Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 6
Það var mjög kalt í Odessa. Við ókum á hverjum morgni í vagni yfir steinbrúna til flug- vallarins, og biðum, loppnir af kulda, eftir stóru, gráu fugl- unum, sem renndu sér yf- ir völlinn. En báða fyrstu dag- ana, þegar við vorum í þann veginn að stiga upp i flugvél- ina, kom boð um, að það væri ekki flugveður, þokan yf- ir Svartahafinu dimm eða of lágskýjað, og við hurfum aft- ur upp í stóran, skrölt- andi flutningavagninn og ók- um aftur yfir steinbrúna til herbúðanna. Herbúðirnar voru mjög stór- ar og óhreinar og ekki vant- aði lúsina. Við húktum ýmist á gólfinu eða höUuðum okkur yf- ir þrístrend borðin og spiluð- um Sjötíu og fjögur, eða þá við sungum og biðum eftir tækifæri til að komast gegnum múrinn. f búðunum voru marg- ir hermenn, sem biðu, og eng- inn mátti fara inn í borgina. Fyrstu tvo dagana höfðum við reynt án árangurs að smjúga í gegn. >eir höfðu gripið okkur, og í refsingarskyni urðum við að draga þessar stóru heitu kaffikönnur og standa í brauð flutningum. Hj'á okkur stóð maður í ágætri loðklápu, sett- ur þarna við hina svokölluðu herlínu, gjaldkeri eða talna- meistari, og taldi af nákvæmni, svo að ekkert brauð yrði und- an dregið, og við hugsuðum að talnameistari ætti ekki skylt við útborgom, hjeld'ur sögmiina að telja. Himinninn yfir Odessa var stöðugt þokufullur og dimmur og verðirnir gengu fram og aft ur meðfram dökkum skitugum búðamúrnum. Á þriðja degi biðum við þangað til dimmt var orðið, gengum að stóra hlliðinu, og þegar vörðurinn stöðvaði okk ur, sögðum við „boð Seltsch- ini“, og hann leyfði okkur að halda áfram. Við vorum þrír, Kurt, Erich og ég, og gengum i hægðum okkar. Klukkan var orðin fjögur og þegar orðið dimmt. Fyrir okkur vakti ekki annað en komast burt frá þess- um stóru, svörtu og skítugu múrum, og nú, þegar við vor- um sloppnir frá þeim, hefðum við helzt kosið að vera innan þeirra. Við höfðum verið átta vikur í herþjónustu og vorum ® ÞAÐ VAR í ÓDESSA SMÁSAGA EFTIR NÓBELSSKÁLDIÐ HEINRICH BÖLL ,."1æ ip iiSæjp fullir kvíða, en við vissum líka, að ef við hefðum aftur verið innan þeirra, hefðum við örugglega viljað fara út, og þá hefði það orðið ómögulegt, og klukkan var ekki nema fjögur, og við gátum ekki sofið, vegna lúsanna og söngsins og einnig af því að við óttuðumst og um leið vonuðum, að næsta morg- un kynni að verða gott flug- veður og að þeir myndu fljúga með okkur yfir Krím, þar sem við ættum að deyja. Við vildum ekki deyja, við vild um ekki heldur fara til Krím, en við gátum ekki heldur húkt allan daginn í þessum skítugu, dimmu herbúðum, sem lyktuðu af gervikaffi og þar sem stöð- ugt var verið að flytja brauð, sem send voru til vig- stöðvanna, já stöðugt, og þar sem talnameistarar í káp- um, sem voru fyrir vígstöðv- arnar, stóðu yfir mönnum og töldu, svo að engu brauði yrði skotið undan. Ég veit ekki hvað við vild- um. Við gengum hægum skref- um inn í dimma, holótta út- hverfisgötuna. Milli óupp- lýstra, hrönlegra húsanna var nóttin umlukt nokkrum fún- andi tréstaurum, og á bak við þá einhvers staðar, virtist vera autt svæði, autt svæði eins og heima, þar sem menn höfðu hugsað sér að leggja götu, gera skurði og bisa við mælisteng- ur, en