Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 19
19
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
PV______________________________________________________________________________________ Menning
Leiklist____________________________
lega kemur í ljós að fæðan er afar einhæf og
þó að Nonni sé frekar af pylsukynslóðinni en
pitsukynslóðinni ofbýður honum að borða
saltfisk og saltkjöt alla vikuna. Honum fmnst
heldur ekki geðslegt að sofa í rúminu hjá
gömlu konunni á bænum og hann er óttalega
lélegur til verka og síhræddur við dýrin fram-
an af. Drýgsti vöndurinn á litla drullusokkinn
verða hótanir heimasætunnar Silju um að
kyssa hann beint á munninn ef hann geri ekki
eins og honum er sagt og venst hann vistinni
furðu fljótt á flótta undan stelpunni. Kemur þó
í ljós að lokum að honum er ekki eins leitt og
Nonni fer í sveit
Eygló í Kúlunni
Innsetningarnar í hinu sérstæða
kúlurými í Ásmundarsafni hafa
vakið verðskuldaða athygli það
sem af er árinu, og nú er komið að
lokasýningu sýningaþrennunar á
innsetningu Eyglóar Harðardóttur.
Hún verður opnuð kl. 17 á morg-
un.
Fyrri listamennimir í Kúlunni
voru Tumi Magnússon og Finn-
bogi Pétursson og hafa listamenn-
imir nálgast viðfangsefni sitt út
frá ólíkum forsendum. Um upplif-
un sína af Kúlunni segir Eygló
m.a.: „Bygging Ásmundar er teng-
ing við annan heim en þann sem
við höfum oftast fyrir augunum í
íslenskri byggingarlist. Þegar stað-
ið er inni í Kúlunni er lítið jarð-
samband; þegar horft er út um
gluggana þarf að hafa meira fyrir
því að sjá niðurávið en uppávið.
Þannig er skynjun áhorfandans
háð aðstæðum hans. Það er eins
og að vera staddur inni í risaauga
að vera inni í Kúlunni og horfa út
um gluggana. Sjónrænt býr Kúlan
yfir mikilli mýkt. Mér fannst verk-
ið þurfa að búa yfir einhverri
óreiðu, stjómleysi sem mótvægi
við mýktina."
Sýning Eyglóar í Kúlunni stend-
ur til 11. maí.
HafnarQarðarlelkhúslö sýnlr: Gaggalagú
eftir Ólaf Hauk Símonarson sem einnig
semur lög og texta. Leikmynd og búnlng-
ar: Þórunn María Jónsdóttir. Ljósamelst-
arl: Kjartan Þórisson. Tónllstarstjórn:
Margrét Örnólfsdóttir. Leikstjórl: Erling Jó-
hannesson.
Ólafur Haukur Símonarson fer að sumu
leyti kunnuglegar slóðir í nýju barnaleikriti
sínu, Gaggalagú, sem nú er sýnt í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu. Það er klassískt í íslenskum
barnabókmenntum að fylgja borgarbarni í
sveit og horfa á það venjast sveitarvistinni, en
Ólafur brýtur hinn raunsæja ramma afar
skemmtilega til að gera efnið fjölbreyttara fyr-
ir unga áhorfendur.
Nonni Palli kynnir sig fyrst fyrir okkur sem
fullorðinn maður í frakka og segist ætla að
rifja upp þegar hann var sendur í sveit sem
líklega 10-12 ára patti. Hann varar áhorfendur
við því að sveitin sú hafi verið ákaflega frum-
stæð, ekki einu sinni rafmagn á bænum. Fljót-
hann lætur, þannig að varla duga sömu hótan-
ir þegar hann fer aftur í sveitina að ári!
Jón Páll Eyjólfsson leikur Nonna og verður
sannfærandi strákpatti í hreyfingum og fasi.
