Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 3
I-EgHáHf [SHöHrIIöISIImIÉESHöHsIIIISIí] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjávík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Rætur íslenzkrar menningar eru ekki bara úr austri og suðri, heldur ná sumar nokkuð norðarlega, eða til Sama, sem forfeður okkar í Noregi álitu að væru hálfgerð tröll og svo göldróttir, að Norðmönnum stóð stuggur af þeim. Um þetta efni skrifar Her- mann Pálsson í Edinborg. Forsídan Myndin er af Brynhildi Þorgeirsdóttur, sem hér er ásamt einu verka sinna á sýningu á Kjarvalsstöðum. Brynhildur er frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, en hefur dvalið langdvölum í New York. Hún hefur starfað hér heima síðan í júní og haft starfsað- stöðu á Korpúlfsstöðum. Menningarmálanefnd Reykjavíkur bauð henni að halda þessa sýningu, sem standa mun út allan nóvembermánuð. Ljósm. Lesbók/Þorkell Vor á síðsumri í Prag, heitir grein eftir Ólaf Pál Jóns- son, sem var þar á ferðinni í ágúst, þegar hægt var í fyrsta sinn að minnast þess opinberlega, þegar sovétstjórnin batt endi á „vorið í Prag“, sem svo hefur verið nefnt. Eskimóar Með sýningu á Kjarvalsstöðum erum við erum minnt á tilvist eskimóa við Beringsundið í Alaska. Þetta er fróðleg sýning á nytja- og tilbeiðsluhlutum, sem voru partur af daglegri tilveru þessa náttúrufólks. Lesbók hefur átt samtal við William Fitzhugh, sem kom hing- að og hélt fyrirlestur um líf og list þessa fólks, PÁR LAGERKVIST Litið um öxl Sigurjón Guðjónsson þýddi. Lít til baka, gömlum augum sé ég sjálfan mig. Allt er svo löngu liðið. Grýtt gata með lúnum uxum sem langar heim að kvöldi, hlass, gamalt hjólfar, grár gaflinn á bænum með ljós í einum glugga. Votengið við ána og yfir vatninu dimm þokan. Lífsbáturinn Brátt vitjar dauði þín, þér dylst það að þú líður á lífsins báti burt að öðrum löndum, á móðuströndum morgunninn þín bíður. Óttast ei. Lát þér ei bregða við burtfarartímann. Holl og örugg hönd sér um segl bátsins, sem flytur þig burt frá storð aftans til árroðans lands. Gakk kvíðalaus inn í kyrrð strandarinnar mjúkan ganginn um gras rökkursins. Pár Lagerkvist f. 1891 var eitt af höfuðskáldum Svía á þessari öld. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1951 og átti lengi sæti í Sænsku.akademíunni. Reisn eða f latneskja Jón Aðalsteinn Jónsson minnist á orðin fót og löpp, höfuð og haus, í dálkum sínum í Mbl. 7. og 14. X. Ríkisfrétta- ' maður hafði sagt Frakklandsforseta forugan í lappirnar. Jón segir og frá því, að í sjúkrahúsi hafi fótur virzt nær óþekkt orð; „háir sem lágir“ töluðu alltaf um lappir. Það er líka ótækt, sem Jón drepur á, að ríkisfrétta- menn smjatti á því, að fyrirtæki fari á haus- inn. í slíku orðalagi felst fyrirlitningar- og fordæmingartónn, er þurrkar samstundis út í eyrurn hlustenda hinn fína hlutleysisanda, sem sagður er svífa yfír höfðum (hausum?) ríkis- fréttahöfunda. Þótt þá langi stundum til þess að vera „pínulítið plebbalegir" (þeir halda, að þá séu þeir „notalega alþýðlegir"), mega þeir ekki óhreinka hlutleysisgloríuna sína. Fyrir nokkrum árum fór ég í vikuferð með níu ferðafélögum, öllum á þrítugsaldri. Að morgni fyrsta dags heyrði ég sagt: „Eigum við ekki að labba út í rútuna?" Mér datt í hug að hlusta gi-annt eftir því, hve oft þetta unga fólk myndi nota sögnina „að ganga" í ferðalag- inu. Að kveldi hins sjöunda dags hafði ég aldr- ei heyrt hana nema í samböndum