Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 13 Anti-íhald fyrir að það er góðæri í öllum hin- um vestræna heimi sem hvaða for- sætisráðherra sem er hefði getað eignað sér. Sá forsætisráðherra hefði getað verið vinstrimaður ef akkúrat Alþýðuflokkurinn hefði ekki svikið lit. Þegar vinstristefnan er að deyja Drottni sínum stekkur Steingrím- ur fram á sjónarsviðið. Þar með er „the truebelicver" settur í vandræði. Ekkert þráir hann heitar en sameiningu vinstriflokkanna. En sameiningin er flokkanna og framapotarana en ekki stefnunnar. Hvað haldiði að gerist þegar hjartað slær vinsta- megin? Menn en ekki málefni Nú hefur Samfylkingin fundið lausn á öllum sínum vanda. Það vantar góðan foringja, einhvern sem tekur sig vel út i sjónvarpi og getur keppt við persónutöfrana hans Davíðs. Menn en ekki mál- efni. Það er í besta falli bamalegt ef ekki beinlínis hættulegt að byggja allt á einum foringja. Ég vona að skírskotunin sé ljós. Stjórnmálaflokkur sem stendur eða fellur með einni manneskju getur ekki haft mikið til málanna að leggja. - Samfylkinguna vantar ekki andlit, hana vantar hjarta. Ásta Svavarsdóttir Dyrnar opnast. Margrét tekur við Alþýðubanda- laginu sem fór í kjölfarið í bull- andi uppsveiflu. Alþýðubandalag- ið hefði unnið meiri háttar kosn- ingasigur. Kvennalistinn og Þjóð- vaki voru líka að hverfa. Svo Mar- grét stendur frammi fyrir tveimur möguleikum. Að halda Alþýðu- bandalaginu til streitu, gleypa fylgi Kvennalistans og Þjóðvaka, og vinna stórt. En Alþýðuflokkur- inn hefði farið í mínus og hann Skírskotunin er vonandi Ijós. - Samfylkinguna vantar ekki andlit, hana vantar hjarta, segir Ásta m.a. - Þingflokk- ur Samfylkingarinnar á fundi. Mikið hefur verið rætt og ritað um af- hroð Samfylkingar- innar i kosningum og skoðanakönnunum og flestir á því að það vanti styrkari forystu. Það er að sjálfsögðu tóm tjara. Samfylking- in er sköpunarverk Margrétar Frímanns- dóttur og að segja að hún sé ekki nógu góð- ur forystumaður er bara til að undirstrika það að fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá. Vandi SEimfylkingarinnar er einfaldlega sá að vinstri menn eru bún- ir að bíða eftir samein- ingu vinstriaflanna áratugum saman. Við höfum beðið og enn erum við að bíða. Lítum á forsögu málsins Alþýðuflokkurinn var að hverfa af tveim- ur ástæðum. Jón Bald- vin, afburðaskarpur og sjarmerandi stjórn- málamaður, er lagstur víking og lét Sighvat Jóni Baldvini varð líka, þrátt fyrir sjarmann, á reginskyssa. Alþýðu- flokkurinn fór í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Og eins og allir samstarfsflokkar íhaldsins settur í skítverkin. Sighvatur varð þó einna verst úti. Aðalástæðan fyrir því að Jón vildi að Sighvatur tæki við var sú að hann gæti manna helst sameinað flokkanna. Kjallarinn Asta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur hefði aldrei farið í samstarf sem undir- málsflokkur. Ef það átti að sameina vinstriöflin þá varð það að gerast strax. Auk þess er gífuleg- ur akkur í Jóhönnu og nauðsynlegt að halda henni inni. Eins og staðan var þá er auðskilið að Margrét reyndi á sameiningu. Afskap- lega höfðinglegt og sánngjarnt í alla staði. Hún fleygir bjarghring til Kvennalistans og „Nú hefur Samfylkingin fundið lausn á öllum sínum vanda. Það vantar góðan foringja, einhvern sem tekur sig vel út í sjónvarpi og getur keppt við persónutöfrana hans Davíðs. Menn en ekki málefni gylltu letri í sögubækur. Málamiðlun í miðjumoði En þá gerist það sem gerist svo iðulega þegar mannkynið á í hlut og einhver reyndari í hrossakaup- um