Mál hans er skýrt og röddin náði vel til krakk-
anna. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikur
bæði Silju og mömmu hennar - sem líklega er
þýsk og setur það verkið niður á ákveðnum
tíma. Halla er frísk og fjörug leikkona og fór
létt með hlutverkaskiptin. Meira mæddi á
Völu Þórsdóttur sem lék bóndann á bænum,
öll dýrin - hundinn, hænuna, ána, heimalning-
inn og kúna - og girðingarstaur! Eina hjálpin
var ólíkur höfuðbúnaður. Ekki blés Vala úr
nös þótt mikið væri að gera og var satt að
segja dásamlegt að sjá hana njóta
einstæðra látbragðshæfileika
sinna.
Sviðið var einfalt en fjarska hag-
legt - hliðgrind sem breyst gat í
baðstofu eða bás með einu hand-
taki eða svo. Afar skemmtilegt var
atriðið í heyskapnum sem leikið er
eins og skuggamynd á baktjaldi.
íslensk böm fá oftar að heyra og
lesa um gamla tíma en nýja í sveit-
inni í efni sem er sérsamið fyrir
þau, og það er nauðsynlegt til að
viðhalda ákveðinni samfellu í
þekkingu milli kynslóða. En væri
ekki gaman ef einhver tæki sig til
og sendi bam í nútímasveit með
allar ranghugmyndirnar úr bók-
menntunum í farteskinu?
Silja Aðalsteinsdóttir
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikíélag Reykjavíkur
STORA SVIÐ
PUNTILA OG MATTI <•. BntoltBmht
Fi. 10/4 kl. 20
Su. 13/4 kl. 20
Lau. 26/4 kl. 20
: Su. 4/5 kl. 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
! cftir Sdlina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö. 11/4 kl. 20
Lau. 12/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
Lau. 3/5 kl. 20
ATH. Sýningum lýkur í vor
| NYJA SVIÐ
SUMARÆVINTÝRI
e. Shakespeare og leikhópinn
Frumsýning fi. 10/4 kl. 20, UPPSELT
Su 13/4 kl. 13 - ATH: Breyttan sýn.tíma
Mi 23/4 kl. 20
Lau 26/4 kl. 20
Su 27/4 kl. 20
MAÐURINN SEMHÉLTAÐ
KONAN HANS VÆRI HATTUR
eftir Petn Brook og Maric-Hélhnc Estienne
Fö. 11/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
Fi. 1/5 kl. 20
KVETCH eftir Steven Bnkoff,
I SAMSTARFI VIB Á SENUNNI
Su. 13/4 kl. 20
Fi. 24/4 kl. 20
i Lau. 3/5 kl. 20
ATH. SÍHJSTU SWINGAR
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftirEveEnsler
Su. 13/4 kl. 21. Ath. breyttan sýningartíma
Lau. 3/5 kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi
LITLA SVIÐ
STlGVÉLAÐI KÖTTURINN
I SAMSTARFI VIO SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - ogisá eftir!
I kvöld kl. 20
Lau. 12/4 kl. 16
Lau. 12/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesp eare
I SAMSTARFI VIO VESTURPORT
I kvöld kl. 20
Lau. 12/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
ALIIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA!
jrgarleikhúsið er fjölskyiduvænt leikhús:
Jörn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í
fylgd með forráðamönnum.
Sildir ekki á söngleiki og barnasýningar.)
Hin smyrjandi jómfrú
Nærandi leiksýning fyrir líkoma og sól.
Sýnt íIðnó:
Mið. 16. apríl, kl. 20.00, örfá sæti
Lau. 19. apríl, kl. 20.00
Lau. 25. apríl, kl. 20.00
Sun. 26. aprfl, kl. 20.00
Síðustu sýningar.