úr götunni varð ekkert, og menn höfðu kastað þangað úrgangi, ösku og sorpi, og grasið óx aftur, þétt, villt gras, hreinasta illlgresi, og skiltið „Bannað að kasta úr- gangi“ sást ekki lengur, af því að of mikill úrgangur hafði safnazt fyrir. Við gengum í hægðum okkar, því að við höfðum nægan tíma. í dimmunni mættu okkur her- menn, sem voru á leið til her- búðanna, og aðrir komu frá þeim og drógu okkur uppi. Við vorum hálf smeykir við þennan flæking, og hefð- um helzt kosið að snúa við, en við vissum það líka, þegar við kæmum aftur til herbúð- anna, mundum við verða örvæntingarfuHír, og þá var betra að óttast en örvænta inn- an dökkra, skitugra múranna, þar sem þeir drögnuðust með kaffið, voru alltaf að draga kaffibrúsa og færa til brauð fyrir herinn, og þar sem talna- meistarar í fallegum káp- um hlupu fram og aftur, með- an við skuQfum af kulda. Hús til hægri eða vinstri urðu öðru ihvoru á vegi, frá þeim stafaði nokkurri skímu, og við heyrðum raddir, hvellar og ókunnar, sem vöktu ótta, kveinandi raddir. Og nú grillti í upplýstan glugga í dimmunni, þar var hávaði á ferð, og við heyrðum hermannaraddir, sem sungu: „Já, sólin frá Mexíkó“. Við ýttum á hurðina og geng um inn: það var heitt og mollu ■legt, og þarna voru hermenn, átta eða tíu, og margir höfðu konur hjá sér, og þeir drukku og sungu, og einn þeirra skelli hló, þegar við komum inn. Við vorum ungir og einnig litlir, minnstir i allri hersveit- inni. Við vorum í splunkunýj- um einkennisbúningum og við- artrefjarnar stungu hendur okkar og fætur, og nærbuxurn ar og skyrturnar oMu húðinni kláða, og ullarpeysumar voru nýjar og ertandi. Kurt, sem var minnstur af okkur, gekk á undan og leit- aði uppi borð. Hann var lær- lingur í leðurverksmiðju, og hann hafði sagt okkur oft, hvaðan húðirnar kæmu, enda þótt það væri verzlunarleynd- armál, og hann hafði meira að segja sagt okkur hvað þeir græddu á þeim, þó að það væri enn meira lej adarmál. Við sett umst hjá honum. Bak við búðarborðið birtist kona, svarthærð og gildvaxin, góðleg á svip. Hún spurði hvað við vildum fá að drekka. Við spurðum á móti, hvað vínið kostaði, því að við höfðum heyrt, að allt væri mjög dýrt í Odessa. Hún sagði: „Fimm mörk flaskan,“ og við báðum um þrjár vínflöskur. Við höfðum tapað mikilum peningum í Sjö- tíu og fjögur og skipt afgang- inum. Hver okkar átti tíu mörk. Sumir hermannanna fengu sér mat, þeir átu hveiti- brauðsneiðar með steiktu kjöti, sem enn rauk úr, og pylsur, sem lyktuðu af hvítlauk, nú fundum við fyrst til þess, að við vorum hungraðir. Og þeg- ar konan kom með vínið, spurð um við, hvað maturinn kostaði. Hún sagði, að pylsurnar kost uðu fimm mörk og kjöt með brauði átta mörk. Hún sagði, að það væri nýtt svínakjöt, en við pöntuðum þrjár pyls- ur. Sumir hermannanna kysstu konurnar eða tóku þær í faðm sinn í allra augsýn, og við vissum ekki hvert við ættum að renna augunum. Pylsurnar voru heitar og feitar, og vínið var gallsúrt. Þegar við höfðum etið pylsum ar, vissum við ekki, hvað við ættum að gera af okkur. Við höfðum ekkert meira að segja hver öðrum, í háilfan mánuð höfðum við legið hlið við hlið í vagninum og sagt frá öllu. Kurt hafði verið í leðurverk- smiðju, Erich kom frá bónda- bæ, og ég