Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 258. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
13
I>V
Menning
Hugsun - kjarni menntunar
Hvaða þjálfun getur skólinn veitt? spyr John
Dewey og svarar í ritinu How We Think. Þó að fáir
kannist sjálfsagt við þetta rit nú á tímum gegndi
öðru máli þegar það kom i endurskoðaðri útgáfu
árið 1933. Um áratugaskeið taldi fjöldi skólamanna
um allan heim að í menntaheimspeki Deweys væri
að finna grundvöll góðrar skólastefnu, og How We
Think varð brátt skyldulesning allra áhugamanna
um mennta- og uppeldismál.
Á árunum milli stríða óskuðu skólayflrvöld í
ríkjum sem voru í óðaönn að nútímavæðast eftir
ráðgjöf Deweys um menntamál. Hann skoðaði
skóla og gaf ráð í Mexíkó, Tyrklandi, Kína, Japan
og Sovétríkjunum svo nefhd séu dæmi. Og i heima-
landi Deweys, Bandaríkjunum, var skóla- og
menntakerfi um áratugaskeið undir miklum áhrif-
um af hugmyndum hans.
Bókmenntir
En þetta breyttist. Hugmyndir Deweys voru
mótaðar af þeirri framfaratrú og vísindahyggju
sem einkenndi fyrstu ár aldarinnar. Dewey var
módernisti í besta skilningi þess orðs, en þróun
heimsmála var þessum mannskilningi og veraldar-
sýn óhagstæð. Á fjórða áratug aldarinnar hneigð-
ist heimurinn að hinu sterka valdi. Heimsstyrjöld
og hernaðarkapphlaup risavelda að henni lokinni
var ekki heppilegt umhverfi fyrir menntahugsjón
sem tekur frjálsa hugsun fram yfir frjálsa sam-
keppni, vöxt og viðgang alhliða hæfileika manna
fram yfir þrönga sérhæfingu, leggur áherslu á
framfarir í víðasta skilningi menningarinnar frek-
ar en á fáeinum sviðum tækni og fjármála.
Á síðustu árum hefur heimspeki Deweys verið
uppgötvuð á nýjan leik, og það er tímanna tákn að
á þessu ári, rúmum 60 árum eftir að síðasta stóra
rit Deweys kom út, skuli birtast fyrstu íslensku
þýðingarnar á verkum hans. Þýðingar Gunnars
Ragnarssonar á How We Think, sem hann nefnir
Hugsun og menntun, og Experience and Education
eða Reynsla og menntun, eru brautryðjendaverk
sem Gunnar á lof skilið fyrir.
Að finna bestu leiðirnar
í Hugsun og menntun gerir
Dewey grein fyrir þeirri meg-
inhugmynd sinni að skóla-
menntun sé fyrst og fremst
þjálfun í vísindalegri hugsun,
og tveir fyrstu hlutar verksins
fjalla annars vegar um hugs-
un og hins vegar um vísindi
og rannsókn.  Síðasti  hluti
l	'Í	^
1	v	<f *E?
't	>	
	i	<    ^
John Dewey, helmspeklngur og skólamaöur
(1859-1952)
Menntahugsjón hans tekur frjálsa hugsun fram
yfir frjálsa samkeppni og vöxt og viðgang alhliða
hæfileika manna fram yfir þrönga sérhæfingu.
bókarinnar fjallar svo um þjálfun í að hugsa.
Dewey var heimspekingur ekki síður en skóla-
maður og heimspekileg afstaða hans er hvarvetna
sýnileg í skrifum hans um skólamál. Þannig er
kenning hans um menntun í nánu sambandi við
rannsóknakenningu hans og má segja að i Hugsun
og menntun takist Dewey að lýsa nokkrum megin-
þáttum þessarar kenningar sinnar þannig að hvert
barn geti skilið.
Grundvallaratriði rannsóknarkenningarinnar
er sú sannfæring Deweys að vísindi snúist um
tvennt: Að finna bestu leiðirnar til að glíma við
þau vandamál sem að manninum steðja og að móta
röklega aðferð til að spyrja réttu spurninganna í
hvers kyns rannsókn. Dewey áleit einnig að sú við-
leitni sem liggur að baki vísindum eigi sér sam-
svörun í náttúrlegri sjálfsbjargarviðleitni manna.
Þess vegna taldi hann að þjálfun i hugsun og vís-
indalegri aðferð ætti að styrkja náttúrlega forvitni
og athafnasemi barna. En þetta fannst honum skól-
inn ekki aðeins vanrækja heldur væri námi oft
beint gegn öllum náttúrlegum löngunum og til-
hneigingum.
