Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 10
io menning FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Okkur reyndist erfitt að komast að endan- legri niðurstöðu," segir Áslaug Thorlaci- us um störf dómnefndar um myndlist. „Öll vorum við sammála um nokkur atriöi en tókum talsverðan tíma í að ákveða þau sem upp á vantaði." Árið var ágætt í myndlistinni, að mati dóm- nefndarmanna. Nefndin hafði undir milli 30 og 40 sýningar og margar þeirra voru verulega eft- irminnilegar og vandaðar. En á hvaða leið er myndlist á íslandi? „Hún er á leið lengra út úr skilgreiningun- um,“ segir Áslaug. „Áður voru hreinar línur - málverk voru málverk, höggmyndir höggmynd- ir og teikningar teikningar. Núna eru engar lin- ur hreinar heldur blönduð tækni og innsetning- ar í ótal tilbrigðum. En það er engin ástæða til að vera með komplexa; ég held að við séum eng- ir eftirbátar grannþjóðanna í myndlistinni." Nýjasta dæmið um hinar „óhreinu" línur er sýningin Norrút sem sagt er frá hér neöar á síð- unni. Þar má til dæmis sjá „teikningar“ Guð- rúnar Gunnarsdóttur úr vír og „vefnað" Agnetu Sýning Einars Garibalda, Blámi, var tilraun til nýrrar og frjórrar umfjöllunar um Kjarvalsarf- leifðina. Ein mynda Inez van Lamsweerde úr Ijósmynda- sýningaþrennu LÍ um sjálfsmyndina. Tilnefningar til Menningarverðlauna DV fyrir myndlist: Á leið út Hobin úr stáli. Með Áslaugu sátu í myndlistarnefnd Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur og Georg Guðni Hauksson myndlistarmaður. Eftirfarandi aðilar hlutu tilnefningu til Menningarverðlauna DV í myndlist fyrir árið 1999: Einar Garibaldi Eiríksson Einar Garibaldi er tilnefndur fyrir sýning- una Blámi á Kjarvalsstöðum þar sem hann fjall- aði meðal annars um stöðu listamannsins í samfélaginu og hversu hættulega auðvelt er aö breyta minningu eða ímynd listamanns í stimp- il eða stofnun. Jafnframt má skoða sýninguna sem djarflega tilraun til nýrrar og frjórrar um- fjöllunar um Kjarvalsarfleifðina sem hefur íþyngt íslenskum myndlistarmönnum lungann úr öldinni. Magnús Pálsson sýndi í i8 hve ótrygg stoö öll sú reynsla og þekking sem maður öðlast á lífs- leiðinni getur reynst. úr skilgreiningum Listasafn íslands Listasafnið er tilnefnt fyrir sér- lega markvissa sýningaþrennu með ljósmyndum þriggja erlendra lista- kvenna, Inez van Lamsweerde, Janieta Eyre og Nan Goldin. Sýn- ingamar fjölluðu hver með sínum hætti um sjálfsmyndina og veltu upp áleitnum spurningum um sam- skipti manna á milli, tengslin við upprunann og samspil frelsis og ábyrgðar. Sýningamar vöktu verð- skuldaða athygli og umræðu langt út fyrir raðir fastra gesta listasafn- anna. Ragna Róbertsdóttir Ragna er tilnefnd til verðlaunanna fyrir sýn- inguna Kötlu á Kjarvalsstöðum þar sem hún framkallaði volduga og mikilfenglega landslags- mynd eingöngu með óhlutbundnum, ferhymd- um flötum. Styrkur Rögnu sem listamanns felst ekki síst í því hve lítið hún gefur upp, aðeins nákvæmlega nóg til að áhorfandinn fullgeri myndina í huganum. Þess vegna þola verk hennar nálægð og fjarlægð jafnvel og eru ekki síður áhrifarík í minningunni. Verk Pórs Magnús Pálsson vitsmuna. Magnús er tilnefndur fyrir frumlega