Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 5
strönd, Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Benedikt Sölvason bóndi og kona hans Málmfríður Ragnheiður Jónsdóttir. Guðmundur var einkabarn foreldra sinna. Hann var settur til mennta og strax í skóla bar á fágætum hæfileikum og hann var jafnvígur á allar námsgreinir, kom sér prýðisvel og var vinsæll hjá öllum nem- endum og kennurum. Hann varð stúdent 1899 með ágætiseinkunn. Guðmundur sigldi til Kaupmannahafnar og hóf hag- fræðanám við háskólann. Hann var mjög góður námsmaður og sökkti sér samhliða í bókmenntir og heimspeki. Þegar að loka- prófi leið, kom í ljós heilsubilun hans og að hann var ekki fyllilega heill á geðsmunum. Féll hann frá að taka lokapróf, hélt heim til íslands, bjó um hríð í Viðey, náði heilsu á ný og gerðist 1907 starfsmaður íslands- banka. Hann átti kost á að ljúka embætt- isprófinu síðar, en ekki varð af því. Hann starfaði i bankanum til hausts 1917, er hann missti alveg heilsu. Guðmundur Benediktsson lézt í Reykja- vík, úr spönsku veikinni, hinn 18. nóvem- ber 1918. En hvernig var hann, þessi maður, nán- asti trúnaðarvinur Jóhanns Sigurjónsson- ar? Þeir bjuggu saman í Kaupmannahöfn og þá var oft kátt á Austurbrú. Það liggur ekkert eftir Guðmund Benediktsson og fátt eitt hefur verið um hann skrifað, en allir sem kynntust honum urðu einlægir vinir hans og dáðu hann fyrir gáfur, and- ríki og fyndni. En til að kynnast nokkru nánar þessum gleymda manni, verðum við að leita til þeirra, sem þekktu hann. Meðal þess fáa, sem um hann hefur verið ritað, eru minn- ingargreinir nokkurra vina hans. ólafur Daníelsson stærðfræðingur sagði um hann: „Guðmundur Benediktsson var ákaflega skemmtilegur maður, vitur og fyndinn og ónýtinn á sitt eigin andríki. Hann skráði ekki upp á spjaldskrá það, sem honum datt í hug i þeim tilgangi að skrifa utan um það bók eða blaðagrein síðar meir. Hann var svo auðugur af slíku og hafði ráð á að segja fyndinyrði og láta það gleymast. Hvað gerði það? Hann gat sagt nýtt hnyttiyrði við næsta tækifæri og var sér- lega ósparsamur á þá hluti. Ég held, að Guðmundi Benediktssyni verði aldrei rétt lýst nema það sé tekið fram, hve feykilega fjarlægur hann var þessum feitu og digru ungmennafélags- hugsjónum borgaranna, sem vita upp á sína tíu fingur, hvernig manneskjan á að vera. „Þrekmaður með heilbrigða sál í hraustum líkama" segja þeir. Guðmundur Benediktsson var ekkert af þessu. Hann var ekki þrekmaður og vissu- lega bjó hans veika sál i óhraustum lík- ama. Hvað var hann þá? Hann var það, sem kallað hefur verið salt jarðar. Hann kryddaði lífið fyrir þá, sem áttu því láni að fagna að þekkja hann og umgangast. Hann lét þannig ávallt gott af sér leiða og aldrei neitt annað en gott. Eða — réttar sagt — hann lét eiginlega ekkert af sér leiða. Gleðin fylgdi honum sjálfkrafa, meðan hann tók á heilum sér. Hann var svo gerð- ur, að þeir sem þekktu hann þurftu naum- ast annað en sjá hann álengdar, til þess að komast í gott skap. Þannig var Guðmund- ur Benediktsson." Að kvöldi útfarardags Guðmundar Benediktssonar komu nokkrir vinir hans saman til þess að minnast hans. Meðal þeirra, sem þar minntust hans, var Árni Pálsson, síðar prófessor. Hann sagði m.a.: „Guðmundur Benediktsson er genginn og grafinn. La vie est triste, enfin soyons gais. Lífið er dapurt, en við skulum vera glaðir. Þetta sagði hann oft hin síðari árin. Þegar hon- um lá við að verða innkulsa af sorg og örvænting, þá vissi hann að eina ráðið var að verma sig við hvern þann neista af gleði og lífsfjöri sem fundist gat. Guðmundur var öllum kær: hann skildi, fordæmdi ekki og sveik ekki. Hamingjan hjálpi þeim, sem álíta, að maður sem lætur eftir sig þvílíka minningu, hafi lifað til lítils. Þegar ég minnist fyndni