Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 1
( RéttarhöldíGeirfinnsmálinuálokastigi:~J- RAUÐHÓLAR EKKI RÉTTISTAÐURINN --- _ — segir einn gæzlu- fanganna Við réttarhöld í Geirfinns- málinu að undanförnu hefur komið fram fullyrðing eins ákærða í málinu þess efnis að lík Geirfinns Einarssonar hafi aldrei verið flutt í Rauðhóla, eins og fram var haldið, heldur dysjað á sorphaugum Hafnar- fjarðar. Hefur einnig komið fram að þar muni jafnvel vera lík Guðmundar Einarssonar, sem nokkrir sömu menn eru ákærðir fyrir að hafa banað. Samkvæmt fyrrgreindri full- yrðingu var lík Geirfinns Einarssonar ekki flutt til Reykjavíkur, eftir hina ægilegu atburði í Dráttarbraut Kefla- víkur að kvöldi 19. nóvember 1974, heldur beint á sorphaug- ana í Hafnarfirðv Rétt er að hafa i huga i þessu sambandi að margsinnis áður hafa hinir ákærðu í málinu bent á nýja staði þar sem lík eiga að vera falin. Skipuleg leit að líki Geirfinns hefur ekki farið fram nýlega. Réttarhöld í Geirfinnsmálinu hafa staðið látlaust yfir undan- farnar vikur frá morgni til kvölds fyrir luktum dyrum sakadóms. Sér'nú fyrir endann á þeim. Máflutningur fer fram í haust. Þrír menn sitja í gæzluvarð- haldi — sem nýlega var fram- lengt um 150 daga — ákærðir fyrir að vera valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Sævar Marinó Ciesielski og Guðjón Skarphéðinsson eru í gæzlu- varðhaldi í Síðumúlafangelsinu en Kristján Viðar Viðarsson hefur undanfarið verið i „opinni gæzlu“ á Litla-Hrauni. OV Borgaryfirvöld hafa brugðið hart og skjótt við óskum borgarbúa að notfæra varma lækinn í Nauthólsvík, Volgu. í gær var allnokkuð lið mætt á staðinn til að hefja fram- kvæmdir við að lagfæra barma iæksins, en vegurinn við læk- inn hefur verið færður, þannig að biiaumferð á ekki lengur að verða þarna til ama fyrir bað- gesti. Trúlegá verður þarna líka einhver varzla síðar svo og búningsklefar. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Löggæzlumálin á Seyðisfirði: Ráðuneytið lofarað ástandiðbatni — bls. 4 Hluti afágóða ÁTVRí kennslustyrki til íþrótta- félaganna? — Sjá kjallaragrein ábls. 10-11 Heiti lækurinn lagfærður Skaðabótakröfur í Geirfinnsmálinu: Krofurnar eru í allt nær 300 milljón krónur Lögmenn fjórmenninganna, sem í fyrra sátu í 90 og 105 daga gæzluvarðhaldi að ósekju vegna Geirfinnsmálsins, munu á morgun senda fjármálaráðu- neytinu skaða- og miskabóta- kröfur umbjóðenda sinna. Nema samanlagðar kröfur mannanna fjögurra allt að þrjú hundruð milljón krönum. „Nú reynir á hvort yfirvöld fjármála og dömsmála vilja bæta þessum mönnum og fjöl- skyidum þeirra þjáningar þeirra að einhverju leyti, eða hvort ætlunin er að láta menn ganga í gegnum sama „tortúr" á nýjan leik með málshiifðun- um,“ sagði einn liigmannanna. Ingvar Björnsson, í samtali við fréttamann blaðsins i gær- kvöld. Kröfur hvers fjór- menninganna um sig eru á bilinu 60-80 milljónir. Gerð verður krafa um bætur fyrir vinnutap og fjárhagslegan skaða, miskabætur fyrir and- legar og likamlegar þjáningar meðan á gæzluvarðhaldi stóð og eftir að því lauk, mannorðs- skerðingu, röskun á stöðu og högum og fleiri atriði. Vega þessi atriði misjafnlega í út- reikningum fyrir hvern og einn’ mannanna fjögurra. Lögmennirnir hafa kosið að koma kröfum sinum á framfæri nú til að g;eta fyrningarákvæða í lögum um ineðferð opinberra mála. Hafa þeir í samtölum við fréttamann DB vísað til 18. kafla, 157. greinar laganna, þar sem segir: „Bótakrafa fyrnist á 6 mánuðum frá vitneskju aðila um ákvörðun um niðurfall rannsóknar eða ákæru eða upp- kvaðningu sýknudóms eða frá þyí, er aðili var látinn laus úr refsivist." Fjórmenningarnir — Einar G. Bollason, Magnús Leópolds- son, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Ólsen — hafa til þessa enga formlega til- k.vnningu fengið um að þeir séu lausir undan öllum grun í málinu. Þvi var hins vegar lýst yfir á blaðamannafundi í sakadómi Reykjavíkur 2. febrúar sl„ að svo væri. Hafa lögmenn fjórmenninganna leitað eftir formlegum til- kynningum þar að lútandi en ekki fengið. Hafa þeir einnig leitað eftir gögnum málsins, verið sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu, en heldur ekki fengið þau. Af hálfu dómsmála- ráðuneytisins hefur þvi verjð lýst yfir að „fjarskalega ósennilegt“ sé að samið verði um bætur i málinu. I DB 19. febrúar sl. var haft eftir Baldri Möller. ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu að stefna fjármálaráðuneytisins væri sú að semja ekki um meir- háttar bætur, heldur væri betra að láta dómstóla skera úr um þær. I ákæru rikissaksóknara á hendur banamönnum Geir finns Einarssonar segir i III. hluta: „Dæma skal um fjár- kröfur. sem uppi kunna að vera hafðar í málinu...” Má telja að rikisvaldið hafi þar með ákveðið hvernig bregðast eigi við skaða- og miskabótakröfum þeirra manna. er saklausir sátu í gæzluvarðhaldi vegna mein-. særis áka*rðu í Geirfinnsmál- inu. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.