Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 5
framburðurinn þvi lítils eða einskis virði. Allt er þetta hátterni ákærenda og dómara þannig á eina og sömu bókina lært. „Lyg» frá liðinni öld, sem lifir í fólksins munni“. Lygasagan um íkveikju Hjálmars f Bólu virðist hafa orðið furðulega langlíf, enda hefir áróður óvildarmanna Hjálmars lífs og liðins, haldið henni ósleitilega uppi. En það er augljóst mál, að þeir sem trúa íkveikjunni hljóta þá einnig að ganga út frá, að Hjálmar hafi verið réttilega grunaður um sauðaþjófnað. Það tvennt fylgist auðvitað að. Þess- vegna er rétt, að huga að brennuákærunni nokkru nánar. I fyrsta lagi er ekkert sem bendir til, að Hjálmar hafi neitt þurft að „fela“, og þvi sfður sönnunargögn, sem hann hafi þurft að skjóta undan. Sjá þar um hér að framan. í öðru lagi hefði verið þýðingarlaust fyrir hann að kveikja í kofanum, þar sem kagginn yrði sama sönnunargagnið f málinu, — í hvora átt sem var — eftir bruna sem áður. Lítil hætta var á, að saltket (í pækli), I jarðföstu (e.t.v. eitthvað niðurgröfnu) íláti, myndi brenna eða sviðna svo mjög, að ekki væri hægt að skoða það og greina á eftir. Enda kemur þetta beint fram i dómsrannsókninni, „þegar mokað var upp daginn eftir“, og tala a.m.k. tvö vitni um ket úr kagganum eftir brunann. Nú höfðu hreppstjórarnir hlaupist frá rannsókninni daginn áður, og vaknar þá enn sú spurning, hversvegna þeir luku henni ekki nú, þar sem mokað hafði verið ofan af kagganum hvort eð var, og upplýst er að þeir voru sjálfir til staðar. Er engin skýring á þessu hátterni hreppstjóranna önnur en sú, að þeir hafi einmitt sjálfir viljað láta þetta sönnunargagn falla undan frekari rannsókn, og af auðsæum ástæðum, sem áður eru greindar hér að framan. í þriðja iagi mætti benda þeim á, sem trúnað leggja á íkveikjusöguna, að hugleiða málið frá enn annarri hlið: Er það yfirleitt trúlegt, að þetta fátæka fólk, með kornung börn sín, hefði farið að leggja eld í sfn eigin bæjarhús, og það um hávetur, þegar telja varð flestar bjargir bannaðar, I eina eða aðra átt. Það athugast, að kofinn var sambyggður bæjarhúsunum, og mátti því tæplega reikna með að þau myndu bjargast, ef kofinn brynni, síst að næturþeli, þegar tafsamara var um mannhjálp af bæjum. Sjálfur var Hjálmar veikur og rúmliggjandi. Ég geri ekki ráð fyrir, að húsakostur i Bólu hafi verið mikill eða verðmætur, að þvi er við nútímamenn myndum telja, en allt um það var þetía aleiga hjónanna, að kalla, og brynni bærinn hlytu þau að bera tjón sitt óbætt, — ekki voru tryggingarnar i þann tíð, — og borin von að hann yrði eða fengist endurbyggður. Það þarf meira en litið hugmyndaflug til þess að láta sér detta í hug, að þau hefðu farið að stofna til sliks (óvinafagnaðar) að brenna ofan af sjálfum sér, til þess að þurfa síðan að leita á náðir hreppsins, hreppstjóranna, — í annað hús var ekki að venda, — þeirra sömu manna, sem nú voru að reyna að eyðileggja heimili þeirra og mannorð, til þess að koma þeim í tukthús, og börnunum þar með á sveitina, út og suður til vandalausra. Ég læt þessar aths. um kofabrunann nægja að sinni, en mun væntanlega árétta þær frekar I síðari grein, með fyllri tilvitnunum í réttarbókanir. Það er vita- skuld, að um tildrög brunans í Bólu verða úr þessu aldrei færðar fullar sönnur, þe. í strang-bókstaflegum skilningi. En slíka