Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 10
10 VÍSIR. Föstudagur 10. október 1975. LÍF OG LIST UM HELGINA Þrjár nýjar kvikmyndir - og ein endursýnd Elisabet Taylor —fegurðardls allra tlma — i hlutverki fullorðinnar konu.Þannig kemur hún áhorfendum myndarinnar „öskudagur” i Bæjarbiói fyrir sjónir. — EUsabet fer einnig með aðaikvenhlut- verkið i myndinni, sem Hafnarbió sýnir þessa dagana. Þar leikur hún á móti bónda sinum (að þvi er siðast fréttist) Richard Burton... Síöan um siðustu helgi hafa aðeins kornið þrjár nýjar myndir og ein er endursýnd. Um síðustu helgi voru margar f jölskyldumyndir en núna er aðeins eitt "kvik- myndahúsið sem sýnir m'ynd sem ekki er bönnuð börnum. Iiáskólabióer eina bióið með fjölskyldumynd, Skytturnar fjórar, byggð á sögu eftir Alexander Dumar. Myndin er hin ágætasta afþreyting. Nýja bió hóf nýlega sýningar á myndinni „To kili a clown” og fjallar hún um ung hjón, sem leita sér friðar á eyðieyju, fjarri ys og þys stórborgarinnar. I-augarásbió sýnir áfram „Sugarland express” en hún fjallar um hjón sem reyna að ná aftur barni sinu en það var tekið af þeim af barnaverndar- Jon Voight og Dustin Hoffman i hlutverkum sinum i myndinni „Midnight Cowboy”, sem Tóna- bió endursýnir um helgina. nefndinni bandarisku. Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum og þykir hin ágætasta og vekur menn til umhugsunar. Auturbæjarbió hefur nýlega hafið sýningar á sakamála- myndinni „The Marseille Contract” en hún fjallar um baráttu bandarisks sendiráðs- starfsmanns i Frakkland gegn fikniefnahring. Sendiráðs- maðurinn fær kunningja sinn, sem er leigumorðingi, til að kála höfuðpaurnum i hringnum. Ef myndin er jafngóð og leikararnir sem leika i henni, þá er hún mjög góð... Stjörnubió hefur i dag sýningar á itölsku sakamála- myndinni „Hver er morðinginn”. Hún fjallar um ameriskan rithöfund, sem fer til Italiu i orlof. Þar verður hann fyrir þeirri óheppni að verða peningalaus og þiggur starf til að eignast aura fyrir fjargjaldinu aftur heim til Bandarikjanna. Vegna þessa lendir hann i hinum ýmsu ævintýrum og vandræðum. Hafnarbió sýnir áfram Hammersmith er laus með Richard Burton og Elisaberu Tayor i aðalhlut- verki. Myndin hefur hlotið ágætar viðtökur. Tónabió endursýnir myndina „Midnight Cowboy” og þarf efalaust ekki að kynna hana fyrir þeim sem á annað borð fara eitthvað _i bió. En ef ein- hverjir skyldú ekki hafa séð hana þá eru þeir eindregið hvattir til þess nú. Bæjarbió i Hafnarfirði heldur áfram sýningum á myndinni öskudagur með Elisabetu Taylor i aðalhlutverkum. -RJ. SÝNINGAR OG SÖFN Kjarvalsstaðir: Ragnar Páll opnar málverka- sýningu kl. 3 á morgun, laugar- dag og verður sýningin opin frá kl. 4-10 daglega næstu 11 daga. Sýning á verkum Jóhannesar Kjarval er opin um helgina eins og vanalega kl. 16-22. Norræna húsið: Málverkasýning Einars Þor- lákssonar opin frá 14-22, og henni lýkur á sunnudagskvöld. Loftið: Málverkasýning Hafsteins Austmann, sfðasti sýningardag- ur I dag, sýningunni lýkur kl. 18 i kvöld. Mokka: Sýning á verkum Ragnars Lár. Franska Bókasafnið: Laufáveg 12. Ljósmyndasýning opin 15-22 dagl. önnur söfn: önnur söfn sem hægt er að skoða um helgina eru: Asgrimssafn, Listasafn Einar Jónssonar, Náttúrugripasafnið og Þjóðminjasafnið, öll opin frá kl. 13:30-16. Handritasafnið er opið frá kl. 10-19. tslenska dýrasafnið, Breið- firðingabúð, er