Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 8
Ýmsar sögur fara af fátækt Jorns í heimalandi hans. Hann átti t.d. einu sinni ógreiddan reikning í kaupfélaginu í Silki- borg og var alls ekki fær um aö jafna reikn- inginn. í staöinn lagöi hann inn þrjú vönduö málverk sem veö. Aö þrem árum liönum var reikningurinn ennþá ógreiddur og menn höföu gefið upp alla von um aö fá nokkurn tímann peningana. Voru þá mál- verkin fjárlægö ásamt ööru tilfallandi drasli og þau brennd! — Þá er sagt, aö hann hafi eitt sinn reynt að fá skipt á málverki og alklæðnaði. Bauö klæöskera nokkrum eitt málverk, en hann hafnaöi, bauö tvö málverk en fókk aftur neitun, bauö þá þrjú en fékk enn neit- un, hvarf þá á brott viö svo búið. í fyrra tilvikinu má gera ráö fyrir, aö verögildi hundruö þúsunda danskra króna hafi fuðrað upp en í seinna tilvikinu hefur klæöskerinn vafalítið hafnaö hæstu greiöslu fyrir alklæönaö sem sögur fara af á Norðurlöndum. Sagt er aö svo mjög hafi Jorn veriö mis- skilinn í heimaborg sinni, aö fólk hafnaöi oftast afdráttarlaust vöruskiptum viö hann, jafnvel ekki upp á eina máltíö í veitinga- húsi, — einungis hló. En Jorn var sem fyrr segir stórhuga og vildi ekki skulda neinum neitt, vini sínum og velunnara Johannes Jensen gaf hann fjölda mynda svo aö hann sat uppi sem stórauðugur maður er Jorn dó, — en sá vildi ekki sleppa einni einustu mynd þótt miklir fjármunir væru í boði. í þakklætis- skyni fyrir alla fjárhagslega hjálp sem hann haföi notið meöan aö á veikindum hans mmmmm Listamaöurinn í i Colombes umkrí sýningu í Galerie Síðari hluti greinar Braga Ásgeirssonar um Asger Jorn: Andstæður ríkisvaldinu en hlynntur Dönum stóö vegna berklanna, málaöi Jorn þrjár risastórar myndir og gaf bókasafni Silki- borgar. Þaö voru hvorki tilgerð né stór- mennskutaktar aö baki, heldur áleit hann, aö hver og einn ætti aö vera sjálfum sér nógur. Nokkrar bækur liggja eftir Jorn, en hann er minna frægur fyrir þær er málverkin. Bækurnar eru aftur á móti frægar fyrir aö vera skrifaöar af Ager Jorn. Um eöli listar- innar sagöi hann: „Ég get sjálfsagt sagt, að list sé geta og þekking, en mér líkar betur skilgreining Storm P. Hann sagöi eitt sinn: „List er þaö, sem maður getur ekki. Ef maður gæti þaö, þá væri þaö engin list.“ En vel á minnst, af hverju á maður aö út- skýra list? Þaö er einmitt listin sem útskýrir mannfólkið, og í því felst gildi listarinnar. Ég er sammála Sören Kirkegárd í því, aö þaö aö vera til, er hið einasta, sem hefur nokkra þýöingu. Rétt og rangt skiptir minna máli, ef maöur einungis er til. Ég verð líkbleikur á allan skrokkinn, þegar ég hitti fólk sem alltaf hefur rétt fyrir sér. Ég er hræddur við aö hafa á réttu að standa, og listrænt séö þá er þaö ónothæft. Veikleik- inn í norrænum þankagangi er, aö menn rugla rétti og lögum. Aö hafa rétt tekur af okkur ábyrgöina. Þaö er margt, sem ég gjarnan vildi hafa leyfi til, en þaö er ekkert, sem ég krefst réttar til.“ Og þar sem farið er út í skilgreiningu á list er þaö hér máski mest sláandi, sem danski listfræðingurinn Johannes Lange ritaði fyrir meira en hundrað árum: „List veröur ekki til á dag- inn, þegar menn fá ofbirtu í augun, heldur í ró og rökkri eða aö minnsta kosti þegar sjálft augaö sér ekki, en hugurinn fær næði til aö velja úr því, sem minniö geymir. Þá birtast myndir fyrir hugskotssjónum manns, óljósar, en þó greinanlegar úr hin- um frjósömu djúpum undirmeövitundarinn- ar, hinum dimma lifandi brunni." Asger Jorn vann þegar hann langaði til, og seldi, þegar þaö hentaöi honum, — gerði í einu og öllu þaö sem honum sýndist hverju sinni. — Hann hafnaöi Eckerberg- medalíunni, hafnaöi þátttöku á fjölmörgum sýningum m.a. Biennalinum í Feneyjum, hafnaöi Guggenheim-verölaununum. Þetta •geröi hann einungis vegna þess, aö hann var á þeirri skoöun, aö listin aö segja nei, þegar manni býöur svo við að horfa, sé einasta ráöiö til aö kaupa sér frelsi, vera engum háöur né skuldbundinn. Einmitt þetta var einkennandi fyrir Asger Jorn, sem var frjálsari og óháöari flestum hinna stóru málara. Málarar geta nefnilega oröiö illilega háö- ir velunnurum sínum og listaverkasölum, og er saga ein, er raunsæismálarinn Claud- io Bravo sagöi ekki alls fyrir löngu, til vitnis um þaö. Hann sagöi, aö ameríski málarinn heimsfrægi Mark Rothko heföi setiö svo fullkomlega fastur i sérstökum myndstíl sínum, aö hann hafi ekki fengiö leyfi til að breyta til. Hann hefði því í þunglyndiskasti og örvæntingu framiö sjálfsmorö. Þótt sag- an sé sennilega röng, þá gefur hún margt í skyn. En Mark Rothko framdi sjálfsmorð, er hann fékk aö vita þaö, aö hann gengi meö ólæknandi krabbamein. — Asger Jorn átti sér stóran draum, sem nú nýlega varð aö veruleika, og þaö var bygging heimslistasafns í Silkiborg. Hann mokaði gjöfum þangaö og haföi efni á því, vegna þess aö hann fékk list vina sinna fyrir Iftinn pening og vinir hans voru miklir listamenn frá mörgurri heimshornum. Sjálfur gaf hann 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.