Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Óánægja meðal körfuknattleiks-
manna um dóm aganefndar KKÍ
Mikil óiánægja hefur verið i
röðuni körfuknattleiksmanna
meö dómsúrskurð þann sem
aganefnd KKÍ kvað yfir Banda-
rikjamönnunum Jimmy Rogers
og Curtis Carter, fyrir slagsmál
þeirra á lokasekúndum leiks KR
og Armanns I desember, þar
sem hnefar voru látnir tala.
Eins og kunnugt er þá hlutu
svertingjarnir tveir eins leiks
bann hvor um sig, en það þykir
mörgum allt of vægur dómur
fyrir brot eins og átti sér stað i
fyrrnefndum leik.
Alþýðublaðið hefur heyrt aí>
nokkur félög i 1. deildinni i
körfúknattleik  hafi  verið með
undirskriftalista þar sem
dómur aganefndar er harðlega
gagnrýndur og hafa flest 1.
deildarfélögin, utan KR og
Armanns, skrifað undir þennan
lista. t tilefni þessa sneri blaðið
sér til eins af forystumönnum
UMFN, Hilmars Hafsteinssonar
og spurði hann um lista þennan.
Hilmar sagði: ,,Jú, þetta er rétt.
Það var upphaflega ég sem
byrjaði á söfnun á þessum lista
enda finnst mér úrskurður
aganefndar fyrir neðan allar
heilur. Við i Njarðvikum út-
bjuggum eftirfarandi bréf sem
við hyggjumst senda aganefnd
KKl."
„Við undirritaðir, þjálfari,
leikmenn og forráðamenn
UMFN mótmælum harðlega
málsmeðferð og dómsniður-
stöðu aganefndar KKt i máli
þeirra Curtiss Carter og Jimmy
Rogers, þar sem i 3. lið 6.
greinar starfsreglna aga-
nefndar segir eftirfarandi: Hafi
dómari vikið leikmanni af leik-
velli fyrir ofbeldi gagnvart leik-
manni, starfsmanni eða
áhorfendum skal honum refsað
með leikbanni, minnst 3. leiki.
Er vonandi að aganefnd KKt
geri sér ljóst hve mjög alvar-
iegar afleiðingar þessi niður-
staða hennar kann að hafa á
framgang Körfuknattleiksins á
tslandi sem prúðmanniegrar
iþróttar i landi."
Hilmar hélt áfram: „Undir
þetta skrifuðu svo forráða-
menn, og ieikmenn UMFN. Ég á
ekki von á að bréf þetta hafi þær
afleiðingar að aganefndin taki
málið fyrir aftur eða breyti á
nokkur hátt dómsniðurstöðu
sinni heldur finnst mér og
fieirum það skylda okkar að
mótmæla dómi þessum, svo að
slikt sem þetta komi ekki fyrir
aftur." sagði Hilmar að lokum.
Ungu mennirnir hjá
Fram sönnuðu getu sína
Ekki þurfa Valsmenn —
sem eru með góða f orystu í
1. deild handknattleiksins
— að óttast Haukana úr
Hafnarfirði, ef þeir leika
ekki betur en gegn Fram í
fyrrakvöld. Þeir töpuðu
leiknum 18:20 og hafði
maður það alltaf á tilfinn-
ingunni að Fram myndi
sigra í leiknum, enda var
leikur þeirra öllu
heilsteyptari.
Að visu hafa Haukarnir þá af-
sökun að hinn snjalli markvörður
þeirra, Gunnar Einarsson, lék
ekki með að þessu sinni, en heyrzt
hefur að hann muni eigi leika
meir með liðinu i vetur vegna
persónulegra ástæðna, og Hörður
Sigmarss. gekk ekki heill til skóg-
ar — er meiddur eftir siðari leik-
inn við Rússa. Ef ekki hefði komið
til góður leikur gömlu landsliðs-
kempunnar Stefáns
„tætara" Jónssonar i siðari hálf-
leik, hefðu Haukarnir farið mun
ver út úr þessari viðureign en
raun varð á. Hann bókstaflega
hélt Haukunum á floti þann tima
og gerði 5 mörk af siðustu 6 mörk-
um liðsins, og öll upp á eigin spýt-
ur. Kom þessi geta Stefáns
skemmtilega á óvart en vitað er
að hann hefur ekki æft eins vel i
vetur og hinir leikmenn liðsins.
Leikurinn var Iengst af jafn, en
fram hafði þó ávallt forystuna i
leiknum,     nema     fyrstu
minúturnar. Staðan i hálfleik var
10:9 fyrir Reykjavikurliðið.
