Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Gamlir
íslenzkir
leikir
til uppryfjunar
ájólum:

Að
leika
sér saman
Hulda Valtýsdóttir tók saman
Löngum hafa það ver-
ið viðurkennd sann-
indi, að mönnum sé
nauðsynlegt að gera
sér eitthvð til gamans
annað slagið — lyfta
sér upp úr amstri dag-
anna. Leikir haf a líka
tíðkast hér á landi alla
tíð, sem annars staðar,
og höfum við fornsög-
ur okkar til vitnis um
það.
Á tímabili munu að
vísu ýmsir kirkjunnar
menn hafa barizt gegn
leikjum hér á landi
sem annars staðar, en
þeir gengu misjafn-
lega hart fram í því.
Sumir vildu afnema
þá meö öllu, þvi mönn-
um væri nær að
ástunda bænargjörð
og guðsótta, ef tóm-
stundir gæfust. Leikir
væru af hinu illa. Aðr-
ir tóku ekki eins fast í
árinni. Þeirra á meðal
var meistari Jón Vída-
lín, sá mikli prédikari,
því hann viðurkennir
að skemmtanir, við-
hafðar í hófi, séu bæði
líkamanum og sálinni
nauðsynlegar.
Nú dettur engum í
hug að prédika gegn
skemmtunum í hófi.
Hins vegar hafa marg-
ir áhyggjur af því
hvernig   nútímafólk
skemmtir        sér.
Áhyggjurnar beinast
þá oft að því hve marg-
ir láti aðra um að
skemmta sér en séu
sjálfir aðgerðarlausir
og mikið mun til í því.
Menn sitja bak við
sjónvarp lon og don
eða í kvikmyndahús-
um og leikhúsum og
meðtakamenn hópast
á íþróttavelli þúsund-
um saman og áhorf-
endum fer sífjölgandi,
en virkum íþrótta-
mönnum fjölgar ekki
að sama skapi. Og á
skemmtistöðum og
öldurhúsum — jú, þar
virðist fólk skemmta
sér — en sumir á vaf a-
saman og jafnvel af-
káralegan máta — ef
til vill vegna þess að
þeir þekkja ekki aðra
aðferð, hafa ekki van-
izt öðru.
í hinu merka riti ís-
lenzkar skemmtanir,
sem gefið var út af
Hinu íslenzka bók-
menntafélagi og þeir
Jón Árnason og Ólafur
Davíðsson söfnuðu til,
er mikinn fróðleik að
finna um skemmtanir
á íslandi bæði fyrr og
síðar. Ritið kom út á
árunum 1887—1903 og
þar eru teknar fyrir
íslenzkar       gátur,
skemmtanir,  vikivak-
ar og þulur.
ólafur Davíðsson
hefur safnað efninu í
þann hluta ritsins sem
fjallar um íslenzkar
skemmtanir og hann
skrifar ýtarlegan for-
mála fyrir honum.
Ólafi er það mikið í
mun að íslendingar
viðhaldi þjóðlegum
leikjum og skemmtun-
um því þeir muni
vissulega verða að
mun fátækari ef sá
menningararfur fer í
glatkistuna.
Vegna þess að þetta
rit mun ekki vera í
eigu þorra manna eru
hér birtar glefsur úr
bókarkaflanum sem
f jallar um skemmtanir
— valdar næstum af
handahófi — í þeirri
von að þessi þáttur í
íslenzku þjóðlífi eigi
sér enn nljómgrunn
meðal almennings og
þær verði um leið
hvatning til ástundun-
ar.
Nú f ara jólin í hönd.
Menn bjóða heim vin-
um og ættingjum á öll-
um aldri. Því er tilval-
ið tækifæri til að rifja
upp eitthvert gaman
frá fyrri tíð.
Hér er tekið orðrétt úr bókinni
um íslenzkar skemmtanir kafla-
heitið er: Leikir. Hafnarleikur,
borgarleikur eða stórf iskaleikur:
Fyrst er afmarkað leiksvið. Því
næst eru afmarkaðir vissir blettir
á leiksviðinu út við sviðjaðrana.
