Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						í ritgerð sem Gísli
Magnússon (Vísi-Gísli)
samdi á latínu (Consignat-
io instiuti) og sendi Oluf
Worm prófessor í Khöfn
1647 segir m.a. í þýöingu
Jakobs Benediktssonar.
„Ríki vort á hvorki sjóð né
tekjur og verður því eins
og limlest, mállaust og
heyrnarlaust að þola órétt
og háðung hvers manns
sem þræll væri. Ekki á það
neitt lausafé (þó hlægilegt
sé) nema klukku eina á
þingstaónum, sem hringt
er á ákveðnum tímum til
málflutnings og dómsupp-
sagna á þingi. En klukka
þessi sprakk fyrir 16 árum
og gefur nú svo dauft hljóð
frá sér að varla heyrist til
hennar í Iögréttu." (Rit-
gerð Gísla Magnússonar er
prentuð, ásamt íslenskri
þýðingu hennar eftir
Jakob   Benediktsson,   í
Mín
Nokkur föng Halldörs Laxness í
3. og 4. kafla íslandsklukkunnar
Eiríkur Jönsson tök saman
1693. „Þann 10. júlí meðtók Jón
Hreggviðsson hér ofannefnda og
ályktaða refsing við Öxará, mörg-
um mönnum ásjáandi"., segir i
Alþingisbókum íslands VIII.
bindi, bls. 430, ár 1693. Hinsvegar
var Jón Hreggviðsson dæmdur í
húðlátsrefsingu fyrir ,,óráð-
vendni" 1683. Og á leiðinni til
Heynessþings, þar sem fram-
kvæma átti refsinguna, varð sá
atburður, að Sigurður Snorrason
böðull lét lífið. Jón Hregg-
viðsson var þá sakaður um að
hafa myrt böðulinn og þar með
hófst hans þrjátiu ára stríð „gegn
ránglæti og réttlæti". (Helgafell
1943, Jóhann G. Olafsson: Obóta-
mál Jóns Hreggviðssonar á Rein
o.fl.)
Hér á eftir verða rakin nokkur
dæmi um tengsl annars kafla ís-
landsklukkunnar við aðrar bæk-
ur.
klukka - klukkan
þírí
Safni Fræðafélagsins XI.
bindi, Reykjavík 1939, bls.
48—85. Tilvitnunin hér á
undan er á bls. 78.) Þessi
orð Gísla Magnússonar
hafa orðið Halldóri
Laxhess föng í upphaf
fyrsta kafla íslandsklukk-
unnar. Líklegra er þó, að
Halldór Laxness hafi frek-
ar stuðst við frásögn Þor-
valds Thoroddsen á þess-
um orðum Gísla Magnús
sonar en þýðingu Jakobs
Benediktssonar, a.m.k. er
texti Halldórs Laxness
öllur nær texta Þorvalds
Thoroddsen en þýðingar-
texta Jakobs Benedikts-
sonar. Frásögn Þorvalds
Thoroddsen af ritgerð
Gísla Magnússonar er
prentuð í bók hans, Land-
fræðisaga íslands II., bls.
124—130.
Hér fara á eftir tilvitnan-
ir í fyrrnefnda texta Þor-
valds Thoroddsen og Hall-
dórs Laxness.
„Eignir á þjóðin engar, nema
eina klukku á Þingvöllum, sem
notuð er til þess að hringja saman
þingheimi til dóma, en fyrir 16
árum sprakk hún, svo nú heyrist
varla til hennar." (Þorvaldur
Thoroddsen:  Landfræðisaga  ís-
lands II. bindi, Khöfn 1898, bls.
129.)
„Sú var tíð, segir í bókum, að
íslenska þjóðin átti aðeins eina
sameign sem metin varð til fjár.
Það var klukka. Þessi klukka
hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á
Þíngvöllum við Öxará, fest við
bjálka uppi kverkinni. Henni var
hríngt til dóma og á undan aftök-
um. Svo var klukkan forn að eing-
inn vissi leingur aldur hennar
með sannindum. En um það er
sagan hefst var laungu kominn
brestur í þessa klukku og elstu
menn þóttust muna hljóm hennar
skærari." (íslandsklukkan, bls.
7.)
I Lovsamling for Island I., bls.
