Vísbending


Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 3
ISBENDING annarra forsætisráðherra, þeirra Bjama Benediktssonar, Steingríms Hermanns- sonar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Asgrímssonar, hefur kaupmáttur náð að aukast urn 2,0 til 2,5%. Kaupmáttur rýmaði mest í stjómartíð þeirra nafna Steingríms Steinþórssonar 1950-1953 og Steingríms Hermannssonar 1988-1991, um liðlega 3%, og um 2,4% hjá Ólafí Thors árin 1959-1963. Aldrei betra Harold McMillan, forsætisráðherra Breta, notaði slagorðið „Þið hafíð aldrei haft það jafn gott“ á sjötta áratug 20. aldar. Surnir segja að Herbert Hoover hafí líka notað þetta slagorð þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1928. Þegar hann bauð sig fram aftur fjórum ámm seinna, í miðri kreppunni, hafi hann svo notað slagorðið „Verra gat það orðið“. Þegar litið er á mynd 1 sést að Halldór hættir sannarlega á toppnum og í lok stjómartíðar hans er kaupmáttur hér á landi meiri en hann hefiir nokkrn sinni verið. Tajla 1: Kaupmáttaraukning í tíð hvers forsœtisráóherra 1944-2006 Ártal Forsætisráðherra Kaupmáttaraukn/ár Ár 1944-1947 Ólafur Thors 4,9% 3 1947-1949 Stefán Jóh. Stefánsson 1,0% 2 1949-1950 Ólafur Thors -6,5% 0 1950-1953 Steingrímur Steinþórsson -3,1% 3 1953-1956 Ólafur Thors 4,9% 3 1956-1958 Hermann Jónasson 1,0% 2 1958-1959 Emil Jónsson 3,5% 1 1959-1963 Ólafur Thors -2,4% 4 1963-1970 Bjarni Benediktsson 2,3% 7 1970-1971 Jóhann Hafstein 10,7% 1 1971-1974 Ólafur Jóhannesson 9,5% 3 1974-1978 Geir Hallgrímsson -0,7% 4 1978-1979 Ólafur Jóhannesson 1,7% 1 1979-1980 Benedikt Gröndal 1,6% 0 1980-1983 Gunnar Thoroddsen -1,0% 3 1983-1987 Steingrímur Hermannsson 2,0% 4 1987-1988 Þorsteinn Pálsson 9,1% 1 1988-1991 Steingrímur Hermannsson -3,3% 3 1991-2004 Davíð Oddsson 2,1% 13 2004-2006 Halldór Ásgrímsson 2,5% 2 Heimild: Hagstofa Islands, útreikningar Vísbendingar. Stendur Evrópusambandið undir væntingum? Arið 1992 töldu margir að straum- hvörf yrðu í viðskiptum Evrópu- ríkja þegar mjög dró úr öllum hömlum. Flæði á vömm, þjónustu, vinnu- afli og fjármagni varð frjálst. Um svipað leyti stækkaði innri markaðurinn með inngöngu nýrra landa. Evrópska efna- hagssvæðið var stofnað sem millileikur og þar með vom öll lönd á Norðurlönd- um að mestu komin inn á sameiginlegan markað. Oraunhæfar væntingar? r Iíslenskum blöðum mátti á þessum tíma lesa um það að nú gætu íslenskir neyt- endur hugsað sér gott til glóðarinnar. Þeir gætu stundaðbankaviðskipli í Frakklandi og tryggt bílinn sinn í Þýskalandi, svo að dæmi væm tekin. Slík hefur ekki orðið raunin. Að vísu kann að vera að ekkert mæli á móti því að menn geymi peninga í erlendum bönkum en í raun hafa helst þeir sem leita skjóls fyrir skattayfírvöld- urn fært peninga sína þangað. Af ýmsum praktískum ástæðum vilja rnenn heldur skipta við banka sem einfalt er að eiga við ef eitthvað kernur upp á. Einnig má telja vafasamt að erlendir bankar séu spenntir fyrir því að lána einstaklingum sem þeir þekkja lítið til og þurfa að hafa talsvert fyrir að fylgjast með. Fyrirtæki hafa hins vegarnáð meiribankaviðskiptumerlend- is en áður. Tryggingar eru flóknari. Lög um þær eru ekki samræmd og því er alls ekki víst að skilmálar þýskra vátryggingafélaga i bilatryggingum uppfylli íslensk lög. En það er ekkert á móti því að erlend tryggingafélög bjóði þjónustu sína hér á landi og fjölmörg erlend félög hafa hér starfsleyfi. Þau hafa hins vegar ekki séð sér hag í því að hefja starfsemi í stórum stíl. Erlend félög sem hér hafa starfað, t.d. Ábyrgð, Skandia og Alliance, hafa verið seld innlendum aðilum. Verðjöfnun Þegar markaðshindranir falla er eðli- legt að búast við því að markaðurinn leiti þangað sem verðið er lægst. Þess vegna bjuggust margir við verðlækkun á mörgurn vörum þegar viðskipti færðust til þeirra landa sem best byðu. I könnun meðal evrópskra forstjóra' taldi meiri- hluti þeirra reyndar að verðlag væri að jafnast innan ES en það hefði hins vegar fremur hækkað en lækkað þegar evran var tekin upp. Jafnframt hefði upptaka hennar auðveldað Bandarikjamönnum aðgang að ntarkaðinum, en það gleður neytendur þó að foiTáðamenn fyrirtækja kætist ekki. Bandaríkjamenn selja vörur og þjónustu á sarna verði á öllu evru- svæðinu. Evrópskir framleiðendur hafa orðið að fylgja í kjölfarið. Verðið ræðst nú minna en áður af framboði og eftirspurn á einstökum landsvæðum og einn þein-a sem svaraði áðurnefndri könnun taldi að úr hagnaði drægi af því að neytendur ættu nú auðveldara en áður með að bera saman verð. Staðlaðar vörur Ein helsta grýla Evrópuandstæðinga er skrifræðið í Brussel. Endalausar reglugerðir eru að gera menn gráhærða að sögn. Það vakti athygli þegar upplýst var að hér á landi væri um það bil ein Evróputilskipun innleidd á dag og að svo hefði verið undanfarin tíu ár. Það fylgdi meira að segja sögunni að þó hefði aðeins brot af tilskipunum Evrópusambandsins tekið gildi hérá landi. Á stjómmálamönn- (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.