Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Eg naut þess að k
Fyrri hluti samtals við Torfa Bryngeirs-
son, einn fræknasta íþróttamann íslend-
inga fyrr og síöar og Evrópumeistara í
langstökki 1951
Þess minnist ég vel, að síð-
sumars á því herrans ári 1950,
var hlustað á útvarpsfréttir með
óvenjulegri athygli. Þá stóð yfír
Evrópumeistaramót í frjálsum
íþróttum í Briissel og Islend-
ingar höfðu þá sent mikla garpa
til leiks; annað eins lið og þá
stóð uppá sitt bezta hefur ekki
orðið til síðan og kynni að verða
bið á því enn um sinn. Menn
fylltust gleði og stolti, þegar
Gunnar Huseby varð Evrópu-
meistari í kúluvarpi með yfirburð-
um. Og ekki þótti það síður
fréttnæmt og aðdáunarvert, að
Torfi Bryngeirsson gerði sér Iítið
fyrir og varð Evrópumeistari í
langstðkki, sem var þó ekki
uppáhaldsgrein hans, heldur
stangarstökk. En stangarstökkið
fór fram á sama tíma og Torfi
varð að velja. Þarna þótti heldur
vasklega að verki staðið og
áhuginn og aðdáunin náðu langt
út fyrir raðir þeirra, sem fylgd-
ust með eða komu nærri íþrótt-
um.
Þeir íþróttamenn okkar , sem
gerðu garðinn frægan í Brússel
1950 og stóðu ef til vill á hátihdi
getu sinnar árið eftir, sögðu
flestir skilið við strangar æf-
ingar og keppni skömmu síðar.
Lífsbaráttan tók við; nám,
stofnun heimilis, byggingar og
annað slíkt, se'm ekki samræm-
ist þeirrj miklu tímafórn, sem
afreksmaður í íþróttum verður
að láta í té. Þessir garpar okkar
frá 1950 hafa líka staðið sig vel í
lífsbaráttunni og að sjálfsögðu
höfðu aðdáendurnir í litlu landi
pata af því fram eftir árunum,
að Torfi var í lögreglunni og síð-
ar fréttist af honum í útgerð úti
í Eyjum, — að Örn var orðinn
lögfræðingur, en Haukur tann-
læknir, — að Ásmundur var
eitthvað viðriðinn útgerð, að
Magnús Jónsson var farinn að
syngja úti í Kaupmannahöfn og
að Finnbjörn var hjá Loftleið-
um. En keppnisferli þeirra lauk
að segja má skyndilega.
Svo hafa áratugirnir liðið og
núna, 32 árum eftir að ég lá með
eyrað upp við~ útvarpstækið til
að hlusta á fréttirnar frá Bruss-
el, bar fundum okkar Torfa
Bryngeirssonar saman. Tilefnið
var ekki stórvægilegt. Ég bý við
flatt þak, sem fór að leka eins og
slík óheillaþök gera undantekn-
ingarlaust, en sá í blaði, að
fyrirtæki, sem heitir Búi, taki að
sér viðgerðir. Og litlu síðar var
Búi sjálfur kominn og það var
þá enginn annar en Torfi Bryn-
geirsson. Hann var enn ótrúlega
líkur þeim Torfa,  sem  margir
þekktu frá Melavellinum gamla;
geislar af óhemjulegri orku,
kvikur í hreyfingum og líklegur
til stórræða — ekki sízt þegar
hann er kominn í tjörugallann
og uppá þak — með papparúllur
og kraumandi tjörupott sér við
hlið.
Á rigningardegi síðar í sumar,
þegar engar gæftir voru til
þakviðgerða, tókum við Torfi tal
saman og hurfum í huganum
aftur til Vestmannaeyja og
þeirra sælu daga, þegar Torfi
var að alast upp þar. Hann
fæddist í Eyjum 11. dag
nóvembermánaðar 1926 og verð-
ur því 56 ára í skammdegisbyrj-
un. Faðir hans, Bryngeir Torfa-
son, var Stokkseyringur, en
móðir hans, Lovísa Gísladóttir,
var innfædd í Eyjum og meðal
síðustu kvenna, sem yfirgáfu
Heimaey, þegar gaus.
„Ég var ekki tiltakanlega
bráðþroska," segir Torfi, „og
vann langt í frá alla stráka í
áflogum eða átökum. En ég þótti
snemma fljótur að hlaupa og
var snar í snúningum. Pabbi var
við sjómennsku og útgerð og 15
ára gamall fór ég að vera til
sjós; meðal annars á síld, — en
ég var alltaf sjóveikur.
í Vestmannaeyjum var mikið
líf og fjör á þessum árum og
gaman að vera strákur þar. Ég
var 9 ára, þegar fram fóru
Ólympíuleikarnir í Berlín 1936
og meðal íslenzkra keppenda var
Sigurður Sigurðsson þrístökkv-
ari úr Eyjum, sem nú er nýlega
látinn. Ætli þessir rómuðu
Ólympíuleikar hafi ekki fyrst
vakið verulega áhugann á
hlaupum og stökkum.
Ég átti heima í þeim hluta
bæjarins, sem nú er undir þykku
hrauni. Leiksvæði okkar og að-
staða til að stökkva var einmitt
á Móhúsaflötum, þar sem gosið
hófst; það var skammt að
heiman."
„Tókstu ungur ástfóstri við
stöngina?"
