Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MARS1996 Önnu Margréti Magnúsdóttur var vikiö tyrirvaralaust úr íslenska liðinu sem tek- ur þátt í keppninni Kontrapunkti. „Freklega vaðið Svakalega sæt... Ikvöld verður í þriðja sinn a vegum Módel ‘79 efnt til úr- slita í keppninni um „Unglinga- módel ársins", en þar keppa til úrslita 26 stúlkur og 10 strákar á aldrinum 14 til 17 ára. Að sögn Jónu Lárusdóttur, framkvæmdastjóra Módel ‘79, hefur eftirsóknin í að taka þátt í keppninni aldrei verið eins og nú. Hátt í tvö hundruð ábend- ingar bárust, ýmist frá ungling- unum sjálfum ellegar fólki sem til þeirra þekkti. Nokkur undirbúningur hefur verið fyrir keppnina og er þegar búið að samstilla krakkana að nokkru með því að fara með þau út að borða og í líkams- rækt. Fyrir sjálf úrslitin hafa þau þegar æft tískusýningu sem Jó- hann G. Jóhannsson (yngsti) kynnir, en auk þess mun DJ Margeir sýna listir sínar og Em- ilíana Torrini fremja söngva- seið. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar tilkjmnt verð- ur hverjir hljóta fyrsta, annað og þriðja sæti hjá báðum kynj- um. Til nokkurs er að vinna því svo getur farið að einhverjir eigi þess kost að fara utan til fyrirsætustarfa. Meðal annarra verðlauna eru módelsamning- ur, fataúttektir, ljósakort, kort í líkamsrækt, ilmvötn og svo mætti áfram telja. Samkvæmt heimildum HPeru ófáar stúlkurnar sem þátt taka í keppninni 180 sentimetrar á hæð — eða meira. Með öðrum orðum: Heimur hækkandi fer! Rannsóknarlögregla ríkisins beinir rannsókn biskupsmála aö fjórum konum sem saksóknari telur aö hafi haft uppi meiöyrði og rangar sakargiftir á hendur biskupi. Fjöldi vitna yfirheyrour Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur kappsamlega að rannsókn svonefndra biskups- mála. Yfirheyrslur hófust á fimmtudaginn í síðustu viku og í þessari viku hefur fjöldi vitna verið kallaður fyrir. Af hálfu RLR eru engar upplýsingar gefnar um rannsóknina, en samkvæmt heimildum blaðsins var upphaflega stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir páska. Ekki er ljóst hvort það tekst. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem HP hefur aflað sér beinist rannsóknin að fjórum konum. Það eru Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, Stefanía Þor- grímsdóttir, Guðrún Jónsdótt- ir hjá Stígamótum og konan sem sakaði biskup um kynferð- islega áreitni í Kaupmannahöfn en afréð síðan að draga sig í hlé. Rannsóknin beinist að því að kanna hvort konurnar hafi haft uppi rangar sakargiftir og meiðyrði í garð biskups. Sumar af konunum sem sæta rann- sókn hafa bent á ýmsa sem vitni. Þær hafi sagt þeim frá því á sínum tíma ér þær urðu fyrir meintu kynferðislegu áreiti biskups. Vart verður komist hjá því að RLR kalli biskup fyrir þar sem rannsóknin er gerð vegna greinargerðar sem hann ósið... ... fær Kristján Ragnarsson, formaöur Liú, fýrir aö hóta þvi aö hunsa kvótalögin ef Þorsteinn Pálsson lætur ekki af dekri sínu viö trillukarlana. Þaö var kominn timi til aö stórútgerðarmenn settu hnefann í borö- iö og geröu ráöa- mönnum Ijóst hverjir eiga fiskinn í sjónum og hverjir eigi aö hafa forgang um aðgang aö miðunum. Auövitaö eiga togarar fyrst og fremst aö sjá um veiðarnar, því þetta eru skiþ sem kosta um einn milljarð stykkiö og veitir ekki af aö veita þeim allar tiltækar aflaheimildir. Þessir trillukarlar sem eru aö skaka hringinn í kringum landið á skektum slnum hafa sí- fellt gerst aögangsharöari og heimtað stærri hlut af heildarveiöinni. Þeir hafa fjölmennt viö þinghúsiö og haft uppi hót- anir og stóryröi ef ekki veröi gengiö aö kröfum þeirra. Og nú viröist Þorsteinn ætla aö lúffa fyrir þessum körlum. Út- geröarmenn togara hafa jafnan lapiö dauöann úr skel eins og allir vita en haldiö áfram útgeröinni af hugsjón einni saman. Þeir hafa þaö fyrst og fremst aö markmiöi að skapa þjóöinni gjaldeyri svo hægt sé aö lifa í þessu landi. Trillukarl- arnir eru hins vegar græðgin uppmáluð og hugsa