Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 I fyrsta lagi... Hvers vegna ernóg fyrir Clinton Banda- rikjaforseta að hlusta á Vigdísi Finnbogadóttur og Jón Baldvin Hannibalsson í korter? Dóttir ráðuneytisstjórans á sérkjörum Þáði laun frá ráðu neytinu á meðan hún varvið nám í fyrsta lagi Fimmtán mínútur er ekki stuttur tími miðaö við höfða- tölu. l’slendingar eru ’aðeins 260 þúsund. Clinton gaf því . hverjum þremur þeirra eitt sekúndubrot af tíma sín- um. Ef Clinton væri álíka gjafmildur gagnvart Bretum hefði hann þurft að tala við Mayor forsætisráðherra í 51 klukkustund. Eða nákvæmlega: 2 daga, 2 tima, 57 mínútur og 41 sekúndu. í öðru lagi Að sögn Jóns Bald- vins ræddi hann um þær viðræður sem hann hefur átt við ’forsvarsmenn utan- ríkis- og varnarmála • í Bandaríkjunum um framkvæmd varnarsamningsins, endurnýjun þess samnings árið 1996, samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins, stækkun þess í aust- ur, hugsanlega innlimun Tékklands, Slóvakíu, Póllands og Ungverja- lands í bandalagið og samtöl Clin- tons við Jeltsín. Vigdís segir að for- setarnir hafi síðan rætt um sam- skipti landanna, Evrópusamstarf, NATO og varnar- og öryggismál. Það sér hver í hendi sér að það tekur ekki korter að tæma þessi mál og forsetarnir hafa líklega star- að þegjandi hvor á annan megnið af tímanum. í þriðja lagi Clinton var í ham þennan dag. Hann hótaði Hussein að skjóta á hann úr ’flugmóðurskipinu George Washing- . ton. Það er viturlegt að láta viðræður við menn í síkum ham ekki dragast á langinn. Menn eiga að ræða við þá af fullri kurteisi en í afskaplega stutta stund. í fjórða lagi Eftir þessar fimmtán mínútur komst Vig- dís að því að Clin- ton væri fríður og ’föngulegur maður sem kæmi vel fyrir. Það tók Bandaríkja- menn 100 daga að komast að því að þetta eru einmitt einu kostir Clintons. Vigdís sá því kjarnann í stefnu Clintons á þessu korteri. Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, ber meðal annars utanferðirsínarundirföður sinn en ekki skrifstofustjórann, eins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins. Sumarið 1985 var Dögg Páls- dóttir, þá nýútskrifaður lögfræð- ingur, ráðin til starfa í heilbrigðis- ráðuneytinu. Faðir hennar er Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í sama ráðuneyti. Þegar Dögg hóf störf var hún sett beint í stöðu deildarstjóra öldrunarmála innan ráðuneytisins. Haustið 1985 fór Dögg til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum en á meðan hún var þar í námi hélt hún launum frá heil- brigðisráðuneytinu. Mikill styrr hefur staðið undan- farnar vikur um ýmsar embættis- færslur sem hafa verið gerðar inn- an heilbrigðisráðuneytisins. Mannaráðningar og ýmsar aðrar ákvarðanir Guðmundar Árna Stefánssonar meðan hann sat í stóli heilbrigðisráðherra, þykja í meira lagi vafasamar. Fáheyrður starfslokasamningur sem Guð- mundur lét gera við Björn Önund- arson, fyrrverandi tryggingayfir- lækni, og annar ekki síður ein- kennilegur samningur Guðmund- ar Bjarnasonar, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, við Guðjón Magnússon, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, hafa orðið til þess að Læknafélag íslands hefur sent nú- verandi heilbrigðisráðherra bréf þar sem er mótmælt „geðþótta- túlkunum“ ráðuneytisins á ýmsum ákvæðum í kjarasamningum lækna. Mál Daggar Pálsdóttur sýn- ir að enn eru ekki öll kurl komin til grafar innan heilbrigðisráðuneytis- ins. Ný staða búin til fyrir dótturina þegar hún sneri heim úr námi Dögg hafði aðeins unnið í stutt- an tíma í ráðuneytinu þegar hún fór til Bandaríkjanna í framhalds- nám. Eiginmaður hennar, Ólafur ísleifsson, var á þessum tíma í starfí hjá Noðurlandaskrifstofu Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins og þurfti af þeim sökum að dveljast í Banda- ríkjunum. Dögg hóf nám við John Hopk- ins-háskóla í Washington haustið 1985 en þann 11. september, var Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Dóttir hans var ráðin í starf deildarstjóra innan ráðuneytisins, nýútskrifuð úr skóla. Þegar hún fór í náms til Bandaríkjanna hélt hún áfram að fá laun frá ráðuneytinu. staðfest með bréfí