og áhrifamikla sýningu í Gallerí i8. Verkið sem Vigfússonar höfða til skynjunarinnar fremur en var sett saman úr uppstækkuðu myndbandi og smáskúlptúrum fjallaöi meðal annars um það hvernig maðurinn eldist og hve ótrygg stoð öll sú reynsla og þekking sem maður öðlast á lífs- leiðinni getur reynst því hún glatar gildi sínu við það að viðmið breytast. Ragna Róbertsdóttir gefur aðeins nákvæmlega nóg upp til aö áhorfandinn fullgeri myndina í huganum. Þór Vigfússon Þór er tilnefndur fyrir sýninguna Brothættir staðir í Gerðarsafni sem var alveg sérlega falleg enda höfðar Þór til skynjunarinnar fremur en vitsmuna með verkum sínum. Efniviður sýn- ingarinnar var litaðar glerplötur sem Þór hefur notað í nokkrum mæli undanfarin ár en að þessu sinni tókst honum að stilla lit, stærð og staðsetningu platnanna af þvílíku næmi að áhorfandinn var sem hafinn upp á æðra tilveru- stig. Fjórar norrænar Á morgun kl. 16 verður sýningin NORRÚT opnuð í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Þetta er samsýning fjögurra norrænna listakvenna, Guðrúnar Gunnars- dóttur frá Reykjavík, Agnetu Hobin og Ullu-Maiju Vikman frá Helsinki og Inger-Johanne Brautaset frá Bergen. Sýningin er liður á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar og fer héðan til menningarborg- anna Bergen og Helsinki sem liður á dagskrá þar. Eins og fleiri greinar myndlistarinnar hefur veflistin verið að sprengja ramma hefðar og efnis á undanfomum árum og listakonumar fjórar era góð dæmi um listamenn sem hafa þróað persónulegt myndmál á gmnni .veflistarinnar. Þær nota óhefð- bundin efni og vinna úr þeim á eigin forsendum. Hver á sinn hátt leitast þær við að gera verk sín þrí- víð þótt þau séu í eðli sínu tvívíð, virkja í þeim bæði rými og tíma. Efniskennd er ríkur þáttur í pappírsverkum Inger Johanne Brautaset. Hún býr tO pappírinn, mótar hann, litar og vinnur úr honum tvívíð eða þrívíð verk, þar sem myndflöturinn einkennist af lifandi samspOi Ijóss og efnis. Þráðarskúlptúrar Guðrúnar Gunnarsdóttur taka Agneta Hobin: Jökull, 1999. Muskovit, stál og brons. ýmist á sig mynd grafískrar teikningar eða lífrænn- ar formgerðar þannig að úr verður þrívið teikning. Verkin em finlegt viravirki en endurspegla ríka til- finningu fyrir efni og rými. Verk Ullu-Maiju Vikman hafa verið kölluð mál- verk úr þráðum. Á óefniskenndu yfirborði fmlegra viskósaþráða flæða litatónar hennar í abstrakt mynstri djúpra lita. í þrívíddarverkum sínum tvinnar Agneta Hobin saman náttúrulegum og manngerðum efnum í sterka formræna heOd. Hún byggir verk sín upp með flögum af steintegundinni muskovit og vimeti og skapar lifandi og kvikt yfirborð með heOlandi ljósvirkni. AOar skírskota listakonumar greinOega tO nor- rænnar náttúm, ýmist í efniviði, formi eða inntaki. - Þama má merkja kalda strauma hafsins (Inger Jo- hanne), granna vatnstauma niður hamraveggi (Guð- rún), þétta fossa eða árstraum (Ulla-Maija) og ískristaOa (Agneta). Sýningin stendur til 12. mars og er opin aOa daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Prédikun í tali og tónum | Á sunnudaginn kl. 17 verður efht j til kantötuguðsþjónustu í HaUgríms- kirkju í annað sinn. Einsöngskanta- | tan