hans og orð- heppni og snarræðis í kappræðum, þá sárnar mér að ekkert skuli liggja eftir hann svart á hvítu. En Guðmundur Bene- diktsson skrifaði ekki einu sinni í sandinn, hann skrifaði í loftið. Hugsanir hans finn- ast nú hvergi nema í endurminningum ein- staka manns. Hann haföi enga trú á að hægt væri að breyta veröldinni til batnað- ar, hvorki með töluðu orði né skrifuðu. Fyrirlitning hans fyrir þeim mönnum, sem þykjast önnum kafnir að bæta veröldina og gera sér siðbótarstarf að atvinnu, var takmarkalaus. Og þessvegna blessa eg minningu Guð- mundar Benediktssonar, einnig fyrir það að hann þagði og hugsaði í landi þar sem svo margir tala án þess að hugsa." Plastið ógnar iífí í sjó Fjölmargir líffræð- ingar víðs vegar að úr heiminum sem könn- uðu fæðuval sjófugla á 8. áratugnum komust að sömu niðurstöðu: Fuglar leggja sér plast til munns. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir fór að fréttast af því að aðrar dýrategundir innbyrtu líka plast eða flæktust í plast- drasli svo sem selir og hvalir, fiskar út af suðurströnd Eng- lands, skjaldbökur við Costa Rica og Japan. Plastsalli reynd- ist í töluverðu magni í átusýnum bæði úr Atlantshafi og Kyrra- hafi. Plastúrgangur kom í dragnætur togara í Beringshafi og víðar og á Nýja-Sjálandi skil- aðist plast-salli upp á baðstrend- ur í svo miklum mæli að bað- gestum var verulegur ami af. Plast þetta sem eykst stöðugt um allan sjó er ýmist óunnið plast (hráplast) eða úrgangs- plast, sem fleygt er fyrir borð af skipum eða skolast eftir árfar- vegum til sjávar. Alþjóðlega vísindaráðið áætl- aði árið 1975 að af kaupskipum einum væri fleygt fyrir borð það árið 25.900 tonnum af plastum- búðum og plast- eða nylon-net sem týndust í sjó sama ár næmu um það bil 149.000 tonnum. Plastiðnaðinum vex stöðugt fiskur um hrygg enda er plast ákaflega meðfærilegt efni sem býður upp á ótal möguleika. Plastvörurnar eru unnar úr svokölluðu hráplasti sem að gerð minnir einna helst á sagó-grjón. Þetta hráplast berst til sjávar með árvatni og úr holræsum frá verksmiðjum sem framleiða plastvörur. Og stundum er tölu- verðu magni fleygt í sjóinn að yfirlögðu ráði. Mælingar við strendur Eng- lands og reyndar víða um heim sýna ótrúlega mikið magn af þessu hráplasti i sjónum og sjáv- ardýr glepjast til að leggja sér þetta til munns. Fyrstu fréttir af slíku bárust árið 1962 en þá fannst plast í maga nokkurra sjófuglategunda. Þessu var í fyrstu tekið sem hálfgerðu gríni, en þegar leið á 8. áratuginn fór slíkum sögum sí- fellt fjölgandi og menn fóru að hafa af þessu áhyggjur. Nú eru sönnur á því að 15% af 280 teg- undum sjófugla geta ruglast í ríminu við fæðuöfiunina og valið plast-úrgang sér til matar. Sjófuglar eru ekki vandlátir á gerðina. Fyrir þeim skiptir ekki máli hvort um hráplast, flösku- tappa, plastpoka eða smágerða hluti úr plasti er að ræða. En sæskjaldbökur t.d. velja aðeins eina tegund, nefnilega plast- poka, og er talið að þær geri ekki mun á plastpokum og marglytt- um. Sjávarspendýr gera sér líka plast-„veisluna“ að góðu, einkum hvalir. Nú er vitað að kýr geta lagt sér ýmislegt furðulegt til munns, nagla, járnbúta og jafnvel gaddavír, og sannað er að þessir aðskotahlutir geta verið í maga þeirra í rúmlega ár án þess að valda skepnunni skaða. En það er líka staðreynd að þetta plast- át sjófugla og sjávardýra getur stíflað meltingargöngin og vald- ið þeim dauða. Plast er alveg ómeltanlegt og sé þess neytt í einhverjum mæli safnast það fyrir í meltingar- göngunum, viðkomandi finnur Þessi sehir hefur ef tilvilí faríð að leika sér að plasthringnum, sem bann befur fúndið í fjöm — með þeim afleiðingum að hríngurínn hefur oiðið fastur um háls honum og drepið bann að hkum. ekki til hungurs, hættir eðlilegri fæðuöflun og veslast