innan ráðuneyt- an hún væri í námi, eða frá og með Ingimarsson, þáverandi skrif- isins að hún yrði á launum á með- 15. ágúst. Undir það bréf ritaði Jón stofustjóri ráðuneytisins, undir- maður Páls og staðgengill hans. Dögg var á fullum deildarstjóra- launum í þrjá og hálfan mánuð þetta ár, frá 15. ágúst til 30. nóv- ember. En í átta og hálfan mánuð, frá 1. desember til 15. ágúst 1986, fékk hún 60 prósent af launum deildar- stjóra. Þetta gerir þá alls að hún fékk launagreiðslur í eitt ár frá heilbrigðisráðuneytinu þó hún væri ekki þar við störf heldur við nám í Bandaríkjunum. Þegar Dögg kom heim úr námi sumarið 1987 fór hún umsvifalaust til starfa í ráðuneytinu. Hún tók þó ekki stöðu deildarstjóra öldrunar- mála, sem hún hafði áður skipað, heldur var skipuð yfir Alþjóða- og lögfræðideild, en sú staða hafði ekki verið til áður. Á námstíma sínum í Bandaríkj- unum skrifaði Dögg skýrslu um öldrunarmál á Islandi. Þessa skýrslu keypti heilbrigðisráðuneyt- ið af henni þrátt fyrir að hún hefði verið á launum frá ráðuneytinu á meðan smíði skýrslunnar stóð. Þessi skýrsla var síðan gefin út af heilbrigðisráðuneytinu árið 1988. Fær aðra meðhöndl- un én aðrir starfs- menn ráðuneytisins Dögg er enn við störf í heilbrigð- isráðuneytinu en samkvæmt heim- ilduni MORGUNPÓSTSINS innan ráðuneytisins þykir hún njóta þess mjög að faðir hennar er þar ráðu- neytisstjóri. Þannig þarf hún til að mynda ekki að leita til skrifstofu- stjóra ráðuneytisins til að fá uppá- skrift fyrir utanlandsferðum eins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins heldur fer hún til föður síns. Sam- kvæmt sömu heimildum ver Dögg töluverðum tíma á ári í útlöndum á vegum ráðuneytisins og fær þar af leiðandi drjúgar greiðslur í dag- peningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Dögg né föður hennar, Pál, en þau eru um þessar mundir saman í Finnlandi á vegum ráðuneytisins. -jk Já, það er eins gott að hún féll ekki. Þá værum við enn að borga. Ja hérna, pabbi hennar hefur látið okkur borga fyrir námið hennar. Embætti ríkissáttasemjara Þórir Einarsson líklegastur Umsóknarfrestur um stöðu rík- issáttasemjara rann út síðastliðinn föstudag og voru umsækjendur tíu talsins. Einhverjir höfðu sótt um undir nafnleynd, sem teljast ekki lengur gildar umsóknir. Heyrst hefur að meðal umsækjenda séu þau Þórir Einarsson prófessor í viðskiptafræði við HÍ, Guðríður Þorsteinsdóttir hjá Landspítalan- um, Birgir Guðjónsson, for- stöðumaður starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgar- stjórnar Reykjavíkur. Einnig er tal- ið að Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og Már Gunnarsson, starfs- mannastjóri Flugleiða, séu í hópi umsækjanda. Embætti ríkissáttasemjara er mjög viðkvæmt og vandmeðfarið og ljóst að bæði Vinnuveitenda- sambandið og stóru verkalýðsfé- lögin verða að ná sátt um þann sem í embættið velst. Rætt er um neitunarvald ASÍ og VSÍ í því sam- bandi. í samtölum við aðila vinnu- markaðarins kom fram að varla náist sátt um Guðríði Þorsteins- dóttur, Birgi Guðjónsson eða Gunnar Eydal. Hins vegar gátu menn ekki bent á neitt sérstakt sem útilokaði Þóri Einarsson frá emb- ættinu og í raun er hann sá aðili sem flestir telja líklegastan í emb- ættið. Þórir er 51 árs gamall pró- fessor við viðskiptaffæði Háskól- ans. Einnig má nefna að hann sat í kjaradómi 1974 til 1978 og í stjórn SUS á sjöunda áratugnum. Vitað er að Vinnuveitendasambandið hefur mikinn hug á að Már Gunn- arsson veljist í stöðuna en verka- lýðsarmurinn mun lítið hrifinn af því. Magnús Pétursson er mjög vel liðinn en efasemdir eru um hvort hann hafi yfirleitt sótt um stöðuna. Ekki er heldur útilokað að leitað verði út fyrir hóp umsækjenda til þess að fullkomin sátt náist um embættið. Nefna má að það var gert þegar fráfarandi ríkissátta- semjari, Guðlaugur Þorvaldsson, var fenginn í embættið en hann sótti ekki um stöðuna. Ekki feng- ust uppgefin nein nöfn í því sam- bandi og fullyrt var að lítið væri farið að ræða þann möguleika. -Pj Þórir Einarsson Sá umsækj- enda sem líklegast er talið að aðilar vinnumarkaðarins geti sameinast um.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.