Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						12
(þróttir
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975.
Iþróttir
Iþróttir
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975.
Iþróttir
Iþrottir
Iþróttir
Iþróttir
13
Nú kemur markið
-finn
á mér!
— segir Jón Ólafur Jónsson, aldursforseti í liði Keflvíkinga
/vÉf Celtic er bezta lið
SkotlandS/ þá vinnum við
Dundee United, " sagði
hinn síungi Jón Ólafur
Jónsson þegar við hittum
hann í húsinu sínu, sem
hann er að byggja. Jón
ólafur er aldursforseti
liðsinS/ 35 ára.
„Ég hef alltaf verið með i
Evrópukeppninni og aldrei
skorað, en ég finn það a mér — á
þriðjudaginn kemur það fyrsta.
Hvort ég ætli að leggja skóna á
hilluna? Ertu vitlaus maður! Ég
hef það gaman af fótbolta og á
meðan ég kemst i lið, þá leik ég.
Að visu verður maður að hafa
meira fyrir þessu, en það er þess
virði.
Heimsmeistari a
líkamsþyngdinni
Pyotr Korol, Sovétrikjunum,
varð heimsmeistari i léttvigt á
heimsmeistaramótinu i lyfting-
um i Moskvu i gær. Lyfti samtals
312.5 kg. — snaraði 135 kg. og
jafnhattaði  177.5.  kg.  Zbigniew
Kaczmarek, Póllandi, varð annar
með sama þunga — en hafði meiri
likamsþunga. Hann bar beztur i
snörun með 137.5 kg., en jafnhatt-
aði 175 kg. Þriðji varð Mladen
Kuchev, Búlgariu, með 302.5 kg.
Zaragozza steinlá
Inter, Bratislava, varð síðast
tékkneskur meistari f knatt-
spyrnu 1959 — vann óvæntan stór-
sigur á spánska liðinu kunna,
Real Zaragozza, i UEFA-keppn-
inni i gær. og  sigraði  með  5-0
eftir  1-0  i hálfleik. Ahorfendur
voru 7000 og  fögnuðu  mörkum
Lenvincky, Luprich,  Patras,
Jurkemik  og Sjanek, mjög.
Besta lið, sem ég hef leikið
gegn, var Ferencvaros frá Ung-
verjalandi — þá voru Ung-
'verjarnir lika á toppnum. Florian
Albert var upp á sitt bezta og
þegar áhorfendur vildu mark,
kallaði fólkið ekki mark, mark,
heldur Albert, Albert, og á
skömmum tima skoraði hann
þrjú mörk — stórkostlegur leik-
maður.
Fyrsta árið, sem ég lék i 1.
deild, var með Isfirðingum
sumarið '62. Við höfðum sigrað
Keflvikinga 7-3 sumarið áður i
úrslitaleik um  1. deildar sætið.
En okkur gekk ekki sem bezt i
1. deildinni — fengum eitt stig —
uppi á Skaga, 0-0. Eitt mark
gerðum viðog fengum á okkur 36,
já hvorki fleiri né færri en 36!
Okkar eina mark kom á Laugar-
dalsvellinum. Þá töpuðum við
fyrir Val, 1-2, og misstum viti rétt
i lokin. En sem sagt, sumarið '63
flyt ég til Keflavikur og hef leikið
með þeim siðan. Unnið alla titla,
sem hægt er að vinna i islenzkri
knattspyrnu. Þann siðasta nú um
daginn, Bikarinn."
h.h.
Jón ólafur ,,að múra" nýja húsið
sitt I Keflavfk. Ljósmynd DB —
Bjarnleifur.
i
Á
// Ég ætla að hætta í haust
— þegar við erum búnir að
vinna Skotana. Við höfum
alla burði til þess, góðan
markmann, sterka vörn,
góða miðju og á þeirra
degi/  góða  sóknarmenn,"
Grétar Magnússon við vinnu slna
,,hátt uppi" á Keflavikurvelli i
gær. Ljósmynd DB — Bjarnleifur.
sagði Grétar Magnússon,
þegar við hittum hann að
starfi súður á Keflavíkur-
f lugvelli.
