Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 DV Bingó ®Það er komið bingó á 1-röðina svo nú er komið að því að spila N- röðina. Önnur tal- an í N-röðinni er 37. Ferð fyrir tvo með Iceland Ex- press til London eða Kaup- mannahafnar er í boði. Munið að samhliða einstök- um röðum er allt spjaldið spilað. Verðlaun fyrir allsherjarbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Spilað er í allt sumar og því áríðandi að gleyma ekki bingóspjaldinu í skúffunni eða á töflunni. Verið með í DV-bingó. EFNI BLAÐSINS Matvara hefur lækkað - innlendar fréttir bls. 4 Varnarsamningur gildir - innlendar fréttir bls. 6 Gegn vísindaveiðum - innlendar fréttir bls. 8 Gósentíð vasaþjófa - Neytendur bls. 10 Taugatrekkjandi Gríma -Tilvera bls. 16-17 Andóf gegn klerkum - Erlendar fréttir bls. 12-13 Bíó og sjónvarp -Tilverabls. 26-27 Becham gleður Madrid -DVSport bls.30 Ásgeir og Logi stjórna - DV Sport bls. 31 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Öli Björn Kárason RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is.- Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstraeti 94,simi:462 5000, fax:462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Óhætt að leika sér LEIKSTAÐUR: Heimilistíkln Týra í Akbraut laetur sér fátt um finnast um álagablett- inn Kæsi og leikur sér þar ótt og títt, að sögn eigand- ans og bóndans á staðnum, Daníels Magnússonar.„Þetta hefur ávallt verið vinsæll leikstaður," segir Daníel. „Börn sem heimsækja bæ- inn leika sér þar mikið og hefur enginn hlotið mein af. Systursonur minn kom meira að segja óskaddaður úr slæmri byltu sem hann hlaut þegar hann lék sér í hólnum einn daginn." Það er því útlit fyrir að huldufólkið í Kæsi fagni fé- lagsskapnum.svo lengi sem vistarverum þeirra sé ekki spillt. Keyrði á Ijósastaur ÓHAPP: Jeppi hafnaði utan vegar við Miklubraut á sjötta tímanum í gær.Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að hann keyrði á Ijósastaur og þeyttist síðan út fyrir veginn. Ljósastaurinn lagð- ist undir bílinn. Að sögn lögreglu slapp ökumaðurinn ómeiddur úr óhappinu.Jeppinn er hins vegar töluvert mikið skemmdur eftir höggið. I Álagablettur við bæjarhúsin íAkbrautí Holtum veldur áhyggjum: Virkjunarframkvæmdir gætu raskað álfabyggð Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut í Holtum, hefur bent Landsvirkjun á að raska ekki við álagablettinum Kæsi sem stendur við bæjarhúsin í Ak- braut. Til stendur að reisa virkjun á þessum slóðum á næstu misserum. Landsvirkjun ráðgerir að virkja Þjórsá við Núp og mun virkjunin nýta veitur og miðlanir sem fyrir eru á vatnasviði Tungnaár og Þjórs- ár. Dulspekingar hafa bent Lands- virkjun á að við bæjarhúsin í Ak- braut í Holtum sé höll sem margir telja vera bústað álfa og huldufólks. Ef af virkjanaframkvæmdum verð- ur mun stöðvarhús virkjunarinnar rísa mjög nálægt þessum meinta álagastað og hefur það valdið sum- um áhyggjum. Best að láta blettinn vera „Það er jafnan stórhætta á ferð- um þegar álagablettum sem þess- um er raskað af mannavöldum. Á umræddum stað hafa menn orðið varir við eitt og annað dulrænt og því færi best á því að láta blettinn eiga sig,“ segir Eyjólfur Guðmunds- son sem þekkir vel til dulrænna mála sem þessara. Hann segir hól- inn Kæsi við Akbraut vera álaga- blett og varar við röskun svæðisins. „Á umræddum stað hafa menn orðið varir við eitt og annað dul- rænt og því færi best á því að láta blettinn eiga sig." Bóndinn í Akbraut, þar sem hóll- inn er, hefur þegar girt hólinn af og gert