Vísbending


Vísbending - 05.08.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.08.2005, Blaðsíða 2
V ÍSBENDING ... og allir saman nú! Stjórnendur kvarta oft yfir því hve erfitt er að fá starfsmenn til þess að vinna vel, gera það sem þeir eru beðnir um að gera eða að taka frum- kvæðið og eigin hugkvæmni til að skapa fyrirtækinu framtíð. Sú var tíðin að það var hægt að fá þræla sem var hægt að berja áfram, hvort sem var í steinburði við pýramídabyggingar í Egyptalandi eða í bómullartínslu í suðurríkjum Bandaríkjanna. Eftir að þrælahald var formlega lagt niður og frelsisvindar hafa blásið um mestallan heiminn þá hafa stjórnendur þurft að borga fólki til þess að fá það til að gera sömu verkin - þó að sennilega enginn myndi fást í stein- burðinn í dag. Stundum verða þessar greiðslur líkastar því að verið sé að múta fólki til þess að vinna. Oftast er sú aðferð aftur á móti ekki líkleg til þess að leysa vandamál stjórnenda nema til skamms tíma. Gulrótin og pískurinn Sagan um þrælahald annars vegar og mútur hins vegar er sagan um písk- inn og gulrótina. Hvort tveggja hefur verið notað í hundruð ára til þess að fá fólk til þess að gera einhver verk sem fólk hefurannars ekki mikinn áhugaáað gera. Pískurinn hefur í gegnum tíðina misst talsvert mátt sinn. Eitt sinn stóð hann fyrir líkamlegar refsingar og hungur og ótta. Líkamlegarrefsingareru ekki lengur leyfilegar í siðmenntuðum samfélögum og öryggisnet velferðarkerfisins tryggir að enginn þarf að svelta. Óttinn hefur einnig minnkað frá því sem einu sinni var þar sem þó að það sé jafnan ekki skemmtilegt að missa vinnuna er ekki þörf fyrir sömu örþrifaráð eins og eina tíð. í sumum geirum er ógnunin um að missa vinnuna lítil sem engin þar sem fólk hoppar á milli starfa eins og það skiptir á milli sjónvarpsstöðva. Þar af leiðandi hefur það takmörkuð áhrif og venjulega þveröfug áhrif að ætla sér að fá fólk lil þess að vinna með því að nota hinn hefðbundna písk. Gulrótin hefur hins vegar sjaldan verið eins fengsæl og um þessar mundir. Reyndar er henni mest beitt á stjórn- endur og lykilstarfsfólk en allir sjá þó gulrótinni veifað reglulega. Aherslan hefur að einhverju leyti færst frá pískn- um, vegna þess að skorður hafa verið settar á notkun hans og að reynslan hefur sýnt að hann hentar illa í frjálsu samfélagi, yfir á gulrótina. Gulrótin kemur í mörgum gervum, t.d. sem launahækk- anir, bónus, kaupréttarsamningar, stöðuhækkanir, aukin fríðindi og svo framvegis. I seinni tíð hafa kaupréttar- samningar, þar sem samningurinn mið- ast við hlutabréfaverð, orðið æ meira áberandi. Það hefur hins vegar lengi verið þráttað um hversu vel þessar gulrætur virka í raun, hvort að þær leiði til þess að starfsfólk vinni betur en ella og auki virði fyrirtækisins. Feitar og góðar gulrætur æðstu stjórnenda í Bandaríkjunum hafa ekki skapað fyrir- tækjum aukið virði, öllu heldur orðið kostnaður fyrir hluthafa. Ahrifin eru fyrst og fremst skammtímaáhrif. Svipuð gagnrýni hefur verið sett fram á notkun á öllu rýrari gulrætur sem starfsfólki er almennt boðið. Ávinningurinn er ein- ungis til skamms tíma og brátt þarf að bjóða nýja gulrætur til þess að halda fólki við efnið. Þversögnin virðist vera að þrátt fyrir að gulrótin og pískurinn hafi verið megintólin til þess að fá fólk til þess að vinna að þá eru það ekkert sérstaklega áhrifarík tól og sennilega mun áhrifa- minni en ætla mætti, þó að það fari vissu- lega eftir efni og aðstæðum. X-kynslóðin Hugmyndin á bak við gulrótina og pískinn er ævagömul en Douglas McGregor setti hana í betra samhengi þegar hann fjallaði um X-fólk og Y-fólk