Ich bin vergnúgt mit meinem Glúcke, BWV 84, eftir Johann Sebastian Bach verður flutt af Margréti Bóas- dóttur sópran (á mynd), lítilli kammersveit og hópi úr Mót- ettukór Hall- grímskirkju und- ir stjórn Harðar Áskelssonar. Um- | fjöOunarefhi kan- tötunnar tengist guðspjalli sunnu- j dagsins, dæmisögu Jesú um verka- mennina í víngarðinum. Séra Krist- ján Valur Ingólfsson mun prédika út frá guðspjaOinu og efni kantötunnar og þannig verður lagt út af orðum Jesú í tali, texta og tónum. Ich bin vergnúgt mit meinem j Glúcke er ein af fáum einsöngskan- j tötum Bachs, og hefur verið haldið | fram að hann hafi samið verkið fyr- J ir seinni eiginkonu sínu, Önnu j Magdalenu. Líklegra þykir þó að j kantatan hafi verið æfiuð tO flutn- j ings í kirkjum Leipzigborgar og hafi j fyrst vertð sungin af ungum dreng úr röðum nemenda Bachs við j Tómasarskólann, enda var konum j meinuð þátttaka í tónlistarflutningi við messur í Leipzig á öndverðri átj- t ándu öld. Bach var á hátindi ferUs síns sem kirkjutónskáld árið 1727 þegar hann : þetta verk og það ber vott um frá- bært lag tónskáldsins á að koma trú- arlegum þönkum og hughrifum tU skila með tónum. Ekki er hlaupið að j því að túlka þessa tónlist á sannfær- j andi hátt og því er það fagnaðarefni j að tU verksins skuli ganga nokkrir af fremstu barokkflytjendum lands- ins. Auk Margrétar, sem sungið hef- ur einsöngshlutverk í mörgum helstu kirkjuverkum tónbókmennt- anna, verða Daði Kolbeinsson óbó- j leikari og HUdigunnur HaOdórsdótt- ir fiðluleikari í burðarhlutverkum við flutning kantötunnar. Hörður Áskelsson leikur sjálfur orgelrödd kantötunnar og mun einnig leika forspO og eftirspU athafnarinnar. Hann hefur valið tvö þekkt sálmafor- spil eftir Bach, en þau eru bæði 3 byggð á laginu sem er sungið í loka- kóral kantötunnar, Wer nur den lieben Gott lásst walten. j TUgangur kantötuguðsþjónust- j anna í HaUgrímskirkju er að gefa ís- lendingum kost á að kynnast meist- j araverkum Bachs í réttu umhverfi og samhengi, þ.e. sem hluta af lif- íj andi helgihaldi. TOvalið þótti að hrinda verkefninu í framkvæmd í j ár, á 250. ártíð meistarans. Húsfyllir j var við fyrstu athöfnina og var góð- ur rómur gerður að henni. Næstu verk á Baehdagskrá HaUgrímskirkju eru Aus der Tiefen rufe ich, herr, zu dir, BWV 131, ein af elstu kantötum Bachs, með Scola Cantorum 12. mars og Uppstigningaróratórían, BWV 11, með Mótettukór Hallgrímskirkju 1. júní, að ógleymdri Jóhannesarpassí- unni sem verður flutt í dymbilviku. Norskar barnamyndir j Á sunnudaginn kl. 14 verða sýnd- j ar þrjár norskar stuttmyndir fyrir I böm í fundarsal Norræna hússins. j Aðgangur er ókeypis. Myndirnar Í em aUar með norsku tali. Fyrst verður teiknimynd sem heit- ir Fyrsta skíðaferð Ólafs. Þar segir frá ævintýrum Ólafs litla þegar hann fer í fyrsta sinn á skíði. Næsta mynd segir frá kettinum Mons, sem er mesti mathákur en viU samt ekki j ljúka við fiskskammtinn sinn. Loks j er svo skemmtUeg leikin mynd sem heitir Ég æfi mig. Myndin er gerð frá sjónarhóli bams og fjaUar um kunnuglegar aðstæður og atvik úr ;j daglega lífinu sem lítil böm botna ekkert í. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.