eins og „þetta gengur ekki“. Sögnin „að labba“ glumdi hins vegar í eyrum mér alla daga (sé hægt að segja, að svo vesælt orð geti glumið), þótt ég, af ásettu ráði, notaði „að ganga“ eins oft og ég framast treystist til. Sagt er, að for- dæmi sé fyrirlestrum og predikunum mátt- ugra, en ekki ásannaðist það hér. Gömul saga rifjast upp. Faðir minn hafði verið sendur eftir kúnum á bæ einum í Hvítárs- íðu skömmu eftir aldamót. Maður kom ríðandi á móti honum og reiddi með sér skrifpúlt, sem einnig var geymsla undir bækur og skriffæri, nú oftast nefnd ritföng. Þeir kynntu sig, og kvaðst maðurinn heita Brynjúlfur, vera Jóns- son og kenndur við Minna-Núp. Föður mínum þótti allmikið til koma, því að hér var kominn höfundur „Sögunnar af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum". Brynjúlfur rakti nú ætt- ir drengsins austur um Hreppa og Rangár- velli í löngu máli. Ekki fór hann af baki, meðan hann þuldi. Loks spurði hann: „Hvert er þú að fara, Þórður?" Drengnum þótti gott að vera ávarpaður með nafninu einu, eins og tíðkaðist meðal fullorðinna (fermdra), en ekki t.d. „drengur minn“ eða „væni rninn". Hann ofmetnaðist því og svaraði borginmannlega: „0, ég er nú bara að fara að sækja beljurn- ar“. Hann hafði heyrt pilta taka svo til orða og hélt víst, að sjálfur yrði hann eitthvað eldri við að bera sér slík orð í munn. Biynjúlfi brá •svo, að nú fyrst fór hann af baki. Hann ám- innti drenginn um það, að hann mætti ekki segja „bara“ um starf, sem honum væri trúað fyrir, og hann mætti aldrei óvirða kýrnar með beljuheiti, þessar blessaðar skepnur, sem guð hefði sent okkur til þess að fæða okkur og klæða. Drengurinn vissi reyndar, að þetta óvirðingarorð átti ekki að nota, og því varð ádrepan sárari. Þennan atburð mundi hann æ síðan og rifjaði stundum upp af ýmsu tilefni. — Fyrir nokkrum dögum hitti ég fólk, sem komið er af Brynjúlfi í þriðja, fjórða og fimmta lið. Það vissi, að hann mátti ekki heyra matar- diska sagða óhreina, hvað þá skítuga. Þeir gátu aðeins orðið mötugir. — Þarna hafa þá fordæmi haft áhrif langt fram í tímann, enda fylgdi predikun með. (Þessi eljusami fræði- maður átti það sammerkt með öðrum slíkum að geta ekki eignazt allar bækur, sem hann þurfti að nota. Þá voru bækurnar fengnar að tani og skrifaðar upp. Eintak Brynjúlfs af Arbókum Espólíns hefur t.d. verið mjög van- heilt, en hann hefur skrifað upp kafla og blöð, sem vantaði, og bundið inn með hinu prent- aða. Stundum mátti hann ekki vera að því að lesa þær bækur, sem þó voru til, sbr. vísu hans: Upp á hillu hugur minn / hvarflar oft í vetur, / þar sem hvíla kinn við kinn / Kap- ítóla og Pétur. — E.t.v. hefur hann þó haft eitthvað annað í huga um þessa sambúð Kap- ítólu og Péturs biskups. — Nokkrum áratugum síðar hringja íslenzkir unglingar í bókabúð í Kalíforníu og kaupa bækur með því að nefna greiðslukortanúmer. Þær eru svo hraðsendar með flugvélum. Eini strandstaðurinn á leiðinni er hin menningarljandsamlega stífla, sem íjár- málaráðuneytið hefur reist í tollpóststofunni, þar sem það lætur sér sæma að fornum sið austrænum að skattleggja innfluttar bækur. — Unglingarnir geta líka notað símtölvuþjón- ustu eða gagnaflutningsnet og fengið í símbréfi þær blaðsíður, sem þeir þurfa að lesa í ákveðnum bókum). Ég er að segja þessar sögur af Brynjúlfi til þess að sýna, að ekki er sama, hvaða orð eru notuð, og að þeir, sem tala og skrifa á almannafæri, geta haft áhrif á þróun máls til góðs eða ills. Málið breytist eðlilega með tímanum. í Skýrslu um Hinn lærða skóla í Reykjavík, skólaárið 1862-1863, segir Jón Þorkelsson í upphafi ritgerðar „Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku": „Svo sem allir aðrir hlutir, svo eru og málin sífeld- um breytingum undirorpin. Ekkert mál getr staðið í stað öldungis óbreytt, svo lengi sem það lifír, er talað, eða bæði talað og ritað af heilli þjóð. Hver öld hefir sitt orðfæri, sín orða- tiltæki og sína stafsetning ...