Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 13 Göfgar vinnan manninn? „Svo svíkur þetta fólk grimmt og galið undan skatti en nýtir sér engu að síður þá samfélagsþjónustu sem almennir launþegar halda uppi,“ segir Ásta m.a. í hugleiðingum sínum um samfélagið og nútímann. Flestallir íslendingar eru sammála um að Halldór Laxness sé einn besti rithöfundur okkar. Laxness skapaði persón- ur sem við finnum til samkenndar með. Hversdagshetjur eins og Bjart í Sumarhúsum, fá- tækan bónda, og Sölku Völku fiskverkunar- konu sem strituðu í sveita síns andlits og gáfust aldrei upp en höfðu þó varla tU hnífs og skeiðar. Við vitum að íslend- ingar eru tiltölulega ný- búnir að koma sér yfir fátækramörkin með dugnaði og Marshall- hjálp. Þess vegna er það undarlegt að synir og dætur Bjarts og Sölku Völku vilji frekar sitja á rassinum heima hjá sér á hvers kyns bótum en að dýfa hendi í kalt vatn. Hvem- ig stendur á því að þaö er ekkert til jafnhallærislegt og heiðarleg vinna? Er þessi kynslóð, mín kynslóð, svona miklu lélegri að upplagi en for- verar okkar? Erum við bara orðin svona góðu vön? Eða nennum við ein- faldlega ekki að vinna fyrir okkur? Samfélagið og grundvöllurinn Nú búum við í tæknivæddu sam- félagi sem auðveldar okkur störfin og tek- ur þau jafnvel frá okkur. Þvi verður hins vegar ekki neit- að að það vantar iðulega fólk í fisk úti á landi og þær stöð- ur eru mannaðar með erlendu vinnu- afli því við, íslend- ingarnir, viljum ekki sjá þær. Samt liggur það fullkom- lega ljóst fyrir að ef enginn veiðir fisk- inn og ef enginn vinnur hann þá væri enginn Há- skóli, engin leikhús, engin kaffihús. Það væri ekki neitt fyrir neinn. Launin i þessum grundvallaratvinnugeira landsins eru fáránleg. Launin fyrir það að passa, mennta og móta börn- in okkar em fáránleg. Og svo mætti lengi telja. Hvernig á nokkur manneskja að fást i grundvallarstörf þegar lágmarks- lífsgæði nú til dags felast í risaeinbýl- ishúsi, upphækk- uðum jeppa sem er aðeins keyrður innanbæjar og rándýrum tusku- druslum? Ef ein- hver neitar að taka þátt í „rottu- kapphlaupinu" og sendir bamið í Hagkaupsfótum í skólann þá er það lagt í einelti. Af hverju ekki ég? Tekjumar verða því að vera góð- ar. Og hveijir græða mest? Ekki þeir sem vinna mest. Alls konar brask virðist vera afskaplega gróða- vænlegt. Þú þarft ekkert að geta, ekkert að kunna. Þú þarft ekkert að hafa til brunns að bera og getur samt orðið ógeðslega ríkur. Hljóm- ar vel. Við sjáum þetta fólk á götum borgarinnar í flottu fótunum á flottu bilunum og hugsum: Af hverju ekki ég? Af því að þú þarft líka að vera fæddur í rétta fjöl- skyldu, þú þarft svona frekar að hafa rétt kyn og þú þarft alveg ör- ugglega að hafa réttu samböndin. Svo svíkur þetta fólk grimmt og ga- lið undan skatti en nýtir sér engu að síðúr þá samfélagsþjónustu sem almennir launþegar halda uppi. Rétt sambönd Það er hægt að græða löglega. í spilakössunum og i lottóinu en flest- ir nota það trikk að vinna sem mesta yfirvinnu. ísland hefur flesta yfirvinnutíma í heiminum og minnstu framleiðnina. Best er þó að koma sér fyrir í mjúkum embættis- mannastól. Til þess þarf reyndar rétt pólítísk sambönd. Launin þar eru ekki jafngóð og í einkageiranum eða braskinu og það er alveg ómögu- legt að svíkja undan skatti en bit- lingarnir eru þeim mun fleiri. Þetta háa kaup er réttlætt með þeirri ábyrgð sem fylgir starfinu en þegar til kastanna kemur þá þarf aldrei að sæta ábyrgðinni. Menn hafa verið neyddir til að segja upp störfum sín- um ef þeir eru fyrir en fá þá góðan starfslokasamning og öll réttindi. En menn sem klúðra málum algjörlega eða ljúga að Alþingi og þjóðinni sitja sem fastast í sinum embættum. Ekki slæmt. Til hvers? Og þegar verkalýðurinn fer í verkfall og sveltur, þá heldur emb- ættismannastéttin áfram að vinna og fær síðan mestu launahækkun- ina því launahækkanir eru alltaf í