Dagblaðið


Dagblaðið - 25.04.1977, Qupperneq 12

Dagblaðið - 25.04.1977, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1977. " 12 r Að vera hluti af nátturunni Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON mörkin milli líkamans ojí lands- Haukur Dór Sturluson býr ásamt fjölskyldu sinni úti á Álftanesi þar sem hann hefur byggt sér vinnustofu svo nálægt hafinu að sjávarlöðrið dynur þar á gluggum 1 meðal- roki. Þar hefur Haukur stund- að leirkerasmíði um árabil og er án efa einn snjallasti verk- maður í þeirri grein sem við eigum. En færri vita að Haukur Dór hefur lengi teiknað og mál- að og þessa dagana sýnir hann afrakstur þeirrar iðju á Kjarvalsstöðum í samfloti með Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Heimkynni Hauks Dór eru að mörgu leyti táknræn fyrir hann sjálfan, — hann er í senn dulur og skapmikill og lítið fyrir að útskýra með orðum hvers vegna og hvernig hann fæst við það sem hann gerir og telur að skýringin liggi einfaldlega í verkunum. Engu að síður freistaði undirritaður þess að eggja hann til svara. Aðalsteinn Ingólfsson: „Hvernig leiddist þú út í list- nám?“ Haukur Dór: „Ætli það hafi ekki verið á ósköp svipaðan hátt og aðrir. Maður var að teikna og föndra sem strák- patti. Ég man t.d. eftir því að mér fannst aldrei leiðinlegt að vera lasinn því þá fékk maður liti og litabækur að gjöf. 18 ára fór ég til náms í járnsmíði og var reyndar að vinna í smiðju þegar einn vina minna kom og var að suða í mér að fara í Myndlistarskólann, en þá var Ragnar Kjartansson þar dríf- andi kennari. Ég lét til leiðast og var nokkur ár í tímum hjá honum í teikningu. Síðan ákvað ég að halda áfram og fór til Skotiands." A.I.: „Hvers vegna fórstu svo í leirkerasmíði?“ H.D.: „Það var eiginlega fyrir tilviljun. Ég ætlaði í myndlist og leirinn var aukafag. Ég hugsa að ég hafi gert mér grein fyrir því að maður þyrfti að draga fram lífið á einhverju. Svo fór ég til Kaupmanna- hafnar í tveggja ára framhalds- nám í myndlist.“ A.I.: „Hvaóa hugmyndir haf-. .r þú gert þér um hlutverk og gildi leirkerasmíði?" H.D.: „Ég held að ég hafi ekki gengið með neinar skúlptúr- hugmyndir í maganum gagn- vart henni. Ég gerði mig ánægðan með að vinna við tiltölulega einfalda nytjahluti. Endurtekning þarf ekki alltaf að vera slæm. Það er ánægja fólgin í því að vinna stöðugt að því að fullkomna eitt form. í þessu er líka náttúruleg hrynjandi, maður er í tengslum við jörðina og líður vel. Þetta er nautn.“ A.I.: „Hvað viltu segja um hinn mikla uppgang leirkerasmíði hér á landi síðustu ár?“ H.D.: „Það er ekki nema gott eitt um það að segja. Okkur er smátt og smátt að fara fram. Að vlsu er framleiðslan ákaflega misjöfn. Sjálfur sé ég stælingar á mínum verkum í búðarglugg- um í bænum, sem er líklegast nokkurs konar viðurkenning.“ A.I.: „Þú hefur lengi verið tor- trygginn gagnvart hugtakinu „listamaður", svo og því sem við geturn nefnt „listaklikur'V H.D.: „Ég hef alltaf verið feiminn við hugtakið „list“. Mér finnst þetta vera puntuorð. Sjálfur er ég ánægður með að vera handverksmaður. Hingað til hef ég ekki heldur getað fellt mig við hugmyndina um Ustamannasamtök, — í gamla daga var ég meira að segja rekinn úr SÚM vegna ómann- blendni. Eg hef aldrei verið það sem nú er nefnt ,,félagsvera“." A.I.: „En nú ertu orðinn limur í FÍM.