Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Úná Jians. Hann reyndi blaðamennsfcti,
sem lausaimaður, og einu sinni komst
hann svo langt niður að afskrifa ein-
- hiverja ættartölu fyrir einhvern.
Enda þótt Ameríkumenn fengju vilja
sinumi framgengt í Phil'by-málinu, fannst
mörgum brezkum embættismönnum hon
um hafa verið gert hræðilega rangt til,
og hann hefði verið festur á kross Mc
Carthyismans. En hvað sem McCarthy-
ismanum leið, -þá .trúðu æðstu menn
brezku upplýsingaþjónustunnar ekki ein
asta, að Philby væri „þriðji maðurinn",
heldur og, að hann væri beinlínis sjálfur
sovétn.iósnari. Þegar þeir tóku að rann-
saka fortío Fhilbys, fengu þeir ákveðinn
grun um samband hans við Sovétríkin
á ófriðarárunum. Brezka öryggisþjónust-
an fyrirgefur oft fyrri kunningsskap við
Bússa — og sumir beztu mennirnir í
M.I.6 eru gamlir kommúnistar — en
þeim var ljóst, að ýmis atvik í sam-
bandi við lausmælgi hans við Burgess
væru of einkennileg til þess að hægt
væri að gleyma þeim.
En m^ian Philby eyddi nokkruim ár-
uim : hálfgerðri einangrun, tók brezka
leyniþjónustan aQ hugsa upp fyrirætlun
'til að hafa sem mest gagn af máli hans
— og nota hann við sín eigin vélabrögð.
(Fraimfaald næsta sunnudag).
SMASAGAN
Framhald af bls. 4
—  Ertu að reyna að vera eittihvað
fyndinn? svaraði þessi gamli skólabróð-
ir.
Og nú tók ég fyrst eftir því, að hann
var svínfullur.
Umsvifalaust trúði hann mér siðan
fyrir því, að hann hefði aldrei getað
þolað mig aliar götur frá okkar fyrstu
kynnum. Hann hefði þegar í stað séð,
að ég væri hræsnari, eða, ef ég vildi, að
hann talaði dálítið skýrar, — bölvaður
þorpari. Hann hefði alltaf beðið eftir
heppilegu tæfcifæri til að segja mér
þetta, og nú væri það sagt.
Skólabróðir minn hafði talað sig upp
í meiri og meiri æsing. Að lokuim öskr-
aði hann svo að heyrðist um allan sal-
inn. Allir hlustuðu hrifnir, og yfirþjónn
inn kom inn í dyrnar. Það var stór,
rauðbirkinn náungi.
— Hvað er hér um að vera? spurði
hann með eins konar hótun í röddinni og
litaðist um í samkvæminu.
Þá beatu allir á mig og sögðu í einum
kór:
— Það er þessi herra, sem situr þarna.
Hann er með ósvífni!
Á næsta augnabliki lá ég úti á götu,
og af skáldsögu minni,er það að segja,
að ég er að hugsa um að ijúka henni
í dag.
E,
Frúin og sýnishorn af blómaskrúðinu í. stofunni. A veggnum hangir skinnið af
dýrinu, sem Agnar  Bogason felldi.       '
sig. Eitt er víst, að húsið númer 96 yið
Kópavogsbraut tapaði  ekki gildi  sínu,
þegai það várð loks fullgert.
h. j. h.
Leiðrétting
Ljóð Einars M. Jónssoríar I síðustu
Lesbók bar nafnið „í Delfí", og er höf-
undur og lesendur beðnir velvirðingar
á mistökunum sem urðu þegar ijóðið
var prentað.
íslenzk heimili
Framald af bls. 9
f leiðinni er sjálfsagt að láta það fljóta
nieð, að grjótið utan á húsinu er ekki
að vestari. Það er úr Skarðsheiði. Sveinn
mundi eftir því þar síðan hann var
smalastrákur á þeim slóðum — sótti það
svo sjálfur, þegar hann vantaði skraut
á veggbútana.
Á einum veggnum hangir hreindýra-
skinn, mjög til skrauts. Það er af dýri,
sem Agnar Bogason skaut austur á Ör-
æfum og færði hjónunum einhvern
tíma, þegar hann kom í morgunkaffi á
sunnudegií
Verzlanir enu þarna skammt undan og
segir María að bezta fiskbúðin á Suður-
iandi sé einmitt í þeirra hverfi. Þangað
komi fólk langt að til þess að kaupa
fiskhakkið. Þau verzla ekki mikið í
Reykjavík, en eiga bíl, Y—13, eitt af
mörgu, sem ber þessa tölu á heimilinu.