„Vestmanneyingar         höfðu
lengi iðkað stangarstökk og þeir
Friðrik Jesson og Jónas Sigurðs-
son frá Skuld voru þar braut-
ryðjendur og báðir áttu ís-
landsmet. Og Friðrik var reynd-
ar fyrsti kennari minn í frjáls-
um íþróttum. Af einhverjum
ástæðum var ég hneigðari fyrir
einstaklingsíþróttir; var þó að-
eins í knattspyrnu, en meiddi
mig oft og kom þá draghaltur
heim.
Ég tók ungur ástfóstri við
stöngina og hef líklega byrjað að
stökkva á hrífuskafti innan við
10 ára aldur. Þá gat verið nógu
erfitt að útvega góð hrífusköft;
Evrópumeistarinn á þakinu. Torfi er sérfrædingur í viögerðum
og lagningu á pappaþökum og eins og fyrr mjög líklegur til
stórræda, þegar hann er kominn í tjörugallann og búinn aö
setja upp hjálminn.
auðvitað urðum við að fá þau
lánuð og svo vildu þau brotna.
En ég man ekki eftir neinu slysi
af því, enda fallið þá ekki mjög
hátt. Svo var farið að nota
bambusstengur, sem voru nær-
tækar, því útgerðarmenn notuðu
þær í baujustengur og þeir tóku
okkur alltaf vel, þegar við báð-
um um stöng til að stökkva á.
Eins og nærri má geta, var það
stórt framfaraspor frá hrífu-
sköftunum og um fermingu var
ég farinn að stökkva nálægt
þremur metrum.
Á þjóðhátíðinni í Eyjum var
stangarstökkið meiri háttar
íþróttaviðburður og voru þá oft
sett íslandsmet. Ég tók vel eftir
og sá þá, hvernig þeir beztu fóru
að þessu. Frá byrjun reyndi
maður að færa hendurnar sam-
an og hanga á meðan stöngin
sveiflaði manni upp á við — og
að öðru leyti að útfæra tæknina
rétt yfir ránni og koma niður á
fæturna í sandgryfjuna, sem
stundum gat verið hörð. Nú þarf
ekkert um slíkt að hugsa;
svampdýnur komnar í staðinn
fyrir sandinn og óhætt að koma
niður á bakið þessvegna.
Á unglingsárunum í Eyjum
tók ég líka þátt í spretthlaupum;
náði þá 11,5 í 100 metrunum, en
Síðar, þegar ég var uppá mitt
bezta, gat ég hlaupið á 10,8 og
tiltölulega betur á ennþá styttri
spretti. Ég man vel, að fyrsta
alvöru íþróttakeppnin, sem ég
tók þátt í, var bæjakeppni á
milli Hafnarfjarðar og Vest-
mannaeyja og fór fram í Firðin-
um. Ég keppti þar í stöng, en
man nú ekki árangurinn. En þá
var maður orðinn 17 ára og
stígyélafullur af áhuga og lét
ekki staðar numið, heldur var
einnig keppt á meistaramóti ís-
lands í Reykjavík. Árangurinn
varð ekki lakari en svo, að ég
var númer tvö á eftir Þorkatli
Jóhannessyni úr Hafnarfirði, en
svipaðir voru einnig Kolbeinn
Kristinsson frá Selfossi og
Bjarni Linnet úr Eyjum, lang-
tíma keppinautur þaðan."
„Hvernig samræmdist þetta
sjómennskunni í Eyjum?"
„Engan veginn. Sjómennskan
setti strik í þennan reikning. Til
dæmis var ég svo til alveg á sjó
árið 1945 og nánast búinn að af-
skrifa keppnisíþróttir þá.
Reyndar var ég alveg sáttur við
að leggja stöngina á hilluna eft-
ir að hafa sett drengjamet uppá
3,33 m. í það sama skipti stökk
Guðjón Magnússon úr Eyjum
3,53 m sem var þá nýtt ís-
landsmet. Hann bætti það síðar
í 3,67 og stóð það met unz ég tók
það árið 1947 og stökk þá 3,70.
Síðar það ár fór ég uppí 3,85 og
það án þess að æfa að ráði og
ekki var nú vinnan beint hag-
stæð til þess að ná íþrótta-
árangri. Við vorum tveir með tíu
hjóla trukk í Reykjavík og unn-
um við malarakstur í akkorði.
Við ókum til skiptis og mokuð-
um sjálfir mölinni á bílinn með
skóflum; annað þekktist ekki þá.
En það liggur í augum uppi, að
eftir þesskonar vinnudag, er
maður ekki endilega upplagður
til að hella sér í æfingar og
stökkva á stöng.
En ég var þá alveg fluttur til
Reykjavíkur."
„Þú hefur þá ekkert verið
með Ólympíuleikana í sigti?"
„Jú, maður lifandi. Þeir áttu
að verða í London á næsta
sumri, 1948, og þá um veturinn
var fyrst farið að æfa kerfis-
bundið og reglulega undir hand-
leiðslu Benedikts Jakobssonar
og sænskur þjálfari var einnig
ráðinn; Olle Ekberg hét hann og
var með okkur framyfir
Ólympíuleika.
En þennan vetur og um vorið
var æft stíft og mikil eftirvænt-
ing í sambandi við Ólympíuleik-
ana. Það þætti víst ekki gáfu-
legur undirbúningur núna, en ég
hélt áfram að aka trukknum og
moka mölinni þar til farið var,
og þetta var alveg fáránlega erf-
itt með öllum æfingunum. Ég
hristi samt af mér alla þreytu
8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16