hefði kannski séð fyrir. Ég-um- mig-frá-mér-til-mín gargið yflr- gnæfir allt annað. Þegar á reynir vill enginn gefa neitt eftir sem er þó grundvöllur allra samninga. Og nú voru góð ráð dýr. Úti við hló íhaldið sig máttlaust og fjölmiöl- arnir heimtuðu svör. Að mála- miðlun varð að komast eða bera skammarblettinn um ómunatíð. Því miður fólst sú málamiðlun í hálfkáki og miðjumoði. Það eina sem fólkið í Samfylkingunni er sammála um er að steypa ____! Sjálfstæðisflokknum, sem sagt að ná völdum. Eina sameiginlega markmiðið. Völd valdanna vegna, mjúkan stól handa „mér“. í vestur- taka við. Þjóðvaka og bjargar Alþýðu- flokknum frá afhroði. Miðað við allar forsendur ætti nafn Margrét- ar Frímannsdóttur að vera skráð „Truebeliever" Vinstrimenn voru ekki að bíða eftir afstöðulausum og valdagírugum miðju- flokki sem skilgreinir sig aðeins og eingöngu sem anti-íhald. Sumir hefðu gjaman viljað sjá Alþýðu- flokkinn þurrkast út, því það var jú hann sem kom Sjálfstæðis- flokknum til valda. Davið blómstr- ar í sviðsljósinu og ekki skemmir Árangursríkar aðgerðir löggæslu Löggæslunni hefur á undanfórn- um vikum tekist að hafa hendur í hári fjölda manna, sem hafa staðið að umfangsmiklum innflutningi og dreifingu fikniefna. Markvisst og skipulagt starf liggur að baki þessum árangri og gífurleg vinna. Það þarf mikla yfirvegun, var- kárni og þolinmæði við slíkar rannsóknir. Þá vekur einnig athygli, að lagt hefur verið hald á eignir og aðra fjármuni meintra sakamanna vegna gruns um óleyfilega eigna- myndun þeirra af fikniefna- sölu.Vinnubrögð af þessu tagi auka traust okkar og virðingu fyr- ir löggæslunni og ákveðin fyrir- heit um árangursríkar aðgerðir við uppljóstrun skipulagðra dreifi- og innflumingsleiða á fikniefnum. Stjórnvöld verða að hlusta Á sama tíma og löggæslan legg- ur nótt við dag til að hafa hendur 1 hári þessara hættulegu glæpa- manna, sem svífast einskis að út- deila eitri dauðans til þúsunda ís- lendinga, standa stjómvöld á bremsunni um útvegun fjármagns til löggæslunnar. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu kvarta sáran yfir miklu álagi og telja sig ekki geta sinnt brýnustu verkefnum vegna fámennis. Dómsmálaráðherra og reyndar ríkisstjómin öll verður að hlusta á ábendingar og kröfur löggæslu- manna í þessum efnum. Löggæslu- störf em eins og kunnugt er mjög krefjandi, menn verða ávallt að vera tilbúnir að takast á við óvænta atburði á vettvangi og leysa sín verk- efni í samræmi við lög og reglur. Það þarf góða dómgreind, um- burðarlyndi og þolinmæði til að rækja löggæslu- störf með skilvirkum hætti. Þjóðin gerir miklar kröfur til löggæslunn- ar til að vernda öryggi borgaranna og veita þeim hvers konar aðstoð og leiðsögn í daglegu lífi. Fjár- skortur má aldrei koma í veg fyrir virka og góða löggæslu, sem er einn virkasti þáttur lýðræðisins. Fjármögnun fíkniefnakaupa Allir stjórnmála- flokkar lofuðu auknu fiármagni til fikni- efnamála fyrir síð- ustu kosningar og Framsóknarflokkur lofaði einum millj- arði á kjörtímabil- inu. Því miður hafa loforð flokkanna und- anfarna áratugi verið að mestu innantómar umbúðir, blöðrur sem sprungið hafa í næstu fiárlagagerð. Það er löngu tíma- bært að viðkomandi stjórnvöld og lög- gæslan taki höndum saman í því harða stríði sem fram undan er við innflytjendur og dreifiaðila fikniefna og þá sem fiármagna efn- in. Fjárfrek langtíma rannsóknar- verkefni bíða nú löggæslunnar varðandi fiármögnun fíkniefna- kaupa og rannsókna á innflutn- ingsleiðum, sem krefiast stórauk- ins mannafla, auk daglegra að- gerða við uppljóstrun