um þaö eitt aö maka krókinn, eins og þeir vita sem hafa kynnst mönn- um úr þeirri voöalegu stétt. Vonandi gerir Kristján Ragnarsson sjávarútvegsráöherr- anum þaö Ijóst I eitt skipti fyrir öll aö þaö veröur ekki fariö lengur eftir kvóta- kerfinu ef ætlunin er aö halda áfram aö hlaöa undir trillukarlana. Þá veröur bara barist á miöunum og togararnir fara létt meö aö kafsigla trillurnar... íslenskur braut- ryðjandi í vídeólist sendi ríkissaksóknara. Það var 11. mars sem herra Ólafur Skúlason biskup sendi Hallvarði Einvarðssyni ríkis- saksóknara erindi og bar fram þá kröfu að fram færi opinber rannsókn vegna rangs sakar- burðar og ærðumeiðandi að- dróttana í sinn garð. Greinar- gerð biskups var löng og itar- leg ásamt fylgiskjöjum. Þann 14. mars fól Hallvarður Rann- sóknarlögreglu ííkisins að ann- ast ranrisókn málsins. Helgar- pósturinn reyndi ítrekað að ná tali af Hallvarði Einvarðssyni í gær en hann var jafnan sagður „ekki við“. Ætlunin var að spyrja ríkissaksóknara að hvaða atriðum og persónum rannsóknin ætti sérstaklega að beinast. Fulltrúar embættis rík- issaksóknara vildu ekki ræða þetta mál og vísuðu á Hallvarð sem var „ekki við“ í allan gær- dag. - SG yfir mig“ Það er vitaskuld vaðið frek- lega yfir mig í þessu máli. Ég opna munninn tvisvar og segi eitthvað sem þeim líkar ekki og þá er ég hreinlega beðin að fara án frekari útskýringa — hvað þá að rætt sé við mig,“ sagði Anna Margrét Magnúsdóttir tónlistarmað- ur í samtali við Helgar- póstinn. Anna Margrét var í keppnis- liði Islands í norrænu sjón- varpskeppninni Kontrapunkti ásamt þeim Valdimar Pálssyni og Gylfa Baldurssyni. Fyrir skömmu hringdi Sveinbjöm I. Baldvinsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, í Önnu Margréti og tilkynnti að hún yrði ekki með í undanúrslitum keppninn- ar. Ástæðuna kvað hann vera þá, að Valdimar, sém er fyrirliði íslenska liðsins, hefði tilkynnt sér að liðið væri óstarfhæft vegna samskiptaörðugleika við Önnu Margréti. Anna Margrét sagði að eftir að tveir fyrstu þættirnir voru teknir upp í Malmö í janúar hefði íslenska liðið sest niður við spjall. Þá hefði hún sagt að hún teldi liðið geta bætt árang- ur sinn með því að vanda betur til samskipta þeirra í milli í keppninni sjálfri — sem og við stjórnanda keppninnar. Ábend- ingum sínum hefði hvorki verið tekið vel né illa. í næsta þætti hafi samskiptin verið góð og unnist sigur á Dönum. I fjórða og síðasta þættinum í bili hafi síðan gengið miður. Nú eru undanúrslit framundan í keppninni og fyrir nokkrum vik- um .hittust þremenningarnir heima hjá Önnu Margréti á fundi. Þar kvaðst hún hafa vak- ið máls á því, að hún væri ekki nógu ánægð með frammistöðu liðsins, en ástæðan væri ekki þekkingarskortur í tónlist held- ur skorti betri samskipti þeirra á milli í keppninni. „Gylfi tók þessu ágætlega en það sem gerði iíklega útslagið Kontrapunktslandslið ísiands áður en þau slitu samvistir... gagnvart Valdimar var að ég benti á að í keppninni hefði ég verið með tillögu að svari sem hann hefði hafnað mjög ein- dregið en mín tillaga hafi síðan reynst rétt. Ég tók þetta sem dæmi um samskiptavandamál okkar. Valdimar varð afskap- lega reiður og daginn eftir hringdi hann í mig og sagði að ég hefði ekkert leyfi til að segja honum sem fyrirliða liðsins hvernig hann ætti að haga sér í keppninni. Næsta sem gerist er svo að Sveinbjörn I. Baldvins- son hringir til mín og segir að Valdimar geti ekki unnið með mér og þar sem Valdimar sé fyrirliðinn verði ég að víkja úr liðinu," sagði Anna Margrét. Sveinbjörn I. Baldvinsson var spurður hvort ekki hefði verið hægt að halda fund og freista þess að ná sáttum í liðinu. „Liðsstjórinn kom til mín og sagði að liðið væri óstarfhæft. Það var enginn tími til þess að ég færi að setja á einhverja samningafundi og hlýða á vitnaleiðslur sem dómari. Það varð að grípa til björgunarað- gerða strax og því var Ríkharð- ur Örn Pálsson fenginn í liðið í stað Önnu Margrétar. Það er hins vegar