algera sönnun er sjaldnast hægt að færa í sagnfræðilegum efnum, þar verður einatt að geta I eyður gloppóttra eða ótraustra heimilda, 4ýeftir sannsýnilegum líkum og heilbrigðri dómgreind og skynsemi. En þegar yfirgnæfandi líkur eru fyrir hendi, að réttri hugsun og skynsamlegu mati, og engar sérstakar gagnlíkur liggja fyrir, þá verður það að skoðast sem full sönnun, í hverju einstöku tilviki. Sérstaklega ber í tilfelli sem þessu, — brennuákær- unni í Bólu, — að varast fyrirfram hleypidóma og gamalgróna óvild og áróður. Ég held það geti ekki farið fram hjá neinum, sem hugsar það mál, rólega og fordómalaust, sérstaklega með stuðningi af réttar- bókunum, að ikveikjuákæran er svo glórulaus fjar- stæða, á alla grein, og mótlíkur hennar svo yfirþyrm- andi, að það má furðu gegna að nokkur viti borinn maður skuli nokkru sinni hafa léð henni eyra, og að fræðimenn sem um skáldið hafa skrifað skuli ekki fyrir löngu hafa tekið af skarið, og kveðið þennan bersýnilega rakalausa óhróður niður. Frumhlaup og lögleysa Aður en ég skilst við þjófaleiðina I Bólu vil ég leiðrétta þann misskilning sem virðist nokkuð al- gengur, að hreppstjórar hafi oft framkvæmt slikar leitir að eigin frumkvæði, og án þess að hafa fyrirmæli sýslumanna. Hafi slíkt nánast verið „hefð“, og „tiðkast átölulaust af yfirvöldum", (Finnur Sigm.). Þetta mun þó að ég best veit ekki rétt, löggæzluvaldið var I höndum sýslumanna, en störf hreppstjóra meir á öðrum sviðum. Með hreppstjórainnstrúxinu 1809 var valdsvið hreppstjóra nánar afmarkað, en þar er ein- mifí í 2. grein sleginn varnagli hvað löggæzluaðgerðir snertir, og má hreppstjóri „engan úrskurð um yfir- sjónir fella“, — (þ.á m ákvörðun um þjófaleit), — án sýslumanns tilskipunar“. I því tileflli, sem hér um ræðir höfðu hreppsstjórarnir ekkert leyfi sýslumanns til slíkra aðgerða, og þessvegna alls enga heimild til að ráðast inn á heimilið. Hafi hreppstjórarnir leitað til sýslumanns er augljóst, að hann hefir ekki samþykkt eða fyrirskipað húsleit í Bólu, enda myndu þeir þá hafa getið þess I kærunni til hans eftir leitina. En þar er hvergi vitnað í slika heimild. Enda dregur verjand- inn, (sem sjálfur var hreppstjóri) i efa „embættis"- heimild starfsbræðra sinna: „... veit ekki hvurt þeir höfðu leyfi til að óprófaðri sök“. Það verður þessvegna að hafa fyrir satt, að aðförin að Bóluheimili hafi verið þannig utan við lög og rétt, frumhlaup og valdniðsla, ásamt með skemmdastarfsemi, og hroðalegum við- skilnaði. Jón Forni kallar aðförina að Bóluheimili „fanta- verknað", sem vart mun ofmælt, miðað við hvernig henni var hagað, og hvað af henni leiddi. Enda kemur á daginn, þegar athugaðar eru samtímaheimildir nánar, að hér var um annað og meira en venjulega húsrannsókn að ræða. í Skagfirðingasögu, (Handrs. Lsbs.) segir berum orðum: „Tóku sig þásaman... (að gera aðförina) ... og urðu 10 saman“. (Talan 10 kemur heim við aðra heimild, Morgunsöng Hjálmars). Þetta sýnir að hér hefir verið um að ræða samsæri í byggðarlaginu, samtök allmargra manna í hreppnum, að sjálfsögðu óvildar- og hatursmanna Hjálmars, þvi aðrir hefðú ekki gefið sig í þetta. Skýrist nú margt i sambandi við þennan óhugnanlega atburð, svo sem liðsafnaður og fjölmenni, sem stefnt var á bæinn, ósæmileg umgengni og viðskilnaður komumanna, gagnvart fólki og heimili, einnig skepnum, bæjarhús- um, svo