Framstefnuskólinn
í Reynslu og menntun
beinir Dewey gagnrýni
sinni að skólastefnum, ann-
ars vegar ihaldssemi um
námsefni og kennsluaðferð-
ir, hins vegar að andsvar-
inu við henni, því sem
nefnt hefur verið fram-
stefnuskólirm. Aðalrök
Deweys eru þau að tómt
mál sé að tala um mennta-
stefnu nema að baki búi
heimspekileg kenning um menntun en slík kenning
er að hans áliti fyrst og fremst kenning um mann-
lega reynslu.
Þannig liggur reynslukenning Deweys skóla-
stefnu hans til grundvallar. í grófum dráttum má
orða það svo að Dewey reyni að gera grein fyrir
þekkingu og menntun í h'ósi stöðu mannsins sem
lífveru í flóknum og óvissum veruleika. Mannleg
reynsla er því víðari en svo að hægt sé að gera grein
fyrir henni í ljósi þekkingar eingöngu. Þekkingin
verður til í viðureign mannsins við reynslu sína.
Menntun er í víðasta skitningi sú þjálfun sem að
gagni kemur í þessari viðureign. Sönn þekking er
því ekki safh staðreynda heldur færni til að takast
á við vitsmunaleg verkefni.
Þýðingar Gunnars eru læsilegar og vandaðar.
Hann hefur lagt sig fram um að þýða helstu hugtök
Deweys þannig að almennur lesandi skilji strax um
hvað er að ræða frekar en að fylgja bókstafhum. Það
fer ekki hjá því að í sumum tilfellum séu lausnir
Gunnars umdeilanlegar, dæmi um þetta er til dæm-
is þýðing hans á orðinu growfh með þroski, essenti-
alism kallar hann kjarnastefhu og svona má halda
áfram. En Gunnar hefur oftast rök fyrir því hvern-
ig hann þýðir og ekki er hægt að saka hann um
óvandvirkni.
Ekki liggur i augum upp hvers vegna þessar tvær
bækur hafa orðið fyrir valinu þegar fyrstu verkum
Deweys er snúið á íslensku, og má nefna mörg rit
Deweys önnur sem þekktari eru og víðlesnari held-
ur en þessi tvö. En vonandi eru þýðingar Gunnars
bara byrjunin. Með því að verk Deweys hafa aftur
orðið mikilvæg lesning jafnt í heimspekideildum og
kennaradeildum háskóla sem meðal almennings er
full ástæða til að þýða meira og gefa út.
Jón Ólafsson
John Dewey: Hugsun og menntun. Reynsla og mennt-
un. Þýðandi: Gunnar Ragnarsson. Rannsóknarstofnun
KHÍ 2000.
Vísnabók Guðbrands
Einn þeirra sögulegu viðburða sem ætla má að
hafi haft áhrif á að íslensk tunga er enn við lýði
er siðbreytingin á 16. öld þegar íslenska tók við af
latínu sem tungumál kirkjunnar. Þá var biblían
þýdd á tungu landsmanna, eins og menn muna,
þá var farið að yrkja og syngja sálma á íslensku í
kirkjum landsins og snúa biblíusögunum í kvæði
til að keppa við hinar veraldlegu rimur.
Guðbrandur Þorláksson á Hólum gerði sér
grein fyrir afli fjölmiðla. Hann tók til við að efla
prentsmiðjuna sem var á vegum biskupsstólsins
um leið og hann settist í biskupsstól 1571. Biblía
hans er fræg meðal safhara og safnamanna um
allan heim en ekki var síður merkt framtak þeg-
ar hann undirbjó og gaf út Vísnabókina árið 1612.
Henni var ætlað að auka kunnáttu fólks og þekk-
ingu á efni Ritningarinnar og einnig var henni
stefht bæði gegn veraldlegum skáldskap og kaþ-
ólskum helgikvæðum. Þó var nokkrum þeirra
þekktustu haldið til haga í Vísnabókinni, meðal
annars Lilju Eysteins munks. Lilja er þar þó
varla svipur hjá sjón því áköllum skáldsins til
Tónlist
Salurinn í Kópavogi hefur ver-
ið festur í sessi sem vinsælasti tón-
leikastaður landsins. Fjörið þar und-
anfarnar vikur hefur verið með
ólíkindum og virðist ekkert lát á
framboði spennandi tónleika. Það
sem er sérstakt þessar vikurnar er !
hversu mikið er um að þar leiki
langt að komnir gestir, stundum jafhvel heilar
sveitir. Þannig var það á mánudagskvöldið þegar
félagar úr London Mozart Players léku nokkur vel
valin verk. Tónleikarnir voru haldnir á vegum M-
2000 og breska sendiráðsins á íslandi.
