafið að þessum samrana. Og af því að þetta er mynd þá má lesa ýmislegt út úr henni. Sá ágæti maður Bjöm Th. Bjömsson kom hingað og honum fannst þetta minna á list herúla, búlgverskt fyrirbrigði, og sjálfum finnst mér þetta vera með arab- ísku og jafnvel japönsku yfir- bragði. Myndimar era a.m.k. unnar með japönsku efni. í huglægri þrí- bendu Svo ég útskýri bendumar frekar þá erum við stödd hér í huglægri þríbendu í þessu viðtali. Þingið sjálft er þingbenda að sjálfsögðu. Neðst í rósinni má sjá eins konar mýs eða grágæsir. Þær era tákn fyrir dýraríkið, og í þvi sam- bandi gæti ég sagt þér frá vísi- táknfræði sem er enn ein greinin sem ég er að fást við. Þegar ofar dregur koma tákn fyrir manninn. Krossbendan í stönglinum er óút- fyllt af því að ég geng út frá því að maðurinn búi ekki eingöngu yfir þekkingu, heldur hafi hann hæfileika til að týna niður þekk- ingu og uppgötva nýja þekkingu. Efst er náttúraríkið og tákn þess er eins konar blómstran. Hún táknar fjölbreytileika þess, fjöl- kynngi þess, eða íjölbcndu þess. En nú tala ég út frá vísitáknfræði. I rósahnappnum era hin svo- nefndu vísihandrit. Ég er að þróa aðferð til að búa til ný islensk handrit. Að þessu sinni vann ég þau með bleki á pappír, en ég gæti eins hafa unnið þetta á skinn eða eilthvað annað, mig langar til þess að þróa þetta út i önnur efni síðar meir. I springbendunni, inni í hnappnum, geri ég ráð fyrir stuðli. I þessari rós nota ég stuðul- inn slátt. Hér glittir í enn eina grein sem ég er að fást við að þróa, vísitungumálafræði, sem verður líklega uppistaðan í næsta þingi hjá mér. Þetta þing er mest- megnis unnið út ffá tt-lykli, eða tti-lykli, eftir því i hvaða kyni maður er staddur. Þetta era eins konar tungumálalyklar sem ég er að þróa. Eg byrja héma í hvorag- kyni, en því má bæta við að ég er búinn að fmna upp aðferð til að draga upp óákveðinn og ákveðinn greini og sýna ffarn á það sjón- rænt hvemig greinamar virka. Það er náttúrlega fyrst og fremst táknrænt, og táknið er eins konar hringur. Hvoragkyn, eða stofti- kyn eins og ég kýs frekar að kalla það, kemur fyrir í fyrsta vísinum. Númer eitt er stofnkyns óákveð- inn, númer tvö karlkyns óákveð- inn, númer þijú kvenkyns óákveðinn. Síðan koma fleirtölu- myndimar af kynjunum, o.s.frv. Ekki er gott að útskýra þetta í stuttu máli og nauðsynlegt fyrir menn að beija þessi nýju íslensku handrit augum á sýningunni. En segja má að hér sé ég kominn inn á enn eina greinina sem er lífvís- unarfræði. Það er að segja þetta er eins konar benduástand, miðast við það hveijir skoða hlutinn. Lífsspekiformúlur -Enn er ekki allt talið. Inn í þetta fléttast einnig tímaþátturinn. Við lifum í fleiri en einum tima, og ég er ekki einn um þá skoðun. Orðin rétt og rangt i rósinni tákna að við séum uppi á réttum eða röngum tíma. Ég á að vísu eftir að vinna nýja rós fyrir kristalheim- spekina, og hún verður fullkomn- ari en þessi og auðskildari. Þetta era eins konar lífsspekiformúlur sem era héma uppi á veggjunum. Umgjörð rósarinnar er kring- benda, samtals fer hún upp í töl- una 48, útskýringin felur það í sér. Fyrir mér era tölur hvorki helgar né vanhelgar. Tölur eru bara góðar til síns brúks. Nú legg ég höfuðáherslu á að kynna þessa nýju aðferð til að búa til ný íslensk handrit og sjónræna þáttinn við myndlist, ég vil ekki flækja þetta allt of mikið. Mikil- vægt