sölu víðs- vegar um landið. Við getum og verðum að beita öllum ráðum til sóknar gegn þessum glæpamönn- um. Þeim má ekki takast sitt ætl- unarverk að skipuleggja dreifingu innan allra hverfa höfuðborgar- svæðisins og byggðar- laga úti á landsbyggð- inni. Vörn í sókn Nú þegar liggja fyrir upplýsingar um hverfaskiptingu milli dreifiaðila fíkniefna að erlendri fyrirmynd stórborga. Forgangs- verkefni rikisstjórn- arinnar verður að tryggja nægjanlegt fiármagn til þessa málaflokks og lög- gæslunnar til að sér- hæfa fleiri menn á sviði fikniefnarann- sókna. Þá verður að tryggja að lög og reglur í landinu torveldi ekki rannsóknaraðilum skilvirkni í starfi og að allar starfsreglur séu skýrar og afdráttarlausar. Við þurfum að nýta okkur þann meðbyr sem löggæslan hefur skap- að undanfarnar vikur með árang- ursríku starfi. Látum fólkið i land- inu vita að hægt er að snúa vöm i sókn. Ef stjórnvöld og löggæsla standa þétt saman mun þjóðin fylkja sér að baki þeim. Fíkniefna- neyslan er þegar orðin að háska- báli sem öll þjóðin verður að var- ast og takast á við. Kristján Pétursson „Ef stjórnvöld og löggæsla standa þétt saman mun þjóðin fylkja sér að baki þeim. Fíkniefnaneysian er þegar orðin að háskabáli sem öll þjóðin verður að varast og takast á við. “ Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Meö og á móti Er það í verkahring biskups að segja hug sinn í póitík og þjóðmálum almennt? Biskup íslands hefur látið þjóðmál til sín taka á Kirkjuþingi sem nú stendur. Biskup hefur tjáð sig um málefni Eyja- bakka, klám á tölvuöld og fólksflóttann af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna Ég er mjög hlynntur þvi að kirkjan auki afskipti sín af þjóðmál- um og láti sér ekkert mann- legt óviðkom- andi. Fagnað- arerindið fiall- ar um öll mál- efni mannsins og þar er ekk- ert undanskilið ef kirkjan ætlar að feta í fótspor Jesú Krists. Þess vegna fagna ég því að bisk- up íslands hafi vísað veginn með ræðu sinni á Kirkjuþingi með svo afgerandi hætti. En nú stöndum við frammi fyrir því hvernig kirkjan ætlar að standa að framhaldinu. Hvað ætlar kirkjan að gera frekar í þeim málum sem biskup nefndi i ræðu sinni, eins og til dæmis varðandi fólksfióttann af lands- byggðinni á höfuðborgarsvæð- ið? Það er framhaldið sem mestu máli skiptir og ég veit að fólk bíður eftir frekari skilaboð- um frá kirkjunni hvað þetta varðar. Stefánsson. Jörmundur Ingi allsherjargoði. Ekki hrifinn Jafnvel þótt ég deili skoð- un með bisk- upi á málefn- um Eyjabakka þá er ég ekk- ert sérstaklega hrifinn af því að biskupinn og aðrir trúar- leiðtogar séu að blanda póli- tík eins og fólksflutning- um af landsbyggðinni inn í mál- flutning sinn. Mér kemur það dálítið á óvart að biskupnum finnist það eðlilegt að koma eigi í veg fyrir að fólk flytjist til Reykjavíkur ef það er sá staður sem fólk vill búa á. Sérstaklega kemur þetta á óvart i ljósi þess að kristin trú er samkvæmt 2000 ára gamalli hefð borgartrú- arbrögð, þannig séð að dóm- kirkjur voru aðeins byggðar í borgum en aldrei úti á landi og úr borgunum bárust tilskipanir trúarleiðtoganna. Út frá þeim sjónarmiðum mætti ef til vill álykta sem svo að fólk streymdi til borgarinnar á trúarlegum forsendum því þar er yfirstjórn kirkjunnar og þangað sækir fólk í fagnaðarerindið. Annars er eiginlega ekki við hæfi að ég sé að skipta mér af því sem biskupinn segir frekar en að hann skipti sér af því sem ég segi. -EIR Kjallarahöf- undar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á staf- rænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.