Simple Symphony eftir Benjamin Britten, eitt
höfuðtónskálda Breta fyrr og síðar, er bráð-
skemmtileg svíta sem leikin er með sveigjanlegum
fjölda strengjaleikara. Stefm samdi maðurinn víst
þegar hann var á þrettánda ári en verkið setti
hann saman og fékk flutt rétt upp úr tvítugu. Þetta
kvöld voru strengjaleikararnir bara fjórir en dæm-
Maríu guðsmóður er snúið upp á son hennar og
fegursta erindi kvæðisins sleppt, því sem hefst á
ljóðlínunum „Máría, ert þú móðir dýrust, /
Máría, liflr þú sæmd í hárri, / Máría, ert þú af
miskunn skírust, / Máría, létt þú syndafári..."
Guðbrandur vildi að kvæðin í Vísnabók væru
vel ort og gerði strangar kröfur til skálda sinna.
Þeirra fremstur er séra Einar Sigurðsson í Eydöl-
um austur sem orti öll kvæðin í fyrri helmingi
Vísnabókar. Þar er meðal annars að finna hið ást-
sæla jólakvæði „Kvæði af stallinum Kristí sem
kallast Vöggukvæði" og við syngjum nú hver jól
undir fallegu lagi Sigvalda Kaldalóns. Má vel
ímynda sér að vandað og lifandi myndmál þess
kvæðis hafi haft áhrif á Hallgrím Pétursson.
Því er Vísnabók Guðbrands biskups gerð að
umtalsefni nú að Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla íslands hefur gefið hana út að nýju með nú-
tímastafsetningu þannig að auðvelt er fyrir allan
almenning að nálgast þessi kvæði. Bókin er stór,
vel yfir 500 síður í allstóru broti, með inngangi
eftir Einar Sigurbjörnsson, Jón Torfason og
Kristján  Eiriks-
son,   viðaukum
þar sem m.a. er
birtur    formáli
Einars í Eydölum
sem hann ritaði
þegar hann hélt
að hann yrði eina
skáld bókarinnar
og ítarlegum skýr-
ingum. „Vísnabók
Guðbrands  er  í
raun fyrsta ljóðasafnið sem prentað var á ís-
lensku," segir í inngangi. „Með nokkrum rétti má
segja að hún sé sýnisbók kristilegs kveðskapar
tveggja alda þótt tímabilið eftir siðbreytingu sé
náttúrlega fyrirferðarmest í henni. Þar með sýn-
ir hún samfelluna í trúarlegum skáldskap á ís-
landi."
Var kominn tími til að gera hana mönnum að-
gengilega á nýjan leik.
Gestagangur
ið gekk einkennilega vel upp. Er það ekki síst að
þakka nákvæmni í hryn og góðri samhæfingu.
Tónn hópsins var hins vegar fulldempaður, þó
náði sellóleikarinn, Sebastian Comberti, að gefa
sinu efhi sérstakt líf.
Millispilið fyrir strengjasextett úr síðustu óperu
Richards Strauss, Capriccio, var næst á dagskrá.
Verkið er örugglega betra með en „án óperunnar"
svo vitnað sé í efhisskrá, en þannig var það flutt
þetta kvöld. Þessi langdregna og viðburðalitla
vella stenst engan samanburð við það sem kallað
er kammertónlist og á ekki heima á slíkum tón-
leikum. Flutningurinn var áhrifalítill.
En blaðinu var heldur betur snúið við þegar
leikinn var kvintett fyrir horn og strengjakvartett
K407 eftir Mozart. Með strengjaleikurunum lék
okkar maður, Joseph Ognibene, á horn og gerði
jafn glæsilega og allir bjuggust við. Maðurinn hef-
ur frábær tök á hljóðfærinu og náði góðu sam-
bandi við hópinn í túlkun á þessu ágæta verki. Og
það var hann sem gaf t.d. steflnu í öðrum kafla
þennan yndislega Mozarttrega sem öðrum á svið-
inu láðist að kalla fram. Fiðluleikarinn David Jurt-
iz eins og smitaðist af leik Ognibene og tónn hans
skein í nokkrum strófum. Leikur hans var að öðru
leyti köflóttur þetta kvöld og stundum óhreinn.
Kjötið var mest á beinum síðasta verksins á efh-
isskránni, en það var sextett nr. 1 í B-dúr, op.18 eft-
ir Johannes Brahms. Fyrsti kaflinn þaninn en
þéttur, tilbrigði annars kafla þungstíg og kraftmik-
il, scherzóið skemmtilega djarft og rondóið vel
samið þó það sé kannski síst. Flutningurinn á öðr-
um kafla var sérlega góður. Hafi mönnum ekki
verið það ljóst fyrir þá varð alveg skýrt þarna að
lágfiðluleikarinn Judith Busbridge var í þessum
hópi fremst meðal jamingja. Leikur hennar og
túlkun öll ágeng og góð. Þessir góðu gestir luku
með snilldarverki Brahms heimsókn sinni hingað
en gaman væri að fá einhvern timann að heyra í
sveitinni allri.        Sigfríður Björnsdóttir
Umsjón: Silja Aðalsteinsdottir
Bókafagnaður
Bókaforlögin Iðunn og
JPV forlag efna til glæsi-
legrar uppákomu í Gyllta
salnum á Hótel Borg ann-
að kvöld og hefst hún kl.
