Alþýðublaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 7
Iþýðu-
laAið
Miðvikudagur 16. júní 1976
Listahátíð í Reykjavík 7
A KJARVALSSTOÐUM
ISLENZK GRAFlK
islensk Grafik er eitt af
því bezta, sem myndlista-
menn hafa uppá að bjóða
á Listahátið 1976. Sýning-
unni er mjög vel og skipu-
lega fyrir komið og val
myndanna hefur tekizt
með miklum ágætum.
Þetta er yfirlitssýning á
íslenzkri grafík og er því
ekki óeðlilegt þótt marka
megi allsterkt kynslóða-
bil milli þeirra lista-
manna, sem nú eru í f ullu
f jöri og þeirra, sem gerðu
grafíkmyndir fyrir
tveim, þrem áratugum
eða svo.
I sýningarskrá segir
m.a. svo: „Þessi yfirlits-
sýning á islenzkri grafík
er sú fyrsta sinnar
tegundar hérlendis.
Markmiðið með sýning-
unni er að gera úttekt á
því bezta, sem gert hefur
verið í graf ík undanfarna
áratugi." Síðan segir:
„Viðnánari könnun hefur
komið í Ijós að ótrúlega
margir hafa fengizt við
grafík fyrr á árum, en í
misrikum mæli.í mörgum
tilfellum hefur nú verið
forvitnileg tilraun og
síðan ekki söguna meir."
Meöal eldri verka á þessari
sýningu ber mest á listafólkinu
Jóni Engilberts, Barböru Árna-
son og Braga Asgeirssyni.
Myndir Jóns Engilberts eru
alls 35 talsins þannig að segja
má að þar gæti alveg verið um
sjálfstæöa synmgu að ræða.
Myndir Jóns eru yfirleitt vel
gerðar enda þótt þær verði
varla jafn hátt skrifaðar og
beztu oliumyndir listamanns-
ins. Hlutur Jóns hefði tvimæla-
laust verið betri á þessari
sýningu hefðu myndirnar verið
mun færri. Sögulega séð er þó
hægt að réttlæta svo margar
myndir eftir Jón Engilberts.
Konu og mannamyndir Braga
Ásgeirssonar eru alveg i sér-
flokki og eru þær yfirleitt allar
mjög vel gerðar. Litografia nr.
31 frá 1956 er mjög skemmtileg
mynd. Ópið og Þankar eru
einnig mjög góðar myndir.
Myndir Barböru Árnason eru
hver annarri betri. Þær elztu
eru frá þvi fyrir strið og allt
fram til 1975. Siðustu myndirnar
eru e.t.v. athyglisverðastar og
sterkastar en allsstaðar kemur
fram þessi mildi og ljóðræni
tónn, sem einkennir allt sem
þessi listakona lét frá sér fara.
Meðal eldri listamanna má á
sýningunni sjá skemmtilega
hluti eftir Mugg, Kjarval,
Gunnl. Scheving og Leif Kaldal.
Dúkristur Snorra Arinbjarnar
og Jóhanns Briem úr sunnu-
dagsblaði Alþýðublaðsins frá
1935 eru sérstakar auk hins
sögulega gildis, sem þær hafa
fyrir þróun islenzkrar blaða-
mennsku.
Yngstu listamennirnir vekja
að sjálfsögðu nokkra forvitni.
Það bezta gefur jafnvel fyrir-
heit um uppvaxandi meistara i
grafiklist hér á landi. Þeir sem
hæst bera meðal yngri manna á
þessari sýningu eru Richard V.
Jóhannsson, Ólafur H.
Gunnarsson, Björg Þorsteins-
dóttir, Skúli ólafsson, Val-
geröur Bergsdóttir, Jóhanna
Bogadóttir, Jón Reykdal, Rein-
hild Patzelt, Lisa Guðjónsdóttir
og Ragnheiður Jónsdóttir. Allt
þetta fólk á góðar myndir á
sýningunni og myndar jafn-
framt þá uppistöðu, sem gerir
sýninguna i heild að stórum list-
viðburði á tslandi. Ýmsir aðrir
eiga þarna ágætis verk.
—BJ
Helgi Þorgils Friðjónsson á þessa skemmtilegu
ætingar á sýningunni.
Þróun eftir Richard V. Jóhannesson. Richard á þrjár
myndir á sýningunni, allar frumlegar og snilldarlega
vel gerðar.
SUNNUDAGSBLAÐ
ALÞÝÐUBLAÐSINS
Gata í Reykjavik.
Björg Þorsteinsdóttir: Quartett, Blúndur og
blásýra, Duett.
Myndirnar Krossf esting og Fangi eftir Jóhönnu Boga-
dóttur, mjög efnilega listakonu.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Á LISTAHÁTIÐ:
GLERDÝRIN
IIÐNÓ
Hvergi á landinu, utan
Reykjavíkur, er leik-
listarlíf með slíkum
ágætum sem á Akureyri.
Við Leikfélag Akureyrar
starfa nú sjö fastráðnir
leikarar og aðrir leikhús-
starfsmenn, en þetta er
þriðja starfsár félagsins
með fastráðnu starfsliði.
Eins og víðasthvar
annarsstaðar úti á landi
hefur leiklistarstarfsemi
þó verið haldið uppi af
áhugafólki um langt ára-
bil. Það má því segja að
atvinnuleikararnir, sem
nú eru að koma fram á
sjónarsviðið hafi vaxið
upp úr hinni sérstöku
leiklistarmenningu dreif-
býlisíns.
A fundi með blaðamönnum á
mánudag sagði Eyvindur Er-
lendsson, leikhússtjóri á Akur-
eyri, nokkuð frá starfsemi
félagsins, sem nú hefur á að
skipa fastráðnu starfsliöi. Yfir-
leitt eru sýningar tvisvar i viku,
þ.e. á föstudögum og sunnudög-
um. Leikfélagið hefur einnig
lagt nokkra áherzlu á að taka til
sýningar verk, sem ekki hafa
verið sýnd áður. Sagði Eyvindur
að það væri þó ýmsum ann-
mörkuð háð. Bæði að þvi er
varðaði velþýdd erlend verk og
einnig inniend leikrit, sem væru
heppileg til flutnings.
Eyvindur sagði aö nokkuð
mikil áhætta fyigdi þvi að taka
upp verk, sem ekki hefðu verið
kynnt áöur. Erfitt væri að
segja til um undirtektir slikra
verka. Hinsvegar væri mun
auðveldara að sýna leikrit sem
reynsla hefði fengizt á.
Um þessar mundir er Karl
Guðmundsson leikari að vinna
að þýðingu á Skýjunum eftir
griska rithöfundinn Aristop-
hanes, sem var uppi 448 til 380
fyrir Krist og var þekktastur
fyrir ádeiluleikrit sin og satirur.
Verkið verður væntanlega tekið
til flutnings i haust.
A þessu starfsári hefur félagið
aðallega sýnt Kristnihaldið og
Glerdýrin og verður það siðar-
nefnda sýnt á Listahátið i
Reykjavik i kvöld og svo aftur á
föstudag. Sýningarnar á Gler-
dýrunum eftir Tennessee
Williams verða i Iðnó og hef jast
kl: 8.30.
Leikstjóri er Gisli Halldórs-
son en Jóhannes Þór Pálsson
gerði leikmynd. Leikarar eru:
Sigurveig Jónsdóttir, Aðal-
steinn Bergdal, Saga Jónsdóttir
og Þórir Steingrimsson.