,,Ég verð þritugur i haust og
þetta er orðin ólaunuð atvinnu-
mennska. Það hefur orðið mikil
breyting á islenzkri knattspyrnu
eftir að erlendu þjálfararnir
komu. Joe Hooley er mjög góður
þjálfari — en hann gerði lika
miklar kröfur. Leikmenn eins og
ég, menn sem vinna mikið, erum
metnir meir — menn lita meira á
liðsheildina. Með breyttu leik-
skipulagi hefur árangurinn ekki
látið á sér standa. Ég var með i
Magdeburg og það var stór-
kostlegt — já! ógleymanleg ferð.
Annars er mikill hugur i strák-
unum, sérstaklega eftir að við
unnum bikarinn — það lyfti
mönnum upp. Ég er viss um, að
áhorfendur eiga eftir að
hvetja okkur vel — sérsteklega af
þvi leikurinn er hér i Keflavik.
Völlurinn hér er okkar eini sanni
heimavöllur.
h.h.
Mikil reynsla að leika
við beztu menn Evrópu
— segir Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins
,,Við erum mjög ánægðir með
aA lcika i Keflavik, allir vilja
endilega vera með. Ef áhorf-
endur hvetja okkur dyggilega á
þriðjudaginn, verður hér mikil
stemmning — já, ég held við
vinnum Skotana," sagði Einar
Gunnarsson, fyrirliði Kefl-
vikinga, þegar við hittum hann
við vinnu i frihöfninni á Kefla-
vikurvelli i gær.
„Það ergaman að vera fyrirliði
i Keflavikurliðinu — við erum
geysilega samstilltir. Æfum vel
og hugurinn stefnir að.sigri.
Það gefur auga leið að þátttaka
okkar i Evrópukeppni hefur
komið okkur til góða. Að leika við
beztu knattspyrnumenn Evrópu
er stórkostleg reynsla.
Erfiðustu lið, sem ég hef leikið
á móti, eru ensku liðin — Everton
og Tottenham. — Þetta voru svo
stórir karlar. Eins og hlaupa á
steinvegg,  ef  maður  rakst  á
Einar Gunnarsson
ÍBK. Ljósmynd
Bjarnleifur.
•  fyrirliði
DB    —
Chivers og Royle. Já, þarna
vorum við eins og smástrákar við
hliðina á þeim — þú getur rétt
imyndað þér. Real Madrid var
allt öðruvisi. Þeir voru svo nettir.
Spiluðu meginlandsknattspyrnu.
Þar er ekki byggt upp á vöðvum.
Hitt er svo annað mál, að bezti
leikmaður, sem ég hef leikið gegn
er Cryuff. Hann var hreint stór-
kostlegur, þegar við lékum við
Hollendingana i heimsmeistara-
keppninni. Akafiega flinkur og
skilningur hans á leiknum er mik-
ill — stórgóður leikmaður.
Vikingstrúin hafði ef til vill
einhver áhrif svona undir niðri — ,
annars voru menn að gera grin að
þvi eftir leikinn við Skagann, að
næst þegar Vikingur léki I bikar-
keppninni þá yrði sá leikur
auglýstur sem úrslitaléikur —
hinn eini sanni úrslitaleikur.
h.h.
M^OT
-'¦'¦-'-¦¦'¦¦¦¦  1
¦¦*!&**   t •
Hafstewn Guémimt'ssoH, fermatur tBK — eg strákarnir f f*>hilta f
baksýn. Blða eftir að knötturihu komi fyrir markið úr hornspyrnu.
Ljósmynd DB — Bjarnleifur.
i
Skoraði
hjá Pat
„Ég kom inn i liðið 1971, þegar
Einar Helgason frá Akureyri var
með okkur," sagði Ólafur Július-
son, þegar við spurðum hann hve-
nær hann hefði byrjað með
meistaraflokki. „Siðan hef ég
leikið 14 iandsleiki og skorað eitt
mark — gegn A-Þjóðverjum '73.
Ég skoraði 'i Evrópuleiknum á
móti Tottenham. Þá átti Gisli
hörkuskot, sem Pat Jennings hélt
ekki og þar var ég til að pota
knettinum i Spurs-markið.
Sterkasti bakvörður, sem ég
hef leikið á móti hér á landi, er
Ólafur Sigurvinsson — hann er
sterkur, já, geysiöflugur.
Annars skal ég segja þér, að ég
finn það á mér, að vi* vinnutn á
þrit^MM^iMi. — Aiv«g VÍK
aé tMte «M C«We lii*Mg>M
.h
Hörkuleikur ef áhorf-
endur styðja okkur vel
,;KefIavikurIiðið hefur staðið
sig vel I sumar — unnið þrjá bik-
ara af fjórum. Einhvers staðar
hefði það þótt gott," sagði Haf-
steinn Guðmundsson, formaður
iBK, igær, þegar við hittum hann
á heimili hans.