upp. Plastmengun, sem er auðvitað líka sjónmengun, er ekki aðeins í sjó og við strendur. Hvert sem menn leita út í náttúruna, upp á hæstu fjöll eða inn í dimmustu skóga, alls staðar getur plast- draslið orðið á vegi manns. Og það er ófögur sjón, t.d. að sjá pelíkanunga hanga kyrktan ofan úr hreiðri sínu í fiskilínu eða Aðalkosturinn við plastið — ending þess — reynist höfuð- ókostur, þegar allt plastdraslið nær til sjávar hval koma upp úr djúpinu með nylonnetadræsu fyrir vitunum. Síðustu 20 árin hefur sjósókn aukist til mikilla muna og um leið fjölgað ónýtum netum og veiðarfærum sem skilin eru eftir í sjónum eða fleygt er fyrir borð. Áður fyrr voru veiðarfæri úr hampi, bómull eða hör, en það eru allt lífræn efni sem annað hvort sökkva til botns eða leys- ast upp. Eftir síðari heimsstyrjöldina var hins vegar farið að nota veiðarfæri úr gerviefnum. Þau eru auðveldari í meðförum og endingarbetri en það sem áður hafði þekkst og sum næstum ósýnileg í sjónum. Þessi drauganet sem þvælast um allan sjó valda stöðugt dauða spendýra í sjónum sem flækjast í þessu og komast ekki upp á yf- irborðið til að anda. Álitið er að á Norður-Kyrrahafi hafi um 50 þúsund selir drepist af þessum orsökum. Og þegar þessi sí- veiðandi drauganet rekur á strendur verða þau skeinuhætt fuglum og spendýrum. Sjófuglar sem gera tíðreist á baðstrendur og á ruslahauga lenda oft með hausinn í alþekkt- um plasthringjum sem notaðir eru til að festa saman bjórdósir og gosdrykki. Eins og gefur að skilja hafa þeir engin tök á að losa sig úr slíkum hring sem smeygst hefur um háls þeirra. Þeir fljúga svo um með þessa dræsu sem oftast festist í ein- hverju á leið þeirra og dagar fuglsins eru fljótt taldir. Alþjóðleg . umhverfismála- ráðstefna var haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna í Stokk- hólmi árið 1972. Þar voru mættir fulltrúar frá 110 þjóðum. Mengun sjávar var ofarlega á dagskrá, einkum meðal fulltrúa þeirra þjóða sem eiga land að sjó og síðan hafa margar alþjóðleg- ar ráðstefnur verið haldnar um þessi mál. Árangur af þeim um- ræðum er þó lítill ennþá og stöð- ugt eykst plastúrgangurinn í sjónum. Það má teljast nokkuð kald- hæðnislegt að einmitt sá eigin- leiki plastsins sem gerir það vinsælt og hagkvæmt til ýmissa nota- nefnilega hvað það er létt, sveigjanlegt og endingargott, gerir það hættulegt sjónum. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi plastið er að eyðast í sjó, en við strendur er ljóst að þessi úrgangur endist í 5—50 ár. Lausn á þessum vanda hlýtur að vera fólgin í samvinnu al- mennings og þeirra aðila sem standa að framleiðslunni. Tæknilega er hægt að framleiða plast sem eyðist fljótt, jafnvel hægt að ákveða endingartímann fyrirfram og er það mikill kost- ur. Einnig hafa verið uppi hug- myndir um að safna saman úr- gangsplasti og vinna það upp á nýtt í stórum stíl. Það er þó flók- in lausn og krefst mikillar sam- vinnu við almenning. Þá er líka talað um að banna plastverk- smiðjum að losa úrganginn í ár nema sía plastsallann fyrst frá. En neytendur, hinir almennu borgarar, bera líka sína ábyrgð á þessu vandamáli og eiga að gæta þess að fleygja ekki slíkum úr- gangi úti á víðavangi. Ef þessu heldur fram sem horfir og ekkert er gert, drukkn- um við bókstaflega í plastdrasli áður en varir. Fyrsta skrefið til að hamla gegn þessari þróun hlýtur að vera að vekja athygli framleiðenda og almennings á hættunni sem þessu er samfara og þörfinni á að hefjast handa til varna. Fræðslan ein leysir engan vanda en er þó skref í rétta átt. Almenningur verður að gera sér grein fyrir ástandinu og stjórnvöld verða að taka til sinna ráða. Með slíku sameigin- legu átaki er von til þess að úr rætist. (Þýtt og stytt úr The Rotarian.) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.