18. Þetta verður opin og
þægileg dagskrá þar sem
lesið verður úr nýjum bókum og inn á milli
verða sýnd nokkur vel valin atriði úr nýj-
um kvikmyndum, til dæmis Buena Vista
Social Club og fleiri myndum frá síðustu
Kvikmyndahátið. Gestir geta líka gert vel
við bragðlauka sína meðan þeir hlýða á
upplestrana.
Meðal höfunda sem lesa
úr verkum sínum eru Þor-
steinn frá Hamri, Vigdís
Grímsdóttir, Iðunn Steins-
dóttir, Friðrik Erlingsson,
Guðjón Friðriksson, Oddný
Sen, Hjörtur Marteinsson,
Rúnar Helgi Vignisson, Þórey Friðbjörns-
dóttir, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrast-
ardóttir og Þórhallur Vilhjálmsson (öðru
nafni Svínahirðirinn).
Dagskráin stendur til kl. 22 og geta gest-
ir komið og farið að vild. Aðgangur er
ókeypis.
Orgeltónleikar
Ericn Piasetzki, einn virtasti orgelleik-
ari Þýskalands, heldur tónleika í Bústaða-
kirkju annað kvöld kl. 20.30 til minningar
um Guðna Þ. Guðmundsson organista sem
lést í ágúst sl. Guðni stundaði framhalds-
nám hjá Piasetzki og einnig Hilmar Örn
Agnarsson, organisti Skálholtsdómkirkju,
og á sunnudaginn kl. 17 verða aðrir tón-
leikar í Skálholtsdómkirkju.
Á tónleikunum leikur Piasetzki verk eft-
ir J.S. Bach, Reger og fleiri tónskáld og
þykir forvitnilegt að heyra hann leika á hið
nýuppgerða og stækkaða hljóðfæri í Skál-
holtsdómkirkju. Tónleikarnir eru ókeypis.
Piasetzki mun einnig halda námskeið i
Neskirkju fyrir íslenska orgelleikara og
nemendur 10., 11. og 13. nóv. frá kl. 9-12 og
15-18.
Tónleikar Peter Máté
í kvöld kl. 20 eru píanó-
tónleikar Peter Máté í Saln-
um í Tónleikaröð Tón-
skáldafélags íslands í sam-
vinnu við M-2000. Þar leik-
ur hann íslenska píanótón-
list frá lokum þessarar ald-
ar eftir tónskáldin Jón Þór-
arinsson, Leif Þórarinsson, Jórunni Viðar,
Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og
Þorkel Sigurbjörnsson.
Peter Máté er fæddur 1962 i
Tékkóslóvakíu en hefur starfað á íslandi
frá 1990. Hann hefur haldið einleikstón-
leika, leikið einleik með sinfóniuhljóm-
sveitum og tekið þátt í kammertónleikum
með Tríó Reykjavíkur, Tríó Romance o.fl.
víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Rimas í viðtali
í þættinum Mósaík í sjónvarpinu í kvöld
verður sýnt forvitnilegt viðtal við Rimas
Tuminas, leikstjóra Kirsuberjagarðsins.
Einnig ræðir Sigurður Guðmundsson,
myndlistarmaður og rithöfundur, um bók
sína Ósýnilega konan, nýútkomna lista-
verkabók, og sýningu sem nú stendur yfir í
Listasafni íslands. Farið verður í heimsókn
í Nemendaleikhúsið og Óskar Guðjónsson
saxófónleikari mætir með hljómsveit sína.
Róska rýkur út
Fyrsta sölubók hausts-
ins er komin í endur-
prentun. Það er sýning-
arskrá sýningarinnar
Rauð í Nýlistasafninu
sem hefur rokið út. Þetta
er myndarleg bók með
myndum af fjölda lista-
verka Rósku og greinum og viðtölum við
einstaklinga sem þekktu hana; meðal
þeirra má nefha Guðberg Bergsson, Einar
Má Guðmundsson og Ólaf Gislason list-
fræðing.
Tryggvi vinsæll
Taíandi um vin-
sældir myndlistarinn-
ar þá sló Tryggvi
Ólafsson listmálari
met í Gerðarsafhi um
helgina: Alls komu um
tvö þúsund manns um helgina í safhið til að
sjá yfirlitssýningu hans og hafa aldrei fyrr
komið jafn margir fyrstu sýningarhelgina í
Gerðarsami. Sýning Tryggva stendur til 19.
nóvember svo enn hafa menn tækifæri til
að streyma á staðinn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48