Haukarnir jöfnuðu strax i
upphafi siðari hálfleiks en eftir
það náðu þeir aldrei að jafna leik-
inn, þó þeim tækist þrivegis að
minnka muninn, niður i eitt
mark. Þremur minútum fyrir
leikslok hafði Fram fjögurra
marka forystu 19:15 en slökuðu
aðeins á undir lokin og Haukarnir
minnkuðu muninn niður i 2 mörk
20:18.
Greinilegt var á leik Framliðs-
ins að þeir eru nú loksins að ná
sér á strik eftir frekar slælega
byrjun. Hannes Leifsson, Andrés
Bridde og Arni Sverrisson áttu
allir mjög góðan leik en ekki hef-
ur komið eins mikið út úr þessum
leikmönnum i vetur og efni
standa til. Markvarzla Guðjóns
Erlendssonar  var  góð  og  er
Konráð Jónsson, einn af hinum mörgu efnilegu handknattleiksmönnum Þróttar, sendir knöttinn I netið
gegn Vfking i fyrrakvöld.
augsýnilegt að hann er i mjög
góðri æfingu.
Haukarnir verða að leika mun
betur 'en þetta ef þeir ætla að
gera sér einhverja von um að
hreppa Islandsmeistaratitilinn.
Þeir virkuðu áhugalausir i fyrra-
kvöld, og var ekki sama leikgleð-
in hjá leikmönnum eins og
einkenndi leik liðsins einmitt i
fyrri umferðinni.  Eins  og  fyrr
segir var Stefán Jónsson bezti
maður þeirra, og er það ábyggi-
lega gaman til þess að vita fyrir
áhangendur Hauka að hann sé
óðum að ná sinu gamla góða
formi.
Hannes Leifsson gerði flest
mörk Fram, alls 8, Andrés Bridde
3, Arni Sverrisson og Pálmi
Pálmason  2  hvor.  Jón  Árni
Rúnarsson, Gústaf Björnsson
Guðmundur Þorbjörnsson, Sigur-
bergur Sigsteinsson og Arnar
Guðlaugsson eitt mark hver.
Fyrir Hauka gerðu þessir
mörkin: Stefán Jónsson 7, Hörður
Sigmarsson 4, Elias Jónsson,
Ingimar Haraldsson 2 hvor,
Sigurgeir Marteinsson, Ólafur
Ólafsson og Arnór Guðmundsson
eitt mark hver.
Knattspyrnuvertíðin hefst á sunnudag
Staðan
Valur
Haukar
FH
Fram
Vfkingur
Þróttur
Armann
Grótta
7 5 11 135:103 11
8 4 13 148:136  9
7 4 0 3 146:136  8
8 3 2 3 126:125  8
8 4 0 4 165:166  8
8 3 14 147:157  7
7 2 14 111:142  5
7 2 0 5 121:134  4
Fjórða Reykjavikurmótið i inn-
anhússknattspyrnu hefst i
Laugardalshöllinni á sunnudag.
Að þessu sinni hafa 9 Reykjavik-
urfélög tilkynnt þátttöku sina og
verður þeim skipt i tvo riðla að
venju. t A-riðli leika eftirfarandi
félög: Armann, Leiknir, Fram,
Hrönn og Fylkir, en i B-riðli
Þróttur, Vikingur, Valur og KR.
Keppnin hefst strax á sunnu-
dagsmorguninn kl. 10 og verður
siðan haldið áfram til kl. 7 um
kvöldið, með tveggja tima matar-
hléi frá kl. 11.30 til 13.30.
Leikunum  i  riðlunum  hefur
verið raðað niður og eru  þeir
þannig: Fyrst fyrir hádegi:
Kl. 10
Armann — Leiknir
Þróttur — Vikingur
Fram — Hrönn
Valur — KR
Armann — Fylkir
Kl. 13.30
Þróttur — Valur
Leiknir — Fram
Vikingur — KR
Hrönn — Fylkir
Þróttur — KR
Ármann — Fram
Vikingur — Valur
Leiknir — Hrönn
Fram — Fylkir
Armann — Hrönn
Leiknir — Fylkir
Strax   eftir   riðlakeppnina
byrjar svo úrslitakeppnin. Fyrst
verður leíkið um 7.-8. sæti, siðan
6.-5. og svo áfram þar til úrslita-
leikurinn sjálfur — það er að
segja sigurvegararnir i riðlunum
— verður leikinn og er áætlað að
hann byrji rétt fyrir klukkan 19.