„Til að kóróna herlegheitin er boðið
upp á Ijújfengt smurbrauð fyrir
sýningu og því óhœtt lofa þeim sem
taka allan pakkann ncerandi
kvöldstund fyrir sál og llkama. “
H.F., DV
"Charlotte var hreint út sagt frábœr
t hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar
og hún átti ekki t neinum vandrœðum
með að heilla áhorfendur upp úr
skónum með... einlœgni sinni,
ósviknum húmor og ekki stst kómískri
sýn á hina tslensku þjóðarsál."
S.A.B. Mbl.
"Eróttskur dans rœkjubrauðsneiðar og
lifrakœfubrauðsneðar var sérlega
eftirminnilegur og svo ekki sé minnst
á litlu rœkjunna sem sveiflaði sér
fimlega upp og niður
tilfinningaskalann. "
HF, DV
Silja og Nonni gefa hvort öðru auga bak við hundinn
Halla Margrét Jóhannesdóttir, Vala Þórsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson í hlutverkum sínum.
DV-MYND E.ÓL
Bókmenntir
Gjafir Gabríels
Gabríel, aðalpersónu nýj-
ustu skáldsögu Hanifs Kureis-
hi, Náðargáfa Gabríels, eru
ýmsar gjafir gefnar. Hann er
hæflleikaríkur myndlistar-
maður og' efnilegur kvik-
myndagerðarmaður. Honum
hlotnast einnig að gjöf merki-
legt listaverk eftir frægan
poppara sem faðir hans þekk-
ir frá fomu fari, og síðast en
ekki síst hefur hann þá náðar-
gáfu að hann er klókari í
mannlegum samskiptum en
miðaldra útlifaðir foreldrar
hans. Titill sögunnar á ensku,
Gabriel’s gift, getur vísað til
aíls þessa.
Kannski er Gabríel venju-
legur strákur, en umhverílð
sem hann fellur inn í er í
meira lagi skrautlegt. For-
eldrarnir, sem hafa nýlega
skilið, eru af kynslóð glys-
rokkaranna. Faðirinn tónlist-
armaður á niðurleið og móð-
irin fyrrverandi búninga-
saumakona fyrir popphljóm-
sveitir. í upphafi sögunnar er
faðirinn nýfluttur út að kröfu
móðurinnar. Þau virðast vera á
hraðri leið í hundana bæði tvö.
Faðirinn sekkur dýpra og dýpra
í sjálfsvorkunn og drykkju og
móðirin reynir að staðfesta sjálf-
stæði sitt með heldur dapurlegu
djammi og karlafari. Gabríel
eyðir því miklum hluta tíma
síns utan skóla í félagsskap aust-
urevrópsku húshjálparinnar
Hönnu. Þetta kann að virðast
einkennilegt með fimmtán ára
gamlan ungling, en fyrir of-
vernduninni eru ákveönar
ástæður. Bæði hefur Gabríel
nýlega ratað á nokkra glap-
stigu, og auk þess er hann sá
sem eftir lifir af tvíburum.
Eftir dauða Archies bróður
hans hefur líf hans verið
vemdað af ákafa.
Náðargáfa Gabríels er
þroskasaga, hlýleg og bjart-
sýn og næstum væmin í lok-
in. Hún er á hinn bóginn svo-
lítið óvenjuleg þroskasaga að
því leyti að Gabríel sjálfur,
imglingurinn í fjölskyldunni,
þroskast ekki bara sjálfur og
kemst til manns heldur kem-
ur það í hlut hans að leysa
fjölskyldu sína alla úr álögum
og koma henni til þroska um
leið og hann öðlast sjálfur
frelsi til að rækta sína náðar-
gáfu. Þetta gerir hann í krafti
hæfileika sinna, listrænna og
mannlegra, og Náðargáfa
Gabríels er kannski fyrst og
fremst innblásinn óður til
þessara hæfileika og kraftsins
sem í þeim býr til að koma
fólki, ungu og öldnu, til nokk-
urs þroska.
Jón Yngvi Jóhannsson
Hanif Kureishi: Náöargáfa Gabríels. Jón
Karl Helgason þýddi. Bjartur 2002.