prósentum. Bilið eykst, jafnt og þétt. Svo það er kannski ekki að furða að hinn vinnandi maður líti einn daginn upp frá verki sínum og hugsi: Til hvers? Er þá ekki skyn- samlegra að sitja heima hjá sér á bótum? Ef gnmnurinn gefur sig þá fellur toppurinn líka. Ásta Svavarsdóttir Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur „Þess vegna er það undarlegt að synir og dætur Bjarts og Sölku Völku vilji frekar sitja á rassinum heima hjá sér á hvers kyns bót- um en að dýfa hendi í kalt vatn. Hvernig stendur á því að það er ekkert til jafnhallærislegt og heiðarleg vinnaV Gagnrýnin samstaða Allir sem hafa fengist við að tefla vita að á taflborðinu gilda ákveðnar leikreglur. Skák er göfug iþrótt sem eigi varð til á einum mannsaldri. Hún þróaðist um margra alda skeið þar til hún náði þeirri fullkomnun sem við þekkjum. Mismunandi manngangur gerir taflið flókið og skemmtilegt. Breytumar eru nánast óendanlegar. Peðin komast áfram þótt hægt fari. Þau mega aðeins ganga beint áfram og drepa á ská. Hinir hærra settu geta sumir tekið lengri skref en hreyfingar þeirra eru þó takmörkunum háðar. Eiginleik- amir em líka misjafnir. Kóngurinn getur t.d. aðeins tekið stutt skref meðan drottningin þeysir þvers og kruss. Manngangurinn er í fóstum skorðum. Hver stétt hefur sitt svig- rúm, sitt göngulag. Allt vald spillir, gjörspillir Á skákborði lífsins gilda líka ákveðnar reglur. Þannig er það í það minnsta í þroskuðum samfélögum. Leikreglur eru til þess að hamla gegn ringulreið og skapa öryggi. Það er eitt af höfuðeinkennum mann- skepnunnar að hún reynir sífellt að koma reglu á óregluna, gera kosmos úr kaos. Maðurinn er skapandi vera. Vegurinn frá ringulreið til reglu er hins vegar þymum stráður. Stærsta hindrunin í veginum er maðurinn sjálfur í breyskleika sínum. Maður- inn á mjög erfitt með að höndla vald. Sagt hefur verið: Allt vald spillir, al- gjört vald gjörspillir. Það liggur sam- kvæmt þessu í manninum sjálfum að hann getur ekki höndlað mikið vald, sama hver á í hlut. Líklega gildir það sama um auð og völd. Máltækið segir að margur verði af aurum api og því mætti segja í sama dúr: Margur verður af valdi vondur. Vald er margslungið fyrirbrigði. Hvað- an kemur valdið? Sumir segja að það komi að ofan eins og t.d. Sál frá Tarsus - alias Páll postuli í bréfi sínu til Rómveija. í samtímanum er í tísku að tala um grasrótina og samkvæmt þeirri hugsun kemur valdið að neðan, frá kjósendum sem tjá sig með atkvæði sínu. í sumum tilfellum má segja að valdið komi innan frá. Sumir hafa í sér fólgið einhvers konar vald sem skín út úr persónunni og öllu fasi hennar. Og kannski er hér komin formúlan að valdinu: Valdið er eins og kross- táknið sem hefur lóðrétta línu og lá- rétta. Valdið kemur að ofan, að neð- an (lóðrétt) og innan frá (lárétt). Valdið er samkvæmt þessu þríeitt „Maðurinn á mjög erfitt með að höndla vald. Sagt hefur verið: Allt vald spillir, algjört vald gjörspillir. Það liggur samkvæmt þessu í manninum sjálfum að hann getur ekki höndlað mikið vald..." þar sem jafnvægi þarf að ríkja og virðing eins og hjá hinni heilögu þrenningu. Erum eins og tröll í tangó Manngangurinn á taflborði mannlífsins fer að einhverju leyti eftir stjómarfari og siðferðisvitund ein- staklinga sem valdinu beita. í lýðræðisþjóð- félagi eins og við vilj- um gjarnan skilgreina íslenskt þjóðfélag gilda ákveðnar reglur. Samt er það svo að við íslendingar eram gjaman eins og tröll í tangó. Við kunnum ekki sporin eða erum illa þjálfuð og leyfum okkur þar af leiðandi að stíga á tærnar á öðrum og gefa olnboga- skot á dansgólfinu. Eða erum við kannski svo heymarsljó að við heyr- um ekki í hljómsveitinni og dönsum því eins og við höldum að eigi að dansa, dönsum á eigin forsendum og gefum lögum og reglum langt nef? Að fara í fýlu af minnsta tilefni Ein af grundvallarreglum í þrosk- uðu lýðræðissamfélagi er reglan um gagnrýna