“ H.D.: „Jú. En ég hef það á tilfinningunni að sá félags- skapur sé mun lýðræðislegri og opnari en hann var og nálgist það að vera fagfélag, — sem mér finnst eina rétta stefnan.“ A.I.: „Nú hefur þú ákveðnar skoðanir á myndlistargagnrýni eins og hún hefur verið stund- uð hér.“ H.D.: „Það yrði langt mál að gera henni tilhlýðileg skil. En mér finnst sem hér hafi lengi skort uppbyggjandi gagnrýni, —gagnrýni sem leitast við að byggja upp en ekki rífa niður. Hún þarf ekki að vera „jákvæð", heldur þarf hún að vera skrifuð með jákvæðu hug- arfari, einhverri ánægju yfir því að einhver skuli yfirhöfuð vera að setja saman myndir. Eg nefni engin nöfn en bróður- parturinn af þeirri gagnrýni, sem skrifuð hefur verið hér, hefur verið illa uppbyggður og skrifaður af hvötum sem maður ekki skilur. Það er eins og ákveðnir skriffinnar hafi ekki einu sinni áhuga á mynd- list.“ A.I.: „Nú hefur þú verið að dunda við að mála í mörg ár og hafa menn aðallega minnst á tvennt í sambandi við þessi verk þín, — áhrifin frá Bacon og hina hrjúfu áferð.“ H.D.: „Bacon var í tísku þegar ég var í Edinborg og hef ég haft miklar mætur á honum síðan. Ég finn einfaldlega fyrir ein- hverju sambandi okkar í milli. En það er yfirborðslegt að benda stöðugt á Bacon-áhrifin hjá mér og sjá t.d. ekki áhrifin frá Soutine og Goya sem eru allt að því eins mikil.“ A.I.: „Varla er það bölsýnin sem dregur þig að Bacon.“ H.D.: „Nei, alls ekki. En það er einblínt um of á þá hlið í verk- um hans og menn gleyma lífs- nautninni í þeim, litagleðinni og hve stórkostlega munaðar- legur kroppatemjari hann er í málverkunum. Hann endur- speglar mannlífið á eins voldugan, markvissan og ein- faldan hátt og hægt er að hugsa sér.“ A.I.: „Veistu hvers vegna þú málar tilbrigði um fólk eða landslag fremur en afstrakt verk?“ H.D.D.: „Eg held að ég geti ekki skýrt það. Mynd er mynd og mál er mál. En þó eru mínar myndir fullar af afstrakt form- um ef grannt er skoðað. Líkamsformum er umbreytt í eitthvað sem er greinilega „af- strakt“ en minnir þó á manninn.“ A.I.: „Hvað um áferðina?“ H.D.: „Hún gegnir ekki beinu hlutverki í myndunum. Hún er til marks um það hversu lengi ég hef unnið við myndirnar. Kannski hef ég of-unnið þær. Það er líka viss nautn 1 því að mála þykkt.“ A.I.: „Nú hefur þú sett öll málverkin á sýningunni undir gler. Hvaða tilgangi þjónaði það?“ H.D.: „Glerið gerir þau heillegri og þau verða ekki eins persónuleg fyrir vikið, — standa sjálfstætt." A.I.: „Hvenær er mynd vel heppnuð í þínum augum?“ H.D.: „Þegar hún gefur af sér aðra mynd. Myndir eru ávallt hluti af málaranum og þvl 1 samhengi. Málarinn sjálfur er siðan hluti af stærri heild sem er náttúran sjálf. Mér hefur alltaf leiðst það þegar talað er um málvcrk sem spegilmyndir náttúrunnar, — þau eru náttúran. En þessi sköpun lista- mannsins er furðuleg árátta og reyndar óútskýranleg." A.I: „Hvað olli þvi að þú fórst úr fígúratífu málverki og yfir í landslagstilbrigði?" H.D.: „Eins og kemur fram í þvi sem ég var að segja, þá er hvort tveggja hluti af sömu heildinni. Mér hafa ávallt þótt lags heldur óljós. Sumar þessar „landslagsmyndir" byrja meira að segja sém myndir af fólki. En ég hef ekki skapað mér neina hugmyndafræði i sambandi við þetta, — ég geng að málun eins og hverju öðru verki." A.I.: „Gerir þú teikningar að málverki áður en þú byrjar á því?