Landsvirkjun viðvart um ástandið. „Manni hefur verið sagt að þetta sé heilagur staður og þarna hafa menn orðið varir við sitthvað dul- rænt í gegnum tíðina. Ég hef nú ekki upplifað margt sjálfur en mér var hins vegar ráðlagt af miðli að girða hólinn af, sem ég og gerði. Ég hafði hins vegar ekki hugmynd um hvernig ég ætti að fara að því en fékk þá strax boð í draumi um hvemig ég skyldi standa að því. Ég gerði Landsvirkjun þegar viðvart um þetta þegar áformað var að virkja á þessu svæði og mér sýnist reyndar á þeim teikningum af framkvæmdunum sem nú eru í umhverfismati að þar hafi menn fært áformaða stöðvarhússbygg- ingu aðeins norðar. Þar með ætti blettinum að vera borgið og er það vel,“ sagði Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut. Hvorki beita né slá Þótt Daníel hafi ekki orðið var við neitt dulrænt á sinni tíð hefur hann þó kynnst afleiðingum álagabletts- Halda sig fjaerri Kæsi: Kýrnar í Akbraut hafa lært af biturri reynslu að ekki má bíta grasið á álagablettinum Kæsi. Engin hætta er á slíku lengur þar sem bóndinn á staðnum, Daníel Magnússon, hefur girt hólinn af. ’ DV-myndir GVA Birtist mér í draumi: „Mér var ráðlagt af miðli að girða álaga- Akbraut í Holtum: Bóndinn í Akbraut, Daníel Magnússon, blettinn af og birtist mér í draumi skömmu siðar hvernig ég ásamt heimilistíkinni Týru á álagablettinum umtalaða sem ætti að standa að þeirri framkvæmd," segir Daniel um raf- stendur við bæjarhúsin. magnsgirðinguna sem umlykur bæði hólinn Kæsi og sjálfan bæinn. ins. „Gömul munnmæli segja að þarna megi ekki beita, slá né nýta á neinn hátt. Þegar hóllinn var ógirt- ur kom það fyrir að kýr og ær voru þar á beit en þær biðu þess jafnan Munum ekki „Á þessum stað erum við með nokkra virkjunarkosti í umhverf- ismati. Samkvæmt einum þeirra yrði stöðvarhúsið á milli hól- anna tveggja, Kæsis og Hamars," sagði Guðlaugur Þórarinsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, í samtali við DV um áætlanir Landsvirkjunar hjá Akbraut. „En þetta er allt enn í athugun og er búið að senda mat í Skipulags- stofnun. Við væntum úrskurðar þaðan í ágúst. En það hvort byggt verður á Akbraut eða hin- um megin við ána kemur í ljós á næstu misserum." skaða. í gegnum tíðina hef ég misst eina kú og 3 til 4 ær auk þess sem nokkur dýr til viðbótar hafa veikst illa.“ Daníel bendir á að í jarðskjálft- raska Kæsi Guðlaugur hefur heimsótt Daníel Magnússon, bónda á Ak- braut, nokkrum sinnum og hef- ur hann bent Landsvirkjun á að Kæsir kunni að vera álagablett- ur. „Þetta kemur ekki oft fýrir en í slíkum tilvikum er sérstök áhersla lögð á að raska ekki hól- um eins o'g Kæsi við fram- kvæmdirnar. Daníei hefur bent okkur á hvaða reynslu hann hef- ur af Kæsi í gegnum búskap sinn og finnst mér sjálfsagt að taka til- lit til þess,“ sagði Guðlaugur. eirikurst@dv.is anum á Suðurlandi árið 2000 hafi allt farið af stað í hólnum við hlið Kæsis, Hamri, en engin röskun varð á hinum meinta álagabletti. Hann sé því ekki í vafa um að sitt- hvað meira búi að baki í sambandi við hólinn og að mannverurnar eigi sem minnst að hrófla við honum. „í gegnum tíðina hefég misst eina kú og 3 til 4 ær, auk þess sem nokk- ur dýr til viðbótar hafa veikst illa." Ef af framkvæmdum verður hjá Akbraut mun Daníel þurfa að flytja bæinn sunnar en hann mun þó halda landi sínu að mestu. Allt útlit er því fyrir að álfar og menn geti áfram búið í sátt og samlyndi á þessum umdeilda stað. agust@dv.is / eirikuTst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.