425—426 er bréf er Kristján
fimmti skrifaði báðum biskupum
landsins (dags. 6. maí 1684.). í
bréfinu segir m.a.: „Saasom vi
naadigst kommer i Erfaring,
hvorledis ved Dom- og andre
Kirker, samt Klostere i Vort Land
Island, skal findes adskillige
gamle sönderbrudne sprungne
Klokker, hvoraf Stykkerne her og
der skal ligge adsprede og ille
vere tjenlig til nogen Brug förend
de igjen blive omstöbte, da Voris
allernaadigste Villie og Befaling,
at du gjör den Anstalt, saa vores
Fouget der i Landet saadanne
Anfordring kan bekomme".
Ætla má, að þetta bréf hafi ver-
ið kveikjan að hugmynd Halldórs
Laxness um „fororðninguna",
sem  skáldið  talar  um  í  fyrsta
kafla Islandsklukkunnar..... sú
fororðníng barst út hingað að
landsmönnum bæri að láta af
hendi allan eir og kopar handa
konúnginum, af því það þurftí að
endurreisa Kaupinhafn eftir
stríðið, þá voru einnig rrienn send-
ir að vitja hinnar fornu klukku á
Þíngvöllum við Öxará".
Handhafar fyrrnefnds kon-
úngsbréfs höfðu „bréf uppá"
að  safna  saman  brotnum  og
sprungnum klukkum, engu síður
en böðullinn Sigurður Snorrason
hafði „bréf uppá" niðurbrot og
töku klukkunnar á Þingvöllum
við Öxará.
1 frásögn Jóns Espólíns af kon-
ungsbréfinu 1684 (islands Ár-
bækur), kemur fram, að hann
hefur talið, að framkvæmdin á
tilskipun bréfsins hafi að nokkru
leitt til sömu niðurstöðu og „for-
orðníngin" í konungsbréfi
islandsklukkunnar. Hér á eftir
fer hluti af þeirri frásögn Jóns
Espólíns, svo og tilvitnun í fyrsta
kafla islandsklukkunnar, sem er í
snertingu við frásögn Jóns
Espólíns.
„Konungsbréf kom þá út til
beggja biskupanna um rifnar ok
brotnar klukkur, at þeim skyldi
komit verda til Bessastada til ráð-
stófunnar landfógetans. . . Margir
fluttu einnin klukkur brotnar eda
rifnar til Bessastada eda i adra
kaupstadi, at forlagi landfógeta,
gleymdist þó sumum at taka bréf-
lega medkenningu kaupmanna
fyrir afhendingu þeirra, ok vissu
því ei hvar sumar lentu, gátu
nokkrir til, at af púdri mundu
klingja nokkursstadar, ei síður en
i kyrkjum". (Jón Espólín: Íslands
Arbækur, VII. deild, bls. 109, ár
1684.)
„Við höfum bréf upp á átján
klukkur og þessa nítjándu. Við
brjótum þær og flytjum i Hólm-
skip". (Íslandsklukkan, bls. 10.)
í tveimur fyrstu köflum ís-
landsklukkunnar breytir Halldór
Laxness hinni sagnfræðilegu röð
viðburða i ævi Jóns Hreggviðs-
sonar. Halldór Laxness lætur hina
„stórkostlegu húðlátsrefsingu",
sem Jón Hreggviðsson var dæmd-
ur í vegna „smánarorða" um kon-
unginn, eiga sér stað árið áður en
hann var dæmdur af lífi. i veru-
leikanum var Jón Hreggviðsson
dæmdur til þessarar refsingar níu
árum  eftir  dauðadóminn  eða
I.
„Túnum og engjum er hætt við
fjallaskriðum. Ekki er óhætt fyrir
snjóflóðum." (Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vidalín, bls.
72. Úr um Reyni í Akranes-
hreppi.)
„Bærinn stóð þar undir f jallinu
sem bæði er hættast við skriðum
og snjóflóðum". (islandsklukkan,
bls. 16.)
II.
„En jörðin öll til samans er
kristfje eftir gjöf og fundatiu sál.
biskupsins Mg. Brynjólfs Sveins-
sonar. . . Eigandi telst enginn viss
nema Christur og þeir hans volað-
ir, sem fundatian tilgreinir. Ábú-
andi er Jón Hreggviðsson. .".
(Jarðab. Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns, bls. 71 og 72. Úr um
Reyni í Akraneshreppi.)