opíð frá kl. 13-18 alla daga vikunnar og Sædýra- safnið er opið frá kl. 10-19. Landslag og portret á Kjarvals- stöðum Ragnar Páll opnar málverka- sýningu á Kjarvalsstöðumá morgun, laugardag, kl. 3. A sýningunni eru 75 myndir, einskonar stikkprufa, sagði Ragnar okkur er við ræddum vi hann. Þetta eru bæði landslags og portretmyndir, oliu- vatns- lita- og pastelmyndir. Ragnar Páll sýndi siðast i Bogasalnum árið 1973. Sýningin verður opin i 11 daga frá kl. 4-10 daglega. VIÐ MINNUM Á MÁLTÆKIÐ: Dansið á meðan þið eruð ung, því þegar þið eldist verðið þið þungl I kvöld er dansað til kl. 1, til kl. 2 annað kvöld.laugardag^og til kl. 1 sunnudagskvöld. Hótei Saga: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur um helgina i Súlnasal. A sunnu- dagskvöld er Otsýnarkvöld. Atthagasalurinn er lokaður vegna einkasamkvæma. Klúbburinn: 1 kvöld leika Para- dis og Kaktus, annað kvöld er Laufiðog ? A sunnudaginn leika Júdas og Paradis. Glæsibær: Asar leika þar um helgina. Hótel Borg: Hljómsveit Arna Isleifs með söngkonunum Janis Carol og Lindu Walker. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur og á sunnudagskvöldið verða einnig skemmtiatriði. Leikhúskjallarinn: Skuggar leika i kvöld og annað kvöld, og á sunnudagskvöld verður sýn- ing á Ringulreið. Sigtún: Pónik og Einar leika i kvöld og annað kvöld en á sunnudagskvöldið leika Drekar fyrir gömlu dönsunum. Tónabær: t kvöld leika Júdas en Dögg annað kvöld. Lokað verður á sunnudag. Lindarbær: Gömlu dansarnir, Hljómsveit Garðars Jóhanns- sonar laugardagskvöld. Ingólfs café: Gömlu dansarnir á morgun, hljómsveit Garðars Jó- hannssonar. Sesar: Diskótek. ílðal: DiSkótek. Hvoli: Júdas leikur annað kvöld. Festi: Paradis leikur annað kvöld. Diskótekin verða stöðugt vinsœlli Ekki hefur farið framhjá danshúsagestuni að diskótek njóta sivaxandi vinsælda hér á landi. Fyrir nokkru skrifaði Gisli Sveinn Loftsson grein I VIsi um diskötek og birtum við hcr kafla úr þeirri grein: „Diskótekum hefur fjölgað að undanförnu á fleiri stöðum en i Reykjavik. Þau hafa haldið inn- reið sina i Bandarikin og það svo hressilega að einna helst mætti likja við æði. Þannig hafa risið hundruð diskóteka i New York einni og ætti það að gefa góða hugmynd um vinsældir þeirra þar vestra”. Siðar i grein sinni segir Gisli ennfremur: „Samfara aukningu diskóteka i Bandarikjunum hefur fylgt geysileg þróun á hljómtækja- framleiðslu landsmanna. Þekktustu fyrirtækin hafa hafið framleiðslu á diskótekhátölur- um og mixerum, og ýmiss konar ný ljósatæki hafa skotið upp kollinum. Meðal þessara fyrir- tækja eru Sansui, Pioneer, JBL og Bose. Þvi eru hin nýju diskó- tek þar i landi yfirleitt mjög vel tækjum búin og hefur það að töluverðu leyti stuðlað að vel- gengni þeirra.” Að lokum segir: „Hérlendis eru diskótekin vinsæl m.a. fyrir þær sakir, að þau eru skemmtilega innréttuð og hæfilega stór þannig að mun auðveldara er fyrir fólk að skemmta sér i þeim og láta sér liða vel með glas i hönd, en á troðfullum, stærri stöðum borgarinnar. Þá er það ekkert vafamál, að gott diskótek er betra en slarkfær eða sæmileg hljómsveit....” Sálumessa á sunnudag A sunnudaginn kl. 5 heldur tónleika í safnaðarheimiii Fíla- Oratoriukór Dóni kirkjunnar delfiusafnaðarins. Kórinn flytur Sáiumessu eftir Chirubini undir stjórn Ragnars Björnssonar, dómorganista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.