Margt hefur líka borið upp á 13. dag
mánaðar í húsbyggingunni. Þau 'hafa
ekki ótrú á 13, síður en svo. En kunn-
ingjariiir eru alltaf að segja Sveini að
fara að losa sig við þetta bölvað númer
á bilnum.               ^
SVIPMYND
J
HAGALAGÐAR
HREYSTI f EIXI
Dr. Þorvaldur Thoroddsen ritar
mér:    »
Ég kom til gamla Beroedikts Grön-
dals 2 eða 3 dögum áður en hann dó.
Var hann þá veikur, en sat í hæg-
indastól.
„Hvernig líðux þér í dag, Gröndal?
sagði ég.
„Ég get ekki gengið og ekki and-
að", sagði Gröndal, „en annars líður
mér vel".
(Þórh.  Bjarnarson)
J æja, þá erum'. við víst búin að
drepa á það helzta. Úr stofunni er út-
sýnið einkar fallegt suður á Reykjanes
— og i lognfolíðunni á kvöldin er dýr-
legt að sitja við arininn og njóta fjall-
anna í blámanum. Þá les Sveinn oft
kvæði fyrir konu sína — Einar Bene-
diktsson, Jónas Hallgrimsson, Tómas,
Stein Steinarr — og siðast en ekki sízt,
Vjlhjálm frá Skáholti, sem Sveinn hefur
miklar mætur á. — Ljóðin hans verka
aJltaf á mig eins og ófullgert málverk,
segir Sveinn. Þau faila inn í landsiagið,
útsýnið. Allt er þetta eins og ófullgert
málverk, svipur landsins breytist á
hverjum degi, er sibreytilegur — lands-
lagið verður sennilega aldrei fullgert. Og
mundi það ekki líka tapa gildi sínu, ef
það yrði einhvern tírna fullgert — og
fnilkomið?      i
Það er sennilega hlutur, sem hver verð
ur að meta, vega og dæma fyrir sjálfan
Framhald af bls. Z
jnni, sem jafnframt er eitt bezt rekna
blað Frakklands. „Le Provencal" er arf-
taki „L'Espoir" frá striðsárunum, og
Defferre er útgefandi þess. Það er rek-
ið eins og öll venjuleg góð dagblöð, þó
oft séu sjónarmið sósíalista túlkuð í leið-
urum þess, einkanlega þegar kosningar
eru í nánd.
Hann nýtur meiri virðingar en hylli
meðal undirmanna sinna. Hann er harð-
ur verkstjóri, sem fer ekki í launkofa
með það, ef honum finnst fyrirmæli sín
hafa verið virt að vettugi. Þeir sem vinna
fyrir hann, hvort heldur ef á blaðinu
eða borgarskrifstofunum, telja að Frakk-
land muni halda áfram að hafa „sterk-
an" forseta, ef hann tekur við af de
Gaulle.
Þar sem Defferre er í senn borgar-
stjóri Marseijles, útgefandi stærsta
blaðsins í Suður-Frakklandi og þing-
maður í París, hefur hann éfni á að
búa í veglegu húsi úti við hafið rétt
utan við borgina. Hafið er helzti hvíld-
ar- og orkugjafi hans. Hann á stóra
lystisnekkju sem hann siglir oft. Árið
um kring er hann sólbrenndur og úti-
tekinn.
Kona Defferres hét áður Marie-Ant-
oinette Swaters og er af hollenzkum
ættum. Hún er gráhærð, þokkafull og
glæsileg kona, sem er jafnan við hlið
manns síns, þó. hún láti lítið á því bera.
Þau eru bæði fráskilin og hafa verið gift
einu sinni áður. Þau eru barnlaus. Bæði
eru þau mótmælendur í landi þar sem
95% íbúanna eru rómversk-kaþólskir.
Flestir Frakkar taka hjónaskilnaði og
trúarbrögð ekki mjög hátíðlega, þannig
að þessi mál ættu ekki að valda alvar-
legum vandkvæðum nema meðal lítils
hóps strangtrúaðra kaþólika.
