Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 55
UM VARÐVEIZLU BÓKAKOSTS OG ANNARRA GAGNA 55 ofið teppi hvers konar kunnáttu og gróinna hefða; loftin hvelfingar yfir hinu ærna fé; andrúmsloftið þægilega temprað, þar sem þjálfaðir sérfræðingar leita lausna á þeim vanda að varðveita pappír og myndefni, vanda sem þeirra eigin iðnaður hefur orðið til að skapa og á sinn hátt að magna. Úti fyrir hverfur allt tímaskyn, og maður er minntur á hið ömurlega landslag, er Jorge Luis Borges lýsir í verki sínu „Borg liinna ódauðlegu“. Sá vettvangur, sem hér um ræðir, sýnir svo sárlega, hve litlu þjóð fær áorkað fyrir sjálfa sig, eigi hún ekki aðgang að upplýsingum og þeim snjöllu ráðum, sem í þeim eru fólgin. Að varðveita hið liðna á sinn þátt, bæði heimspekilega og stjórn- málalega, í því að skapa þjóðarvitundina, þessa sameiginlegu sjálfs- virðingu, sem er svo nátengd þeim vonum, sem við getum gert okkur um líðandi stund, og framtíðarvæntingum okkar. Ef þjóð reynist ófær um að vaka yfir menningararfi sínum og menningartáknum, hvort sem þær eru nú bækur eða byggingar, upphefst eins konar sálræn veiklun. Og við könnumst við næsta skrefið niður á við. Verk eru seld eða fiutt úr landi til að bjarga þeim, og þau gerð aðgengileg völdum fræðimönnum eða söfnurum, þar sem gætt er vandlega að hafa hið ákjósanlegasta hita- og rakastig. Það þarf ekki mikið hugarfiug til að ímynda sér, að sjálfvarðveizlu- þekkingin og tæknin gæti þar orðið hinn endanlegi sigurvegari! Pað er ekki að undra, að orðið conservation merkir einmitt að geyma og bannað er að lögum að fiytja meiriháttar handrit og prentgripi úr landi eða jafnvel úr þeim byggingum, sem þeim hefur verið fenginn samastaður í. Það er kaldhæðnislegt, að því fátækara sem eitthvert land eða landsvæði er, því viðameiri, fjölskrúðugri og mikilsverðari er oft menningararfur þess, svo að mann næstum óar við. Maður þarf ekki annað en heimsækja Bolivíu, Perú og Mið-Ameríku til þess að fá skilið slíka þversögn. Hvar sem þú lítur, kostar varðveizlan alltaf mikið, og þó að á henni sé venju samkvæmt hamrað í öllum yfirlýsingum um menningarmál, er reyndin sú, þegar að því kemur að ætla henni sinn stað, að fjárráðin eru hvergi í námunda við þarfirnar. Meira að segja Venuzuela, þar sem vissulega býr velmegandi þjóð, hvernig sem á það er litið, eigandi sér Pjóðbókasaf'n með rífiegri fjárveitingu til varðveizluþáttarins en þekkist í stofnunum þar um slóðir, þetta land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.