mjög leiðinlegt að svona skyldi fara,“ sagði Svein- björn. _sg Turnhúsið viö Tryggvagötu, þar sem um tíma var rekin knæpa sem ekki stóðst samkeppnina, gengur brátt I endurnýjun lífdaga. Akveöiö hefur veriö aö innan fárra vikna verði I þessu fyrrum húsnæði Karls Steingrímssonar í Pelsinum opnaöur mexíkóskur veitingastaö- ur. Samkvæmt heimildum HP verö- ur þar boöið upp á ekta mexíkósk- an Tex-mex-mat og tilheyrandi kurl- aöa Margarítu og tequila. Þá veröur heitiö, eftir því sem næst veröur komist, aö hætti þarlendra; Ami- gos. Karl í Pelsinum seldi á sínum tíma Kristmanni Árnasyni I Mæni húsnæöiö, en hqnn mun þó ekki sjá um aö reka þar veitingahús heldur Árni nokkur Björgvins- son... A! XJL.tugum hefur myndbandið eða vídeóið öðlast viðurkenningu sem listrænn miðill til jafns við aðrar grein- ar, Steinunn Vasulka, sem búsett er í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjun- um, er einn helsti frumkvöð- ull vídeólistar í heimi og nú er verið að setja upp fyrsta verkið eftir hana af þremur sem sýnd verða á Kjar- valsstöðum. En hvernig sýning er þetta? „Þetta er vídeósýning á sex skermum sem kastað er frá þremur myndvörpum, þannig að hverri mynd er varpað tvisvar. Þetta er kallað leiftur- únir og efninu er safnað á járn- smíðaverkstæði. Hljóðið er svo sent i gegnum tölvuræna hljóðgerfla, þannig að þetta er bæði tónverk og myndverk.“ Nú ert þú einn af frumkvöðlum þessarar list- greinar. Hvern- ig kom það til? „Ég var svo heppin að detta inn í þetta strax á byrjunarskeiði greinarinnar. Maðurinn minn er kvikmynda- gerðarmaður og ég var tónlistar- maður og þegar þessi tæki urðu færanleg um 1969 fórum við að ieika okkur með þetta. Þetta átti nú ekki að verða að ævi- starfi, en annað hefur komið á daginn." Eru íslendingar móttœki- legir fyrir þessari listgrein? „Þetta er náttúrulega meiri nýjung hér en í Bandaríkjun- um. Þegar ég sýndi hérna árið 1984 varð fólk annaðhvort mjög hrifið eða skildi bara ekki neitt. Ég held að fólk sé nú orð- ið mun móttækilegra fyrir þessu listformi." - ebe Unnendur sakamálasagna fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þeg- ar frumsýnt verður leikverkið Páskahret eftir Árna Hjartarson — þar sem allir eru grunaðir um morð. Ámi í anda Agötu Christie Pd. le ískahret nefnist nýtt ís- lenskt leikrit sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnar- bíói á föstudag. Leikrit þetta er annað verk Áma Hjartarsonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, sem einnig hefur sent frá sér einþáttung. Sagt er að verkið sé bráðfyndinn gamanleikur með sakamálaívafi, en einmitt aðdá- endur sakamálasagna eru á einu máli um að sárlega hafi vantað íslensk verk i anda Ag- ötu Christie. „Ég hef að vísu aldrei lesið Agötu Christie, en þetta er formúlan, eða ég ímynda mér það að minnsta kosti,“ segir Árni. Fyrir þá sem ekki vita má geta þess að Árni er bróðir hins afkastamikla leikskálds Ingi- bjargar Hjartardóttur, sem mikið hefur einmitt samið fyrir Hugleik. „Það er rétt að það hefur ekki verið mikið samið af leikritum í þessum anda, en mitt leikrit er samt ekki frumsmíð af þessari tegund hér á landi. Það var einmitt Ingi- björg systir mín sem samdi út- varpsleikrit um stóra kókaínmálið fyrir tveimur ár- u um. í leikriti Árna segir af fólki sem er á ferð frá Þórsmörk yfir í Landmannalaugar; er statt á Laugaveginum. I grenjandi páskahreti lokast hópurinn af í Hrafntinnuskeri, þar sem morð er framið. Og allir eru grunaðir. Sem jarðfrœð- ingur þekkirðu vœntanlega vel til. Skiptir til dœmis múli við úrlausn múlsins hvaða bergteg- und finnst undir hvaða skóm? „Nei, ég fór nú ekki út í þá sálma og ég held að það muni ekki mikið bera á jarðfræði- þekkingu minni í verkinu.“ Ertu kannski að skapa ís- lenska Agötu Christie með Páskahreti? „Áttu við að það komi Páska- hret II eftir ár? Nei, ég held nú ekki. Ég hafði það að minnsta kosti aldrei í huga.“ -GK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.