“ H.D.: „Nei, aldrei. Ég vinn algjörlega úr hugmyndum á striganum sjálfum. Og þær hug- myndir koma aðeins með því að vinna og vinna meir. Ég gef skít í það sem menn kalla „innblástur". Að mála er eins og að elska konu — það getur maður aðeins með því að gefa sig á vald athöfninni af lífi og sál.“ A.I.: „Hefur þú nokkurn tíma málað undir áhrifum áfengis?" H.D.: „Aðeins ef ég er alveg kominn 1 strand. Afengið getur þá losað um hugarflugið. En maður getur aldrei gert góða mynd undir sllkum áhrifum, — að reyna það eru svipuð helgi- spjöll eins og að reyna að elska konu í því ástandi.“ A.I.: „Framtíðaráform?" H.D.: „Ég er nú búinn að vinna við keramik 1 tlu ár. Ég vildi gjarnan geta unnið við málverk næstu tíu árin: En þar sem buddufólkið virðist ekki hafa áhuga á myndum mínum í bili sé ég fram á það að þurfa að tvískipta mér eins og hingað til.“ Ovenjuleg en ekki ólögleg beiðni til umfjöllunar Dómstóll einn í Los Angeles hefur ógilt beiðni í erfðaskrá konu nokkurrar, þar sem hún fór fram á „að verða grafin við hliö eiginmanns síns í ákveðnum blúndunáttkjól í Ferrari bílnum sínum, með framsætin þægilega hallandi." Dómstóllinn kvað upp úr með að þessi tilmæli konunnar væru mjög övenjuleg en ekki ólögleg. Á meðan málaferlin vegna greftrunarbeiðni konunnar, sem hét Sandra Illene West, hafa staðið yfir bíður líkami hennar í bráðabirgðagröt hjá útfararstofnun í San Antonio Texas. Áður hafði líkið verið smurt og tinsað til eins og tízka er að gera við lík þar í landi. -A.Bj. Kissinger kemur sér upp einkalífverði Nú líður senn að því að Ilenry Kissinger fyrrverandi utanrikisráðherra Banda- ríkjanna missi lífvörðinn sinn, sem hefur verið úr röðum leyniþjönustunnar. Ilann er að reyna að koma sér upp einkalífverði sam- kvæmt fregnum frá Washing- ton. Sagt er að hann hafi þegar ráðið til sin Walter nokkurn Bothe, leyniþjónustumann. Hann varð fyrir skoti fyrir tveimur árum er hann var að gæta Kissingers. Bothe þessi lætur af störfum hjá leyni- þjönustunni 1. maí næst- komandi og haft er fyrir satt að hann sé á höttunum eftir öðrum starfandi leyniþjónustu- mönnum og vilji hann fá þá til að gæta Henrys litla Kissingers. -A.Bj. Þrœlsterkir stálofnar fyrir íslenskar aðstazður Framleiðum samkvæmt íslenskri hönnun nýja tegund stálofna sem eru sérstaklega ætlaöir til að þola og nýta hitaveituvatn sem best. Þelrero: Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en aörir ofnar hériendis. Fyrirferöalitlir, falla vel í umhverfið. Þykkt frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir eöa fjórfaldir, eftir aöstæöum, til bestu hitanýtni fyrir hvern og einn. Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur afgreiöslufrestur. STfiLOFNfiRHF. ANANAUST VlO GRANDAGARD HUSI O'. EILINGSEN. SIMI2814U

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.