Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 34
Oscar Clausen: Frá grossera-verzluninni í Reykjavík Eftir miðja öldina sem leið eða 18.04, — árið sem verzlunin var gefin frjáls á íslandi — var svo ástatt í Kevkjavík, að þar voru 14 verzlanir, en aðeins 5 þeirra áttu innlcndir menn, hinar !) voru útlendar. Tveir útlendu kaupmannanna voru ætt- aðir sunnan úr Slésvík, en það voru þeir Peter Christian Knudtzon og Carl Franz Siemsen kaup- maður og konsúll. Þessir kaupmenn ráku þá stærstu verzlanirnar í höfuðstaðnum um áratugi og voru báðir efnaðir menn og velmetnir, sem settu svip sinn á bæjarfélagið. — Hinn fyrrnefndi, Knudtzon, sem hér verður sagt nokkuð frá, dvaldi þó aðeins hér á landi á sumrin, en var hér aldrei búsettur. Verzlun hans, sem kölluð var grossera-verzlunin í daglegu tali, var því hrein selstöðuverzlun, sem saup til sín verzlunarhagnaðinn til Danmerkur, þó að eigandi hennar léti hinsvegar ýmislegt gott af sér leiða, fram yfir skyldu sína, eins og sagt verð- ur frá hér á eftir. — Siemsen konsúll var giftur íslenzkri konu og búsettur hér í bæ, merkur maður og duglegur, sem vert væri að minnast í Frjálsri Verzlun við tækifæri. Grosseri Knudtzon var fæddur árið 178!) suður í Slésvík, sem þá laut Danakonungi, og hafði hann því réttindi til verzlunar innan Danaveldis eftir að verzlunin á íslandi var gefin frjáls fyrir alla þegna Dana 178.8, en ekki aðra. — Þegar Knudt- zon var 25 ára gamall, eignaðist hann stóra verzl- un í Reykjavík með þeim hætti, að tengdafaðir hans, ríki Thomsen eða Norðborgar-Thomsen frá Norðborg á Als, afhenti honum verzlun sína í Reykjavík í heimanmund með dóttur sinni, eins og nánar verður sagt frá hér á eftir. — Knudtzon var mikilhæfur maður, hagsýnn og duglegur, og komst ungur til metorða í kóngsins Kaupinhöfn. Þannig sat hann á stéttaþinginu í Hróarskeldu 1848, og var lengi bæjarfulltrúi í Kaupmannahöfn Hér á landi var Knudtzon vinsæll og varð vel til viðski])ta sakir prúðmannlegrar framkomu, en hags- muna sinna mun hann áreiðanlega hafa gætt með árvekni. Hann varð því forríkur maður, máske ríkastur allra íslenzkra kaupmanna á sinni tíð. — Hann og síðar sonur hans réðu vfir svo að segja allri verzluninni í Faxaflóa nærri alla síðastliðna um á meðan efnahagur þeirra er þröngur. Mjög er almennt, að t. d. botn- vörpuskip græða annað árið, og gætu þá grynnt á skuldum, ef arð- urinn væri ekki af þcim tekinn, en tapa svo hitt árið. Það árið, sem þau græða, verða þau eftir skattalögum vorum að greiða háan skatt. En ekkert er greitt til baka, þótt útgerð þessi tapi hitt árið. Þegar um jafnóviss- an atvinnuveg er að ræða, mundi það vera sanngjarnt að byggja skattgreiðslu slíks atvinnuvegar eftir meðaltalsarði t. d. síðustu 5 áranna. En örðugt mun vera að koma þeirri aðferð við nú, af því að eigi er hægt að byggja á ástandi því, sem verið hefir síðustu árin. En augljóst er það mörgum, að sá atvinnuvegur er illa staddur, og þolir j)ví ekki háa beina skatta, umfram tolla, sem hvíla á flestu, sem hann notar. Hins vegar getur verzlunin í mörgum tilfelluni velt sköttunum yfir á almenning, eins og reynslan er í öðrum löndum, og gert tekju- skattinn þar mcð að óbeinum skatti. Beinu skatta fyrirkomulagið í stórum stíl er tiltölulega ungt, og munu Bandaríkin hafa gengið á undan með að innleiða |)að, vegna hins afarmikla auðs, sem safnazt hefur á einstakar hendur í því 100 millj. íbúa landi. Þar var ástæða til að hafa beina skatta, þar sem auðurinn var orðinn svo mikill, að hann nam meiru en því, sem útheimtist til þess, að at- vinnufyrirtækin ættu sig sjálf og nauðsynlegt rekstrarfé. 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.