Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 9. JUNI 1999
Fréttir
Þingmennskan „leggst engan veginn" í Sverri Hermannsson
Skildu spaugstofuna eftir
en lögðu vinnudeildirnar niður
„Þetta leggst engan veginn í
mig, ég hef ekkert velt þessu fyrir
mér," sagði Sverrir Hermannsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
aðspurður um hvernig það legðist
í hann að taka nú aftur setu á Al-
þingi eftir 11 ára hlé.
Sverrir sagði að margt væri
breytt á þeim 11 árum sem hann
hefði verið fjarverandi. „Alþingi
er orðin ein málstofa og ég var al-
gjörlega andvígur því á sínum
tíma. Nýjabrumsmenn hafa haft
allt sitt í gegn enda löggjöfin verið
þeim mun óvandaðri eftir að deild-
ir voru lagðar niður því að þar
fékk hvert lagafrumvarp miklu
vandaðri meðferð en nú. Seinni
Þingmenn á leið í þingsal þar sem þingsetning fór fram. Fremstir eru for-
menn ríkisstjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra.                   DV-myndir Hílmar Þór
Allt á tjá og tundri
Miðborg Reykjavíkur
er heldur betur í upp-
námi þetta vorið. Við
Austurvöll eru miklar
framkvæmdir í gangi,
húsbyggingar, viðgerðir
á húsum og gatnafram-
kvæmdir. Alþingismenn
rétt sluppu til vinnu
sinnar i gær, þegar sum-
arþingið var sett, búið
var að helluleggja næst
húsinu.
„Þetta eru svokallaðar
Kvosarframkvæmdir,
það á að endurnýja
Kirkjustrætið og svæðið
kringum Dómkirkjuna.
lagðar í þetta snjóbræðslulagnir og
hellulagt," sagði Harald B. Alfreðsson,
verkfræðingur hjá gatnamálastjóra, í
samtali við DV.
Framkvæmdum við svæðið kring-
um þinghúsið og kirkjuna verður ekki
lokið fyrir þjóðhátiðardaginn og Aust-
urvöllur talsvert skertur. Fjórðungur
Austurvallar, norðvesturhlutinn, er
Heldur nöturlegt er um að litast í Kvosinni
þessar víkurnar, Dómkirkjan í viðgerð, götur í
kringum kirkjuna og þinghúsið endurbyggðar
og þrjú hús í uppbyggingu.    DV-mynd GVA
Það verða
notaður fyrir verktakann sem vinnur
að gatnaframkvæmdinni, Völ hf., en
svæðið notar Ármannsfell að hluta
fyrir húsbyggingu sem fyrirtækið
stendur fyrir á gömlu ísafoldarlóðínni.
Enn ein framkvæmdin á þessum
slóðum er bygging á nýju húsi fyrir
Alþingi og við Aðalstræti mun rísa
gamla ísafoldarhúsið sem flutt var um
set úr Austurstræti.         -JBP
deild rakst oft á kórvillur hjá fyrri
deild og gat leiðrétt þær.
í fyrri deild var oft tekist mjög á
um pólitíkina í lagafrumvörpun-
um, mönnum sást þá kannski yfir
margt sem betur hefði mátt fara.
Þegar málið var komið í seinni
deild hafði pólitísku öldurnar lægt
þannig að menn voru málefnalegri
í lagasmíðinni og það var mjög al-
gengt að seinni deild hnyti um
mjög alvarlega hnökra frá fyrri
deild. Þetta var tvöfalt kerfi og
mikið glapræði að leggja það af,
leggja niður vinnudeildirnar, eins
og ég hef nefnt það, og skilja eftir
spaugstofuna. Þar fer auglýsinga-
mennskan stöðugt fram í sjónvarp-
inu og menn komast ekki eins að
rólegri íhugun og yfirvegun í af-
stöðu til mála eins og áður var.
Ég hef ekki reynslu af þessu
nýja fyrirkomulagi, nema ég sé að
það hafa orðið stórir fingurbrjótar
við lagasetningu eftir að þingið
varð ein málstofa."
-JSS
Sverrir Hermannsson þingmaður á tali við tvo kollega við þingsetninguna í
gær.                                          DV-myndír Hilmar Þór
Sumarþing sett
Þingsetning í gær var með óhefð-
bundnum hætti þar sem þingmenn
gátu nú ekki sótt messu í Dómkirkj-
unni vegna yfirstandandi viðgerða
á henni. Biskup íslands, Karl Sigur-
björnsson, flutti blessunarorð í
þinghúsinu og forseti íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, las síðan for-
setabréf og setti þingið. Halldóri Ás-
grímssyni var falið að stjórna þing-
fundi í forföllum Páls Péturssonar.
Halldór Blöndal var kjörinn forseti
Alþingis og Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Guðjón Guðmundsson,
ísólfur Gylfi Pálmason og Árni S.
Jóhannsson voru kjörnir varafor-
setar. 9 nýir þingmenn og varaþing-
menn taka nú sæti á þingi. í gær
flutti forsætisráðherra stefnuræðu
sína og í gærkvöld fóru fram stjórn-
málaumræður á Alþingi. Frá þeim
er sagt annars staðar í blaðinu í
dag.
Helsta hlutverk þessa sumar-
þings, sem sett var í gær, verður
einkum aö staðfesta breytingu á
stjórnarskránni sem lýtur að nýrri
kjördæmaskipan.           -JSS
Davíö Oddsson forsætisráðherra og Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins.
Biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, flutti blessunarorð við athöfnina. A myndinni eru einnig forseti Islands, Ólafur
Ragnar Grímsson, og Geir Haarde fjármálaráðherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48