Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 1 >"\7' miK Gísli Halldórsson 1927-1998 Gísla Halldórssonar mun verða minnst sem eins stórkostlegasta leikara sem ísland hefur alið. í fjöldamörg ár naut þjóðin hans í leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Allir vita hver hann var og þekkja hann; einstaka röddina og svipbrigðin. Við fengum nokkra sem þekktu vel til Gísla og verka hans að segja okkur aðeins frá þessum stór- brotna manni. Sveinn Einarsson leikstjóri: „Þegar ég var að byrja i leikhúsi lærði ég ákaflega mikið af vinnu- brögðum Gisla Halidórssonar sem voru mjög öguð og gjörsamlega laus við þá yfirborðsmennsku sem mað- ur kynnist stundum í leikhúsi. Hann var skarpgáfaður maður. Framan af hélt maður fyrst og fremst að hann myndi láta til sín taka annars vegar sem leikstjóri og hins vegar sem leikari í alvarlegum hlutverkum en svo spratt hann upp sem einn helsti gamanleikari þjóð- arinnar líka. Hann átti marga strengi í sinni hörpu og eitt frægasta hlutverk hans var Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli þar sem hann samein- aði sína ljóðrænu æð og kímnigáf- una. Hann var ákaflega svipmikiil listamaður og kröfúharður, bæði við sjálfan sig og aðra. Ég á honum mikið að þakka sem samferða- manni og meðlistamanni. Við unn- um mjög náið saman þann tima sem ég var leikhússtjóri í Iðnó. Hann stjómaði þá mörgum minnisverð- ustu sýningunum og þar á meðal fyrstu sýningunni sem ég bar ábyrgð á, Föngunum í Altona eftir Jean-Paul Sartre, og það var mjög góð sýning. Með Gísla er genginn einn mikil- hæfasti sviðslistamaður íslands." Friörik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri: „Gísli var mjög ljúfur maður og okkur kom alltaf vel saman. Við kynntumst fyrst við upptökur á Hallgrímspassíu í Hallgrímskirkju og þá nefndi ég fyrst við hann hug- myndina að Bömum náttúrunnar. Hann hafði allan tímann mjög mik- inn áhuga á að gera þá mynd. Það þekkja allir hvemig það endaði. Hann átti stóran þátt í myndinni og velgengni hennar. Leikur hans kom íslenskri kvikmyndagerð á áður óþekkt mið. Gísli var okkur alltaf innan hand- ar í handritssmíðum og varðandi leikaraval en hann var einn reynd- asti leikstjóri landsins. Það var mjög happadrjúg samvinna. Hann var miklu stærri sem leik- ari en fólk gerir sér grein fyrir. Margir af erlendum kollegum mín- um vom að hugsa um að nota hann í fjölda hlutverka en það háði hon- um mikið að hann neitaði alveg að fljúga. Það var mjög gaman að ferðast með honum, sérstaklega innan- lands, því að hann hafði farið um allt og þekkti eiginlega hvem ein- asta bónda og var alls staðar aufúsugestur." Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur: „Gísli Halldórsson var einn stór- brotnasti listamaður íslensks leik- húss og hann var stór, bæði í kost- um sínum og göllum. Sem gaman- leikari réð hann yfir makalausri tækni sem ýmsir yngri kómikerar okkar hefðu getað lært margt af en hann átti lika til að daðra við áhorfendur með ódýrum brellum. Leikur hans í Þjófúm, líkum og Ur Tobacco Road: Gísli, Edda Þórarinsdóttir og Sigríöur Hagalín. fölum konum, þegar hann bókstaf- lega umbreyttist í einu vetfangi í þennan stóra kómíker, verður eitt af þessum ógleymanlegu andartök- um úr leikhúsinu sem alltaf munu lifa með manni. Ég kunni aldrei að meta hann sem dramatískan leikara. Þar hætti honum til að ofgera, verða óeðlilega þyngslalegur og jafnvel að fara út í væmni. En hann þroskaðist í listinni og hvarf allt of snemma af leiksviðinu. Ég er í engum vafa um að þessir karlar sem hann skapaði í bíó- myndunum á seinni árum eru meðal þess besta sem hann gerði. Þar nutu sterkur persónuleiki hans, gáfur hans og hlýja sín út í ystu æsar.“ Guðrún Ásmundsdóttir leikkona: „Ég sakna Gísla alveg óskaplega og mér finnst flóran í leiklistar- heiminum hafa misst sinn sterkasta lit því að það kemur enginn í stað- inn fyrir Gísla. Sem maður og félagi fór hann alltaf sínar eigin leiðir. Hann fékk ekkert að láni. Allt sem hann ræddi um var orginalt og eitt- hvað sem hann einn hafði verið að hugsa um. Hann var rosalegur dellukarl og á tímabili safnaði hann gömlum bíldruslum sem hann gerði upp og kom í ökufært ástand. Einu sinni bauö hann mér far heim, eftir að við höfðum verið að vinna í útvarpinu. Hann var þá á gamalli Volgu og þeg- ar ég var sest upp í framsætið við hliðina á honum tók hann snæris- spotta sem var bundinn í hurðina mín megin og festi hann í hurðina hjá sér því að hurðarræksnið átti það til að opnast í beygjum. En Volgan átti í fleiri erfiðleikum í beygjum því að þegar hann sveigði fyrir götuhom flautaði hún alltaf hárri, rámri röddu. Ég gleymi ekki þessum bíltúr heim, við hlógum svo mikið. Að vinna með listamanni eins og Gísla var örvandi og oft var viss barátta. Hann lét sviðið ekki eftir. Maöur þurfti að standa á sínu til að fá hlátrana sem manni fannst að maður ætti að fá. Hann mátti ekki opna munninn því að þá trylltist salurinn. Gísli hafði þann eiginleika sem leikari að þegar hann gekk inn á sviðið fékk áhorfandinn þau skila- boð að nú yröi allt í lagi; nú yrði skemmtilegt, Gísli var kominn. Það er nokkuð sem leikari þarf að hafa. Hann hafði útgeislun sem var sterk- ari en hjá öðru fólki. Hann var óskaplega góður vinur og skemmtilegur félagi. En hann var ekki alltaf auðveldur. Það var allt svo heitt sem viðkom Gísla. Það var engin hálfvelgja. Ef honum mis- líkaði við okkur vini sína gátum við skynjað bylgjurnar í kilómetra fjar- Úr Fló á skinni: Helgi Skúlason og Gísli. lægð en gott var þegar það leyst- ist og við gátum yljað okkur í hlýrri gæsku hans. Hann var góður maður. Það eru mjög fáir menn í til- verunni sem maður getur sagt það um en hann var góður maður. Það var líka svo gaman að hlæja með honum.“ -sm Úr Börnum náttúrunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.