1 þessi þrjú skipti sem leikið
hefur verið um Reykjavikur-
meistaratitilinn f innanhúsknatt-
spyrnu, hefur Fram unnið tvisv-
ar, en KR einu sinni.
ÍIMCttÍI
Þróttarar
batna með
hverjum leik
Nýliðinn i 1. deild, Þróttur,
hefur svo sannarlega komið á
óvart i handknattleiknum i vetur.
Fáir höfðu búizt við þvf i upphafi
keppnistimabilsins að þeir
myndu velgja „stóru" liðunum
undir uggum, og jafnvel forráöa-
menn félagsins gerðu sig ánægða
með að liðið rétt lafði i 1. deild-
inni. En eftir síðustu leikjum
Þróttar a'ð dæma er varla hægt að
telja félagið sem einhverja utan-
garðsmenn I deildinni nema siður
væri.
1 fyrrakvöld sigruðu þeir nú-
verandi Islandsmeistara. Viking,
með fjögurra marka mun, 28:24,
og eftir gangi leiksins að dæma er
langt frá þvi að sá sigur hafi verið
of stór. Leikurinn var jafn lengst
framan af fyrri hálfleik og i leik-
hléi var staðan 11:10 Þrótturum i
vil. Þessi eins marks forysta ný-
liðanna i hálfleik var sizt of stór
og hefði jafnvel verið sanngjarn-
ara að þeir hefðu 3 til 4 mörkum
yfir, þvi þeir misnotuðu 2 vitaköst
ásamt þremur upplögðum mark-
tækifærum úr hraðaupphlaupum.
Voru það einhverjir sem voru i
vafa um það að forysta Þróttar að
leik hálfnuðum væri tilviljun ein,
þá máttu þeir svo sannarlega éta
það ofan i sig þegar leið á siðari
hálfleik. Þá tóku Þróttarar leik-
inn algjörlega i sinar hendur og
komust á timabili 8 mörkum yfir
25:17, og um það bil 8 minútur til
leiksloka.
Fljótlega i siðari hálfleik gripu
Vikingar til þess ráðs að taka
Bjarna Jónsson úr umferð, og
héldu þvi áfram það sem eftir var
leiksins þó greinilega hafi komið i
ljós að þessi varnaraðferð var
röng. Við það opnaðist vörn Vik-
ings, sem hafði verið allþokkaleg
i fyrri hálfleik, illa og hinir ungu
leikmenn Þróttara smugu gegn-
um vörn meistaranna á ólikleg-
ustu stöðum auk þess sem mark-
varzla Vikinga var með afbrigð-
um léleg. Sigurgeir Sigurðsson
markvörður var þarna fjarri
góðu gamni að þessu sinni og
hann lék ekki með Viking og
heyrzt hefur að hann sé hættur
handknattleiksiðkun, og er það
mikill missir fyrir Vikinga, en
Sigurgeir hefur verið einn bezti
markvörður landsins i nokkur ár.
Ekki er hægt annað en að hrósa
Þrótturum fyrir þennan leik, og
er ekki nokkur vafi á þvi að þeir
eigi eftir að raska enn meir stöðu
efstu liðanna i deildinni á þessum
vetri. Markvarzlan er góð hjá lið-
inu, vörnin ágæt, og Friðrik Frið-
riksson og Bjarni Jónsson ásamt
mörgum öðrum leikmönnum i
liðinu eru hættulegir hverri vörn
sem er.
Friði ik Friðriksson var marka-
hæstur Þróttara með 10 mörk
Bjarni Jónsson, Gunnar Gunn-
arsson, Björn Vilhjálmsson.
Trausti Þorgrimsson og Konráð
Jónsson 3 hver, Jóhann Fri-
mannsson og Halldór Bragason
eitt hver.
Fyrir Viking skoruðu Páll
Björgvinsson og Viggó Sigurðs-
son 5 hvor, Erlendur Hermanns-
son 4. Stefán Halldórsson 3, Sigfús
Guðmundsson Og Jón Sigurðsson
2 hvor. og Þorbergur Atlason og
Ólafur Jónsson eitt mark hvor.
Sendisveinn
óskast
Alþýðublaðið óskar ef tir að ráða sendi-
svein á ritstjórn blaðsins. Starfstimi frá
kl. 1 eftir hádegi til kl. 7. Nauðsynlegt að
sendisveinninn eigi skellinöðru eða
mótorhjól. Til greina getur komið að
tveir skiptist á hálfan daginn hvor.
Þeir sem áhuga haf i, vinsaml. hringi i
sima 8-18-66 i dag eða á morgun.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ  =
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Föstudagur 9. janúar 1976.
Alþýðublaðið
o
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12