lýst hefir verið hér að framan. Þarf þessvegna engum að blandast hugur um það lengur, að aðförin að Bólu var hefndar- og hatursverknaður, ákveðinna manna, til þess að reyna að klekkja á Hjálmari og konu hans, og auðvitað helst af öllu að hafa þau burt úr hreppnum eða byggðarlaginu. Þjófnaðarákæran sjálf var ekkert annað en upplost og áróður, fyrst og fremst til þess að fá hreppstjórana til liðs við sig, og geta notað hina illræmdu nafngipt „þjófaleit" um aðgerðir þessar og þannig komið þeim lykli á kinn skáldsins, sem þaðan yrði seint af máður. Ekki er vitað hver hafi verjð helsti upphafsmaður þessa samblásturs, þótt vel megi vera, sem F. Sigm. Framhald á bls. 15 ÞUNNT ER MÖÐUR- EYRAÐ Ofanskráður málsháttur beinir líklega hugum flestra að mæðrum ung- barna, sem ekki mega gefa frá sér minnsta æmt né tíst, án þess að móður- eyrað skynji það. Og víst er um það, að flestar erum við fljótar að bregða blundi fyrstu vikur og mánuði í ævi barna okkar, ef þau láta á sér bæra. Þegar barnið er á aldrinum 1—4 ára bregð- ur nokkuð á annan veg með þynnku móðureyrans. IMú er það ekki eins við- kvæmt fyrir vælum og skælum. En ef alls ekki heyrist neitt í blessuðum afkvæmunum, en ískyggi- leg og hyldjúp þögn ríkir þar, sem þau halda sig, þykir okkur heldur betur vissara að ganga úr skugga um, hvað nú sé á seyði. Alloft hefur börnunum þá tekizt að festa hönd á því, sem algjörlega er bannað að snerta, svo sem skraut- bundnu bókunum í bóka- skápnum, krystalnum eða postulíninu, að ég tali nú ekki um varalitinn og „meikið". Nú koma á að gizka 8—10 ár f ævi barnsins, sem móðureyrað er ekki eins viðkvæmt gagnvart því. Djúp þögn gefur oftast ekki annað til kynna en barnið sé önnum kafið við lestur eða teiknun og hávaði þarf að keyra mjög úr hófi til þess að ástæða sé til áhyggna. En á unglingsárum barn- anna hefst seinna við- kvæmnisskeiðið á ævi móðureyrans. Það er þegar unglingarnir byrja að fara á böll eða í partí. Skulu nú rakin nokkur þróunarstig á þvf skeiði. Fyrstu skiptin, sem unglingarnir leggja út á þá glæfrabraut, kemur margri móðurinni ekki dúr á auga fyrr en barnið er komið heilu og höldnu inn f rúm. Hver kannast ekki við setninguna: „En, mamma, þú þarft alls ekki að vaka eftir mér, ég kem heim um leið og ballið er búið". Satt er það, en samt kemur móðurinni ekki blundur á brá fyrr en hún er viss um, að barnið er öruggt innan veggja heimilisins. Þetta stig getur staðið bæði árin, sem barnið er f skyldu- námi. Margar mæður kannast eflaust við næsta stig, sem lýsir sér þannig, að þær sofna eins og venjulega, þegar unglingarnir fara á ball, en vakna ósjálfrátt nákvæmlega á þeirri stundu, sem ballið er búið og von er á þeim heim. Þá geta vissulega tekið við nokkrir órólegir klukku- tfmar með hjartslætti og kvfða: „Skyldi nú eitthvað hafa komiðfyrir?" Hvílíkur léttir er þá að heyra hið góðkunna hljóð, þegar lyklinum er snúið í útidyra- hurðinni. Loks kemur að því, að móðurinni verður allt í einu Ijóst, að þessar áhyggjur eru algjörlega til- gangslausar, afkvæmið verður sjálft að lifa sínu eigin Iffi og bera ábyrgð á sjálfu sér enda þá oft orðið svo gamalt, að það getur gengið út og gift sig, hvenærsem er. En hvernig skyldi ömmueyrað vera? /Etli það sé þykkra eða þynnra en móðureyrað? Anna María Þórisdóttir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.