var kominn beint úr skólanum. Kvíðinn hafði ekki sagt skiiið við okkur, en okk- ur var nú ekki lengur kalt . . . Hermennirnir, sem höfðu kysst konurnar, spenntu nú á sig beltin og gengu út með þeim. Það voru þrjár stúlkur, þær voru snötrar og kringlu- leitar, og þær flissuðu og skröf uðu, en þær hurfu nú með her- mönnunum sex, ég held þeir hafi verið sex, áreiðanlega fimm. Það voru aðeins þeir ölvuðu, er sungið höfðu: „Já, sólin frá Mexikó“. Einn þeirra, sem stóð við afgreiðsluborðið, stór, Ijóshærður yfirliðþjálfi, sneri sér nú að okkur og hló. Ég held að við höfum verið hljóðlátir og kurteisir við borðið okkar, með hendumar á hnjánum, eins og i kennslu- stund í herbúðunum. Þá sagði yfiifliðþjálfinn eitthvað við veitingakonuna, og veitinga- konan færði okkur hvítan ,,snaps“ í nokkuð stórum glös- um. „Við verðum nú að skála við hann,“ sagði Erioh og ýtti við hnjánum á okkur, og ég, ég hrópaði lengi: „Herra yfirlið- þjálfi", þangað til hann tók eftir þvi, að ég átti við hann, þá snerti Erich að nýju hné okkar, við stóðum upp og hróp uðum einum rómi: „Skál, herra yfirliðþjálfi." Hinir hermenn- irnir ráku upp skellihlátur, en yfirliðþjálfinn lyfti glasi sínu og hrópaði til okkar á móti: „Skál, herrar fótgöngu- liðar . . .“ Snapsinn var sterkur og beiskur, en hann hitaði okk- ur, og við hefðum svo sannar- lega villjað £á annan í viðbót. Ljóshærði yfirliðþjálfinn gaf Kurt bendingu að koma. Kurt gekk til hans og gaf okkur merki um að koma líka, eftir að hann hafði skipzt á nokkr- um orðum við yfirliðþjálfann. Hann sagði að við værum aul- ar að hafa ekki peninga með okkur, við yrðum að setja eitt- hvað í pant. Og hann spurði okkur, hvaðan við kæmum og hvert við ættum að fara, og við sögðum honum, að við biðum í herbúðunum og ættum að fljúga til Krím. Hann varð al- varlegur á svip og sagði ekki neitt. Þá spurði ég hann, hvað við gætum veðsett, og hann svaraði: allt. Hér gat maður veðsett allt, kápu og húfu eða nærbuxur, úr, lindarpenna. Við vildum ekki veðsetja kápurnar, við vorum of hrædd ir, það var stranglega bannað, og okkur var líka sárkatt þá í Odessa. Við tæmdum vasa okkar: Kurt var með lindar- penna, ég úr og Erich alveg nýja smáhandtösku úr ieðri, sem hann hafði unnið við hlut- kesti í herbúðunum. Yfir- liðþjálfinn tók við hlutunum þrem og spurði veitinga- konuna, hvað hún vildi gefa fyrir þá. Hún skoðaði þá í krók og kring, sagði, að þeir væru lélegir, og vildi borga 250 mörk, 180 fyrir úrið eitt. Yfirliðþjálfinn sagði, að það væri of litið, tvö hundruð og fimmtíu, en hann bætti því við, að meira gæfi hún áreiðanlega ekki fyrir þá, og ef við flygj- um daginn eftir, ef til vill til Krim, skipti þetta ekki miklu máli, og við skyldum ganga að þessu. Tveir af hermönnunum, sem sungið höfðu: „Jlá, sólin frá Mexíkó“, stóðu upp frá borði sínu og klöppuðu á öxlina á yfiriiðþjálfanum, hann kinkaði kolli til okkar og var þeim samferða út. Veitingakonan hafði fengið mér alla peningana, og ég pant aði nú fyrir hvem okkar tvo skammta af svínakjöti með brauði og stórum snapsi, og við bættum við okkur tveim skömmtum af svínakjöti hver og aftur fengum við okkur snaps. Kjötið var nýtt og feitt,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.