samstöðu. Hún gengur út frá jafnvægi tveggja afla. Maður þol- ir öðrum að hafa aðra skoðun og er tilbúinn til þess að verja þann heilaga rétt einstaklingsins. Þar sem gagnrýnin samstaða ríkir er minni hætta á að menn skrúf- ist upp í einhvers konar sjálfsréttlætingu sem hefur sig yflr gagnrýni annarra, fer sinu fram, segir síðan: „Af því bara“ eða: „Ég ræð“, Gagnrýnin samstaða krefst þroskaðs skilnings á lýðræði og vUja tU þess að unna öðmm þess að hafa aðra skoðun án þess að fara i fylu af minnsta tUefni. Gagnrýnin sam- staða heldur þjóðfélag- inu saman og leiðir það fram á veginn tU meiri og dýpri þroska. Um gagnrýnina sagði ein- hver: Unnt er að sleppa við gagnrýni með því að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. HeUög skylda manna í lýðræðissamfélagi er að sýna samstöðu, þola að sitja við sama borð með öðrum en bljúgum já- mönnum, en ef menn verða vondir og láta þykkjuna í ljós (og það mega menn vissulega gera) þá hafa þeir sinn heUaga rétt sem felst í því - að gagnrýna! Gagnrýnin samstaða er ein af grundvaUarreglunum í lýðræðis- þjóðfélagi. Samstaða án gagnrýni er undirlægjusamstaða, hálfvolg, ólystug og óverjandi. Gagnrýni án samstöðu er sundrandi, eyðUeggj- andi og óþolandi. Gagnrýnin sam- staða er hugtakapar sem eigi má í sundur skilja. Örn Bárður Jónsson Kjallarinn Orn Bárður Jónsson prestur og fræðslufulltrúi Með og á móti Var nauðsynlegt að hækka fargjöld SVR? Meirihluti stjórnar SVR hefur sam- þykkt hækkun fargjalda. Nýja gjald- skráin tók gildi í síöustu viku. Hækkunin nauðsynleg Hækkun nú er nauðsynleg af mörgum sökum. Gjaldskránni hefur ekki verið breytt í tæp fjög- ur ár. Þjónustusvæðið SVR hefur stækkað á þessum tíma og rekstrar- kostnaður hækkað. Sé miðað við launavísitölu á þessum tíma hefur hún hækkað um 28 prósent og laun vega þungt í rekstri Helgi Pétursson, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur. SVR. Til viðbótar kemur skýr ósk samstarfsaðila okkar hjá Al- menningsvögnum að samræma gjaldskrá fyrirtækjanna en stað- greitt fargjald þeirra hefur lengi verið 150 kr. Skilgreindir hópar, unglingar, aldraðir og öryrkjar njóta áfram sérkjara hjá SVR. Meðlag Reykjavíkurborgar með rekstri SVR i ár er 510 millj- ónir króna og það gefur augaleið að um hækkun á því framlagi getur ekki orðið nema dregið sé saman á öðrum sviðum eða skattar hækkaðir, sem stendur ekki til. Fram undan er hins vegar mikið verk: Nauðsynlegt er að leita allra leiða til þess að auka forgang almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til þess að gera þær að enn betri valkosti og eins þarf að móta stefnu til fram- tíðar um almenningssamgöngur og þátt ríkisvaldsins í þeim. Óðaverð- bólga í Reykjavík? Fargjaldahækkun R-listans er svo mikil að halda mætti að óða- verðbólga ríkti í Reykjavík. Al- menn fargjöld hækka um 25 pró- sent, fargjöld bama, öryrkja og aldraðra um 20 prósent og græna kort- ið um 15 pró- sent. Stað- greiðslufar- gjald unglinga er þurrkað út með einu pennastriki og almennt ung- lingafargjald hækkar því um 150 prósent. Hækkunin er langt umfram verðlagsþróun en frá síðustu fargjaldahækkun hefur vísitala neysluverðs einungis hækkað um 7,9 prósent. Ekkert annað opinbert fyrirtæki hefúr leyft sér að skella slíkri hækkun á viðskiptavini sína á sama tíma og önnur fyrirtæki, verkalýðshreyflng og stjómvöld leggjast á eitt um að halda verðlagi niðri. R-listinn ver hækkunina með því að benda á hækkun launa og fækkun farþega. Sambærilegar og jafnvel meiri launahækkanir hafa orðið hjá flestum öðrum fyrirtækjum án þess að þau hækki vöruverð sitt svo mikið. Þá er það undarleg félagshyggja hjá R-listanum að láta farþegafækkunina koma verst niður á þeim farþegum, sem enn halda tryggð við fyrirtækið, með því að stórhækka fargjöld þeirra. Kjartan Magnússon, fulKrúi minnihlutans í stjórn SVR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.