Það á að vera hér um bil jafnlangt
á milli þeirra og eru þeir nefndir
hafnir, borgir eða eyjar, eftir þvi
hvað leikurinn er kallaður í svip-
inn. Mitt á milli hafnanna stendur
einn leikmanna og á hann að
reyna til að ná hinum, sem eru í
leiknum, en þeir hlaupa frá einni
höfn til annarrar. Sá, sem nær,
heitir stórfiskur eða kapari, en
hinir eiga að tákna skip.
Þegar allt er nú komið í kring
segir stórfiskurinn: „Allir i höfn"
eiga þá allir að nema staðar í
höfninni, Annars má stórfiskur-
inn taka þá ef hann getur.
Stórfiskurinn reynir nú af al-
efli að ná skipunum en þau þjóta
milli hafnanna því enginn vill
verða fyrir stórfiskinum. Ekki
mega aðrir hlaupa út fyrir sviðin
en stórfiskurinn, því þá eru þeir
brenndir. Ekki Ieyfist að hörfa
oftar en þrisvar til sömu hafnar,
sem hlaupið var frá. Þá er sagt að
leikmaðurinn sé orðinn þrisvar
afturreka í höfn og er úr leiknum.
Ekki mega menn heldur halda
mjög Iengi kyrru fyrir í sömu
höfninni því þá brenna menn
inni, eða stórfiskurinn hefur þá
leyfi til að draga þá útúr höfn-
inni, en annars má hann ekki fara
inn í hafnirnar, þvi þá er hann
brenndur.
Þegar stórfiskurinn nær ein-
hverjum segir hann: „Hvort viltu
heldur vera minn maður eða ég
skeri þig í þrjú stykki?" Flestir
kjósa að ganga í lið með stórfisk-
inum og ná þeir þá með honum úr
því. Þeir sem vilja heldur deyja,
eru úrleiknum. Svona gengur
leikurinn þangað til stórfiskurinn
og lið hans hefur náð öllum, sem
ekki eru þegar brenndir, eða allir
eru orðnir stórfiskar. Þá er leikn-
um lokið.
o.s.fv. Svið er afmarkað og eru
allir leikmenn á því. Aðkomumað-
urinn biður kóng að gef a sér einn
fuglinn. Kóngur segist munu
gjöra það ef hann geti upp á nafni
einhvers af þeim. Aðkomumaður
fer að geta. Ef hann getur upp á
nafni einhvers fuglsans þá á hann
hann, en þó ekki skilmálalaust.
Fuglinn hleypur nefnilega frá
kónginum. Ef aðkomumaður get-
ur náð honum áður en hann
kemst aftur til kóngs þá verður
fuglinn eign hans. Annars ekki.
Ekki má fuglinn hlaupa út úr
sviðinu. Aðrir segja að fuglinn
eigi að hlaupa þrisvar í kringum
sviðið og verði aðkomumaður að
ná honum á þeirri ferði.
Rófuleikur
eða halaleikur:
Fyrst taka allir sem eru f leikn-
um hver aftan í annan, nema
einn, svo hersingin verður ein
halarófa. Fremstur er sá látinn
vera sem hraustastur er og heitir
hann verjandi. Sá sem er aftastur
á að hafa hatt eða húfu á höfðinu
og heitir hann halarófa. Sá sem
ekki er i röðinni heitir sækjandi
óg stendur hann fyrir framan
verjanda. Hann á að ná húfunni
af halarófunni en verjandi á að
varna honum þess af fremsta
megni. Það segir sig sjálft að röð-
in má ekki slitna. Þegar halarófan
hefur misst hófuðið er leiknum
lokið.
Hnapphelda:
Fuglaleikur:
Leikmenn eru tveir. Þeir
setjast flötum beinum og spyrna
saman iljum. Því næst taka þeir
snæri tagl eða eitthvað þess hátt-
ar og togast á um það, taka í af
öllu afli. Sá vinnur sigur, sem
situr sjálfur kyrr en dregur hinn
upp með sér.
Einn leikmanna er kóngur,
annar aðkomumaður. Hinir eru
fuglar kóngs og heitir hver þeirra
sínu nafni, einn krfa, annar álka
Að róa í sel:
Tveir unglingar setjast flöt-
um beinum á gólf og halda saman
höndum. Þeir eru róðrarmennirn-
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24