Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 12
tmi }‘imv n í! trrtf'n'N'vlv: nmffr f>»- *n*,v rif'V ffi*>x Dr. Charcot gefur mávinum að borða norður í íshafi. Síðasta verk Dr. Charcots var að sleppa mávinum, þegar skipið var strandað. „Við höfum elzt saman skipið mitt og ég“ að var laugardaginn 19. september 1936, um hádegi, að Matthías Einarsson kallaði mig upp í Landakotsspítala — en hann var þá yfirlækn- ir spítalans. Eg hafði verið kandidat í spítalan- um fyrri helming ársins, og var þá aðeins ein Um dr. Charcot og skyldustörf ungs læknis í Landakotsspítala í september 1936 EFTIR DR. MED. BJARNA JÓNSSON kandidatsstaða þar, síðan til aðstoðar Matt- híasi meðan læknar voru í leyfum og var þar viðloðandi fram undir það að ég fór utan í október til framhaldsnáms. Þegar Matthías fór með mig í líkhús spítaians, sem var í kjallara í austurenda hússins, sá ég sjón, sem ég aldrei hafði séð áður og aldrei síðan. Það voru lík 22 manna, sem iágu þar á flekum hlið við hlið. Þetta var skipshöfnin af Porquoi Pas?, dr. Jean Charcot og lið hans. Þessir menn höfðu fáum dögum fyrr verið í Reykjavík í góðu yfirlæti. Þeir voru að koma úr rannsóknaferð í Norðurhöfum, sem hafði skilað miklum árangri og nú voru þeir á leið heim til þess að vinna úr þeim gögnum öllum, sem þeir höfðu safnað, og njóta ávaxtanna af erfiði sínu. Innan skamms yrðu þeir komnir til fjölskyldna sinna og þeir áttu von á góðum móttökum hjá vísindamönnum víða um lönd. Pourquoi Pas? kom til Reykjavíkur í byij- un september. Hafði orðið vélarbilun í skipinu og var Hvidbjömen — danskt varð- skip — fenginn til þess að koma með það hingað. Átti að fara fram lítilsháttar við- gerð á katii og búist við að hún tæki tvo Dr. med. Bjami Jónsson. Landakotsspítalinn var í meginatriðum þannig 1936. Liksmumingurinn fór fram í gamla hluta spítal- ans, sem sést hér til hægri á myndinni. n ivthl'' lo'inirO cifl i'ttów ! til þrjá daga. En þegar þessari viðgerð var lokið reyndist svo, að frekari viðgerða var þörf og' dróst brottförin. Á Fundi Með Vilhjálmi Stefánssyni Dr. Charcot og félagar hans áttu hér góðu að mæta. Hann átti hér ýmsa kunn- ingja og hafði komið til Reykjavíkur alls flórtán sinnum á ferðum sínum norður í höf, í fyrsta skipti 1902 með fyrri konu sinni, sem var sonardóttir Victors Hugo. Þann 11. september sat hann fund í Ferðafé- lagi íslands og hlýddi á erindi Vilhjálms Stefánssonar, sem staddur var hér á landi um þær mundir. Voru þá samtímis þar tveir af fremstu landkönnuðum á norðurslóðum. Þann 15. september var viðgerð lokið og skipið lagði úr höfn um hádegisbil. Um morguninn var hæg SV-átt á stóru svæði fyrir suðvestan landið, en svo virtist sem lægð væri að myndast 1600 km SSV af Reykjanesi. Um hádegi var ljóst, að lægðin gæti orðið hættuleg og í veðurfregnum, sem útvarpað var kl. 3, var varað við, að sunnan stormur myndi bresta á með nóttunni. Um miðnættið var stormsveipurinn kominn á móts við Reykjanes og hafði færst um 1400 km á 12 kiukkustundum eða nærri 120 km á klukkustund, sem er óvenjulegur hraði á stormsveip og ku varla koma fyrir nema í skammdegisofviðrum og var það haft eftir Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi. Þá var veð- urhæð í Reykjavík 12 vindstig, fárviðri. Þeir voru ekki komnir út úr flóanum þeg- ar veðrið brast á og brugðu á það ráð að hleypa til Reykjavíkur. Fyrsta landkenning, sem þeir höfðu, var að grillti í vitaljós í sortanum og mun hafa verið um óttuskeið. Héldu þeir að það væri Grótta og sveigðu til norðurs svo þeir væru öruggir með að vera djúpt af boðanum, sem iiggur í norður frá nesinu. En þá hafði bor- ið meira af leið en þá uggði og nú lá stefnan upp á Mýrar, eitt óhreinast vatn við strend- ur landsins; því vitinn sem þeir sáu var á Akranesi. Hvert það skip, sem leggur leið sína þangað um svarta nótt í grenjandi stormi, er dæmt. Þegar þeir breyttu stefnu voru örlög þeirra ráðin. Þá bar upp á Mýr- ar, strönduðu á skerinu Hnokka, hálftíma róður frá ströndinni, og þar liðaðist skipið í sundur í brimrótinu. Og þegar dagur rann var einn af þessari völdu skipshöfn á lífi — aðeins einn. Það var um miðjan morgun þann 16. september, að skipsins varð vart og sást þó lítt til þess vegna særoks. Var Slysa- varnafélaginu strax gert viðvart. Varðskipið Ægir var í Reykjavík og fór án tafar áleiðis á strandstað. Vélbátur samnefndur frá Akranesi var sendur þaðan ef vera kynni, að hann gæti komist í nánd við hið strand- aða skip. Voru þar í för björgunarsveit frá Akranesi og tveir menn af varðskipinu og höfðu í fari sínu tvær línubyssur. Um hádegisbil tókst vélbátnum Ægi að komast alveg að flakinu og fullvissaði sig um að enginn væri á lífí um borð, stóð þá aðeins ein sigla uppi af þremur en skipið var barksiglt. 22 lík rak á fjörur, tók varðskipið Ægir við þeim og átti að flytja þau um borð í Hvidbjörnen á Akranesi, en það var ekki hægt vegna veðurs. Sigldu þá bæði skipin til Kollafjarðar og voru líkin flutt á milli í lygnu til hlés við Viðey. Kom danska skipið með þau til Reykjavíkur kl. 8, en Ægir var þá farinn áleiðis að Snæfellsnesi til þess að bjarga norsku skipi, sem var í nauðum und- an Búðum. Þegar Hvidbjörnen lagðist að bryggju hafði mannfjöldi safnast við höfnina og stóð þar hnípinn meðan líkin voru flutt frá skips- hlið í Landakotsspítala. BÓN YFIRLÆKNISINS Þar sem við stóðum og horfðum á valköst- inn sagði Matthías: „Eg ætla að biðja yður að smyija þessi lík. Því verður að vera lokið á morgun." Matthías hafði átt mikil skifti við Frakka allar götur frá því hann tók við stjórn franska spítalans í Reykjavík á sumri 1905. Hann var Officier de la Logion d’Honneur og hafði verið sæmdur fleiri heiðursmerkjum frakkneskum. Ilann gerði sér títt um franska menningu og var vel kunnugur franskri læknisfræði. Hann skrifaðist á við Dévé, sem var einn merkastur sullafræðing- ur síns tíma og skrifaði Matthías greinar um sullaveiki í frönsk tímarit. Hann var kunnugur dr. Charcot frá fyrri ferðum hans, en ekki hafði hann hitt föður hans, sem var heimskunnur læknir, því hann dó þegar Matthías var á fermingaraldri. En Schier- beck, sem var landlæknir á íslandi 1883— 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.