í bók sinni The Human Side of Enterprise sem kom út árið 1960. Það er reyndar áhugavert hve mikla athygli þessi tvískipting McGregors fékk í ljósi þess að baki henni lágu engar rann- sóknir og hugmyndin var í raun einungis flokkun á eldri hugmyndum án þess að kynna til sögunnar nýja hugmynda- fræði. X- og Y-kenningarnar voru engu að síður fljótlega á allra vörum og enn í dag er varla fjallað um mál sem tengjast mannauðsfræðum án þess að minnast á þessa tvískiptingu. Kenning X segir að fólk sé yfir höfuð latt og leiðist að vinna og þess vegna þurfi að fá það til að vinna með písknum eða gulrótinni. Kenning Y segir hins vegar að fólk hafi þörf fyrir að vinna og vilji ná árangri og taka ábyrgð. Kenning Y hljómar þar af leiðandi mun betur í nútímasamfélagi. Vandamálið er hins vegar að rannsóknir benda lil þess að þetta sé alls ekki svona klárt og skorið, að hægt sé að flokka fólk annað hvort í X eða Y dilkinn. Þeir sem eru latir og áhugalausir við eitt tækifæri geta verið á tánum við annað tækifæri einungis vegna þess að eitthvað hefur vakið áhuga þeirra. Eins hefur það ekki reynst vel að leyfa starfsmönnum að gera það sem þeir vilja vegna þess að þeir eiga að vera í Y- flokknum. Warren Bennis, sálfræð- ingurinn og stjórnunarfræðingurinn, gerði tilraun á þessu á sjöunda áratuginum í háskólanum í Buffaló sem hann lýsti í bók sinni The Professional Manager. Hann ætlaði sér að breyta lúnum og þreyttum háskóla í einn besta háskóla Bandaríkjanna með því að nálgast starfsfólkið eins og það væri í Y-flokknum og setti ekki upp neinn strúktúr, stefnu eða eitthvað öryggis- net heldur treysti á að fólkið myndi gera það sem gera þyrfti. Niðurstaðan úr þessari tilraun var að þessi aðferð skapaði gríðarlega stemmingu en leiddi til hrapalegra mistaka. Það er oft áhugavert að ræða við íslenska stjórnendur en þeir virðast flestir aðhyllast að starfsfólk þeirra sé í X-flokknum. íslendingar hafa einnig verið fljótir að taka upp nýjar og ferskar gulrætur til þess að ýta og toga starfsmenn í rétta átt. íslendingar eru ekki einir um þetta, flest fyrirtæki virðast koma fram við starfsmenn sína eins og þeir væru í X- frekar en Y-flokknum. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt þar sem erfitt er að hætta að nota gulræturnar þegar allir aðrir eru að veifa þeim framan í hæfileikaríkasta fólkið. Þar af leiðandi má segja að X-kynslóðin sé enn ráðandi í fyrirtækjum, hvort sem hún var alin þar upp eða kom til af grundvallarhvötum mannlegs eðlis. Eymamerking Ymislegt hefur þó breyst í sambandi við tvískiptingu McGregors sem hefur að vissu leyti fært þessar kenningar nær hvor annarri. Mörg fyrirtæki blanda þessu saman með því að nota bæði gulræ tur og j afnframt rey na að gefa starfsmönnum ábyrgð og tæki- færi til að ná árangri og gera það ágætlega. Stjórnendur og starfsmanna- stjórar hafa í auknum mæli lært sálfræði, þar sem reynt er að tala um fyrir starfs- mönnum eða kveikja áhuga þeirra með huglægum þáttum. Oft eru þetta lítið annað en pískurinn og gulrótin í sálfræðilegu dulargervi. I sumum tilvik- um er sálfræðilegum blekkingum beitt til þess að stjórna fólki sem verður að teljast mjög ósmekkleg, svo ekki meira verði sagt, þróun stjórnunar. Spilað er á minnimáttarkennd, taugaveiklun og einstaklingsþarfir í stað þess að beita písknum og gulrótinni í hefðbundnu formi. Stundum er þetta áhrifarík leið en vandamálið er að þessi leið krefst þess að stjórnandinn sé hæfur til þess að greina hin ólíkustu sálartetur og átta sig á h vað togar og ýtir þeim áfram, að hann (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.