,,Hooley er frábær þjálfari — en
skapmikiil. Hann gerði góða hluti
I vor, en skapið varð honum að
falli. Það er engin launung, að við
stóðum okkur ekki nógu vel i
deildinni. Aldeilis furðulegt hvað
viö töpuöum oft með einu markr
— já, það er oft stutt milli sigurs
og ósigurs. Guðni hefur staðið sig
mjög vel — reyndar höfðum við
haft hann lengi i sigtinu.
Við höfum leikið við mörg beztu
lið Evrópu — það hefur skapað
reynslu, sem hefur komið okkur
til góða. Ég er aldeilis viss um, að
þessi reynsla kemur okkur til
góða á þriðjudaginn. Styðji áhorf-
endur vel við bakið á strákunum,
þá fáið þið að sjá hörkuleik.
Já, það verður islenzkur sigur á
þriðjudaginn."
h.h.
Stórórangur á
stúdentamótí!
Heimsmeistaram'ót stiidenta i
frjálsum iþróttum hdfst i Róma-
borg i gær — á Olympiuleikvang-
inum. Austur-Evrópuþjóöirnar
settu mest mörk á fyrsta daginn
og frábær árangur náðist. Þátt-
takendur eru yfir 650 frá 45 lönd-
um.
Keppt var til úrslita i fimm
greinum i gær. Stúlkur frá Aust-
ur-Evrópu sigruðu i þremur
kvennagreinum — Itali i 10 km og
Kanadamaður i kúluvarpi. Þá
hófst keppni i fimmtarþraut.
Eftir fyrri daginn var Zeilbauer,
Austurriki, beztur með 4007 stig.
Bobin, Frakklandi, var með 3878
stig og Wernsdorfer, V-Þýzka-
landi, 3ji með 3835 stig.
Úrslit i gær.
10000 m hlaup
Valerengen
tapaði
Athlone Town, irska fririkinu,
yfirspilaði norska liðið Valer-
engen i Athlone i gær i fyrri leik
liðanna i UEFA-keppninni. Sigr-
aði 3-1 og var það allt of litill sigur
eftir gangi leiksins.
Strax á 3ju min. skoraði Martin
eftir að markvörður Valerengen
hafði misst knöttinn. Norska liðið
.jafnaði sjö min. siðar — en vegna
slakra markskota náði Athlone
ekki forustu aftur fyrr en á 66.
min. Þá skoraði Davis og fimm
min. fyrir leikslok skoraði hann
3ja mark irska liðsins. Olsen
skoraði mark Valerengen.
1. Fava, Italíu,          28:37.9
2. Flouroiu, Rúmeniu,    28:52.3
3. Brown,  Bretlandi,  29:03.5
Kúluvarp karla
1. Dolegiewicz, Kanada, 19.45
2. Yarosh, Sovét,          19.11
3. Stoev.Búlgaria,         18.90
4. Stahlberg, Finnl.        18.32.
HALLUR
SIMONARSON
Iþrottir
3000 m  hlaup kvenna
1. Andrei, Rúmeniu,
2. Wright, Kanada,
3. Ulmasova.Sovét,
Arangur Wright er nýtt,
diskt met.
Langstökk kvenna
1. Nigrinova,Tékkósl.'
2. Catineanu.Rúmenia,
3. Geroghiu, Rúmenia,
Kúluvarp kvenna
1. Stoyanova, Búlgaria,
2. Loghin, Rúmenia,
3. Makauskaite.Sovét,
8
8
54.09
54.94
55.88
kana-
6.48
6.34
6.32
18.99
18.21
18.06
i
i
ólafur Júlfusson er verkstjóri á Keflavikurflugvelli. Ljósmynd DB —
Bjarnleifur.
Birmingham rak Goodwin
Birmingham City — 1. deildar-,
félagið enska — rak I gær
framkvæmdastjóra sinn, Freddie
Goodwin. Þetta hefur lengi legið i
loftinu — og litlu munaði, að hann
væri látinn fara i fyrravor. Good-
win var kunnur leikmaður með
Manch.Utd.ogLeeds áður en hann
sneri sér að þjálfun. Birming-
ham náði honum frá Brighton
eftir að hann hafði náð góðum
árangri þar sem framkvæmda-
'stjóri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24