Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 7
AUSTURRIKI Landshorna á milli með Sinfóníuhljómsveit Islands 3. og síðasti hluti eftir Gísla Sigurðsson Fjöll eins .og grænir veggir Bludens í Vorarlberg á regnþungum maídegi — og skömmu síöar snjóaöi niöur í miöjar hlíöar, en efstu bæir eru einmitt á bak viö skýjatjásurnar. Neöri mynd: Hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í félagsheimilinu í Bludens. 22. maí. Gott var aö eiga ennþá dagpart eftir í Graz; maöur fór þaðan meö söknuöi, — og ákveöinn að koma einhverntíma aftur. Nú er alvaran framundan: Hljómleik- ar í Judenburg — á aö gizka 100 km leiö vestur í fjöllin frá Graz. Þegar þangaö kemur opnast flóögáttir himins og sann- ast enn einu sinni, aö fáir kunna sig í góöu veðri heiman aö búa. Var þaö ráö tekiö aö selflytja fólk undir þeim fáu regnhlífum sem fyrirhyggjumenn höföu tekið meö, — og bjargaöi þetta degin- um hjá kaupmanni, sem seldi svo næfurþunn plastkápuskæni, aö varla mátti viö þær koma. Vegna þessa steypiflóös af himnum varö minna úr því aö líta á þann bæ, sem kenndur er viö júöa — enginn, sem ég spuröi, vissi heldur hversvegna bærinn hefur fengiö nafn sitt af þeim. Móttöku- nefnd haföi víst ekki veriö skipuð; enginn úr hreppsnefndinni heldur til aö taka á móti okkur, en húsiö var opið og hafði aö því er virtist verið byggt áfast viö gamla kirkju. Þar var konsertsalur- inn, — hljómsveitin varö aö gera sér aö góöu fremur naumt rými í kór, en allt fór þaö vel og Páll gladdi innfædda meö Sprengisandinum aö lokum. Á heimleiöinni myrkur; gott aö geta sofiö í bílnum og vaknaö viö niö árinnar Mur utanviö Hótel Wiesler í Graz. Fjöll eins og veggir á báöa bóga 23. maí. Feröinni þennan daginn var heitiö vestur til Bludenz og Feldkirch í Vorarlberg; þaö héraö er einskonar Vestfjaröakjálki Austurríkis, — háfjalla- hérað og teygist í fremur mjórri totu aö landamærum Sviss viö ána Rín. Leiöin er um 650 km og sýnist vera allsherjar reginfjöll, þegar litiö er á kortiö. En Alparnir eru fellingafjöll eins og viö læröum í barnaskóla og af þeirri merku staöreynd leiöir, aö dalir veröa bæöi djúpir og langir frá austri til vesturs. Þótt ótrúlegt megi virðast, þarf aldrei aö klífa fjöll svo heitiö geti á allri þessari leiö; þeir þröskuldar, sem þar veröa í vegi, hafa yfirleitt verið boraöir; lengstu jarögöngin svo sem úr Reykjavík og suöur í Straumsvík. Einu sinni var sagt, aö menn skyldu sjá Napoli og deyja síðan, — þaö var ef ég man rétt í rómantíkinni á öld Byrons. Oftar en einu sinni hef ég komiö til Napoli, en án þess aö geta tekiö undir hin fleygu orö. En satt aö segja finnst mér sú fegurð sem auganu mætir á leiöinni frá Graz tii Voralberg svo yfirþyrmandi, aö iíklega dregst eitthvaö aö maöur sjái annaö eins, — feröalangurinn gæti þessvegna lagt sig og dáiö rólegur. Ekki man ég gerla, hvort þessi ferö tók 8 tíma eða 12, enda skiptir þaö ekki máli. Meira máli skiptir, aö maður er sífellt dolfallinn yfir feguröinni, sem aö vísu má segja aö sé ekki framúrskarandi marghliöa, en þeim mun meiri aö tign og mikilfengleik. Kannski getur þaö flokk- ast undir tilbreytingarleysi að aka svo langa leið — og alltaf ofaní dal meö tröllaukin fjöll á báöa bóga. Þaö er líkt og leikin séu óteljandi tilbrigöi viö sama stefiö. Þar fellur jökulfljót í höröum streng í dalbotni; undirlendi oftast lítiö, en bóndabýlin uppi í hlíöunum, þar sem teknar hafa veriö skákir í dimmgrænt skógarþykknið. Hver kannast ekki viö slíkt jólakortalandslag; Bjálkahús í hlíö- um, tignarleg grenitré og mjallhvítir tindar. Nú sér maöur út um bílgluggann, aö þessi bjálkahús eru um allar trissur: örlitlar hlööur, þar sem vindar blása greiölega í gegn og þurrka heyiö. Ekkert er betra kennimark á Austurríki en þessar litlu og rómantísku hlööur, sem eru eins og hluti af náttúrunni sjálfri; þakskífurnar mosagrónar, stundum jafn- vel vallgrónar. „Bláir eru dalir þínir...“ Svo kvaö Hannes um sína kæru dali noröan heiöa. Bláir eru dalir Austurríkís einnig, bláir í efra, þar sem skóginn þrýtur í tvö þúsund metra hæö og viö tekur Ijósleitt berg unz fannir hylja. Þaö hendir jafnvel íslendinga aö finnast þeir ekki hafa séö almennileg fjöll fyrr, enda þess aö geta, aö víöa ber fyrir augu fjöll, sem ná uppí 3500 metra hæö. Hæö Öræfajökuls er aftur á móti þar sem skóginn þrýtur. Mér sýnist augljóst aö menn búi smátt í þessum hlíðum; túnin eru þaö lítil. En sumstaöar ná bæir uppí ótrúlega hæö og veröur ekki séö aö vélabúskap veröi viö komiö; hver blettur í snarhalla. í annan staö sjást aö minnsta kosti sjaldan vegir til þessara býla og þaö sem er þó leyndardómsfyllst af öllu: ekkert drasl er sjáanlegt í kring, engin vélalík, sundurryöguð bílhræ, fjóshaugar sem minna á skriöjökla og annaö slíkt sem einkennir íslenzka sveitabæi á vorum dögum. Væri ekki ráö aö skipuleggja svo sem eina bændaför á þessar slóöir til aö kanna leyndardóminn, hvar drasliö er látiö? Annaö veifið þrengjast þessir sam- hangandi dalir og veröa svo þröngir, aö FRH. BLS. 8. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.