Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1976 — 203. TBL, RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMl 27022 Sjö hafa þegar verið yfir- heyrðir í ávísanamálinu Flestir reikningshafa telja notkun sína á ávísanareikningunum hafa verið sér heimila Yfirheyrslur í ávísanakeðju- málinu eru nú hafnar eins og Dagblaðið hefur skýrt frá, og hafa sjö menn þegar verið yfir- heyrðir. Hrafn Bragason um- boðsdómari hefur stjórnað yfir- heyrslum, en honum til að- stoðar er Guðmundur Guð- v___ mundsson rannsóknarlögreglu- maður. Notkun segulbands er til mikils hagræðis við yfirheyrsl- urnar. Blaðið hefur áreiðanlegar heimildir fvrir þvi að flestir ef ekki allir hinna 15 reiknings- hafa, sem fyrst verða yfir- heyrðir í þessu máli, telji notkun sína á ávísanareikning- um hafa verið heimila enda hafí hún verið með fullri vitund og samþykki viðkom- andi viðskiptabanka. Meðal annars hafi verið teknir sór- stakir vextir af yfirdrætti sem var umfram formlega heimild. Eins og fram hefur komið er dómsrannsóknin gerð að beiðni Seðlabankans. Er ekki vitað hvort umboðsdómarinn hefur fengið í hendur framburði for- stöðumanna og bankastjóra við- skiptabankanna um viðskipti þau sem rannsóknin beinist að. Sýnist óhjákvæmilegt að aflað verði framburðar þessara aðila um ofangreind viðskipti. Frum- yfirheyrslum verður nú haldið áfram. — BS. * . . Flugránið: Rœningjarnir voru vopnlausir „íslenzka áœtlunin" miðar að því að afgreiða flugrœn- ingja fljótt og vel Sjá bls. 4 Flugræningjarnir, sem rændu flugvél TWA- flugfélagsins og neyddu flug- stjóra hennar að fljúga til Parísar gáfust upp snemma í gærmorgun á de Gaulle flug- vellinum. Þá höfðu þeir verið sannfærðir um, að dreifirit þeirra hefði verið birt í flestum stórblöðum og ránsins getið í öllum helztu fjölmiðlum heims- ins. Við rannsókn kom í ljós, að ræningjarnir fimm, sem hér sjást í handjárnum á flugvellin- um, höfðu verið óvopnaðir, en haft í hótunum allan tímann. í nótt komu þeir til New York, þar sem þeir verða sóttir til saka og eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Sjá nánar frásagnir af at- burðinum á bls. 4 og í erl. frétt- um á bls. 6—7. — eiga yfir höfði sér lífstiðarfangelsi fyrir mannránið SKILRÍKIÍSLENZKS FLUGMANNS FUNDUST í ÍBÚÐ MORÐINGJA í NEW YORK - Flugmaðurinn segist hafa verið rœndur Fyrir skömmu var islenzkur Flugleiðaflugmaður rændur öllum sínum skilríkjum vestur í New York og hefur hann fengið ný skilríki, þar sem hann átti ekki von á að hin kæmu í leitirnar. Nokkrum dögum siðar var framið morð í Newport í New York og var maður nokkur handtekinn þar sem morðinginn. Að venju var gerð húsrannsókn hjá honum ef vera kynni að eitthvað fyndist er kynni að gefa lögreglunni einhverjar frekari visbend- ingar. Meðal hluta sem fundust í ibúðinni voru skilríki flug- mannsins. Blaðið fékk í morgun staðfest hjá Flugleiðum að maðurinn hefði glatað skilríkjum sinum og fengið ný, en ekki var þar vitað nákvæmlega með hvaða hætti það varð. Flugmaðurinn var i flugi í morgun og náði blaðið því ekki tali af honum til að fá frekari skýringar á þessu. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.