„Hann gaf Reyni á Akranessi
með 6 kúgildum til afgjalds ok
uppiheldis æfinlega, þeirri
fátækri ekkju í Akraneshreppi, ef
ærleg væri ok guðrækin, er ætti 3
börn í ómegð eða fleiri, á meðan
hún er í ekkjustandi, ok til þess
hið yngsta barn hennar er 15
vetra; enn ef sú ekkja er engin til
á Akranesi, þá njöti sú sem er í
Skilmannahreppi-, en þar næst í
Skorradal; en ef engin er í þeim
hreppum, leggist þat afgjald fyrir
skilgetit barn fóðurlaust ærlegra
foreldra, úr Akraneshrepp,
medan er i ómegð, ok sé vel ok
kristilega alit upp." (Jón
Espólín: islands Árbækur, VII,
deild, bls. 31.)
„Kristur átti jörðina með sex
kvígildum. Skálholtsbiskup einn
hafði fyrir laungu gefið hana
þessum drotni með fúndátsfu til
gottgjórelsis einhverri barn-
margri ekkju í Akraneshreppi,
frómri og æruprýddri, en ef
eingin slík fyndist í þeim hreppi
skyldi hennar leitað í Skorradals-
hreppi. Eingin þvílík ekkja hafði
nú um lángt skeið fundist i þess-
um tveim hreppum, svo Jón
Hreggviðsson hafði gerst leigu-
maður Jesú bónda." (Íslands-
klukkan, bls. 17.)
III.
.....  ieg  með  min  sveed  og
hænders arbeid haver maat
underholde min höi-aldrede
moder, min vanföre sön som enda
dertil hafde brek paa hans
forstand, min spedalske daatter,
min spedalske söster, og endnu en
mig beslegtet qvindes person lige-
ledes    spedalsk,..".     (Arne
Magnussons private brevveksl-
ing, bls. 215. Úr bréfi Jóns Hregg-
viðssonar til Árna Magnússonar,
dags. 31. júli 1708.)
„Jón Hreggviðsson var vel við
skál þegar heim kom og tók þegar
til aó berja konu sina og
f áráðlínginn son sinn. Dóttur sina
fjórtán vetra gamla sem hló að
honum barði hann ekki til muna
og ekki heldur móður sína aldur-
hnigna sem faðmaði hann með
tárum. Systir hans og frænka sem
báðar voru líkþráar, önnur slétt
og limafallssjúk, hin hnyklótt og
sár, hníptu með svartar
skuplur...". (íslandsklukkan,
bls. 17.)
IV.
..... að með sannindum bevísan-
legt sé, það fyrrnefndur Jón
Hreggviðsson hafi þaug áður inn-
færð smánarorð, sem upp á hann
svarin eru, beint eður directe
sveigt eða hneigt til vors æðsta
yfirvalds á jörðunni..." (Alþing-
isbækur islands VIII. bindi, bls.
429—430, ár 1693)
og Jón Hreggviðsson
ákærður úm að haf a á Þingvöllum
við Öxará móðgað vora allrahæstu
tign og majestet og greifa útí Hol-
stinn, vorn aliranáðugasta arfa-
kóng og herra, með ósæmilegu
orðapjátri í þá veru að þessi vor
herra hafi nú tekið sér þrjár frill-
ur fyrir utan hans ektaskap. ...
Sigurður Snorrason sór þá orð
þessi á Jón Hreggviðsson." (is-
landsklukkan, bls. 18.)
„. . , í nafni drottins er endilegur
dómur og ályktun lögmanna og
lögréttunnar, að hérnefndur Jón
Hreggviðsson skuli líða stórkost
lega húðlátsrefsingu,..". (Al-
þingisbækur islands VIII., 'bls.
430, ár 1693).
„Síðan var réttinum slitið og
uppkveðinn dómur í málinu á pá
leið að Jón Hreggviðsson skyldi
greiða konúnginum þrjá ríxdali
innan mánaðar, en koma húð'fyr-
ir þar gjald þryti." (íslandsklukk-
an, bls. 19.)
VI.
„Ekki svo mjög eftir fjölda vitn-
anna, heldur eftir efnisgnótt
þeirri, sem í vitnisburðinum
felst.. .". (Píslarsaga síra Jóns
Magnússonar Khöfn 1914, bls. 178
neðanmáls.)
„Sagði i dómsniðurstöðunni á
þá leið að dómurinn „væri ekki
svo mjög uppkveðinn eftir fjölda
vitnanna, tieldur eftir efnisgnótt
þeirri sem í vitnisburðinum fæl-
ist." (íslandsklukkan, bls. 19.)
®
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16