I ftir seinni heimsstyrjöld gegndi
Defferre nokkrum minniháttar ráð-
herraembættum í ríkisstjórn Frakklands
fram til 1956, þegar hann varð nýlendu-
málaráðherra Frakka. Hann vár frjáls-
lyndur í afstöðu sinni til nýlendnanna og
átti stóran þátt. í að undirbúa nýlend-
urnar í Afríku undir sjálfstjórn, sem síð-
ar leiddi til fulls sjálfstæðis undir hand-
leiðslu de Gaulles. Á sama hátt var hann
¦ formælandi minnihluta innan flokks síns,
sem var meðmæltur yíðtækum tilslök-
unum við þjóðernissinna í Alsír. Þá
krafðist það vissulega hugrekkis að
vera í andstöðu við þann ástríðufulla
ásetning meirihluta frönsku þjóQarinnar
að halda Alsír innan franska ríkisins.
Defferre átti í sífelldum erjum við flokk
sinn og leiðtoga hans, Guy Mollet, sem
var forsætisráðherra 1956 og 1957, en
hann sat fast við sinn keip. Það var ekki
fyrr en eftir valdatöku de Gaulles 1958,
að sjónarmið hans voru viðurkennd.
Hins vegar var hann að því leyti óiikur
ýmsum öðrum sósíalistum, sem voru
sama sinnis og hann, að hann neitaði að
kljúfa sig út úr flokknum, heldur beygði
sig fyrir vilja meirihlutans.
Sagt er að de Gaulle hafi einhvem
tíma látið þau orð falla, að allir Frakk-
ar „hafa verið, eru eða munu verða
gaullisti á stríðsárunum, varð aftur
gaullisti eftir að hershöíðinginn kornst
til valda 1958. En fyrst kom hann fram
með harðorð mótmæli gegn því, hvei'nig
Frakkland og fjórða lýðvéldið var
þvingað til uppgjafar í maí 1958 af upp-
reisnarmónnunum í Alsír. Hann neitaði
að greiða de Gaulle atkvæði þegar hon-
um var veitt embætti forsætisráðherra,
en þegar hershöfðinginn lagði fram hina
nýju stjórnarskrá, studdi Defferre hann
í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. septem-
ber 1958. Hann hélt áfram að styðja de
Gaulle í fjögur ár, og þegar "hann var
spurður um ástæðuna, svaraði hann jafn-
an: „De Gaulle er eini maðurinn, sem
getur bundið enda á stríðið í Alsír".
En hann var ekki blíður við ríkis-
stjórn og ráðherra hershöfðingjans. Hann
deildi oft harðlega á stjórnina fyrir ým-
is afglöp, einkanlega fyrir linkind við
hin hægrisinnuðu öfgaöfl sem stóðu að
hermdarverkum í Alsír og Frakklandi.
Menn höfðu á tilfinningunni, að jafn-
skjótt og Alsír-stríðið væri úr sögunni
mundi hann ekki víla fyrir sér að ráð-
ast á de Gaulle sjálfan.
Jr að er ekki lengra síðan en i júní
í fyrra, að Defferre sagði þeim, sem
inntu hann eftir því, að hann mundi ekki
bjóða sig fram til forseta. Svo var það
í september, að vinstrisinnaða viku-
blaðið „L'Express" hóf að birta greina-
flokk um frambjóðanda, sem það kall-
aði „Monsieur X". Hugmyndin var sú,
að stjórnarandstaðan ætti að koma fram
með frambjóðanda þegar í stað og kynna
hann alþjóð. Aðrir héldu því fram, og
eru enn þeirrar skoðunar, að of snemmt
væri að hefja kosningabaráttu, sem von-
laust væri að halda vakandi i náiega
tvö ár.
Enda þótt „L'Express" lýsti því yfir,
að greinaflokkurinn ætti ekki við neinn
tiltekinn einstakling, fóru menn í æ rík-
ara mæli að orða Defferre við framboðið,
þar sem hann var talinn hafa fiesta kosti
til að bera og fæsta ókosti. Þessar um-
ræður fóru ekki fram innan sjálfra
ílokkanna, heldur í minni hópum póli-
tískra áhrifamanna, sem létu sig hin
hefðbundnu flokksbönd litlu máli
skipta. Flokkunum var meinilla vi3
þennan þrýsting utan frá, ekki sízt
flokki Defferres sjálfs, og þegar hann
loks fékk samþykki flökksins til franv.
boðsins á sérstakri flokksráðstefnu 2.—*
3. febrúar sl. kom fram nfikil beiskja
meðal flokksmanna hans vegna þess-
ara óvenjulegu ytri áhrifa. Og nú er að
sjá hverju fram vindur næstu 18 mán-
uðina.
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
16. tölublað 1964
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16