“. Ekki er sama, hvernig málið breytist, og hver ferðinni ræð- ur. Hinir áhrifamestu fjölmiðlungar, sítalandi í bunustokkarásum sínum, eru því miður margir illa máli farnir. Slíkt hefur skjót áhrif á þessum tímum. Röng notkun orðs er skyndi- lega orðin rétt í hugum hlustenda. Þeir hafa vanizt henni óafvitandi. Mér fannst áður, að slík breyting til hins verra tæki nokkur ár, en nú hef ég sannreynt, að vansköpun tung- unnar getur gerzt á fáeinum mánuðum, þegar flestir fjölmiðlar taka sig saman um vitleysuna (ekki endilega af ásetningi, heldur hugsunar- leysi, þekkingarleysi og hirðuleysi). Ekki vant- ar þó uppfræðsluna. Margsinnis hefur verið bent á algengustu ambögurnar í leiðbeiningar- skrifum og útvarpsþáttum, sem vænta mætti, að þetta fólk læsi og hlustaði á starfsheiðurs síns vegna a.m.k. Mikið leiðbeiningarstarf er unnið, en oft verður einhver ambagan algeng- ari einmitt rétt eftir að gegn henni hefur ver- ið snúizt. Eitt dæmi af mörgum: Sverrir Páll fjallar um ýmsar vitleysur í grein í Mbl. 21. X., en sama kvöld og næstu daga dynja sömu ambögur á hlustendum í sjónvarps- og út- varpsrásum. Þeir, sem eiga að njóta fræðsl- unnar, virðast yfir það hafnir að sinna henni. Gísli Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónsson o.fl. skrifa í Mbl. í RÚV höfum við þættina um daglegt mál, tvítekna. Þeir hafa verið misgóð- ir eftir flytjendum, en nú um nokkurt skeið hafa þeir verið í ágætri umsjón Marðar Árna- sonar. Fer honum svo sannarlega betur að koma fram sem einn prúður burtreiðarriddari vorrar göfugu frúar, íslenzkunnar, en sem marskálkur við stall Rauðs ráðgjafa í Rentu- kammersmusteri Ríkismammons. Ekki virðast fjölmiðlungar lesa hið góða kver Helga Hálf- danarsonar,_ „Gætum tungunnar", eða hina ágætu bók Árna Böðvarssonar, „Málfar í fjöl- miðlum", sem út kom í fyrra og ætti að vera skyldulesning blaðamanna. I þeirri bók og tímaritinu Tungutaki, sem Árni ritstýrir, er að finna leiðréttingar á næstum öllum vitleys- um, sem halda þó áfram að vaða uppi. Fjöl- miðlungar virðast hvorki nýta sér bókina né tímaritið, enda vottar stundum fyrir mæðutóni hjá Árna. Þetta sýnist vonlaust verk. Smá- dæmi um hraða útbreiðslu aulatízku í orð- færi: Fjölmiðlar eru hættir að bjóða okkur nokkurn skapaðan hlut, heldur bjóða þeir okk- ur upp á e-ð. Þeir, sem tilreiða efni handa almúganum, hirða ekki um leiðbeiningar, þar sem varað er við þessari ofnotkun, því að frem- ur færist þetta í vöxt en hitt. Nú um daginn kom flennifyrirsögn í Mbl.: „Boðið upp á leigu- mæður“. Groddarnir, sem búa í hinum ómerki- lega, tilvistarkreppta og dónalega reynslu- heimi karla, fóru að hugsa eitthvað skrítið, en urðu fyrir vonbrigðum og sátu fullir sorgar og sútar, þegar neðar var lesið um leigumæð- ur þessar. Ríkisútvarpið hefur oft boðið okkur upp á söngkonur. Þarf ekki að lögsækja fleiri fyrir klám en Jón Óttar? MAGNÚS ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.