er að hafa í huga eftirfarandi frásögn: Einu sinni var maður, hvort hann rauk út úr húsi veit ég ekki en hann uppgötvaði bragarhátt- inn. Nokkram öldum fyrr eða síð- ar kom annar maður, og hvort hann rauk út úr húsi í ofsabræði veit ég ekki, en hann uppgötvaði tónháttinn. En ég veit það vegna þess að ég var sjálfur viðstaddur og til frásagnar um að sá maður sem þú ert að tala við núna rauk út úr húsi í ofsabræði og frávita af reiði og uppgötvaði sjónháttinn, sem ég held að sé undirstaðan að öllum mínum pælingum. Ég er að vísu hrifnari af notkun fleirtölu- myndarinnar sjónhættir. Ég er meira geftnn fyrir að tala og hugsa í fleirtölu, þótt stundum sé eintalan alveg brúkleg til að út- skýra hluti á einfaldan hátt. En til- veran er ekki síst í fleirtölu: Heimur af heimi og heimur um heim, frá heimi, til heims. Heimur í heimi og heimur upp úr heimi og heimur ofan í heimi og heimur hjá heimi. Heimur undan heimi og heimur aftan í heim og heimur upp undir heim og heimur ofan frá heimi og heimur og heimur o.s.frv. Sjónþing Bjama er opið kl. 14-18 alla daga og stendur öllum opið, til fróðleiks, visku, vísyndis og viðskipta. BE Kristinn E. Hrafnsson við verkið Röst. I verkinu segist hann fýrst og fremst vera að tefla saman andstæðum; ströngu dökku formi og leikandi hringformi. Þetta em abstrakt staðir uppi á vegg. Mynd: Jim Smart. Afangastaðir Kristinn E. Hrafnsson: Yerkin eru niðurstaða skoðunar og skilgreiningar á náttúrunni -Yfirskrift sýningar minnar sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum er Staðir vegna þess að hver einasti skúlptúr er staður út af fyrir sig, afmörkun á ákveðnu rými. Höggmyndir marka ákveðna staði í rými sem við staðnæmumst við, virðum fyrir okkur, einhverskonar áningar- staðir, segir Kristinn E. Hrafns- son myndhöggvari um rýmis- verkin á fyrstu einkasýningu sinni. -Meginþemu sýningarinnar era þrjú: Orkan, tíminn og rýmið. Það er mjög nærtækt sem íslend- ingur að fjalla um orkuna, hún er svo nátengd umhverfi okkar. Jarðorkan og krafturinn í eldgos- um og landrekið hefiir áhrif á líf okkar. Við nýtum okkur einnig þessa orku. Ég fór á sýninguna á verkum Kjarvals hér í húsinu og uppgötvaði þá að hann er að fjalla um það sama og ég. Landið, ork- una og rýmið frá hinu stærsta til hins smæsta. Ég nálgast viðfangs- efnið frá öðra sjónarhomi, en það var skemmtilegt að finna þennan skyldleika með okkur. Myndlist er að mínu mati fyrst og ffernst afrakstur hugsunar og á þess vegna samleið með heimspeki og vísindum. Allar þessar greinar fjalla um náttúrana og reyna að skilja hana. Verkin era niðurstaða skoðunar og skil- greiningar á náttúrunni. Fagur- fræði skiptir einnig máli. Ég legg einatt fagurfræðilegt mat á verk mín áður en ég skila þeim af mér. Astæða þess að þijú verkanna eru tileinkuð Heidegger er sú að hann skrifaði bók um listina og rýmið. Fyrir mig var það mikil opinber- un að lesa hana. Ég öðlaðist nýjan skilning á rými og hvaða sann- leikur opinberast í þvi. Það er þó alls engin forsenda fyrir menn að hafa lesið Heidegger áður en þeir sjá sýninguna. Naíhgiftir skipta miklu máli, þær er lokapunktur á verkinu fyrir mig en upphafs- punktur fyrir áhorfandann. Sýningu Kristins á Kjarvals- stöðum lýkur á sunnudag, hún er opin daglega kl. 11 -19. BE Föstudagur 28 september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.